Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 „Þetta er dagurinn sem Drottinn hefir gjört, fögnum og verum glaðir eftirAtla Gunnar Jónsson stud.theol. i. Morgunblaðið birti föstudaginn 17. júlí sl. grein eftir Steinþór Ólafs- son prest í söfnuði Sjöunda dags aðventista um falsanir á boðorðum Guðs — og þar af leiðandi óhlýðni við boðorð hans af hálfu falsar- anna. Yfirskrift þeirrar greinar var: „Hverju mótmæla mótmælendur í dag?“ Steinþór vill að mótmælendur samtímans taki sig saman í andlit- inu og hverfi endanlega frá því að fylgja „fyrirmælum páfadóms um að óhlýðnast boðorðum Guðs“. Ves- alings mótmælendurnir vita senni- lega ekki hvað það er sem þeir gera og vísast Steinþóri og aðvent- istum að þakka að nú geta þeir loksins hlýðnast Guði og haldið hvíldardaginn hátíðlegan á laugar- dögum. En nú mætti spyija hvers vegna halda kristnir menn (nema aðventistar) í hartnær 2000 ár sunnudaginn heilagan en ekki laug- ardaginn eins og gyðingar og að- ventistar? II. í upphafi skapaði Guð himin og jörð, hann skapaði allt sem er. Þess- ari sköpun sinni gaf hann tíma og rúm, ár og daga — jafnvel hvíldar- daga. Okkur er margsinnis sagt frá mikilvægi þessa dags í Biblíunni en hvenær er hans fyrst getið? Hve gamall er hvíldardagurinn? Hve gömul er frásögn Biblíunnar sem' geymd er í Mósebókum? Gamla Testamentið gefur okkur ekki að- eins boðorðin tíu í Annari Mósebók (Exodus) 20, 1-17, heldur eru þau endurtekin í Fimmtu Mósebók (Deuteronomium) 5, 6-21. Hvorum textanum ber okkur að fylgja? Hvað með boðorðin eins og þau eru gefin í Esekíel 18,-9? Ef Guð reit aðeins með eigin hendi þau sem gefin voru á Sínaífjalli, hvert er þá gildi hinna? Þessum spumingum er ekki auð- svarað og vissulega spyr gagnrýnis- laus trú á bókstaf heilagrar ritning- ar ekki slíkra spuminga. Biblíu- rannsóknir 19. og 20. aldar hafa ýtt rækilega við trú flölda manna og kvenna. Aðgreining mannasetn- inga og orðs Guðs er ekki lengur jafn greinileg og áður var. Með því að nálgast hinar fomu bækur með opnu hjarta og leitandi huga hefur orðið ljóst að þær eru ávöxtur hefð- ar, lifandi trúar þeirra sem höfðu haft kynni af Guði. Þetta er ekki hvað síst ljóst í Nýja Testamentinu þar sem trú lærisveina Krists varð til áður en það var skrifað og lifir ennþá eftir að ritun þess er löngu lokið. í Matteusarguðspjalli má lesa að Jesús Kristur kom ekki til að af- nema lögmálið heldur til þess að uppfylla það (Mt 5, 17). Við sjáum einnig af lestri guðspjallanna að Jesús Kristur uppfyllti lögmálið ekki með því að fýlgja því bókstaf- lega eins og faríseamir og hinir skriftlærðu. Um það vitna guð- spjöllin, sem lýsa honum sem herra hvíldardagsins, honum sem braut reglur um þvotta, hreinsanir, vinnu o.s.frv. (t.d. MK 2, 28 og Mt 12). Kristur sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kém- ur til föðurins, nema fyrir mig.“ (Jh 14,6). Hann sagði einnig að allt lögmálið og spámennimir byggðu á eftirfarandi boðorðum: „Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum." Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Mt 22, 37-39 sbr. „Hafi sabbatsdagurinn haft jafn mikla þýðingu fyrir höfunda Nýja Testamentisins eins og aðventista þá hefðum við áreiðanlega ein- hverjar heimildir um hann. I ritum kirkju- feðranna eru fjölmörg dæmi um að sjöundi dagur vikunnar er ekki dagur Drottins heldur hinn fyrsti.“ Dtn 6, 5 og Lev 19, 18.) Sjöunda dags aðventistar hafa allt frá upphafí reynt að sýna frám á að sabbatsdagurinn og dagur Drottins séu einn og sami dagur- inn. Eina helstu sönnun þessa sé að finna í Markúsi 2, 28 og Opinber- un Jóhannesar 1, 10. í Markúsar- guðspjalli segir Jesús: „Hvíldardag- urinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardags- ins. Því er Mannssonurinn einnig herra hvíldardagsins," (Mk 2, 27-28). En Jesús á ekki við að hann „eigi“ hvíldardaginn heldur að hann sé herra allrar sköpunar og geti gert það sem honum þókn- ist á þessum degi...