Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JUU 1992 Minning: IngibjörgD. Ólafs- dóttir Thorarensen Fædd 2. marz 1905 Dáin 24. marz 1992 Látin er hér í borg, móðir mín, prestsfrú og náin vinkona. Hún var fædd í Reykjavík og voru for- eldrar hennar hjónin Karitas Bjarnadóttir, ættuð frá Skarðs- hömrum í Norðurárdal, Mýrasýslu, og Ólafur Hróbjartsson, en hann var sjómaður. Vert er að geta þess hér, að afi var sjómaður alla tíð, nema þegar hann kom í land um sjötugt. Þá vann hann verka- mannavinnu í landi fram að átt- ræðisafmæli sínu. Karitas var þriðju konu barn föður síns, Bjarna Einarssonar, óðalsbónda og eigin- konu hans, Kristínar Guðmunds- dóttur, ættaðri frá Hraunsnefi í sömu sveit. Afi var sonur Hró- bjartar Ólafssonar, bónda að Hús- um í Holtum og eiginkonu hans, Ingibjargar Magnúsdóttur, ætt- aðri frá Snjaldsteinshöfða. Alls urðu börn þeirra hjóna 6, fimm börn og eitt fósturbarn og var mamma elst. Síðan komu tvær dætur, Kristín og Anna, sem báð- ar dóu ungar, önnur úr taugaveiki en hin úr spönsku veikinni. Þá voru tveir synir, Ingvar og Bjarni, sem var yngstur, sem báðir náðu fullorðinsaldri, kvæntust og áttu böm, en eru báðir látnir. Eigin- kona Bjarna er Hólmfríður Pálma- dóttir, ættuð. úr Skagafirði en eig- ipkona Ingvars er Anna Mjöll Ámadóttir, ættuð úr Reykjavík. Seinna tóku þau hjón fósturdótt- ur, alls óskylda, sem þau ólu upp til fullorðinsára, Sigríði Maríanus- dóttur, ættaða í föðurætt úr Norð- urárdal. Eiginmaður hennar er Jón Árnason forstjóri. Afi var mjög eftirsóttur í skipsrúm sakir hreysti, dugnaðar og fyrir að vera alltaf í góðu skapi, sem ekkert gat haggað. Þetta sagði mér sjómaður í Eyjum, er ég vann þar um tíma í frystihúsi, en hann hafði verið með afa til sjós. Það voru því sterk- ir stofnar, er stóðu að móður minni, enda var hún enginn ætt- leri sínum forfeðrum. Og satt er það, að enginn man öðruvísi eftir afa en í sérlega góðu skapi. Mamma hafði hug á að fara í Kvennaskólann, en ekki vora efni til þess. í staðinn gat hún stundað nám í kvöldskóla og einhveija kennslu fékk hún í samaskap. Árið 1922, í apríl, fór mamma til Englands, þá 17 ára gömul, í vist til frú Ásu Wright og eiginmanns hennar, Newcome Wright, sem var lögfræðingur. Bjuggu þau í St. Austell í Suður-Englandi. Var hún svo heppin að vera valin úr stórum hópi ungra og glæsilegra kvenna, sem um sóttu. Frú Þóra, kona Jóns Magnússonar þáverandi for- sætisráðherra og uppeldisdóttir þeirra hjóna, Heba, systurdóttir Sturlubræðra, sem vora þekktir menn í sinni tíð, og seinna eigin- kona Alexanders Jóhannessonar háskólarektors, önnuðust valið. Var ævarandi vinátta milli þessara kvenna, meðan þær lifðu. Mamma var hjá þessum hjónum í þijú ár og vora þau bæði henni einstak- lega góð. Var hún oft send til hinna og þessara staða með pen- inga fyrir Newcome og sá hún og lærði margt á þeim ferðum sínum og dvöl, og fékk þar á meðal ann- ars mikið og gott vald á enskri tungu, sem var henni oft tamari en íslenzkan. Einu sinni var hún send til þriggja systra, sem allar vora háskólamenntaðar, hver á sínu sviði, og ráku þær fyrirtæki í London, mamma hafði verið var send þangað og dvaldi hún hjá þeim í viku í góðu yfirlæti, en þær sýndu henni sem mest af borginni á þeim tíma, sem þær gátu. Á þessum árum hafði