Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 Að afla sér atkvæða eftir Siglaug Brynleifsson. Undanfarið hefur sposlupólitíkin komið upp á yfírborðið. Komið hefur í ljós að ýmsir starfskraftar ríkisgeirans hafa dijúgan hluta launa sinna fyrir aukavinnu og svonefndra óunna yfirvinnu. Því er tal þeirra manna sem hæst geipa um lág laun, manna sem telja sig forustumenn láglaunamanna held- ur ótrúverðugt, þar sem þeir sömu menn eru dyggastir fylgifiskar for- ustuliðs kommúnista (Alþýðu- bandalags) hér á landi. En sá flokkur hefur stundað fjölgun starfskrafta innan ríkisgeirans ásamt sósíalistum og framsóknar- mönnum, eins og er augljóst við athugun á starfsháttum fyrrver- andi ríkisstjómar. I stað þess að greiða starfskröftunum venjuleg laun, var ýmsum þeirra hyglt með alls konar sposlum og ef talað var um að afnema prósentuhækkanir launa við kjarasamninga, var svar- ið þvert nei. Þannig hafa þessir skeleggu forustumenn launa- manna átt allan hlut að því að styðja við láglaunakerfið. Það kom á daginn nýlega í viðtali við einn úr forustuliði læknasamtakanna, að fyrir nokkrum árum veitti þá- verandi íjármálaráðherra (Alþýðu- bandalagsmaður) læknum ríflegan utanfararstyrk með meiru í sam- bandi við samninga um kaup og kjör þeirrar stéttar. Þetta fór lágt á sinni tíð, launungarmál sem kom bæði veitanda og þiggjendum vel að beggja dómi. Laumusposlur og beinn stuðn- ingur við velviljaða starfskrafta ríkisgeirans einkenndi starfshætti fyrrverandi menntamálaráðherra, ekki síst innan fræðslukerfisins. Stefna hans í fræðslumálum var auglýst í dreifibréfum og fylgiriti með grunnskólalögum þeim sem hann fékk samþykkt á Alþingi, en samkvæmt skólastefnu hans var leitast við að móta uppeldi og fræðslu samkvæmt samfélags- kenningum marxista - jnntakið var marxísk innræting. Frekari staðfestingu þessarar staðhæfing- ar er að finna í þeim kennslubókum sem Námsgagnastofnun eða ríkis- útgáfa námsbóka hefur gefið út undanfarinn áratug í félagsfræð- um og sögu. Samstarfshópurinn sálugi um samfélagsfræði var valið lið semin- arista, tötramarxista og komm- únista sem byijaði á útgáfu fræðslurita um íslenska sögu. Þótt þessi samstarfshópur væri lagður niður var haldið áfram keimlíkri útgáfustarfsemi af Námsgagna- stofnun eða stofnunin keypti út- gáfubækur skrifaðar í tilhlýðileg- um anda. Stefna fyrrverandi menntamála- ráðherra var sú að fjölga sem mest ríkisstarfsmönnum ekki síst í fræðslugeiranum og þá var stöðu- valið samkvæmt flokkspólitískum forsendum. í lykilstöður voru vald- ir tryggir stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins. Fræðslustjórar og skólastjórar voru valdir eftir „lit“, stundum e.t.v. litlitlir, en höfðu þá til að bera hæfni kamelljónsins. Til þess að réttlæta aukna fjölg- un innan skólanna og í skrifstofu- bákni fræðslukerfisins var tekið að fjölga svonefndum valgreinum innan kerfisins, sem kostaði stór- aukið fjármagn sem skyldi renna í vasa dyggðugra flokksmanna. Haustið 1991 varð mikið upphlaup vegna þess að núverandi mennta- málaráðherra sá í gegnum sýndar- mennskuna og einnig að árangur þessara valgreinastofnana í hefð- bundnu kennslustarfi var ekki sér- lega árangursríkur. Þegar stefnan breyttist í ráðn- ingarmálum og það kom á daginn með valdatöku núverandi ríkis- stjórnar svo að augljóst varð svart á hvítu að hluti ríkisstarfsmanna voru í rauninni óþarfir starfskraft- ar og mörg ríkisfyrirtæki og stofn- anir voru betur komin í ábyrgð einkageirans, þá hófst mikið rama- kvein og virtis þurfa talíur, jarðýt- ur eða skurðgröfur til að losa þaul- sætna starfskrafta úr stólunum, sumir neituðu