Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 ÁLMHOLT - 3JA Vorum að fá í einkasölu 3ja herb. íb. á jarðh. 89-fm. Sér- inng. Eiguleg eign. Áhv. 3,9 millj. Verð 7,0 millj. VANTAR: Fyrir öruggan kaupanda 3ja- 4ra herb. íb. í Háaleitishverfi. VÍÐITEIGUR - RAÐH. Vorum að fá í einkasölu á þess- um vinsæla stað, raðh. 87 fm. Parket á gólfum. Sérinng. Sér- garður m. verönd. Áhv. veðd. 2,1 millj. Verð 8,3 millj. VANTAR: Fyrir öruggan kaupanda 2ja-3ja herb. íb. í Vesturbæ. Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipa- sali, Skúlatúni 6, hs. 666157. REGNFATNAÐUR vind- og vatnsheldur TRAVEL Verð kr. 6.740,- St. S-M-L-XL AGU Verð kr. 3.995,- St. S-XL JAGGER regnjakki. Verð kr. 6.390,- »hummél^ SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40 • símar 813555 og 813655. HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 N orður-norskir textílar Myndlist Bragi Ásgeirsson Listasafn ASÍ hýsir um þessar mundir sýningu á vefjarlist, eða kannski réttara sagt textílum níu listamanna frá Norður-Noregi. Er hér um að ræða farandsýningu á vegum samtaka 37 listfélaga, sem sjá um dreifmgu á norður-norskri list og nefnast SKINN. Það er norska menningarmálaráðið, sem styrkir sýninguna, sem hefur gert víðreist um Noreg'og verið sett upp á níu stöðum frá því í febrúar á síðasta ári. Það er ekki úr vegi að minna á það hér, að menningar- málaráðuneytið (kulturministeriet) er í Noregi líkt og víða geriSt úti í heimi aðskilið menntamáláráðu- neytinu, sem nefnist einfaldlega Kennslumálaráðuneytið (Under- visningsministeriet). Einnig er ekki úr vegi að nefna það, að núverandi menningarmála- ráðherra Noregs er enginn annar en hin góðgunna vísnasöngkona Ase Kleveland, en hún mun vera mjög vel heima í norskri list. Hér er auðvitað um að ræða veflarlist sem gerð er í þessum hluta Noregs því að sjálfsagt er ekki til neitt aðgreint hugtak sem nefnist „norður-norskir textílar", — því miður, liggur við að hrökkvi úr skriffærum mínum. Fram kemur líka af sýningunni, að listamennim- ir, sem allir eru kvenkyns, fylgjast vel með því sem er að gerast ann- ars staðar á Norðurlöndum og utan landamæra þeirra. Þær hafa ein- mitt það sameiginlegt með lista- mönnum afskekktra landa og landshluta að reyna að bijóta af sér ímyndaða hlekki einangrunar- innar og leita á alþjóðleg mið. Afstaða, sem í kjama sínum er hárrétt, en vel á minnst einungis svo lengi, sem menn gleyma ekki umhverfi sínu og úppruna. Hér hafa Norðmenn einmitt skýrasta dæ/nið í Edvard Munch, sem alla tíð var í raun með báða fæturna á sínum heimaslóðum, þótt hann ryddi um leið braut nýjum viðhorf- um og nýrri heimspeki í myndlist Evrópu. Það má hins vegar vel vera, að eldri vefjarlist frá þessum slóðum beri einhver séreinkenni, en það er atriði, sem ég hef ekki fengið tækifæri til að rannsaka nægilega vel. Á seinni tímum, er vegalengdirn- ar í heiminum hafa eins og skropp- ið saman, eru sérkenni einangrun- arinnar í raun orðin að einhvers konar „útópíu", og kannski er það öðru fremur hlutverk nýlista, í öllu falli eitt atriði þeirra, að draga þau fram og vinna úr þeim, í stað þess að „aka yfir þau“, sem alltof oft er gert. En það sem er sjálfsagt brenn- andi ósk margra þeirra, sem um myndlistir fjalla, að ekki verði öll vefjarlist í Evrópu sett undir einn hatt og öll sérkenni