Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 OLYMPIULEIKAR Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarnl Ásgeir Friðriksson verður fánaberi íslands við opnunarhátíðina á Ólympíuleikunum í Barcelona á laugardaginn. í gær var hann á æfingu hjá Þorsteini Einarssyni, fyrrum íþróttafulltrúa ríksins, þar sem þessi mynd var tekin. HANDKNATTLEIKUR Evrópumót lands- liða í Portúgal ÚRSLITAKEPPNI fyrsta Evr- ópumóts karlalandsliða i hand- knattleik verður haldin í Port- úgal vorið 1994. Tólf lið komast í úrslitakeppnina, en tillaga Dana - sem m.a. íslendingar studdu - um að aðeins átta lið kæmust í úrslitakeppnina var felld á þingi Evrópusambands- ins í Barcelona á þriðjudag. Úrslitakeppni fyrsta Evrópu- móts kvennalandsliða verður á sama tíma í Þýskalandi. Ekki hefur enn verið ákveðið hve- nær dregið verður í riðla í Evr- ópukeppninni, en hún verður með sama sniði og Evr- Skapti ópukeppnin í knatt- Hallgrímsson spymu. Leikið verður skrifarfrá í riðlum heima og að Barcelona heiman og tólf þjóðir, sem fyrr segir, komast áfram. 32 þjóðir hafa þegar tilkynnt þátttöku, en verða líklega fleiri, að sögn Gunn- ars Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra HSÍ, se_m er hér í Barcelona ásamt Jóni Asgeirssyni, formanni HSÍ, Jóni Hjaltalín Magnússyni, fyrr- verandi formanni, og Matthíasi A. Mathiesen, formanni HM 95 nefndar HSÍ. Riðlakeppnin fer fram veturinn 1993-94. Danir lögðu til á þingi Evrópusam- bandsins á þriðjudaginn að Evrópu- keppnin yrði með því sniði að upp úr riðlunum kæmust 16 lið, sem aft- ur léku heima og að heiman, ákveðið yrði fyrir fram að lið númer eitt í einum riðlinum mætti liði númer tvö úr öðrum ákveðnum riðli. Síðan yrði haldin átta liða úrslitakeppni, með sama sniði og Evrópukeppnin í knatt- spyrnu fer fram, „en það var því miður fellt með 15 atkvæðum gegn 12. Ég er á því að hugmynd Dan- anna, sem við vorum reyndar búnir að ræða við þá um áður, hafí verið mun heppilegri en sú sem var sam- þykkt,“ sagði Gunnar Gunnarsson við Morgunblaðið í Barcelona í gær. HANDKNATTLEIKUR Bogdan tekinn við póiska landsliðinu EJogdan Kowalczyk, fyrrum ” landsliðsþjálfari íslands í handknattleik, er fluttur aftur til heimalands síns, Póllands, og hefur tekið við þjálfun pólska landsliðsins. Éogdan var ráðinn frá 1. júlí síðastliðnum og hefur þegar tekið til starfa, að sögn Janusar Cerwinskys, sem einnig er fyrr- Skapti Hallgrímssori skrifarfrá Barcelona um landsliðsþjálfari íslands og nú formaður pólska handknatt- leikssambandsins. Morgunblað- ið hitti Cerwinsky að máli í gær þar sem hann situr þing IHF í Barcelona. Hann taldi líklegt að. fyrsti leikur Pólverja undir stjóm Kowalczyks yrði í októ- ber. Bogdan Kowalczyk starfaði við þjálfun félags í Austurríki síðastliðinn vetur. Júgóslavar sáttir við orðinn hlut Alþjóða ólympíunefndin dregurenn að staðfesta þátttöku íslenska landsliðsins í handknattleik, sem fertil Barcelona á morgun JÚGÓSLAVNESKA ólympíu- nefndin samþykkti á fundi sfn- um í gær skilyrði nef ndar ör- yggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um þátttöku Júgóslavíu á Ólympíuleikunum. Juan An- tonio Samaranch, forseti Al- þjóða ólympíunefndarinnar, IÓC, lýsti yfir ánægju sinni með að Júgóslavar yrðu með í ein- staklingsgreinum á leikunum, en engu að síður ákvað IOC að