Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 I Hávaði á vinnustað eftir Sigurð Karlsson Hávaði er skilgreindur sem óæskilegt eða gagnslaust hljóð. Mælieiningin er desíbel (dB). Hljóð- aflið tvöfaldast við hver 3 dB, þ.e.a.s. 83 dB er tvöfalt meira hljóð- afl en 80 dB. Mikill hávaði getur valdið heym- arskemmdum. Sé dvalið í hávaða í langan tíma er hætta á varanlegum heymarskemmdum. Búast má við að þrír hundraðshlutar starfsmanna sem vinna að jafnaði í 85 dB(A) hávaða í tíu ár verði fyrir heyrnar- skemmdum og einn af hveijum tíu sem vinna í 95 dB(A) hávaða á sama tíma. Önnur áhrif hávaða geta verið aukinn hjartsláttur, höf- uðverkur, aukin streita o.fl. Reglur í byijun árs 1986 tóku gildi regl- ur um hávaðavamir á vinnustöðum og heymareftirlit starfsmanna (Stj.tíð. B, nr. 77/1986). Markmið reglnanna er að hávaði á íslenskum vinnustöðum verði undir 85 dB(A) að meðaltali á átta stunda vinnu- degi. Þessu marki skyldi náð strax í nýjum fyrirtækjum og með endur- bótum og samhliða endumýjun í starfandi fyrirtækjum. dB 140 B-i Sársaukamörk J Þrýstíioftshreyfill 120 L 100 L 1 Lofthamrar 80 L 1 Umferdarhávaði 60 1 ! Skrifstofuhávaði 1 íbúð 40 L 1 Bókasafn 20 L I Svefnherbergi J Náttúrukyrrð 0 L • Heyrnarmörk Heyrnarmælingar Skv. 10. gr. reglnanna skal at- vinnurekandi sjá um að heyrnar- mæling fari fram og er starfsmönn- um skylt að gangast undir hana. Notkun heymarhlífa leysir viðkom- andi ekki undan heyrnarmælingu. Heyrnar- og talmeinastöð íslands Ferðamenn! Þið, sem ætlið að ferðast um landið eða til útlanda, ættuð að kynna ykkur Ferðaupplýsingar í ferðablaði Morgunblaðsins, sem kemurútá föstudögum. Þareraðfinna mikiðaf upplýsingum um flest það sem viðkemurferðalögum og þeirri þjónustu sem í boði er, s.s. um gistingu, viðlegubúnað, tjaldstæði, veiði, flug, óbyggðaferðir, ferjur, sérferðir, hesta, sérleyfi, bílaleigur, skóla o.fl. er nú að skipuleggja aukið átak í heymarmælingum skv. ákvörðun samstarfsnefndar þar að lútandi. Tekið skal fram að Heyrnar- og talmeinastöðin hefur unnið mark- visst að mælingum á heym lands- manna. Ástandið Vinnueftirlitið hefur áætlað þann fjölda íslenskra starfsmanna sem vinnur í hávaða yfir 85 dB(A). Áætlunin er byggð á bæði ítarlegum og lauslegum mælingum. Þar sem engar mælingar hafa verið gerðar byggir áætlunin á mati með hliðsjón af framangreindum mælingum. Svo virðist sem að um 10.000 manns vinni í hávaða yfir mörkum, þ.e.a.s. einn af hveijum tíu. Undanfarin ár hefur Heymar- og talmeinastöðin sent Vinnueftirlitinu hundruð til- kynninga um heymartap vegna hávaða í vinnu. Leiðir til úrbóta Þegar leitað er leiða til að draga úr hávaða er æskilegt að farin sé eftirfarandi leið: 1. Byijað við upptök hávaðans (komið í veg fyrir myndun hans). 2. Komið í veg fyrir útbreiðslu hávaðans með yfírbyggingu hávaðavaldsins. 3. Dregið úr endurkasti hávaða með hljóðísogsefnum í rým- inu. 4. Stytta vem starfsmanna í hávaða til að ná meðaltalsháv- aðanum niður fyrir hávaða- mörk. 5. Nota heymarskjól. Heymar- skjól teljast vera neyðarúr- ræði og bráðabirgðalausn. Hveijir eiga að draga úr hávaða? það er hagur að dregið sé úr hávaða. Stjómendur fyrirtækja þurfa að kappkosta að draga úr hávaða þegar við hönnun fyrirtækja og endumýjun. Það þarf að gera við ákvörðun um véla- og tækja- kaup, ákvörðun um staðsetningu þeirra og skiptingu vinnusala og einnig við hljóðtæknilega hönnun vinnusala (t.d. varðandi ótíma/hljóðendurkast). Seljendur búnaðar skulu, skv. fyrrnefndum reglum, láta kaupendum í té upplýs- ingar um þann hávaða sem búnað- Sigurður Karlsson urinn gefur frá sér. Starfsmenn eiga einnig að leggja sitt af mörkum t.d. með þvi að beita réttum vinnu- brögðum. Verkstjórar eiga að leið- beina mönnum um rétt vinnubrögð. Hávaðamælingar Vinnueftirlitið gerir hávaðamæl- ingar á vinnustöðum. Annars vegar er um að ræða skemmri mælingar sem gerðar em með einfaldari mælum en gefa þó yfírleitt nokkuð góða mynd af hávaðanum. Þetta eru kallaðar staðbundnar mælingar eða mælingar á einstökum hávaða- völdum. Hins vegar eru gerðar ítar- legri mælingar sem eru, auk stað- bundinna mælinga, mælingar á þeim hávaða sem einstakir starfs- menn verða fyrir á vinnudegi (skammtamælingar), ótímamæling- ar (bergmálsmælingar) og tíðni- greiningar hávaða. Allar eru þessar mælingar staðbundnar nema skammtamælingamar þar sem starfsmennimir ganga með litla mæla á sér t.d. í einn vinnudag. Hávaðamælingarnar era grandvöll- ur frekari aðgerða til að draga úr hávaða. Vinnueftirlitið býður fyrir- tækjum hvar á landi sem er upp á þessar mælingar. Höfundur er deildartæknifræð- ingur hjá Vinnueftirlitinu. Morgunblaðið/Þorkell Margir notfærðu sér boð Hitaveitu Reykjavíkur um að skoða Nesja- vallavirkjun um helgina. Nesjavallavirkjun: Fjöldi fólks í skoðunarferð Selfossi. FJÖLDI fólks þekktist boð Hita- veitu Reykjavíkur á laugardag um að skoða Nesjavallavirkjun og kynnast tæknibúnaði stöðvar- innar. Stöðugur straumur fólks var all- an daginn um hlöðin á Nesjavöllum. í leiðinni var fólki síðan boðið að þiggja kaffí og meðlæti í mötuneyti starfsmanna. Sig. Jóns. r Lamtliagasalat alléaf ferstt teint úr pottiimm Grœnmetisdagar í Hagkaup 23. -25. júU Lambhagasalat __ er ný fram- LaQjtihqgj] iejg>sia 4 ísiensk- um grænmetismarkaði sem nú er kynnt af framleið- endunum sjálfum í Hagkaup. Til að salatið haldi ferskleika sínum sem lengst er potturinn sem það er ræktað í látinn fylgja því alla leið til neytenda. Lambhagasalat er hrein hollustuafurð, bragðgott og bætiefnaríkt. Prófaðu Lambhagasalatið á kynningunni í Hagkaup, það fæst þar núna á einstöku tilboðsverði, aðeins 69 krónur stykkið. HAGKAUP -altt í einniferö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.