Morgunblaðið - 23.07.1992, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 23.07.1992, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 watmnn Það er svo einfalt að búa til kjarnorkusprengjur að hvert 12 ára barn getur það bara ef... segja vísindamenn í Japan. HÖGNI HREKKVÍSI „Olcfc/t/z V/NSELA PfZ.-ZA.-EMN BULLANDt HE/T. " BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 MALÞING Réttasta leiðin Frá Rafni Geirdal: Við íslendingar höfum þurft að lifa í gegnum súrt og sætt frá landnámi. Fyrstu árhundruðin lifð- um við í blóma landnámsins og uppbyggingu á sjálfstæðri þjóð. Með lífláti Snorra Sturlusonar 23. september 1241 hófst niðurlæg- ingarstig þjóðarinnar. Þessi niður- læging varði þar til Skúli fógeti lagði fram viðreisnartillögur sínar sumarið 1751, sem leiddu til stofn- unar innréttinganna, stofnunar landlæknisembættis árið 1760, stofnun Reykjavíkurbæjar árið ' 1786 og sjálfstæðis verslunarinnar nokkrum áratugum síðar. Við tók Jón Sigurðsson næstu öldina á eftir, sem leiddi síðan til heima- stjórnar 1904, fullveldis 1918 og sjálfstæðis 17. júní 1944. Frá þeim tíma höfum við íslend- igar verið á hraðri uppleið, með stórkostlegri uppbyggingu á öllum sviðum. Höfuðborgin hefur risið, með sinni glæstu Perslu og nýju ráðhúsi. Allir hafa meira en nóg í sig á á. Við höfum méira en nóg af fersku vatni, heitu vatni, land- svæði, húsnæði, vörum og nýtísku- legum tæknibúnaði. Þjóðin hefur þannig náð mjög háu risi á mjög skömmum tíma. Við megum ekki gleyma hvað við höfum mikið, sem okkar forfeður höfðu ekki í margar ald- ir, og margar þjóðir heims hafa alls ekki. Okkur hættir til van- þakklætis fyrir það sem við höfum, og með því skapast sú hætta að við ásælumst það sem við erum ekki tilbúin að fá. EES-samning- urinn er skýrt dæmi um það. Með því að sækjast eftir honum of stíft, getum við skapað hættu á að missa sjálfstæði okkar, erlendir gestir flæða yfir land okkar, erlend stór- fyrirtæki yfirtaka markaðinn. Fram geta komið glufur í lögum, í gríni sagt „grein 16006 á blaðs- íðu 7002“ sem okkur yfirsást, en er túlkað á nýjan hátt af evrópsk- um dómstólum. Skyndilega eiga útlendingar landið og við erum þrælar þeirra; „enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“. Mun hyggilegra er að verja sér- stöðu okkar, vera hlutlaust land sem á sig sjálft, með meira en nóg fyrir sig og sína. Áherslan er lögð á ræktun, bæði sjálfs sín og um- hverfisins. Fallegt fólk í fallegu landi. Síðan er erlendum gestum boðið innfyrir landsteinana til að njóta þess að ferðast um í frið- sælu landi og njóta friðar í óspilltu hálendinu, snæða ferskan fisk og fjallalamb. Jafnframt má þróa heilsurækt- arstöðvar þar sem erlendir gestir koma og njóta þjónustu fagfólks heilbrigðisstétta til að efla heilsu sína. Auka má ráðstefnuhald sem getur tvinnast saman við heilsu- dvöl og ferðalög. Ráðstefnumar geta snert á málefnum friðar á jörðu, bættra samskipta þjóða, umhverfísvemdar, vistvænnar starfsemi, þróunaraðstoðar, heilsuræktar og andlegrar ræktar. Litið getur verið til Islands sem fordæmis í því besta sem hægt er að skapa fyrir móður jörð, sem þarfnast vemdar á viðkvæmum lífheimi sínum, hreint og beint til þess að við sem mannkyn