og landamæri þurrkuð út fyrir tilstilli einhverra hálærðra fræðinga, sem taka sér til fyrirmyndar kontóristana í Brussel. Þessi sýning textíla frá nyrðri byggðum frændþjóðarinnar verður listrýninum þannig strax tilefni nokkurra hugleiðinga, einkum vegna þess að hann hefur eins og fleiri fylgst með nokkrum ugg með því hvernig farið er að læða annar- legum efnum inn í hugtakið vefjar- list undir samheitinu „textíl", en heitið má útleggja á ýmsa vegu svo sem áferð, vefír, gerð (þéttleiki, samsetning) og í jarðfræðinni innri gerð bergs, textúr, mynstur af- stöðu kristalla bergsins hvers til annars. Inn á sviðið hafa ruðst ný við- horf, sem brengla um sumt upp- runalega hugtakið nokkuð og nú sér maður einnig ný efni eins og stái, járn, tré, grjót, pappír o.fl. á sýningum textíllistamanna, og sums staðar eru þessi viðhorf svo ríkjandi, að maður rekur upp stór augu, ef í sjónmál kemst allt í einu hefðbundinn vefur! Af ásettu ráði nota ég hér hug- takið, „að ryðjast inn á vettvang- inn“, því að slíkur er offorsinn hjá sumum hinna nýju landsmála- manna. Merkilegt má teljast að hér eru Japanir einna fremstir í flokki, þrátt fyrir þeirra áraþúsunda hefð með hin mýkstu og fíngerðustu efni handa á millum. Sem betur fer gefur þessi sýning ekki nema í litlu mæli tilefni til slíkra hugleiðinga, og ei heldur var ég kominn á vettvang til að sjá einhveija sérstaka útgáfu af hnoði, eða á því misnotaða hugtaki „út- kjálkalist". Ég set hugtakið innan' gæsaiappa vegna þess, að slíka list er nú aðallega að fínna á sölutorg- um hinna þéttbyggðari svæða og í stórborgum. Dijúgur hluti verkanna telst ótvírætt af háum gæðaflokki, jafnt hvað sígilda vefí sem nútímalegra vinnulag og aðferðir snertir, en hins vegar er því ekki að neita, að margt kemur manni kunnuglega fyrir sjónir frá sýningum annarra textíllistamanna á Norðurlöndum. Árangurinn helgast þó að sjálf- sögðu hvorki af því að vera nútíma- legur, né fylgja eldri og gömlum hefðum, heldur einungis af lista- verkinu í sjálfu sér, útfærslu þess og inntaki. Eins og stundum á sér stað um farandsýningar, eru ekki öll verkin, sem tilgreind eru í sýningarskrá og jafnvel litmyndir eru af í henni, með á sýningunni. Trúlega hafa þau selst einhvers staðar á leið- inni, en þetta telst þó jafnan gloppa á slíkum framkvæmdum, og hún er sýnu mest og afdrifaríkust, þeg- ar einungis hluti stærri sýningar- heilda er settur upp, sem fyrir kem- ur. Og þegar ekki allt er til sýnis, sem upphaflega var valið, er mun erfíð- ara fyrir listrýnendur að fjalla um sýningamar í heild, því að þá erum við auðvitað einnig að fjalla um verk, sem ekki eru á þeim! Það er í raun réttri svipað og að skrifa um bók sögulegra heim- ilda, sem nokkrir kaflar hafa verið rifnir úr. Þannig hreifst ég af verkum í sýningarskrá, sem ekki voru fínnanleg á sýningunni og litmynd af listaverki, jafnvel þótt í lit sé, segir hvergi alla söguna. En þó skal ég viðurkenna, að litmyndir af hinum stóru verkum þeirra Björg Heggestad („Capre Diem“ 100x200 cm), og Inger Anne Utvag („Vinterhimmel" 140x230) í sýningarskrá, hrifu mig mun meir en verk þeirra á sjálfri sýningunni, þó að þau séu einnig verð allrar athygli. í báðum tilvik- um fyrir markvissa og agaðra lita- spil, samræmdari myndbyggingu og hrynjandi. Ekki er ég fullkomlega sáttur við