að fara. Setulið kommúnista ætlaði og ætlar að verða þaulsætið. Talað var um að verið væri að rústa velferðarkerf- inu og menntakerfinu í landinu. Það má öllum vera ljóst hverra menntakefi og velferðarkerfi er verið að rústa og hverra hagsmun- ir eru í húfi. í stuttu máli hefur aðferð Al- þýðubandalagsmanna verið þessi: Koma dyggum fylgismönnum inn í ríksgeirann ekki síst í fræðslu- og menningargeirann, búa til óþarfar stöður (t.d. menningarfull- trúastöðuna frægu í London), veita helstu trúnaðarmönnum ríflegar sposlur í laumi og kvaka síðan um þá sem búa við Iág laun og geta með því náð talsverðu fylgi lág- launaðra starfskrafta ríkisgeirans. Láglaunastefnan er því Alþýðu- bandalaginu m.a. sú hagliga geit, sem mjólkar þeim atkvæði. Og með þessu geta þessir menn haldið áfram að halda kenningum sínum og heimsmynd að uppvaxandi kyn- Siglaugur Brynleifsson. „Laumusposlur og beinn stuðningur við velviljaða starfskrafta ríkisgeirans einkenndi starfshætti fyrrverandi menntamálaráðherra, ekki síst innan fræðslu- kerfisins.“ slóð og stundað þann heilaþvott sem auðvelt er að iðka i skólakerf- inu, innan fjölmiðlastofnana ríkis- valdsins og í menningargeiranum. Núverandi menntamálaráðherra veit að ef íslensk tunga og menn- ing eiga að lifa, þá verður að af- nema áhrif kommúnista og skuggabaldranna úr fræðslugeir- anum. d ELFAVORTICEI VIFTUR TILALLRA NOTA! Spaðavittur Fjarstýringar hv.-kopar-stál fyrir spaðaviftur O Borðviftur Gólfviftur margar gerðir Baðviftur Gluggaviftur með tímarofa Inn- og útblástur Röraviftur Reykháfsviftur margar gerðir fyrir kamínur Iðnaðarviftur Þakviftur Ótrúlegt úrval - hagstætt verð! Einar Farestveit & Co.hf Borgartúni 28 — * 622901 og 622900 wmm Höfundur er rithöfundur. Á Menntabraut Ul náms erlendis! Sérþjónusta Námsmenn á Menntabraut eiga kost á greibslu- og innheimtuþjónustu íslandsbanka. Fjölþœtt önnur þjónusta Á Menntabraut býöst námsmönnum fjölþœtt þjónusta auk lánafyrirgreiöslu. Þegar námsmaöur skráir sig á Menntabrautina fœr hann afhenta vandaöa íslenska skipulagsbók og penna. Árlega eru veittir námsstyrkir og aö námi loknu eru í boöi langtímalán hjá bankanum. Kynntu þér kosti Námsmannakortsins og þjónustu íslandsbanka viö námsmenn erlendis. MENNTABRAUT Námsmamtaþfónusta fslandsbanka - frá menntun til framtíöar! Sem dæmi um kosti Námsmanna- kortsins þá er hœgt aö nota þaö í56.000 hraöbönkum í Noröur-Ameríku, 7.000 á Bretlandi og um 750 íDanmörku. Engln gjaldeyrlsþóknun Námsmenn á Menntabraut losna viö r aögreiöa 0,5% gjaldeyrisþóknun. slandsbanki býöur námsmenn sem stunda nám erlendis velkomna á Menntabraut þar sem þeim er veitt margs konar þjónusta í f)ár- málum. Námsmaöur getur fengiö allt aö 100% lána- fyrirgreiöslu hjá íslandsbanka í tengslum viö lánsloforö LÍN. Fyrirgreibslan er í formi stighœkk- andi mánabarlegs yfirdráttar sem hefur þá kosti aö einungis eru greiddir vextir af nýttri heimild. Námsmannakort Námsmenn á íslandi eiga nú í fyrsta sinn kost á því aö taka út af tékka- eöa gjaldeyrisreikningi í um 95.000 hraöbönkum innanlands sem utan. Þetta er þœgilegasta leiöin til aö senda peninga á milli landa og mun ódýrari en aö símsenda pen- inga, millifœra inn á reikning erlendis eöa taka út meö greiöslukorti. Þeir námsmenn erlendis sem njóta lánafyrir- greiöslu bankans geta notaö yfirdráttinn þegar á þarf aö halda og tekiö lánib út af tékkareikningi hér á landi. Dýrara er aö nýta yfirdráttarheimild- ina í einu lagi strax í upphafi mánaöar og hag- stœöara aö nota hraöbanka erlendis eftir því sem þörf krefur. YDDA F26.1 38/SfA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.