Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 Sairniingur um smábátasölu fyrir kvótaúthlutun ógiltur: Bátsverð hækkað sexfalt með dómi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í málum sem höfðuð voru til 'ógildingar tveimur samningum um kaup á smábát- um. í öðru málinu var kaupsamningur ógiltur en í hinu var kaup- verð bátsins hækkað til raunvirðis, eða úr 700 þúsundum krónum í 4 milljónir. Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda kveðst fagna því að sanngimissjón- armið skuli hafa verið látin ráða við uppkvaðningu dómsins. „Sem betur fer er dómskerfí okkar það gott að mennimir sem þama höfðu selt frá sér atvinnuna og atvinnu- tækið fengu rétt sinn hlut fyrir dómi“, segir Öm. „Sá sem keypti bátana er ekki sjómaður en hafði greinilega aflað sér upplýsinga um hvaða áhrif lög um stjóm fiskveiða myndu hafa á verð bátanna." Tildrög málsins vom þau að í apríl 1990 festi sami maður kaup á báðum bátunum. Mánuði síðar hækkuðu bátamir vemlega í verði vegna gildistöku laga um stjómun fiskveiða. Þessu höfðu seljendur ekki áttað sig á og töldu sig því hlunnfama af kaupanda. Eigandi annars bátsins afhenti hann aldrei og var kaupsamningi um þann bát riftað með dómnum. Hinum eigand- anum var gert að afhenda bátinn eftir kröfu kaupanda um innsetn- ingu. Verð þess báts var með dómn- um hækkað til raunvirðis, sem metið var 4 milljónir króna. Ástráður Haraldsson var lög- fræðingur sækjenda í málinu og kveðst hann hafa sótt það á gmnd- velii 36. greinar samningalaga frá 1986. Ekki er vitað hvort dæmdi hyggst áfrýja dómnum til Hæsta- réttar. Ársreikningar Kópavogs fyrir síðasta ár lagðir fram: Kópavognr skuldar 2,7 milljarða króna HEILDARSKULDIR Kópavogsbæjar voru 2,7 milljarðar króna um áramót samkvæmt ársreikningum fyrir árið 1991.1 athugasemdum Loga Kristjánssonar skoðunarmanns minnihluta bæjarstjórnar kemur fram að peningaleg staða bæjarins hafi versnað um 348 milljónir eða 30% á árinu og sé neikvæð sem nemi 106% af skatt- tekjum en var 84% árið á undan. Bendir hann á að skuldir sveitar- félaga megi ekki fara yfir 50% af skatttekjum og að hættumörkum sé náð þegar hlutfallið nái 80% til 90%. f bókun Halldórs Jónsson- ar skoðunarmanns meirihlutans hafi aukist um 446.468 þúsund bæjarsjóðs hafi hækkað úr 0,61 í athugasemdum Loga Kristjáns- sonar segir, að rekstrarkostnaður sé 72% af skatttekjum, sem sé 3% lækkun frá fyrra ári en þá var hann í efri mörkum þess, sem æskilegt gæti talist. Þá segir, að greiðslu- byrði lána sé 29% af skatttekjum og að það hlutfall sé hættulega hátt. „Rekstur og nettó greiðslu- byrði lána er komin í 106% og vant- ar því 5% tii viðbótar við skatttekj- ur til að þær standi undir rekstri og lánum. Fá dæmi eru þess að bæjarfélög sem verða ekki fyrir er bent á að peningaleg eign krónur og að veltufjárhlutfall 1,02 á árinu. meiriháttar áföllum í tengslum við atvinnustarfsemi komist í slíka stöðu eða eiga minna en ekki neitt afgangs af skatttekjum til fram- kvæmda. Þetta væri í lagi í eitt eða tvö ár ef fyrirsjáanlegt væri að greiðslubyrði færi lækkandi á kom- andi árum, en svo er ekki.“ í athugasemdum Halidórs Jóns- sonar kemur fram, að rekstur mála- flokka án íjármagnsliða hafi tekið til sín 80% af sameiginlegum tekj- um árið 1989 en árið 1990 hafi hlutfallið lækkað í 75% og árið Frá Kópavogi. 1991 í 72%. Rekstarinn hafi því batnað frá því sem var. „Fram- kvæmdir bæjaryfirvalda valda því mestu um nettóskuldaaukningu bæjarfélagsins um 416.511 þúsund- ir króna á árinu 1991,“ segir í at- hugasemd Halldórs. Skordýrið í blábeijabakkan- um. Óvenjulegt skordýr í blábeijum ÞEGAR fjölskylda í austur- hluta Reykjavíkurborgar ætl- aði að gæða sér á bláberjum í gær reyndist bláberjabakk- inn innihalda allstórt skor- kvikindi, dökkbrúnt að lit, og virtist ekki vera af neinni tegund sem finnst hér á landi. Húsmóðirin á heimilinu hafði keypt bláberin fyrr um daginn í stórmarkaði í nágrenninu. Berin, sem eru innflutt frá Hol- landi, voru í bakka með plast- þynnu yfír og því sást til kvik- indisins áður en umbúðirnar voru opnaðar. Dómkirkjan; Vatnlak á orgelið VATN lak af kirkjulofti Dóm- kirkjunnar í fyrrinótt og yfir orgelið á hæðinni fyrir neðan. Að sögn Andrésar