“ Hér er ekki á ferðinni eignarfall sem táknar eign (genetivus possessivus) á ferð- inni, sem það þyrfti að vera til þess að fá te-kuríake (Drottins) til að beygjast með hemera (dagur). At- hugun á gríska frumtexta ritning- arinnar sýnir þetta skýrlega. Jó- hannes á ekki við að dagur Drottins sé „eign“ hans, heldur var hann helgaður af frumkirkjunni, ekki á honum“ samkvæmt lögmáli Móse heldur af hlýðni við kærleiksboðorðin. Hafi sabbatsdagurinn haft jafn mikla þýðingu fýrir höfunda Nýja Testamentisins eins og aðventista þá hefðum við áreiðanlega einhveij- ar heimildir um hann. í ritum kirkjufeðranna eru fjölmörg dæmi um að sjöundi dagur vikunnar er ekki dagur Drottins heldur hinn fyrsti. Þannig skrifar t.d. Jústínus píslarvottur (100-165): „Á degi þeim sem kallast sunnudagur, safn- ast allir sem búa í borg eða sveit, saman á einn stað og minningar postulanna eða ritningar spámann- anna eru lesnar ... A sunnudegin- um komum við saman af því að það er fyrsti dagurinn en á honum skap- aði Guð heiminn eftir að hafa breytt myrkri efnisins og á þessum degi reis Jesús Kristur frelsari okkar upp frá dauðum." írineus biskup af Lyon (um 178): „Leyndardóm upp- risu Drottins má ekki minnast á öðrum degi en Drottins degi.“ Cypr- ianus biskup af Karþagó (200-258): „Dagur Drottins er jafnt hinn fyrsti sem áttundi dag- ur.“ Kerining (Didache) postulanna (um 70-75): „Safnist saman á degi Drottins, bijótið brauðið og færið þakkir." Athugun á ritningunum og sögu kirkjunnar sýna að sabb- atsdagurinn og dagur Drottins voru ekki einn og hinn sami í augum frumkirkjunnar. Á öldunum sem á eftir komu hélst helgi sunnudags- ins. Hún er útskýrð í Ágsborgar- játningunni grein 28: „Þannig er farið helgihaldi drottinsdagsins, páska, hvítasunnunnar og þess háttar hátíða og helgisiða. Þeir sem álíta, að helgihald drottinsdagsins hafi verið sett sem nauðsynleg þjón- usta með valdi kirkjunnar, fara ekki með rétt mál. Ritningin afnam hvíldardaginn, ekki kirkjan, því að eftir að fagnaðarerindið var opin- berað, má leggja niður alla siði Móselaga. Samt sem áður var nauð- synlegt að setja ákveðinn dag, svo að fólk gæti vitað, hvenær það ætti að koma saman. Því skipaði kirkjan til þessa drottinsdaginri, sem flestum virtist falla vel, einnig vegna þess að menn höfðu þarna dæmi um kristið frelsi og vissu, að hvorki gæsla hvíldardagsins né nokkurs annars dags væri nauðsyn- leg.“ (Einar Sigurbjömsson: Kirkj- an játar, Úgáfan Skálholt 1992, bls. 249). Þjóðkirkjan virðist því vera með á nótunum þegar húnn syngur: „Sunnudagur Dr^ttins er, dagur lífs til hvíldar mönnum." (Sálmabók íslensku kirkjunnar nr. 217). m. I grein sinni vitnar Steinþór til bóka, sem hann nefnir bænakver. Rétt þýðing á latneska orðinu Catechismus mun vera kver, þ.e. bók sem hefur að geyma spurning- ar og svör um innihald trúarinnar eins og algeng voru áður fyrr til undirbúnings fermingarbarna. Mót- mælendur skrifuðu fyrstu kverin, Lúther og Kalvín, sem létu sér annt um að uppfræða almenning um innihald trúarinnar. Eins og aðrir alþýðufræðarar (orðið er hér notað í jákvæðri merkingu) hafa þeir því IÞROTTAGALLI st. xs - xi TILBOÐSVEBÐ 4.490,- whummél^ SPORTBUÐIN ÁRMÚLA 40, símar 813555 og 813655. Mest seldu steikur á Islandi ViiAJ www* larlínn W f I T I M A <; T n F A . Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. bakaðri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri. Tilbobsverb næstu daga: 690,- krónur. V E I T I N G A S T O F A Sprengisandi - Kringlunni hlotið að aðlaga boðskap sinn við- takendum. Þannig hefur t.d. orða- lag boðorðanna verið einfaldað í fræðum Lúters hinum minni frá því sem er í Annarri Mósebók. Vel má vera að hið sjálfsagt ágæta kver Stephen’s Keenan: Doctrínal Catechism sem Steinþór vitnar til, haldi því fram að hvergi ,sé að finna í Biblíunni neitt sem boði að sunnudagurinn skuli hald- inn sem hvíldardagur. En það eru ekki allir sömu skoðunar. Gyðingar héldu og halda enn laugardaginn heilagan. Þann dag skal ekki unnið heldur skal dagurinn notaður til bæna og guðrækilegra iðkana. En kristnir menn hafa allt frá dögum postulanna haldið sunnudaginn heilagan sem hvíldardag. Þann dag komum við saman til að minnast upprisu Jesú Krists frá dauðum og við köllum hann dag Drottins. Við kaþólskir menn sækjum messu þar sem við hlýðum á orð Guðs og höf- um altarissakramentið um hönd. Þannig minnumst við sameiginlega þjáninga, dauða og upprisu Krists og færum Guði þakkir fyrir allar velgerðir hans. Upprisa Krists umskapaði trú fylgjenda hans. í krafti þessarar trúar leyfðist þeim að endurtúlka orð sálmaskáldsins og segja með hinn fýrsta dag vikunnar í huga: „Þetta er dagurinn sem Drottinn hefír gjört, fögnum, verum glaðir á honurn." (Sl. 118, 24). Jesús Kristur er frumburður allr- ar sköpunar Guðs og „Allt er skap- að fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. Og hann er höfuð líkam- ans, kirkjunnar, hann sem er upp- hafið, frumburðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu. Því að T honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa og láta hann komá öllu í sátt við sig, öllu bæði á jörðu og himnum, með því að semja frið með blóði sínu úthelltu á krossi." (Kól 1, 16-20). Til að minnast þessa mikilvægasta viðburðar kristinnar trúar færðu hinir fyrstu fylgjendur Krists helgihald sitt yfir á sunnu- daginn. Allur tími er tími Guðs. Þess vegna ber þeim sem á hann trúa að helga tíma sinn honum, einkum þó hvíldardaginn. Hvort það er sunnudagur eða laugardagur getur ekki verið aðalatriðið. IV. I boðorðunum stendur að okkur beri að helga tíma okkar Guði, sér- staklega á hvíldardaginn. Hvort það er sunnudagur eða laugardagur getur ekki verið aðalátriðið. Og hvert sem svarið er við spurningu Steinþórs Þórðarsonar. „Hveiju mótmæla mótmælendur í dag?“, hlýtur það að skipta minna máli en boðun þess sem myndar kjarna kris- tinnar trúar. Páll postuli skrifar í bréfí sínu til Kólossumanna: „Og yður, sem áður fyrri voruð fráhverf- ir Guði og óvinveittir honum í huga yðar og vondum verkum, yður hef- ur hann nú sátta gjört við sig með dauða Krists í jarðneskum líkama. Hann vildi láta yður koma fram fyrir sig heilaga og lýtalausa og óaðfínnanlega. Standið aðeins stöð- ugir í trúnni, grundvallaðir og fastir fyrir og hvikið ekki frá von fagnað- arerindisins, sem þér hafíð heyrt og prédikað hefur verið fyrir öllu, sem skapað er undir himninum, og er ég Páll, orðinn þjónn þess.“ (Kól 1, 21-23). í stað þess að hamra á lítt mikilvægum atriðum sem í gegnum árin hafa verið notuð til að undirstrika sérkenni hinna ýmsu trúarhópa, ætti það að vera vilji allra kristinna manna að taka und- ir þessi orð Páls postula og gerast þjónar fagnaðarerindisins. Það er köllun þeirra sem trúa á Krist að boða kærleika Guðs til allra manna, velvilja og von um heill öllum til handa. Jesús Kristur kom ekki til að afnema lögmálið, heldur til þess að uppfylla það. Lögmál Guðs er ekki.dauður bókstafur heldur lif- andi leiðbeining. Þannig túlkaði Jesús sjálfur lögmálið með lífí sínu, orðum og verkum. Höfundur stundar nám í guðfræði við Gregoriana-hásk ólnn n í Rómarborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.