bíða með að gefa út stað- festingu á breytingum íliða- keppni þartil í dag. Hins vegar var íslenska ólympíunefndin beðin um að senda út nafna- lista vegna karlalandsliðsins í handknattleik, sem tekur sæti Júgóslava og heldurtil Barce- lona á morgun. Samaranch sagði að þó þátttaka Júgóslava væri bundin við ein- staklingsgreinar, væri um mikinn sigur að ræða og leikamir yrðu þar með sannir alheimsleikar. „Ég er þakklátur öllum, sem hafa barist fyrir því að gera þátttöku Júgóslava mögulega, sem tryggir að Ólympíu- leikamir í Barcelona verða sannir Reuter Fáni Júgóslavíu var tekinn nið- ur á Ólympíuleikvanginum í Barcel- ona í gær eftir að ljóst var að Júgósla- var samþykktu að keppa í einstakl- ingsgreinum undir fána IOC. alheimsleikar,“ sagði hann. Júgóslavar keppa undir fána IOC í einstaklingsgreinum, en verða ekki með í liðakeppni og fá hvorki að taka þátt í opnunarhátíðinni né lokaathöfninni. „Við hefðum kosið að hafa fengið að taka á móti ein- staklingum sem liðum frá Júgóslav- íu, en erum þakklátir fyrir það sem ákveðið hefur verið,“ sagði Kevan Cosper, varaforseti IOC. „í raun em þetta stórkostlegar fréttir og mikill sigur fyrir IOC. Eins sýnir þetta ákveðinn sveigjanleika hjá Samein- uðu þjóðunum." Francois Carrard, framkvæmda- stjóri IOC, sagði aðspurður á blaða- mannafundi í gær að varaþjóðir væru til taks og tækju sæti Júgó- slavíu í liðakeppni, en þeim yrði ^ ekki formlega boðið fyrr en í dag. „Ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi, en þó við séum tilbúnir að taka ákvörðun viljum við hafa öll spil á hendi áður en formlegtilkynn- ing verður gefín út.“ | Óvissunni varðandi íslenska landsliðið í handknattleik er þar með lokið og var nafnalisti sendur út í gær. Hópurinn verður ekki birt- ur opinberlega fyrr en að fenginni staðfestingunni frá IOC, en gera má ráð fyrir að hann verði skipaður sömu 15 leikmönnunum og léku á Spáni um síðustu helgi auk Berg- sveins Bergsveinssonar. Morgunblaöið/Bjarni Hlutl íslensku ólympíufaranna hélt utan til Barcelona í gær. Þeir eru, efri röð frá vinstri: Ámi Þór Hallgrímsson, Ari Bergmann, Siguijón Sigurðsson, Ólafur Unnsteinsson, Bjarni Friðriksson og Leifur Gíslason. Neðri röð frá vinstri: Broddi Kristjánsson, Elsa Nielsen, Freyr Gauti Sigmundsson og Gísli Halldórsson. KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN Fylkismenn hrósuðu happi - fá bikarmeistara Vals í heim- sókn í Árbæinn í undanúrslitum Bogdan Kowalczyk FYLKISMENN fögnuðu gífur- lega, þegar Ijóst var að þeir fengju heimaleik í undanúrslit- um mjólkurbikarkeppninnar, en dregið var í gær. Fylkir tek- ur á móti bikarmeisturum Vals, en ÍA sækir KA heim. A, sem sigraði Þór í 16 liða úrslitum og Fram í átta liða úrslitum, kom fyrst upp úr pottinum og dróst gegn Skagamönnum, efsta liði 1. deiidar. KA hefur einu sinni áður leikið í undanúrslitum, tapaði 2:0 fyrir ÍBK 1985. Hins vegar hafa Skagamenn 13 sinnum leikið til úrslita og sigrað fimm sinnum. ( Fylkir, sem trónir á toppi 2. deild- ar, komst í undanúrslit 1981, en tapaði þá 1:0 fyrir Fram eftir fram- lengdan leik. Valur hefur sigrað í keppninni undanfarin tvö ár og alls sjö sinnum, en 10 sinnum leikið til | úrslita. Undanúrslitaleikirnir fara fram fímmtudaginn 6. ágúst og hefjast kl. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.