mamma gam- an af að taka myndir og einhver hafði kennt henni að framkalla. Árið 1925 skrapp mamma heim í stutta dvöl til foreldra sinna, en þá kynntist hún föður mínum, Jóni Thorarensen, seinna sóknarpresti í Nessókn í Reykjavík, sem þá var í apótekaranámi. Trúlofuðust þau, er mamma var tvítug og pabbi 23 ára. Þá útvegaði mamma frú Ásu fyrst frænku sína og síðar vin- konu, þar sem hún komst ekki aftur út til hennar. Um trúlofun þeirra komst þekktur apótekari bæjarins svo að orði, að þar hefðu margir verið um hituna, en færri fengið en vildu. Meðan mamma sat í festum, vann hún á Landssímanum, mið- stöð, þau 5 ár sem liðu þar til þau fluttust í sveitina. Til fróðleiks má geta þess, að hún hafði hærri laun með engum skyldum en faðir minn fékk fyrsta árið sem þjón- andi prestur, og voru laun hennar þó ekki ýkja há. Árið 1929 útskrif- aðist faðir minn sem guðfræðingur og tók vígslu árið eftir, en þá hafði hann hætt apótekaranáminu, sem þá var hálfnað. Hinn 1. júní 1930 giftu þau sig og fluttu aust- ur að Hruna í Hranamannahreppi, þar sem þau bjuggu næstu tíu árin. Er foreldrar mínir fluttu austur að Hruna, var húsakostur lélegur. Húsið var lekt og varla innrétting í eldhúsi svo heitið gæti, en vatn var þó leitt inn. Hófust þau þegar handa að laga hús og heimili, en illa gekk föður mínum að fá fjárveitingu til þess- ara framkvæmda. Hafði hann tal- að við ýmsa ráðamenn þjóðfélags- ins og fengið blákalt nei. Það var ekki fyrr en hann hafði gengið á fund þáverandi dóms-, kirkju- og menntamálaráðherra, Jónasar Jónssonar, að hann mætti skilningi á þessum málum, og var stuðning- ur Jónasar honum ómetanlegur, enda var ævarandi vinátta þeirra í milli, meðan báðir lifðu, svo og eiginkvenna þeirra. Bræður mömmu, sem báðir voru flinkir iðnaðarmenn, annar rafvirki en hinn málarameistari, mættu á staðinn og var hjálp þeirra mikil og góð. Sagan segir, að sveitafólk- ið hafi vart ratað um slotið, svo fínt var það orðið. Mamma lét ekki sitt eftir liggja og veggfóðr- aði af mikilli vandvirkni. Hún lét laghentan vinnumann smíða tízku- stóla úr kassafjölum, sem hún klæddi og yfírdekkti af mikilli list með kretoni, og urðu þessir stólar frægir um alla sveitina og tolldu enn í tízku, er þau fluttu, en þá vora þeir gefnir á vinabæ. Hér get ég ekki stillt mig um að skjóta inn smásögu. Eftir að bílakostur var orðinn góður á heimilinu, fóram við oft í sveitina í heimsókn, við þijú, mamma, pabbi og ég, undir- rituð. Um það bil tveimur áram áður en faðir minn lézt heimsótt- um við stórbýli í Gnúpveijahreppi, þar sem húsbóndinn var orðinn aldraður. En yfirleitt vöruðumst við að gera boð á undan okkur. Okkur var tekið með kostum og kynjum og svo sagði húsbóndinn og brosti til mömmu: „Ég er ekk- ert hissa á að sjá ykkur hér í dag, því mig dreymdi stólana þína í nótt.