Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 45
I i j I 9 3 J 9 9 j ■ 9 1 » 9 MORGUNBLAÐIÐ , rnrnmwm IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 IÞROTTIR UNGLINGA / GULL & SILFURMOTIÐ I KNATTSPYRNU Sjö guHverðlaun til jafnmargra félaga GULL og Silfurmótið í knatt- spyrnu kvenna var haldið á knattspyrnuvöllum Kópavogs um síðustu helgi. Um 840 stúlkur tóku þátt í mótinu sem að þessu sinni var haldið í 8. sinn. Gestgjafamir Breiðablik hafa alltaf verið mjög sigursælir á þessum mótum en urðu að þessu sinni að láta sér nægja eitt gull, í 2. flokki kvenna. Gullverðlaunin sjö sem veitt vom fyrir sigur á mótinu skiptust á milli jafnmargra liða. KR og Haukar sigruðu í þriðja flokki, Valur og Týr í fjórða flokici og ÍA og Fjölnir í þeim fimmta. Þeir starfsmenn UBK sem sáu um mótið voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu.þeir voru að, allan tímann og smá hnökrar vom á framkvæmd mótsins vegna mann- fæðar. Ekki er að efa að Blikar mæti fleiri til leiks á sama móti að ári. Yfirburðir UBK í 2. flokki Haukar áttu aldrei neitt svar við sterku Breiðabliksliði sem tefldi fram nokkrum lykilmönnum úr meistaraflokki félagsins í úrslitaleik liðanna í 2. flokki. Lokatölur urðu 7:0 eftir 3:0 forystu Blika í leikhléi. Olga Færseth skoraði þijú af mörkum Blika í leiknum og þeir Asthildur Helgadóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Erla Hendriksdóttir og Margrét Ólafsdóttir skomðu eitt mark hver. „Það má segja að hinir raunvem- legu úrslitaleikir hafi verið í riðla- keppninni. Þar mættum við erfíð- ustu andstæðingunum, Val og Stjörnunni," sagði Olga sem klædd- ist Breiðablikstreyju í fyrsta sinn á Gull & silfurmóti en hún lék áður með ÍBK. „Það er alltaf jafn gaman á þessum mótum, ég held að ég hafi ekki misst af neinu móti frá upphafi." Valur hreppti þriðja sætið með 4:1 sigri á KA. KR tók völdin eftir leikhlé í úrslitaleik 3. flokks lagði KR Grindavík að velli 4:1 eftir að stað- an hafði verið 1:1 í hálfleik. Edda Garðarsdóttir kom KR á bragðið i leiknum með marki úr aukaspyrnu en Margrét Stefándóttir svaraði stuttu síðar með marki beint úr homspyrnu. í síðari hálfleiknum gerði KR út um leikinn með mörk- Systurnar Ásthildur og Þóra Helgadætur. um Hörpu Hauksdóttur, Ólafar Indriðadóttur og Valdísar Fjölnis- dóttur. Þess má geta að Harpa þurfti að yfirgefa völlinn með smávægileg meiðsli en það kom ekki að sök. KR-ingar höfðu undirtökin á miðj- unni allan tímann en Grindvíkingar vörðust og beittu skyndisóknum þegar færi gafst. „Það var erfitt að eiga við Grindavíkurstúlkumar, þær eru stórar og við gerðum okkur sekar um að hætta á tímabili en rifum okkur síðan upp aftur,“ sagði Edda sem hefur verið áberandi í leik Vesturbæjarliðsins síðustu misseri. Grindvíkingar geta vel við unað þrátt fyrir tapið. Félagið hefur ekki verið hátt skrifað undanfarin ár en gat státað af silfurverðlaunum í 3. flokki og 4. sætinu í þeim fjórða. Nokkur ágreiningur kom upp í b-liðakeppninni. KA varð efst en sendi aðeins b-lið sitt til keppni. Sú regla er í gildi á flestum mótum að ef að félag sendir eitt lið þá skuli það keppa í flokki a-liða. KA-stúlkurnar léku sem gestir en Haukar stóðu uppi sem sigurvegar- ar. Sigurmark í lokin Flestir áhorfendur vom farnir að bóka Tý sigur gegn Val þegar