Ólafssonar kirkjuvarðar skemmdist eitt nótnaborðanna lítilsháttar, en vonir stánda til að viðgerð verði lokið fyrir laugardag. Vatnsskaðinn varð með þeim hætti að heita vatnið var tekið af miðbænum á þriðjudag og var ekki komið á aftur síðdegis. Sagði And- rés að hann hefði haft áhyggjur af hugsanlegum leka úr krönum þegar vatninu yrði hleypt á á ný og til þess að fyrirbyggja vatnsskaða, skrúfaði hann fyrir stofnkrana á kirkjuloftinu. „Síðan gaf þétting í krananum sig undan þrýstingi þeg- ar vatnið kom á,“ sagði hann. ----♦ ♦ ♦-- Flugvirkjadeilan: Líkur á að gangi saman SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu flug- virkja og Flugleiða var haldinn í gær og var honum ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari taldi þá að góðar horfur væru á að samkomulag næðist. Lagt hald á flug- vélakost Odin Air LAGT hefur verið hald á Jetstream-flugvélar Odin Air, flugfélags hjónanna Helga Jónssonar og Jytte Marcher Jónsson, með innsetning- argerð að kröfu þrotabús J.M. Aviation, fyrirtækis hjónanna í Dan- mörku. Þá hefur lögmaður danska bankans Bikuben krafizt þess að eignir þeirra hjóna verði kyrrsettar vegna 140 milljóna króna skuldar við bankann. Lögmaður þrotabús J.M. Aviat- ion krafðist innsetningar í Jetstre- am-þotur Odin Air fyrir helgi og var kveðinn upp innsetningarúr- skurður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins leigði Odin Air flugvél- arnar af hinu danska fyrirtæki hjón- anna, sem nú er gjaldþrota. Bank- inn Bikuben lánaði J.M. Aviation gegn veði í flugvélunum og geng- ust hjónin í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu. Það er nú gjaldfallið og hefur Bikuben krafizt þess að allar eignir hjónanna verði kyrrsettar. Helgi Jónsson neitaði að tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær- kvöldi. HáJft kíló af amfeta- míni gert upptækt Fíkniefnalögreglan hefur lagt hald á rúmlega 450 grömm af amfetamíni og fannst efnið, ásamt 17 grömmum af hassi, við húsleit í gærdag. Gerð hefur Þrjú útköll vegna elds SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað þrisvar sinnum út síðdegis í gær. Kviknað hafði í gróðri við Geitháls og í rusli við Engihjalla í Kópavogi. Slökkvi- störf gengu vel. Þriðja útkallið var að Réttarhálsi 2 í Reykja- vík. Þar hafði eldvarnarbúnaður farið í gang og setti óhug að fólkinu í byggingunni, enda varð stórbruni í húsinu fyrir fáum árum. Ekki reyndist þó um eld að ræða heldur hafði hitakerfið sett boðunarbúnað- inn af stað. verið krafa um mánaðar gæslu- varðhald yfir 23 ára manni sem ætlaði að dreifa efninu. Hann hafði komið hluta af efninu fyrir á heimilum móður sinnar og afa en ekkert hefur komið fram sem bendir til að þau hafi vitað af efninu. Samkvæmt upplýsingum fíkni- efnalögreglunnar handtók hún unga manninn við hús á Kleppsvegi í gærdag en lögreglan hafði fylgst með ferðum hans um skeið. Við handtökuna fundust 4 grömm af amfetamíni í fórum mannsins. í framhaldi af því fundust 3 grömm af hassi á heimili mannsins. A heim- ili afa hans á Kleppsveginum fund- ust 450 grömm af amfetamíni og á heimili móður hans í Vesturbæn- um fundust 14 grömm af hassi. Fíkniefnalögreglan handtók öll þrjú í framhaldi af húsleitunum en afanum og móðurinni var sleppt að loknum yfirheyrslum og hefur ekki komið fram við rannsókn að þau hafí vitað af efnunum á heimilum sínum. 0% ■■ - ' '/yTF.- -X l yMf.. >i! & itf ■fn R a & Morgunblaðið/Árni Sæberg Jöklafarar komnir af Vatnajökli „Það er sérstaklega undarleg tilfinning að vera íengst uppi á Vatnajökli um hánótt með sleða í eftirdragi," sögðu piltamir sem hjóluðu yfir Vatna- jökul við heimkomuna til Reykjavíkur í gær. Þeir komu ofan af jökli snemma dags á þriðjudag og höfðu þá verið á ferð í 9 daga. Þeir sögðu leiðangur- inn hafa gengið mjög vel og nefndu einnig að búnað- urinn hefði reynst ágætlega. Alls hjóluðu þeir um þrjá fjórðu leiðarinnar. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á landgræðslumálum og fulltrúi Landgræðslunnar, Ari Trausti Guðmundsson, þakk- aði piltunum sérstaklega í móttöku sem var haldin þeim til heiðurs í gær. Jöklafararnir fengu allir áritaðan skjöld og blómvönd við komuna heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.