“ Þá vora rúmlega 50 ár síðan þeir voru smíðaðir. Pabbi launaði líka vel stuðning- inn, því hann lét byggja nýjan steinsteyptan kjallara, sem tiltæk- ur var, er íbúðarhúsið, timburhús, sem við bjuggum í, brann til granna, nokkram árum, eftir að við fluttumst þaðan. Afí kom þá að hjálpa til og dvaldi í nokkra daga. Það fannst mér fjarskalega skemmtilegt. Mamma hafði farið í 10 tíma hjá frú Onnu, dóttur Dr. Helga Péturs, sem kenndi á píanó og náði hún ótrúlega góðu valdi á píanóleik með svo lítilli undirstöðu. Hún og pabbi höfðu keypt saman píanó, sem þau urðu að selja,. er þau fluttu í sveitina, þar sem engin tök voru á því að flytja það svo langa leið. En það fé, sem fyrir það fékkst, nægði til að kaupa allt lín og leirtau, sem til heimilisins þurfti og kom sér það vel, því á þessum tíu árum, þjónuðu þau sem ókeypis hótel fyrir alla sveitina, þar sem ekkert var hótelið og var gestagangur mikill. Á heimilinu var einnig sím- stöð og allar erfísdrykkjur fóra fram í þinghúsi sveitarinnar, sem var áfast íbúðarhúsinu, og var þar jafnframt bókasafn sveitarinnar. Ef vistir þraut í þessum erfidrykkj- um, var prestsfrúin gjarnan beðin um að bæta meðlæti á borðin, svo betra var að eiga eitthvað til. Því var það, að oftast nær bakaði mamma á sama tíma og hún matbjó. Vinsælt var og að fá minni háttar meðul hjá prestinum, ef ekki náðist í lækni, og enn vin- sælla var að fá hann til að kippa í liðinn, ef á þurfti að halda, en í því var faðir minn sérfræðingur. Það var því mikið líf og fy'ör á þessum árum og skemmtilegt fyr- ir okkur, böm þeirra, að vaxa þar upp. Það var því meiri háttar áfall að flytjast til Reykjavíkur. Árið 1940 var faðir minn kosinn prestur fyrir hið nýja Nespresta- kall, sem myndað var úr Dóm- kirkjusókn, sem náði yfir Seltjarn- arnes, Vesturbæ sunnan Hring- brautar og Fossvog sunnan Reykjanesbrautar og Kópavog, Vesturbæ. Hélst slík skipun allt til ársins 1952. í smábók, útgef- inni af Reykjavíkurprófastdæmi: Sóknir í Reykjavík 1940—1990, hafa orðið þau mistök, að Kópa- vogi, Vesturbæ er sleppt úr Nes- prestakalli. Faðir minn varð hlut- skarpastur 9 presta, sem um sóttu, og var kosningin hörð. Engin kirkja var til staðar né neitt er til þurfti til að hefja safnaðarstarf og fyrstu árin fékk pabbi inni með messur sínar í kapellu háskólans. Þá kom í hlut mömmu að sjá um blóm á altari, sem hún annaðist í samtals 17 ár, að mestu leyti ein. Skírnir og giftingar þeirra, sem eigi fóru með slíkt í kirkju, fóra fram á heimili þeirra, og spilaði mamma að jafnaði undir á píanó. Á heimilinu fór einnig fram við- talstími prestsins. Fyrst í lítilli fjögurra herbergja íbúð á Brával- lagötu 10, allt til ársins 1949, en frá þeim tíma á Ægissíðu 94, sem var einbýlishús, sem ríkið byggði, allt til ársins 1957, er Neskirkja var vígð á pálmasunnudag. Hún er fyrsta kirkja landsins, sem hafði kjallara kirkjuskipsins fyrir félags- heimili sóknarinnar. Réði þar miklu um framsýni föður míns. Það var m ikið verk að koma kirkj- unni upp, og fór hvoragt foreldra minna varhluta af því erfiði. Móð- ir mín var formaður Kvenfélags Neskirkju í 23 ár af þeim 32 árum, sem faðir minn þjónaði prestakall- inu, og í þau ár, sem hún var ekki formaður, var hún ávallt í stjórn. Segja má, að hún hafi í raun og vera verið kvenfélagið, þrátt fyrir að hún nyti stuðnings og hjálpar margra ágætra og mik- ilhæfra kvenna. Einu heimildirnar, sem til era frá þessum árum, skráði hún og ég vélritaði fyrir hana. Era þær miklar að vöxtum, þótt aðeins sé lýst því helzta. Það er meira og minna hennar verk, þótt fleiri kæmu við sögu, að ljósa- kross komst á kirkjuna, en forsaga hans var margra ára barátta við kerfíð, og að mósaikgluggi var settur í kirkjuna við inngang. Hér er rétt að taka fram, að það er