Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 47 Barcelona ’92 OQ9 ■ FULLTRUI Króatíu á þingi alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) kom til Jóns Ásgeirssonar, formanns HSÍ, í gærmorgun og óskaði honum til hamingju með að landslið íslands yrði með á Ólympíuleikunum - áður en til- kynnt var formlega að ísland tæki sæti Júgóslavíu. ■ ÞESSI sami fulltrúi Króatíu hafði skömmu áður farið í ræðup- últ og spurt hveiju það sætti að fulltrúi Júgóslavíu sæti þingið. Erwin Lanc, forseti IHF, svaraði því til að Júgóslavía væri en aðili að IHF og sagði Króatanum vin- samlega að hafa sig hægan. ■ JON Ásgeirsson, formaður HSÍ, ætlar ekki að fylgjast með handknattleikskeppni Qlympíuleik- anna. Hann fer líklega heim á morgun, föstudag - segir meiri þörf fyrir sig við störf fyrir HSÍ heima^ H SÚ hugmynd mun hafa verið rædd í alþjóða ólympíunefndinni (IOC) í fyrrakvöld að hleypa ekki öðrum liðum inn á leikana í stað Júgóslava; ísland hefði þ.a.l. ekki komist í handboltakeppni karla og Norðmenn ekki í kvennakeppnina, hefði raunin orðið þessi. Einn full- trúanna á IHF-þinginu sagði Morg- unblaðinu hér í gær að Juan An- tonio Samaranch, forseta IOC, hefðu verið færð þau skilaboð bak við tjöldin frá Noregi, eftir að þetta fréttist, að ef svo færi, þyrfti hann ekki að láta sjá sig á vetrarólympíu- leikunum í Lillehammer 1994! URSLIT Knattspyrna 1. DEILD KVENNA IA-Valur...........................2:0 Jónína Víglundsdóttir (53., 74.). Stjarnan - KR......................0:1 Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir (18.). 4. DEILD D Neisti-KSH.........................1:2 Sindri - Huginn.....................8:3 Huginn F. - Einheiji................1:3 Golf EM ELDRI KYLFINGA Evrópumót eldri kylfínga (55 ára og eldri) hófst í Danmörku í gær og er um sveita- keppni að ræða. B-sveit Islands er efs í sfnum flokki og leiðir með einu höggi. Bjami Gíslason, GR, náði bestu skori ein- staklinga f B-sveitunum og lék á 64 höggum með forgjöf (76 höggum án forgjafar). A- sveit fslands byrjaði illa og er f 11. sæti af 15 sveitum, en þar er leikið án forgjafar. Árangur fjögurra efstu telur og eftirtaldir stóðu sig best f A-sveit íslands: Þorbjöm Kjærbo.................... 84 Siguijón Gíslason...................89 Gunnar Júlfusson................ 89 Sigurður Albertsson.................90 Hjólreiðar Staðan í Tour de France eftir 17 leggi: 1. Miguel Indurain (Spáni).84:49.10 klst. 2. Claudio Chiappucci (ít.).. 1.42 mín. á eftir 3. Andy Hampsten (Bandar.)........8.07 4. Pascal Lino (Frakklandi).......9.22 5. Gianni Bugno (ftalíu).........10.09 6. Pedro Delgado (Spáni).........11.50 7. EricBreukink (Hollandi).......15.54 8. Giancarlo Perini (ftalíu).....15.56 9. Stephen Roche (Ireland) 17.12 10. Franco Vona (Ítalíu) .........19.22 11. Jens Heppner (Þýskalandi)....20.01 12. Gert-Jan Theunisse (Hollandi).20.32 13. Eric Boyer (Frakklandi)......20.40 14. GerardRue(Frakklandi) ........21.29 15. Eddy Bouwmans (Hollandi).....22.56 16. Francisco Mauleon (Spáni) ....23.50 17. RobertMillar(Bretlandi) .....24.14 18. Steven Rooks (Hollandi).......24.30 19. Franco Chioccioli (ftalíu)....25.04 20. Arsenio Gonzalez (Spáni)......25.31 HJOLREIÐAR / TOUR DE FRANCE I Ikvöld Knattspyrna kl. 20.00 2. deild karla: Selfossvöllur: Selfoss - Víðir Þórttarvöllur: Þróttur R. - Stjaman Keflavíkurvöllur: ÍBK - Grindavík 4. deild: Kópavogsvöllur: HK - Víkveiji Reuter Jean-Claude Colotti sigraði Jean-Claude Colotti frá Frakklandi sigraði á 17. legg Tour de France í gær, þegar hjólaðir voru 189 km frá La Bourboule til Montlucon. Colotti, sem var í 105. sæti fyrir legg gærdagsins, hjólaði vegalengd- ina á