Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 48
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ \ MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Sviffluga hrapaði til jarðar úr 350 metra hæð á Sandskeiði: Morgunblaðið/Jón Svavarsson Svifflugan splundraðist er hún skall í jörðina. Myndin er tekin skömmu eftir slysið og er sjúkrabíll að aka burt með flugmanninn. Flugmaður alvarlega slasaður SVIFFLUGA hrapaði á Sandskeiði í gær með þeim afleiðingum að flugmaðurinn slasaðist alvarlega. Hann liggur nú á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Ekki er vitað um orsakir slyssins. Að sögn Björns Björnssonar hjá loftferðaeftir- litinu segist sjónarvottum að slysinu svo frá að svifflugan hafi verið komin í um 350 metra hæð og nýbúin að sleppa taumnum, sem hún er dreg- in á loft með. Hún hallaðist þá á vinstri væng- inn, fór í spuna og spann þijá eða fjóra hringi á leiðinni til jarðar. Svifflugan kom niður á vinstri vænginn, stakkst svo í jörðina og splundraðist. Mildi má telja að flugmaðurinn skyldi lifa slys- ið af. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans og að loknum rannsóknum á gjörgæzludeild. í frumrannsókn á slysstað í gærkvöldi kom ekkert í ljós, sem gæti útskýrt hvers vegna slys- ið varð. Flak svifflugunnar verður rannsakað frekar. Snarpur kippur út af Skaga SNARPUR jarðskjálftakippur fannst um Eyjafjörð, Skagafjörð og Húnavatnssýslur um tuttugu mínútur fyrir ellefu í gærkvöldi. Skjálftinn er talinn hafa átt upp- tök út af Skagafirði og mældist 4,5 stig á Richters-kvarða. Ekki hafði frétzt af neinum skemmd- um af hans völdum í gærkvöldi. Skjálftinn fannst greinilegast á Siglufirði og í Fljótum. Að sögn Birgis Haukssonar, matreiðslu- manns á Hótel Höfn á Siglufirði, fannst skjálftinn í þrjár til fjórar sekúndur. „Húsið gekk til og þrír Danir, sem vinna hérna, urðu dauð- skelkaðir og áttu von á eldgosi,“ sagði Birgir í samtali við Morgun- blaðið. Kristín Lárusdóttir á Bakka í Vatnsdal var að baka þegar hún varð vör við að kaffibaukurinn á eldhúsborðinu hoppaði til. „Sonur minn var hjá mér og við gerðum okkur strax grein fyrir að þetta var jarðskjálfti en þó ekki jafn- sterkur og á Siglufirði um árið,“ sagði hún. Að sögn Barða Þorkelssonar, jarðfræðings á Veðurstofu íslands, er skjálftinn sá sterkasti, sem orðið hefur á þessu svæði um nokkur ár, en eftirskjálftarnir, sem yfirleitt fylgja í kjölfar skjálftakippa, voru að þessu sinni óverulegir. Barði segir að þetta sé þekkt jarðskjálfta- svæði og 1963 hafi til dæmis orðið sjö stiga skjálfti út af Skagafirði, sem er einhver stærsti skjálfti á landinu á þessari öld. Mikil afköst við gatnagerð í borginni: Met sett í malbikun FLOKKUR Vilbergs Ágústssonar verkstjóra í útlagningadeild gatna- málastjóra Reykjavíkur lagði nýlega 1.618 tonn af malbiki á Kringlumýr- arbraut. Það mun vera nýtt útlagn- ingamet á einum degi, en fyrra met var rúm 1.430 tonn. Vinnan hófst klukkan 9.30 að morgni og var stað- ið við fram til klukkan 22 eða í rúm- ar 12 stundir. „Það heyrir til undan- tekninga ef unnið er á nóttunní," sagði Vilberg. „Og yrði ekki vinsælt ef það yrði gert, því allt titrar og skelfur þar sem við erum að vinna.“ Morgunblaðið/KGA Malbikið lagt út Flokkur Vilbergs við Beijarima. Úthlutun tengist end- urskoðun kvótalaga - segir utanríkisráðherra um kvóta Hagræðingarsjóðs TILLÖGUR Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um að út- hluta 12.000 tonna fiskveiðiheim- ildum Hagræðingarsjóðs endur- gjaldslaust til byggða, sem fara munu illa út úr skerðingu þorsk- kvóta, fá misgóðar undirtektir í ríkisstjórninni og þingliði hennar. