Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 9 Avöxtun verðbréfasjóða 1. júlí. 6 mán. Kjarabréf 7,5% Tekjubréf 8,2% , Markbréf 8,2% Skyndibréf 6,0% Skandia 171 hagsbóta fyrtr íslendinga FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF. HAFNARSTRÆTI, S. (91) 619700 - KRINGLUNNI. (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100 Olíufyllti rafmagnsoíninn frá ELFA LVI er skrefi framar! ■ Jafn og þægilegur hiti. ■ Enginn bruni á rykögnum né jónabreytingar sem orsaka þurrt loft. * Lágur yfirborðshiti. * Auðveld uppsetning. LVI ofnarnir eru framleiddir i Svíþjóð með sama og útliti og venjulegir vatnsofnar. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 ® 622901 og 622900 Forystugreinar um sjávarauðlind Alþýðublaðið og Tíminn fjalla í forystu- greinum í gær um tillögur fiskifræðinga um skerðingu á þorskkvóta og viðþrögð rfkisstjórnar og stjórnmálamanna. Stak- steinar glugga í leiðara Alþýðublaðsins og Tímans. > Gullegg Is- lendinga Alþýðublaðið segir í forystugrein í gser: „Hávær kór útgerðar og landsbyggðar æpir á að hænunni skuli slátrað og krefst þess að stjórn- völd skelli skolleyrum við aðvörunum Hafrann- sóknastofnunar og ann- arra sérfræðinga. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, að sjávarpláss og útgerðar- fyrirtæki, sem eiga mikið undir því að engin skerð- ing verði gerð á þorsk- veiðum, skuli kreijast óbreyttra fiskveiðiheim- ilda. En málið er ekki svo einfalt; við verðum að horfa til framtíðar og skynsamlegrar nýtingar og endumýjunar á auð- lind okkar sem þjóðin byggir afkomu sína á. Þorskurinn er okkar gullegg. Á þessum kross- götum er auðvitað kjörin stund til að endurskipu- leggja atvinnulífið i heild í landinu ... Islendingar eru ekki lengur einangruð þjóð, við erum hluti af alþjóð- legu umhverfi. Sívaxandi samstarf við erlendar þjóðir svo og aukin al- þjóðleg samþjöppun ger- ir það að verkum að ábyrgð okkar gagnvart öðrum þjóðum eykst en um leið opnast einnig nýjar leiðir. Minnkandi þorskgengd minnir okk- ur óþyrmilega á að við höfum enn öll eggin í einni körfu. Samfara ný- skipan í fiskveiðum, svo sem endurmati á kvóta- kerfinu, þarf að huga að uppbyggingu atvinnulífs- ins í heild; við þurfum að dreifa eggjunum í fleiri körfur... Ríkisstjómin á að fara sér hægt í þessu máli. Það þarf viðamiklar upp- lýsingar áður en ákvörð- un er tekin. Það er mikil freisting fyrir sljóm- málamenn að láta undan þrýstingi og kröfum í jafnviðkvæmu máli og veiðiheimildum eða upp- stokkun atvinnulífsins. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra hefur til að mynda sýnt pólitískt hugrekki að synda gegn straumnum með lang- tímaheill þjóðarinnar i huga. Það er einmitt slíkt hugrekki sem ráðamenn verða að hafa; að taka skynsamlegar og heil- brigðar ákvarðanir með framtíð þjóðarinnar f huga í stað þess að hlaupa eftir vilja ein- stakra þrýstihópa af ótta við að missa atkvæði..." Ýmisúrræði tiltæk Timinn segir um sama efni í forystugrein i gær: „Ekki verður betur séð en það sé stefna sljómar- flokkanna að pína fram ákvörðun um allt að 250 þúsund tonna hámarks- afla af þorski á næsta ári. Ekki þarf mikla spá- menn til þess að sjá að framhaldið verður áframhaldandi aðgerðar- leysi í málefnum sjávar- útvegsins. Forsagan sýn- ir það að ríkisstjórnin heldur að sér höndum þrátt fyrir þá staðreynd að vel rekin fyrirtæki í fiskvinnslu em rekin með um 8% haila, og hefur verið svo allt þetta ár. Ef ríkisstjómin væri traust og samstæð væri forsætisráðherra önnum kafinn sem ábyrgðar- maður efnahagsmála að skapa sjávarútveginum starfsskilyrði, í stað þess að hann sé með opinber- um hætti að blanda sér í ákvarðanir