Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JULI 1992 21 Andrúmsloft þjóðarínnar finnst greinilega í Eden - segir Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari „Allar myndirnar eru unnar í fullri gleði og ákveðinni hamingju," sagði Steingrímur St. Th. Sigurðsson, listmálari, í samtali við Morgunblaðið um 72. einkasýningu sína heima og erlendis sem opnuð verður með viðhöfn í Eden í Hveragerði kl. 20.30 í kvöld. Á sýningunni verða 72 verk eft- ir Steingrím, þar af 71 nýtt verk. Ymist er um að ræða olíu-, pastel-, og vatnslitamyndir. Þær eru fantasíur, sjávar-, landslags- og portrettmyndir. Steingrímul segir að sýningin sé sérstök á þrennan hátt. „Ég er að halda upp á að 20 ár eru liðin frá því að ég settist að á Roðgúl á Stokkseyri sem sjálfstætt foreldri," segir listamaðurinn og víkur talinu að nafni bæjarins. „Roðgúl er svona pars pro toto (hluti fyrir heild). Roð þýðir fiskroð og gúll þýðir trantur. Þannig þýðir nafnið roð í trant eða sá sem veiðir roð í trant. Með öðrum orðum aflasæll maður. Bærinn kemur fyrir í Kambsráninu því Þuríður formaður rekur slóð ódæðis- og ræningjaflokksins til Roðgúls þegar hún finnur vettling með mynstri frá bænum á vettvangi glæpsins. Sjálf bjó Þuríður í Götu skammt frá Roðgúl sem einnig gekk undir nöfnunum Litla-Gata, Rauðku- hóll og Rauðgúll." Reynslan sem sjálfstætt foreldri með 3 börn segir Steingrímur að hafi verið þyngsta próf lífs síns. „Það var erfitt en ég hef verið ótrúlega heppinn á því prófí. Því er guði fyrir að þakka,“ segir hann sæll og bætir við að síðan hafi mörg vötn fallið til sjávar og hann geti alveg eins haldið upp á 20 ára reynslu sína sem sjálfstætt foreldri eins og annað fólk haldi upp á stúd- entsafmæli og önnur tímamót í lífi sínu. Annað sem gerir sýninguna sérstaka er að Stein- grímur helgar hana dóttursyni sínum Viktori Alexand- er sem hann segist aldrei kalla annað en Alexandrow- itz. „Hann er á sjötta mánuði," segir Steingrímur,,, og ég vænti þess að afastrákurinn, litli greifinn, mæti bíspertur í burunni sinni í kvöld austur í Eden,“ segir hann og bætir við að í ofanálag sé sýningin haldin til af fagna tólf ára „sine vino“ afmælisdegi sínum sem hafi verið 16. júní síðastliðinn. Steingrímur segist vera afar sæll með lífið og tilver- una. „í dag er ég ótrúlega hamingjusamur,“ segir hann og þegar hann er spurður hveiju hann haldi að það sé að þakka svarar hann í einu orði. „Viðhorf- Morgunblaðið/Bjarni Steingrímur með þrjár mynda sinna. Selljörn stendur upp við vegginn. Listmálarinn stendur við Fiðrildaástir og heldur á verki sem hann nefnir Ljóðagerð Ingimars Erlendar. inu,“ segir hann blátt áfram. „Maður ræður sinni líð- an. Stundunum útheimtir það mikla nægjusemi. Ekk- ert gefur meira heldur en virðing manns gagnvart guði, mönnum og allri tilverunni. Og svo er það lífið sem krefst æ meira og meira af manni. Og þessi nýju verk eru prófsteinn þess hvort ég sé verðugur." Sýningin nú er sú 17. sem Steingrímur heldur í Eden síðan 1974. „Ég er næstum hættur að sýna í galleríum í Reykjavík vegna þess að ég vil heldur ráða hveijum er boðið. Ennfremur sækist ég eftir því að sýna í andrúmslofti sem stafar af allri þjóðinni og finnst hvað greinilegast í Eden,“ segir hann. GÍÍÚ*«*“* RDnm* Laugavegi 47 TILBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - allt í einrii ferd ^ >V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.