Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 Ekkí fleiri hem- aðarbandalög eftir Kristínu Ástgeirsdóttur Þótt gamlar væringar og þjóðem- isátök hafi á ný skotið upp kolli í austurhluta Evrópu í kjölfar þeirra miklu breytinga sem þar hafa átt sér stað, verður ekki framhjá því horft að heimsmynd okkar Evr- ópubúa hefur gjörbreyst á þremur árum. Sjötíu og fimm ára skeiði rússn- esku byltingarinnar er lokið. Risa- veldið í austri reyndist standa á brauðfótum og er nú klofið í frum- parta sína. Ríki Austur-Evrópu ráða eigin för. Þar eystra blasa við vanda- mál sem fyrst og fremst snúa að íbúunum sjálfum og ógna tæplega fjarlægum þjóðum, ef frá em skilin hin stórfelldu umhverfisvandamál sem þekkja engin landamæri. Ein afleiðing hinna miklu breyt- inga er auðvitað sú að hernaðarupp- byggingin sem átt hefur sér stað í Evrópu í tæpa hálfa öld er orðin óþörf. Hún byggðist á andstæðunum milli austurs og vesturs, en „óvinur- inn“ í austri er nú horfinn. Hemaðar- bandalagið NATO sem fyrst og fremst miðaðist við hernað í Evrópu hefur litlu sem engu hlutverki lengur að gegna, enda nær að horfa á heim- inn í heild en að líta á Evrópu sem nafla alheimsins. Gamlar óvinaímyndir Öldum saman hefur hver styrjöld- in rekið aðra á meginlandi Evrópu, þær alverstu og mannskæðustu á þessari öld. Bandalög hafa komið og farið og þjóðir ýmist staðið sam- an eða verið svamir óvinir. Bretum og Frökkum lenti síðast saman í styijöld 1815, í lok Napóleonsstyijaldanna, en þrátt fyr- ir það tóku varnir Bretlands mið af hinum franska óvini fram yfir síð- ustu aldamót. Það tekur nefnilega langan tíma að breyta hugarfari og menn em lengi að losna úr viðjum gamalla óvinaímynda. Það sannast á þeim umræðum sem nú eiga sér stað um öflugra hemaðarbandalag V-Evrópuþjóða (EB-þjóða) með áukaaðild Islands, Noregs og Tyrk- lands. Hvar er óvinurinn sem kallar á nýtt hemaðarskipulag í Evrópu? Vestur-Evrópusambandið var stofnað skömmu eftir stríð, en hefur farið afar hjótt. Með Maastrichtsam- komulaginu var ákveðið að blása nýju lífi í hernaðarsamvinnu EB- ríkjanna enda hluti af sameiginlegri utanríkisstefnu sem ætlunin er að móta. Áform EB má túlka sem eins konar sjálfstæðisbaráttu Evrópu- bandalagsins (líkt og í efnahagsmál- um) sem m.a. er beint gegn Banda- ríkjunum, en hún er að mínum dómi tímaskekkja og ekki í neinu sam- ræmi við gjörbreyttan veruleika. Hún er miklu fremur afsprengi fort- íðarinnar eða stórveldisdrauma hinna gömlu nýlenduherra sem sakna fornrar frægðar, nema hvort tveggja sé. Um raunsætt mat á „varnarþörf" eða öryggi vestrænna þjóða er ekki að ræða. Það er hörmuleg tilhugsun að hin- ar ríku þjóðir Evrópu skuli enn ætla að verja ógrynni fjár til hermála, þegar andstæðingurinn er enginn og önnur verkefni miklu brýnni. Það kæmi ekki á óvart þótt hershöfðingj- ar og vopnaframleiðendur hefðu tek- ið stjómmálamenn á eintal, enda eiga þeir mikilla hagsmuna að gæta, atvinna og stóriðnaður í húfi. Því til sönnunar má nefna að Þjóðveijar hafa verið beittir miklum þrýstingi að undanfömu af hálfu Breta, til að fá þá ofan af því að hætta við smíði óþarfra orustuflugvéla. Andstæður norður og suðurs Allar tiltækar upplýsingar benda til þess að andstæður í heiminum fari vaxandi milli norðurs og suðurs, eins og glöggt kom í ljós á umhverf- isráðstefnunni í Ríó fyrir skömmu. Tölur sýna að hinar fátæku þjóðir verða æ fátækari meðan vesturlönd stefna að æ meiri hagvexti á kostn- að jarðarinnar allrar. Stöðugur straumur fólks liggur frá suðurhveli til norðurs í ieit að betra lífi, en ríki norðursins þrengja hlið landamær- anna hvert á fætur öðru og finnst þau hafa við nægan vanda að stríða heimafyrir. Bókstafstrú sem m.a. beinist gegn vestrænum viðhorfum hefur vaxið fiskur um hrygg í ríkjum múslima, með tilheyrandi