liðin mættust í úrslitaleiknum í 4. flokki a. Þegar tvær mínútur vom til leiks- loka hafði Týr 1:0 yfír en Valsstúlk- ur snem dæminu við á síðustu mín- útunum og stóðu uppi sem sigur- vegarar. Systur í sigurliðum Systurnar Ásthildur og Þóra Helgadætur.voru báðar í sig- urliðum á Gull og silfurmótinu en með sitt hvoru félaginu. Ásthildur lék á miðjunni með 2. flokki Breiðabliks og skoraði eitt marka liðs síns í 7:0 sigri á Haukum og Þóra lék með 4. flokki Vals sem lagði Tý að velli 2:1. Þóra lék stórt hlutverk í Valslið- inu og það var hún sem jafnaði metin þegar öll sund virtust lokuð. Þóra skoraði með sannkölluðu þm- muskoti sem stóra systir hefði get- að verið stolt af. Símonía Helgadóttir skoraði fyrsta mark leiksins og- Valsstúlk- unum gekk illa að fínna glufur í sterkri vörn Eyjastúlknanna. Tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Þóra Helgadóttir metin með þrumuskoti og Margrét Jónsdóttir tryggði Val sigurinn með marki á lokamínútunni. Týr hafði ekki tæki- færi til að hefja leikinn á miðju og fögnuður Valsstúlkna var mikill í leikslok. „Við áttum ekki von á því að eiga mikla möguleika fýrir leikinn en við spiluðum ágætlega og vomm óheppnar að ná ekki að vinna,“ sagði Símonía markaskorari Týs eftir leikinn. Þóra Helgadóttir, ann- ar markaskorari Vals sagði að Týsl- iðið hefði komið sér á óvart. „Ég átti ekki von á því að þær væm svona góðar. „Fyrirfram reiknuðum við með léttum leik.“ ÍA og Fjölnir sigruðu ÍA sigraði í fimmta flokki a-liða eftir harða keppni við Breiðablik og Tý en þess má geta að Skaga- stúlkurnar hlutu einnig fyrsta sætið á Pæjumótinu í sumar. HelenaRut Steinsdóttir leikmað- ur ÍA skoraði þrjú mörk á mótinu og sagðist vera ákveðin í að halda áfram að leika knattspyrnu en hún léki öftust, frammi og á köntunum. Fjölnir úr Grafarvogi vann alla leiki sína í 5. flokki b. Helstu and- stæðingamir vom Blikar sem lengi höfðu forystu í leik liðanna. Fjölnir sigraði í leiknum 2:1 og hrósaði sigri. L'ö IA sem sigraði í fimmta flokki a-líða. Fremri röð frá vinstri: Unnur Smáradóttir, Marella Steinsdóttir, Aara Uaðadóttir, Guðný Jakobsdóttir, Málmfríður Guðmundsdóttir, Sara Sigurðardóttir og Guðrún Lára Alfreðsdóttir. Aftari röð frá vinstri; Inga Lára Guðmundsdóttir, Bryndís Gylfadóttir, Benedikta Skúladóttir, Bjargey Halla Sigurðar- dottir, Helena Rut Steinsdóttir, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Heiðunn Sævarsdóttir og íris Steinsdóttir. Morgunblaðið/Frosti LiðKR sem sigraði Grindavík 4:1 í úrslitaleik þriðja flokks á Gull & silfurmótinu. LIA Týs sem varð hlutskarpast í fjórða flokki b-liða með því að leggja KR að velli 3:2. Slgurvegarar Vals í fjórða flokkl a-llða. Fremri röð frá vinstrí; Katrín Dröfn Bridde, Rakel Logadóttir, Anna Björg Bjömsdóttir, Tinna Karen Gunnars- dóttir. Aftari röð frá vinstri; Berglind Jónsdóttir aðst. þjálfari, Ama Vala Svein- bjömsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Þóra Björg Helgadóttir, Guðný Jónsdóttir og Salih Porca þjálfari. Sigurilö Fjölnis í 5. flokki b. Neðsta röð frá vinstri: Áslaug, GunnhildurT* Bima, Ragnheiður, Halldóra aðst. þjálfari. Aftari röð: Erla, Þórdís, Rósa, Una, Jónína. Andrés Ellert þjálfari og Sigurður aðstoðarþjálfari fyrir aftan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.