fjórum klst. 34.55 mín. og færðist þar með upp um ein tíu sæti. Hann kom í mark þremur og hálfri mínútu á undan næsta manni, Frans Maassen frá Hollandi. Miguel Indurain heldur enn for- ystunni og sá eini sem ógnað gæti sigri hans, Claudio Chiappucci, kom í mark á sama tíma og Indurain í gær og breyttist staðan á toppnum því lítið. HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Jónína hetja IA JÓNÍNA Víglundsdóttir var hetja ÍA er hún gerði bæði mörk liðsins í 2:0 sigri á Val í toppbaráttu 1. deildar kvenna á Akranesi í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og mikil barátta í báð- um liðum og lítið um færi. Eina marktækifæri hálf- Sigþór leiksins áttu Skag- Eiríksson stúlkur er Jónína skrifar Víglundsdóttir átti gott skot sem Guð- björg Ragnarsdóttir, markvörður Vals, varði vel í horn. ÍA-stúlkur komu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og náðu þá undirtökunum. Á 53. mín. náðu þær forystunni en þá skoraði Jónína með skoti af stuttu færi eftir fyrir- gjöf frá vinstri. Eftir markið fengu Skagastúlkur nokkur tækifæri til að bæta við mörkum en það var ekki fyrr en sex mínútur voru til leiksloka að Jónína gulltryggði sig- urinn. Helena Ólafsdóttir komst þá innfyrir vörn Valsstúlkna og renndi knettinum framhjá úthlaupandi markverði Vals og Jónína fylgdi vel á eftir og hamraði knöttinn í netið. Jónína var langbest í liði ÍA og þær Halldóra Gylfadóttir og íris Steinsdóttir áttu góðan leik. Hjá Val voru Bryndís Valsdóttir og Guðrún Sæmundsdóttir áberandi bestar. KR sótti þrjú stig í Garðabæ KR-ingar nældu í þijú stig í botn- baráttunni með 1:0 sigri á Stjörnunni í Garðabæ í gærkvöldi. ■mH Það var Hrafnhildur Frosti Gunnlaugsdóttir sem Eiðsson skoraði eina mark sknfar leiksins á 18. mínútu og var það sérlega glæsilegt. Þrumuskot Hrafnhildar af * 25 metra færi hafnaði efst í mark- hominu, óveijandi fyrir Klöru Bjartmarz. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en Stjaman fékk þó mun fleiri marktækifæri. Guðný Guðna- dóttir fremsti maður Stjömunnur átti heiðurinn af þeim flestum, hún náði margoft að komast framhjá vamar- mönnum KR og inn í vítateig en var mjög ólánsöm með skot sín. Nokkur harka hljóp i leikinn í síðari hálfleikn- um sem var án marka þrátt fyrir nokkur opin marktækifæri. Um miðjan síðari hálfleikinn skullu bestu leikmenn liðanna, þær Guðrún Jóna Kristjánsdóttir úr KR og Auður Skúladóttir Stjömunni saman með þeim afleiðingum að Auður var borin af velli, með skurð á enni. Guðmundur áfram . hjá St. Mirren? Eg vona að ég geti fengið leikmennina til að vera áfram,“ sagði Jimmy Bone, framkvæmdarstjóri St. Mirren, sem á í viðræðum við fimm leikmenn félagsins, sem eru með lausan samning. Guðmundur Torfason ■■^■■1 er einn þeirra. Leikmennirnir fimm hafa allir farið fram á Frá ' hærri launagreiðslur. St. Mirren féll úr úrvalsdeildinni sl. fi/// vetur og leikur þvf í 1. deild næsta keppnistímabil. Bone vonast til að vera búinn að ná samningum við leikmennina fyrir helgi. Melville i Skotlandi Heimsmeistarakeppnin 1995 á íslandi eða ekki?: Yrði ekki vandamál að finna annan keppnisstað - segirforseti alþjóða handknattleikssambandsins, sem erandvígurþvíað úrslitaleikur HM fari fram í húsi sem rúmar ekki meira en 4.200 áhorfendur ERWIN Lanc, forseti alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), er andvígur því að úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik fari fram í húsi sem rúmar aðeins 4.200 áhorfendur. Þetta kom fram í samtali sem Morgunblaðið átti við hann í Barc- elona í gær, en þá hófst ársþing IHF þar í borg og því lýkur í dag. Áþingi IHF; Seoul fyrrfjórumárum varákveðið að HM 1995 færi fram á