móður minni að þakka, að almennt nú fara söfnuðir landsins með „Faðir vor“ saman í lok guðs- þjónustu. Þannig var, að mamma kunni vel við þann sið í brezkum kirkjum, að allir fóru saman með faðir vorið í lok messu. Hún hafði orð á þessu við pabba, sem tók þó þennan sið ekki upp fyrr en nokkrum árum eftir að Neskirkja var vígð, fyrstur presta. Hún gaf líka þáverandi kirkjulegu yfirvaldi hugmynd að sumarbúðum kirkj- unnar. Er faðir minn byrjaði prestsþjónustu árið 1941, voru jarðarfarir yfírleitt auglýstar þannig, að viðkomandi yrði greftr- aður. Ög sem betur fer festist það fallega orð í málinu. Gaman væri, ef íslensk þjóðkirkja léti af tíma- bundinni núverandi þröngsýni sinni í sambandi við trúarjátning- una og breytti setningunni „up- prisu mannsins" í „upprisu dauðra". Þannig var það ávallt hjá föður mínum, enda gefur Guð víða fyrirheit um, að allir eigi mögu- leika. Það má segja, að faðir minn var ekki stuðningslaus, þar sem hann hafði mömmu sér við hlið, því hún var einstaklega vel verki farin, flínk húsmóðir með afbrigðum og hafði alveg ótrúlegt vinnuþrek, svo fínleg og glæsileg kona, sem hún var og með skarpa dómgreind. Hún stóð föður mínum hvorki að baki í gáfum né framtakssemi. Fyrir störf sín að félagsmálum sóknarinnar fékk hún fálkaorðu á nýársdag 1986, en þá hafði faðir minn fengið slíka orðu nokkrum áður áður. Móðir mín var kona mjög vel ritfær og skrifaði margar fallegar minningargreinar um vini sína. Á þessum annasömu áram þýddi hún tvær bækur Parama- hansa Yogananda, stofnanda Self Realization-Fellowship, (SRF), sem er alþjóðlegt yogafélag með höfuðstöðvar í Los Angeles. Félag þetta sameinar vísindi og trúar- brögð og sýnir fram á skyldleika fímm helztu trúarbragða heims. Fyrri bókin er hin stórkostlega ævisaga stofnandans, sem kom út árið 1958 undir nafninu „Hvað er bak við myrkur lokaðra augna“, en var endurprentuð 1970 undir nafninu „Sjálfsævisaga Yoga“, báðar útgefnar af Leiftri hf. og Spakmæli Yogananda, sem út komu árið 1966 af sömu útgefend- um. Það er ekki rétt, að faðir minn hafi þýtt fyrri bókina fyrir mömmu. Bæði var það, að hann var ákaflega upptekinn í starfí sínu, og þótt hann og aðrir fjöl- skyldumeðlimir hafí nokkuð kunn- að fyrir sér í ensku, þá var það aldrei vafamál, að mamma bar ægishjálm yfír okkur öll í þeim efnum. Þá þegar höfðu nokkrir góðir enskumenn gengið frá að þýða hana, sakir tyrfinnar ensku, sem á henni var. Kenningar, líf og starf Yogananda miðaðist að því að þróa góða dómgreind, vanda líf sitt og starf, auka þekkingu sína og skilning á mannlegum vandamálum með leiðbeiningum SRF-Yoga. Á þessu starfi hans eru mörg yogafélög nútímans byggð að meira eða minna leyti, en snúið út úr kenningum hans eða þær gerðar að kenningum við- komandi félags með tilheyrandi hagsmunapoti og fjárplógsstarf- semi, sem því miður eiga lítið skylt við kenningar hans og stefnu. Enginn, sem á annað borð hefur eitthvað í höfðinu, verður ósnort- inn af kenningum SRF, sem breyta mjög hefðbundnu gildismati og sýna fram á hjóm það, sem alltof margir sækjast eftir. 