uppsetningu sýningarinnar og hún ber með sér, að viðkomandi aðilar þekki ekki möguleika hús- næðisins nógu vel, en margar sýn- ingar hafa einmitt notið sín mjög vel á veggjunum. Og einmitt það atriði, þegar hnökrar eru á staðsetningu verka, vill svo fara, að verk sumra njóta sín betur en önnur og sitthvað vill fara framhjá skoðandanum. Þannig vil ég fara varlega í umijöllun minni um verk einstakra, en fyrir utan það sem ég hef þegar nefnt staðnæmdist ég einkum fyrir framan verkin „Góður dagur“ eftir Kirsten Skaar Pedersen, „Bakgata í Dubrovnik" eftir Ellen Rittun og „Tvö löng sjöl“ eftir Bente Stöa. Þá er verkið „Með ró og friði“ eft- ir fyrrnefnda Inger Anne Utvag“ hið athyglisverðasta fyrir fersk- leika sinn. Ég tek heilshugar undir það sem stendur í fréttatilkynningu „að verkin á sýningunni eru fjölbreytt, allt frá hefðbundnum vefnaði tii nýtískulegra tilrauna með aðferð og efni. Vel má mæla með innliti á þessa sýningu einkum fyrir alla, sem hafa ánægju af vefjarlist, og það sem kannski frekar heyrir undir hugtakið nútíma textílar. Flautuleikur _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Comelia Thorspecken flautuleik- ari og Cordula Hacke píanóleikari komu fram á vegum Listasafns Siguijóns Ólafssonar sl. þriðjudag og fluttu tónlist eftir Eldin Burton, Schubert, Fukushima og Prokovi- ev. Tónleikamir hófust á sónötu fyr- ir flautu og píanó eftir bandaríska tónskáldið Eldin Burton (1913) en verk þetta er samið 1948 og er sambland af hefðbundinni og fijáls- legri síðrómantík, með smá skýr- skotun til bandarískrar og spánsk- ar þjóðlagatónlistar, allt skýrlega gert án þess að særa og án tak- andi tónferlis. Stöllurnar léku verk- ið ágætlega og var auðheyrt að þar fóru dugandi tónlistarmenn. Tilbrigðin op. 160 yfir lagið Trockne Blumen úr Schöne Múl- lerin mun Schubert hafa samið fyrir Ferdinand Bogner, kennara við tónlistarskólann í Vín og fyrir átta „klappa" flautu, sem var í notkun fram til 1832 (Boehm) og jafnvel lengur. Fyrir þessa flautu hefur verk Schuberts verið mjög erfítt, sérstaklega er varðar tón- sviðið og hreina tónstöðu. Verkið, sem er frekar laust í reipunum, var ágætlega flutt en þó án allrar spennu. Comela Thorspecken lék einleik á altflautu í verki eftir Fukushima, sem ber nafnið Nei og eins og reyndar einkenndi aila tónleikana, þá var leikur hennar vel útfærður en af allt of mikilli gætni. Það skap- ar töluverða spennu, er flytjendur á stundum stefna fram á ögurbrún áhættunnar og þar í mót, þar sem engin hætta er á ferðum, að gefa sig allan og afhjúpa tilfinningar sínar. Yfírvegun og gætni var hins vegar mest áberandi í leik Thorspecken og fyrir bragðið vant- aði háskann í síðasta verk tónleik- anna, hina frábæm flautusónötu Prokovievs. Þarna leikur Prokoviev með glettnislegar tónmyndir, við- kvæm söngstef og hrynræna skerpu á „genialan" hátt, sem því miður var ekki nægilega vel undir- strikað í leik flytjenda. Comelia Thoirspecken er ágætur flautuleik- ari en mætti í leik sínum sleppa v fram af sér beislinu og „skálda í tóninn" ýmis blæbrigði tilfínning- anna. Cordula Hacke, sem einnig er flautuleikari, iék af öryggi en á köflum nokkuð sterkt, sérstaklega í Schubert og Prokoviev en var að öðru leyti vel samstillt við einleikar- ann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.