sjávarút- vegsráðherra um heild- arafla. Forsætisráðherra hef- ur látið hafa eftir sér að byggðarlögin muni hryiýa, ef farið væri eftir tillögurn fiskifræðinga um heildarafla. Að sjálf- sögðu er það rétt, ef ekk- ert verður að gerL Sú leið að halda að sér hönd- um og skeyta ekkert um þær sveiflur, sem verða í sjávarútvegi, leiðir að sjíilfsögðu til hmns í at- vinnugreininni, sem hef- ur ófyrirsjáanlegar af- leiðingar, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur um land allt. Spumingin um heild- arafla er stór og brenn- andi. Það mál gnæfir upp úr þessa dagana. Hún leiðir hins vegar sjálf- krafa til annarrar spum- ingar: Mun ríkisstjórnin halda til streitu kenning- unni um aðgerðarleysi í málefnum atvinnuveg- anna, hvað sem á dyn- ur...?“ Notaðir bílar á góðu verði - Allir skoðaðir 1993 oggóð greiðslukjör í boði - Bíll vikunnar: MMC Lancer GLX, árgerð 1986, sjálfskiptur, ekinn 94.000 km. Frábært verð: Staðgr. 360.000,- kr. BÍLAGALLERÍ • FAXAFENI 8 • SÍMI 685870 • Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-18 • Laugardaga kl. 10-16 100-300 þús. I Kr. 300-500 þús. 1 1 Kr. 500-700 þús. I I Kr. 700-900 þús. I |Kr. 900-1.100 þús.l | 1.100-2.000 þús. I Mazda 323 1300 4G 3D árg. ’81. Ek. 89. Tölvunr. 2733 stgr. 150 Dai. Charade CS 4G 5D árg. ’85. Ek. 95. Tölvunr. 2409 stgr. 195 Lada 1500 station 5G 5D árg. ’88. Ek. 31. Tölvunr. 2684 stgr. 190 Seat Ibiza GLX 5G 3D árg. ’88. Ek. 52. Tölvunr. 2751 stgr. 250 Volvo 240 GL SSK 4D árg. ’82. Ek. 166. Tnr. 2553 stgr. 310 Dai. Charade Turbo 5G 3D árg. ’88. Ek. 68. Tölvunr. 2462 stgr. 550 Volvo 240 DL SSK 4D árg. ’87. Ek. 54. Tölvunr. 2743 stgr. 700 Dai. Feroza EL-2 5G 3D árg. ’89. Ek. 50. Tölvunr. 2024 stgr. 930 Dai. Feroza EFi 4wd 5g 3D árg. '90. Ek. 26. Tnr. 1831 stgr. 1.100 Subaru Justy J-10 5G 3D árg. ’87. Ek. 60. Tölvunr. 2725 stgr.370 Dai. Charade TX 5G 3D árg. ’90. Ek. 30. Tölvunr. 2604 stgr. 575 Volvo 740 GL 5G 4D árg. '86. Ek. 81. Tölvunr. 2739 stgr. 780 Volvo 440 GLT 5G 5D árg. ’89. Ek. 29. Tölvunr. 2583 stgr. 950 MMC L 300 4wd 5G 4D árg. ’88. Ek. 75. Tnr. 2587 stgr. 1.100 Dai. Charade CS 4G 5D árg. '‘88. Ek. 82. Tölvunr. 2368 stgr. 390 Subaru Justy J-12 5G 5D árg. '89. Ek. 32. Tölvunr. 2495 stgr. 620 Subaru Justy 4wd 5G 5D árg. '91. Ek. 23. Tölvunr. 2621 stgr. 790 Volvo 440 Turbo 5G 5D árg. ’89. Ek. 57. Tnr. 2019 stgr. 1050 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '88. Ek. 40. Tnr. 2448 stgr. 1.200 MMC Colt GL 5G 3D árg. ’88. Ek. 66. Tölvunr. 2397 stgr. 430 Toyota Carina II 5G 4D árg. '88. Ek. 72. Tölvunr. 2607 stgr. 620 Volvo 740 GLE 5G 4D árg. '86. Ek. 103. Tölvunr. 1473 stgr. 890 Volvo 740 GLE SSK 4D árg. '87. Ek. 94. Tnr. 2720 stgr. 1050 Toyota Corolla XLi 5G 5D árg. '91. Ek. 16. Tnr. 2699 stgr. 1.250 Dai. Cuore 5G 5D árg. ’88. Ek. 57. Tölvunr. 2657 stgr. 290 Ford Escort þýskur SSK 5D árg. ’84. Ek. 92. Tölvunr. 2392 stgr. 295 Dai. Charade TX 5G 3D árg. '88. Ek. 51. Tölvunr. 2615 stgr.430 Subaru Justy 4wd 5G 5D árg. ’89. Ek. 27. Tölvunr. 2656 stgr. 620 Volvo 460 GLE 5G 4D árg. '90. Ek. 95. Tölvunr. 2090 stgr. 890 Volvo 740 GL SSK4D árg. '87. Ek. 77. Tnr. 2183 stgr. 1.060 Subaru Legacy G2 5G 5D ár. '91. Ek. 25. Tnr. 2707 stgr. 1.380 Nissan Micra GL 5G 3D árg. ’89. Ek. 29. Tölvunr. 2666 stgr.490 Dai. Charade Sedan SSK4D árg. ’90. Ek. 31. Tölvunr. 2746 stgr.690 Dai. Feroza EL-2 5G 3D árg. '89. Ek. 53. Tölvunr. 1661 stgr. 900 Toyota Corolla 4wd 5G 5D árg. '89. Ek. 24. Tnr. 2508 stgr. 1080 Dai. Rocky bensín 5G 3D árg. ’90. Ek. 18. Tnr. 2438 stgr. 1.550 SSK = Sjálfskiptur. D = Dyrafjöldi. G = Gírar. St. = Station.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.