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, segir að slík úthlutun komi ekki til greina nema umræður um hana verði tengdar við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun. Við gerð fjárlaga var ráð fyrir því gert að veiðiheimildir Hagræðingar- sjóðs, að andvirði um 500 milljónir króha, yrðu seldar til þess að standa Milli 10 og 11 þúsund íslendingar skulda meðlög vegna barna sinna: Meðlagsskuldir 4 inilljarðar BARNSMEÐLÖG í vanskilum og dráttarvextir af þeim voru í lok síðasta árs um 4 milljarð- ar króna. Óinnheimtar kröfur eru 3 miiyarðar en dráttarvextir 1 inilljarður. Framkvæmda- sfjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem sér um innheimtu meðlaga, segir að hér sé um að ræða uppsafnaðar skuldir frá síðustu 20 árum, en meðlagsskuldir fyrnist aldrei. Innheimta meðlaga hafi alltaf verið erfið en þó sé hún farin að ganga betur á síðari árum. Ámi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga, segir að ástæð- umar fyrir þessu séu ýmsar. í fyrsta lagi að meðlagsskuldir fymist ekki, í annan stað séu skuldaramir margir eða milli 10 og 11 þúsund. í þriðja lagi megi svo nefna, að barnsmeðlög hafi alltaf verið erfið í innheimtu, þó ástandið hafi skánað í þeim efnum á undanfömum árum. Árni segir að úrræði til innheimtu þessara skulda séu nokkuð góð. Hægt sé að gera kröfu í allt að 75% launa skuldara, þá megi gera fjárnám í eignum hans til fullnustu kröfunni og loks sé hægt að fara fram á gjaldþrota- skipti ef fjárnám er árangurslaust. Auk þessa sé í lögum ákvæði um að heimilt sé að vista menn á vinnuhæli vegna þessara skulda en sú heimild sé ekki nýtt lengur. Tryggingastofnun ríkisins greiðir út meðlög og skilar Innheimtustofnun sveitarfélaga þang- að þeim greiðslum sem henni berast. Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga leggur hins vegar fram það sem upp á vantar, ef meðlög skila sér ekki. Meðlög eru greidd með börnum til 18 ára aldurs og i undantekningartilfellum til 20 ára aldurs, ef barn er í skóla. Meðlagsupphæð á mánuði er 7.551 króna. undir rekstri Hafrannsóknastofnun- ar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að mikilvægt sé að fyrir- tæki, rétt eins og einstaklingar, greiði þjónustugjöld og hann sjái ekki að lausn á vanda sjávarútvegs- ins felist í því að þau hætti því. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir að úthlutun úr Hag- ræðingarsjóði komi ekki til greina ein og sér. Tillögu sjávarútvegsráð- herra sé aðeins hægt að ræða i sam- hengi við umræður um endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun. Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vesturlands- kjördæmi, vill beita Hagræðingar- sjóðnum og í sama streng tekur Matthías Bjarnason, þingmaður Vestfjarða. Karl Steinar Guðnason, þingmaður Reykjaness og formaður íjárlaganefndar Alþingis, telur hins vegar að ríkissjóður megi ekki missa það fé, sem liggur í sjóðnum. Þorsteinn Pálsson segist ekki líta svo á að tillögum sínum hafi verið hafnað í ríkisstjórn, þær séu enn til umræðu. Ráðherrann segist þekkja vanda ríkissjóðs af eigin raun, en forsendan fyrir því að fá peninga í ríkissjóð sé að sjávarútvegurinn gangi vel. Sjá miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.