getum lifað á þessari jörð. Veljum þessa leið. RAFN GEIRDAL skólastjóri, Smiðshöfða 10, Reykjavík LÆÐU SAKNAÐ Þetta er Tanja sem hvarf frá Sel- vogsgrunni 18 sl. laugardag. Hún er svört með hvítan blett á hálsin- um og var með gula ól þegar hún sást síðast. Ef einhver hefur séð hana eða veit hvar hún er niðurkomin þá hafi hann samband við Jönu eða Skorra í síma 37777 eða 686322. Víkveiji skrifar Víkverji hefur búið í Reykjavík í meira en 30 ár og allan þann tíma haft Viðey fyrir augun- um daglega. Engu að síður hafði hann aldrei komið því í verk að heimsækja Viðey. Ekki var um að kenna áhugaleysi heldur miklu fremur framtaksleysi. Það var svo sl. laugardagskvöld að Víkveiji lét verða af því að bregða sér yfir sundið. Erindið var fyrst og fremst að snæða kvöldverð í góðra vina hópi í Viðeyjarstofu. En auðvitað var tækifærið notað og nánasta umhverfi þessa sögu- fræga staðar skoðað. Veður var mjög gott, logn og hiti en sólar- laust. Rignt hafði um daginn og litir því*skarpir. Víkveiji varð djúpt snortinn af Viðey eins og nærri má geta. Sér- hver íslendingur hlýtur að komast í sérstakt hugarástand þegar hann stendur á hlaði Viðeyjarstofu og hugsar um þá miklu sögu sem þessi grösuga eyja hefur að geyma. Vík- veiji hét sjálfum sér því að koma fljótt aftur og ætla sér þá meiri tíma til skoðUnar. Og ef einhveijir Reykvíkingar standa í sömu sporum og Víkveiji er ástæða til að hvetja þá til þess að drífa sig út í Viðey. Ferðin tekur skamma stund undir lipri stjórn Hafsteins Sveinssonar og kostar ekki nema 350 krónur fyrir full- orðna fram og til baka. Þá er óhætt að mæla með veitingahúsinu í Við- eyjarstofu ef menn vilja gera sér dagamun. xxx að hefur áður komið fram í þessum dálkum að Víkveiji er aðdáandi Perlunnar á Öskjuhlíð. Enda mannvirkið stórglæsilegt og vinnur á við hveija heimsókn. Á fögrum sumarkvöldum er útsýnið stórbrotið af svölum Perlunnar, sér- staklega þegar horft er yfir Faxa- flóa út á Snæfellsnes. Víkveija fannst því bera vel í veiði sl. þriðjudagskvöld er hann fékk tækifæri til að bjóða gestum sínum utan af landi í Perluna til að skoða mannvirkið og njóta út- sýnisins. Ákveðið var að fara um tíuleytið um kvöldið, þegar kvöld- sólin er hvað fegurst. En viti menn. Þegar komið var á staðinn var búið að strengja borða fyrir stigann og vörður meinaði fólki að nota lyft- urnar. Það var nefnilega lokað klukkan tíu! Urðu gestimir frá að hverfa. Víkveija finnst fráleitt að geta ekki komist í Perluna til klukk- an hálftólf á kvöldin, yfir hásumar- ið, og trúir hreinlega ekki öðru en að Hitaveitan breyti þessu í framtíð- inni. xxx að er ákaflega hvimleitt fyrir sjónvarpsáhorfendur þegar Ríkissjónvarpið og Stöð 2 eru til skiptis að hækka hljóðstyrkinn í útsendingum sínum. Til skamms tíma var RÚV með mun hærri hljóð- styrk en Stöð 2. Síðan hækkaði Stöð 2 hjá sér og nú er RÚV aftur búið að hækka. Og afleiðingarnar eru þær að hinn almenni sjónvarps- notandi þarf að hækka og lækka hljóðið þegar hann skiptir milli stöðvanna. Þetta hlýtur að vera sérstaklega bagalegt fyrir þá sem ekki hafa fjarstýringu. Geta RÚV og Stöð 2 ekki haft sama hljóðstyrk- inn? Hveiju svara stöðvarnar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.