Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 33 Af ljósakri ’93 komið út Sýning opnuð á myndum daga- talsins DAGATAL Vídda/Auk hf. Af Jjós- akri ’93, er nú komið út í fjórða sinn. Sem fyrr prýða ljósmyndir Harðar Daníelssonar dagatalið og hönnuður er Kristín Þorkelsdótt- ir. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentun og var nýrri tækni, sem eykur dýpt myndanna, nú beitt öðru sinni við prentunina. Páll Imsland jarðfræðingur samdi textann sem _er prentaður á fimm tungumálum: ís- lensku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku. Dagatalið er afar vandað að allri gerð enda er það markmið útgefanda að það verði því eigulegra sem það kemur oftar út. Auk hf. hefur nú sett á laggimar sjálfstæða deild, Víddir, sem annast útgáfu dagatalsins og ýmissa ann- arra prentgripa. Eitt meginmarkmið Vídda/Auk hf. er að framleiða efni sem stuðlar að góðri ímynd þeirra fyrirtækja sem senda það frá sér. Dagtalið Af ljósakri ’93 er dæmi um slíka framleiðslu því æ fleiri fyrir- tæki senda það sem jólagjöf til fyrir- tækja og einstaklinga hér á landi sem erlendis. Víddir veita fyrirtækjum sérhæfða þjónustu, t.d. varðandi Ein mynda Harðar Daníelssonar á dagatalinu. áprentun firmamerkis á dagatalið og hönnun hvers kyns bréfsefnis. í tilefni af útgáfu dagatalsins efna Víddir/Auk hf. til ljósmyndasýningar í Gallerí G-15 að Skólavörðustíg 15. Þar verða sýndar þær ljósmyndir Harðar Daníelssonar sem valdar voru í dagatalið Af ljósakri ’93 bæði eins og þær birtast í dagatalinu og stækk- aðar. Dagatalið er til sölu á sýning- unni og einnig er unnt að panta stækkun á öllum þeim myndum sem birst hafa í dagatalinu Af ljósakri frá upphafi. Sýningin verður opin á virkum dögum kl. 10-18 frá 23. júlí til 6. ágúst. UTSALAN HEFST Á MORGUN DIMMALIMM Bankastræti 4 ,101 reykjavík, sími 11222 LieaelindmOualitát barnaföt á o-e ára Sumarhátíð Vinnu- skóla Hafnarfjarðar VINNUSKÓLI Hafnarfjarðar heldur sumarhátíð á Víðistaðat- úni föstudaginn 24. júlí. í kvöld Afmæliskveðja: Friðrik Jónasson fyrrverandi kennari Friðrik Jónasson frá Breiðavaði á Fljótsdalshéraði er 85 ára í dag. Hann er sonur Jónasar Eiríks- sonar fyrrverandi skólastjóra búnaðarskólans á Eiðurn og Helgu Baldvinsdóttur Guðmundssonar 19 bónda í Gunnólfsvík. Friðrik var í Eiðaskóla, lauk kenn- araprófi árið 1928 en dvaldi eitt ár við danska íþrótta kennaraskólann Statens gymnastik Institut. Hann var lögregluþjónn og kenndi á Seyð- isfirði í tvö ár en gerðist síðan kenn- ari við barnaskóla ísafjarðar frá 1931-47 þangað til hann flutti til Reykjavíkur. Auk almennrar bamafræðslu kenndi hann sund, fimleika og hélt skóla fyrir smáböm. Friðrik var kennari við bamaskóla Reykjavíkur til haustsins 1972 en þá stundaði hann bókavörslu og bókband. Em þær ófáar bækumar sem hann hefur listilega bundið inn og vitna um natni hans og vandvirkni. Eiginkona Friðriks er Magnea Hjálmarsdóttir kennari, Jónssonar frá Syðra-Seli í Hrunamannahreppi. Dætur Friðriks frá fyrri hjóna- böndum eru Jóhanna Amljót kennari við menntaskóla Kópavogs en móðir hennar er Hólmfríður Hemmert verður haldið lokaball vinnuskól- ans í íþróttahúsi Víðistaðaskóla þar sem hljómsveitin Ný dönsk mun leika fyrir dansi. Sumarhátíðin hefst kl. 13 og eru allir velkomnir. Ýmis leiktæki verða á staðnum og boðið verður upp á gos og grillaðar pylsur. Flokksstjór- ar og nemendur vinnuskólans munu keppa í ýmsum greinum eins og hornabolta og boðhlaupi. Á hátíð- inni verður einnig besta vinnu- flokknum afhent verðlaun fyrir vel unnin störf. Hljómsveitin Jet Black Joe leikur síðan nokkur lög í lokin. kennari sem nú er látin og Björk Helga sem er búsett í Keflavík. Móð- ir hennar er Sigríður J. Magnúsdótt- ir frá Sæbóli í Aðalvík. Hún er löngu látin. Friðrik og Magnea eru að heiman. SIG Steinvari 2000 Þegar engin önnur málning er nógu góð Þeir sem vilja vanda tjl hlutanna, eða berjast gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með Steinvara 2000 frá Málningu hf. Steinvari 2000 býður upp á kosti, scm cngin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann gefur steininum möguleika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stein er gulltrygg, unnt er að mála með honum við lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn eftir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesting fyrir húseig- endur. Veðrunarþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er málning fagmanns- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfum um vemd og end- ingu. Næst þegar þú scrð fallcga tnálað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Jmálningh/f -það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.