íslandi og var því þá lýst yfir af fulltrúum íslands á þinginu að byggt yrði nýtt íþróttahús fyrir keppnina. Síðan var fallið frá því, og nú eru fyrirhugaðar breytingar á Laugardals- höll þannig að hún rúmi 4.200 áhorfendur - en stjórn IHF telur að á úrslitaleik HM verði að bjóða upp á hús fyrir 7.500 áhorfend- ur hið minnsta að sögn Lanc og hann lifir enn í þeirri von að slíkt hús verði byggt á íslandi, þó fyrir löngu sé hætt við slíka framkvæmd. Málið verður tekið fyrir á þinginu í dag, og mestar líkur eru á að þá ákveði þingfulltrúar hvort keppnin verði á ís- landi eða ekki, en einnig er möguleiki að f resta ákvörðun um hríð. Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Barcelona Lanc sagði að á þinginu í Seoul hafi IHF verið tilkynnt að byggt yrði hús á íslandi sem tæki 9.000 áhorfendur, en tveimur árum síðar hefði komið beiðni frá íslending- um þess efnis að sæst yrði á hús sem rúmaði 7.500 manns. Það hefði verið samþykkt eftir nokkra uinhugsun, „en einnig að það yrði lágmarkstala. Nú heyr- um við að ekki verði til hús nema fyrir 4.200 áhorfendur og staðan er því algjörlega önnur.“ Lanc sagði þetta gífurlega mikilvægt atriði að sínu mati, því helmingur mögulegs sætarýmis í slíku húsi, jafnvel hlut- ar, yrðu fráteknir fyrir keppendur, forystumenn í handknattleiksheim- inum og blaðamenn. Því yrði ekki til nóg af miðum á úrslitaleik keppn- innar handa þeim erlendu áhuga- mönnum sem vildu koma og fylgj- ast með honúm. Forsetinn sagðist ekki telja það samboðið handknatt- leiksíþróttinni að aðeins yrði rými fyrir 4.200 áhorfendur á úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar. „Við fengum rúmlegá 10.000 áhorfendur í París (á úrslitaleik B-keppninnar 1989) og 9.000 í Vín, í undan- keppni HM (B-keppninni sl. vetur). Eg skil stöðuna sem ísland er í, geri mér grein fyrir að margar þjóð- ir þurfa að gera allt sem mögulegt er til að spara peninga, en ef stað- an er svona slæm hafa íslendingar varla efni á þeim margvíslegu út- gjöldum öðrum, sem óhjákvæmileg Erwin Lanc eru þegar halda á heimsmeistara- keppni. Og ég trúi því ekki að þjóð- in hafi orðið svo fátæk á einni nóttu að ekki verði hægt að standa við gefin loforð. Ég vona að það verði gert.“ Þannig að þú lifir enn í þeirri von að byggt verði íþróttahús á íslandi sem rúmar 7.500 áliorf- endur, eða hvað? „Ég vona það. Og ákvörðun um keppnina 1995 verður að taka á þessu ári vegna þess að undirbún- ingstími fyrir HM verður að vera talsverður, bæði í viðkomandi landi og eins á vegum IHF.“ Ertu að segja að ekki verði tekin endanleg ákvörðun á þing- inu hér á morgun (í dag) um keppnisstaðinn 1995? „Þingið getur tekið hvaða ákvörðun sem er. Það getur slakað á þeim kröfum sem gerðar voru á sínum tíma.“ Má eiga von á tillögu frá stjórn IHF á þinginu á morgun (í dag) ~ um þetta málefni? „Stjómin skýrir frá því á morgun (í dag) að skilyrðin hafa breyst. Islenska handknattleikssambandið skýrir síðan sín mál - hvemig staða þess er. Síðan er það þingsins að taka ákvörðun og það er of snemmt að segja hver niðurstaðan verður. ( Hugsanlegt er að ákvörðun um keppnisstað 1995 verði frestað, vísað til stjórnar IHF eða að sam- þykkt verði að keppnin fari fram á Islandi eða þá að hún fari ekki fram á íslandi. Állt er mögulegt - það er stundum erfitt að spá fyrir þar sem lýðræði ríkir.“ Forseti IHF var að endingu spurður hvort handknattleikssam- bönd annarra þjóða en íslands hefðu lýst sig reiðubúin að halda HM-keppnina 1995, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Hann brosti og svaraði einungis: „Þaðmr yrði ekkert vandamál að fínna ann- an keppnisstað."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.