35 Mamma heimsótti höfuðstöðvar SRF tvisvar sinnum. í fyrra skipt- ið árið 1963 í 3 mánuði og í seinna skiptið árið 1966, þar sem hún dvaldi megnið af vetrinum. Var það bæði hvíld og lærdómur fyrir hana. SRF-fólkið var henni ákaf- lega gott. Frá árinu 1963 bjuggum við við mjög breytt mataræði, framkvæmt á ljúfan hátt af mömmu, þrátt fyrir nokkur mót- mæli, eftir lærdóm sinn frá SRF, og má ætla að faðir minn hefði aldrei orðið svo gamall og við öll sem raun ber vitni, ef mamma hefði ekki gerst örlagavaldur fjöl- skyldunnar í þessum efnum, en að eðlisfari var hún langt á undan sinni samtíð á mörgum sviðum sem og móðir hennar. Til gaman má geta þess, að móðir mín sá alltaf langt út fyrir veggi heimilis- ins, nokkuð sem hendir alltof margar góðar konur að geta ekki. Hún mátti ekkert aumt sjá og ték jafnan máli þess, sem á var hallað og var einstaklega hógvær og orð- vör kona. Skyldustörfín voru henni hvergi fjötur um fót, þótt þau yrðu að vinnast, heldur hafði hún vak- andi auga fyrir samtíð sinni og andlegum málum. En ef hún vildi hitta í mark, tókst henni það betur en öllum öðram, sérstaklega þar sem fyllstu háttvísi var gætt. Hún var mjög berdreymin og næm og fann ýmislegt á sér áður en hlut- irnir gerðust. Nokkrar góðar utan- landsferðir fóra foreldrar mínir saman og ég fór með þeim í eina og fóram við þijú saman í fjórar langar og góðar innanlandsferðir eftir að faðir minn hætti prest- skap. Höfðu þau mikið yndi af því að ferðast um landið og sjá sem mest af því. Börn foreldra minna urðu þijú: Hildur, sem er elst, fv. deildarstjóri á Hagstofu íslands; ég, undirrituð, sem þetta skrifa, kennari og listmálari; og yngstur er Ólafur, stýrimaður, sem rekur legsteinafyrirtækið Granit sf. í Hafnarfírði ásamt öðrum aðila. Ólafur er kvæntur Þóra Ölvers- dóttur, ættaðri frá Neskaupstað. Þau eiga eina dóttur barna. Árið 1986 varð faðir minn bráð- kvaddur og frá þeim degi byijaði mömmu hægt og hægt að hraka. Hún gat þó verið á heimili sínu, allt þar til hún varð þar bráðkvödd, að undanskildum hálfum mánuði, sem hún dvaldi á spítala vegna veikinda minna. Hún var ávallt ljúf og góð og vildi veita öllum vel, er okkur heimsóttu. Hennar mun verða minnst fyrst og fremst sem stofnanda SRF og þýðanda hér á landi. Þyki einhveijum, sem þetta les, að ég ausi móður mína lofi, þá er það sízt oflof miðað við það sem hún átti skilið. Ef hún á ekki góða heimkomu, þá veit ég ekki, hver á hana. Elín Karitas. Þegar ég kom heim að kvöldi dags þess 24. marz 1992, sagði mamma mér að að amma mín, Ingibjörg, hefði látist fyrr um kvöldið. Þótt lát hennar hefði ekki komið mjög á óvart þá setti mig samt hljóða og ýmsar minningar og hugsanir streymdu upp í hug- ann. Af hveiju strax, af hveiju fékk hún ekki að lifa aðeins leng- ur? Mér fannst þetta óréttlátt, því ég hafði lítið getað heimsótt hana síðustu vikurnar. Ég veit þó að henni líður betur núna þar sem hún er komin til afa sem lést árið 1986. Lát hans fékk mikið á hana og hrakaði heilsu hennar mjög eftir það. Þegar ég var yngri kall- aði amma mig alltaf prinsessuna á bauninni og átti hún alltaf eitt- hvað gott í munninn handa prins- essunni sinni. Bænin var ömmu mikils virði og var henni það mik- ið í mun að ég bæði bænirnar mínar og leitaði hjálpar í þeim. Það hef ég alltaf gert. Ég ætla ekki að skrifa um ævi hennar og störf, ég læt aðra um það en minn- ingin um góða ömmu mun lifa í huga mér alla tíð. Hafi hún þökk fyrir allt. Ingibjörg Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.