óróa og átökum sem enginn veit hvar enda. Það bendir því margt til vaxandi spennu milli norðurs og suðurs sem að mínum dómi er allt of lítill gaum- ur gefinn, enda Evrópubúum tamt að gleyma því að utan þeirra sjón- deildarhrings er mikil og fjölbreytt veröld. Við skulum forðast nýjar óvinaí- myndir og ótta við fjariægar þjóðir, en það er samt mun meiri ástæða fyrir okkur að horfa í suðurátt og átta okkur á því sem þar er að ger- ast, en að rýna á eigin nafla og koma á fót enn einni stofnuninni til að ræða sömu málin og allar hinar. Til staðar eru stórstofnanir eins og Sameinuðu þjóðimar, RÖSE, NATO, Evrópuráðið, Evrópubandalagið (fyrir þá sem þar eru), leiðtogafund- ir ríku þjóðanna og eflaust fleiri. Allar þessar stofnanir (meira og minna sama fólkið) vom í fyrra að ræða atburðina í Sovétríkjunum, en em þessa dagana að fjalla um Kristín Ástgeirsdóttir „Það er tillaga okkar Kvennalistakvenna að íslendingar hafni auka- aðild að Vestur-Evr- ópusambandinu, enda er hún óþörf.“ ástandið í fyrrum ríkjum Júgóslavíu, án þess þó að nokkur geti gripið til þeirra aðgerða sem duga til að stöðva þær hörmungar sem ganga yfir lönd og lýð. Fyrrnefndar stofnanir hafa ógrynni starfsmanna og þeim fylgir gífurlegur kostnaður. Sú spurning vaknar hvort ekki sé löngu tíma- bært að „hagræða“ í rekstri alþjóða- stofnana í breyttum heimi, leggja niður og þjappa saman í stað þess að bæta við enn einu apparatinu. Það er löngu tímabært að draga úr því fargani alþjóðastofnana sem tröllríður heiminum og nær að veija þeim miklu fjármunum sem til þeirra fara í þróunaraðstoð um umhverfís- vernd ásamt því að gera þær stofn- anir sem sannanlega koma að gagni öflugri. Það er einnig umhugsunar- efni fyrir okkur íslendinga hve mik- inn kostnað við getum og viljum bera af alþjóðasamstarfi, ekki síst á tímum efnahagssamdráttar. Aðild er óþörf Evrópuráðið í Strasbourg er dæmi um stofnun sem vex með hveiju árinu sem líður og eru nú 27 þjóðir aðilar að því. Þjóðir Austur-Evrópu eru að taka sæti í ráðinu eftir því sem þeim tekst að uppfylla þau skil- yrði sem sett eru fyrir aðild. Nú síð- ast bættust Búlgarar í hópin. Þar með er að myndast vettvangur til að ræða nánast allt sem viðkemur málefnum Evrópu. Það ætti að nægja og því óþarft að beina kröft- um að endurreistu hernaðarbanda- lagi. Það er tillaga okkar Kvennalista- kvenna að íslendingar hafni auka- aðild að Vestur-Evrópusambandinu, ehda er hún óþörf. Við eigum að leggja til að bandalagið verði lagt niður, svo og NATO og RÖSE, en þess í stað einbeiti þjóðir Evrópu sér að því að efla Sameinuðu þjóðimar sem frá upphafi hefur verið ætlað það hlutverk að varðveita frið í heim- inum m.a. með friðargæslusveitum. í anda íslenskrar reynslu í þúsund ár eigum við íslendingar að undir- strika á alþjóðavettvangi að deilur beri að leysa á friðsamlegan hátt. Við eigum að vinna gegn hernaðar- hyggju og vopnaskaki hvar sem er í heiminum. Við eigum hvorki að dansa eftir pípum Evrópubandalags- ins né risans í vestri, heldur móta okkar afstöðu með þeirri reisn sem hæfir sjálfstæðri þjóð, jafnframt því að eiga sem best samstarf við sem flest ríki. Þær eru ekki margar þjóð- irnar sem hræsnislaust geta talað máli friðar og mannréttinda ef marka má skýrslur Amnesty Intern- ational, en við erum sem betur fer ein af þeim. Við eigum að nota þá sérstöðu okkar m.a með því að hafna aukaaðild að hernaðarbandalagi Evrópubandalagsins og benda á að tilvist þess þjónar hvorki hagsmun- um okkar né Evrópubúa yfirleitt. Veraldarinnar bíða brýnni verkefni, skuld Evrópu við þriðja heiminn verður ekki greidd með evrópsku hernaðarbákni. Höfundur er þingkona Kvennalistans íReykjavík. mm FIMMTUDAGAR 1 1 FRU OKKAR_ TJALDA dagar SNORRABBAUT 60, siMnzotó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.