Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993
Víkingar — hvíti Kristur
, ... t . straumar orkuðu á nyrstu samfélöer Þeim er það sammerkt að þeir eru hið fræra Lisbiere’-altari frá Dai
eftirLilju Árnadóttur
Um þessar mundir stendur yfir
í Kaupmannahöfn sýningin Víking-
ar — hvíti Kristur — Norðurlönd
og Evrópa 800-1200. Þar er hún
á þriðja og síðasta viðkomustað en
fyrst var hún opnuð fyrir tæpu ári
í sýningarhöllinni Grand Palais í
París, þaðan fór hún til Berlínar
þar sem hún stóð í Altes Museum
frá 1. september til 15. nóvember.
Sýning þessi var kjörin Evrópuráðs-
sýning 1992 en upphaflega áttu
Frakkar frumkvæðið að því að sýn-
ingin var haldin. Tilhögun hennar
og framkvæmd var í höndum starfs-
fólks norrænu ráðherranefndarinn-
ar í Kaupmannahöfn en þar á bæ
hafa menn langa og mikla reynslu
af skipulagningu stórsýninga af því
tagi sem víkingasýningin er.
I fyrstu tilnefndu menningar-
ráðuneyti hinna fimm Norðurlanda
tvo fulltrúa frá hverju landi til að
sitja í sérfræðinganefnd um sýning-
una. Sú nefnd ákvað að ráða til
verksins faglegan ráðgjafa til þess
að móta sýningarhugmynd, velja
gripi til sýningar og vera ráðgef-
andi fyrir hönnuði en þeir voru tveir
af færustu sýningararkitektum
Frakka um þessar mundir. Dr. Else
Roesdahl, dósent við háskólann í
Árósum, var faglegur fram-
kvæmdastjóri.
Tilgangur og efnistök
Fljótlega var ákveðið að sýningin
skyldi fjalla um tímabilið
800-1200. Henni var ætlað að
varpa ljósi á lifnaðarhætti og at-
vinnuhætti víkingaaldar, segja frá
því hvaða áhrif hið norræna menn-
ingarsvæði hafði í Evrópu og öfugt,
hvemig fjarlægir menningar-
á nyrstu samfélög
Evrópu þess tíma. Ennfremur skyldi
hún veita innsýn í hin heiðnu trúar-
brögð og einnig þegar norrænar
þjóðir tóku kristna trú. Jafnframt
er leitast við að gera grein fyrir
hvaða áhrif það hafði. Þá er fjallað
um bókmenntir og listir á tímabilinu
sem varð til þess að hlutur íslands
varð myndarlegri en ella hefði orðið
þar sem handritin skipa veglegan
sess á sýningunni.
Eftir að sýningarhugmynd hafði
orðið til voru settar fram óskir um
hluti sem reynt skyldi að fá til sýn-
ingar. í því skyni ferðaðist Else
Roesdahl vítt um lönd og lagði fram
óskir um útlán úr söfnum. Sýning-
arnefnd, söfn og stofnanir lögðust
á eitt um að gera sýninguna glæsi-
lega úr garði. Kappkostað var að
fá lánaða sem flesta af merkustu
gripum frá tímabilinu. Þetta tókst
og sýnir svo ekki verður um villst
að nýr tónn hefur verið sleginn i
safnastarfsemi. Fyrir fáum árum
hefði verið óhugsandi að koma sýn-
ingu sem þessari á laggimar þar
eð alls ekki hefði þótt veijandi með
nokkrum hætti að flytja milli landa
svo dýrmæta gripi sem þarna var
gert. Ekki má taka þessi orð mín
svo að sýningar af þessu tagi eigi
að vera mjög oft. Til þess em grip-
ir of fáir og einstæðir en reynslan
sýnir að með markvissri vinnu og
fyrir tilstilli sérfræðinga, ekki síst
á sviði forvörslu, er nú mögulegt
að setja upp svona sýningar.
Á sýningunni era samtals 662
safnfærslur en í einni slíkri geta
verið allmargir gripir, sbr. t.d.
haugfé úr einu og sama kumli. Hlut-
ir þessir eru úr samtals 83 söfnum
víðs vegar af svæðinu, frá Kænu-
garði í austri og vestur til Kanada
eða samtals frá átján þjóðlöndum.
Þeim er það sammerkt að þeir era
til vitnis um athafnir og æði nor-
rænna manna á ofangreindu tíma-
bili.
Hlutur íslands í þessari sýningu
er eins og áður getur tiltölulega
stór. Þjóðminjasafn íslands lánaði
mjög marga af sínum merkustu
gripum frá upphafi íslandsbyggðar
og fyrri hluta miðalda eða samtals
42 safnfærslur, auk þess léði Stofn-
un Árna Magnússonar á íslandi sex
merk handrit, Landsbókasafn eitt
og Byggðasafn Rangæinga og
Vestur-Skaftfellinga einn hlut.
Úr Þjóðminjasafninu er að finna
hneftaflið frá Baldursheimi, sem
var stofngjöf Þjóðminjasafnsins ár-
ið 1863. Skipar taflið allveglegan
sess á sýningunni enda hnefinn
sjálfur einn fárra hluta í manns-
mynd sem til er frá þessu tímabili.
Þá er frá íslandi haugfé úr tveimur
kumlum, þ.e. kvenkumli frá Daða-
stöðum og karlkumli frá Hafur-
bjarnarstöðum. Þórshamarinn frá
Fossi var og valinn til sýningarinn-
ar. Of langt mál yrði að telja upp
hér allar þær merku minjar sem
ísland lagði af mörkum. Ekki verð-
ur þó hjá því komist að nefna tvær
hinna frægu Flatatungufjala, fjöl-
ina sem fannst í Gaulveijabæ árið
1974 og hluta af gullsaumaða bisk-
upsskrúðanum sem kenndur er við
Hóla. Allt era þetta gripir sem
vegna mikilvægis í samanburði við
varðveittar minjar í öðrum löndum
voru valdir á þessa sýningu. Þeir
sóma sér vel innan um aðra gripi
víða að en of langt yrði að telja upp
gripi annarra landa hér. Þó má
geta þess að frá frændum okkar,
Norðmönnum, era heilir dyraumb-
únaðir úr stafkirkjum, stór kross-
mörk frá Svíþjóð, rúnasteinar era
nokkrir, skírnarfontar úr steini og
hið fræga Lisbjerg-altari frá Dan-
mörku.
Öllum þessum gripum er skipað
í fjórar megindeildir á sýningunni.
Hin fyrsta þeirra fjallar um skipa-
ferðir og siglingar víkinganna. Önn-
ur er um Norðurlönd á þessum tíma,
sú þriðja um víkingaferðir og landa-
fundi. Þar er að sjálfsögðu hlutur
íslands allstór eins og í fjórðu deild
sýningarinnar sem gerir grein fyrir
endalokum víkingaaldar og upphafi
miðalda. Þar eru handritin veiga-
mikill þáttur auk þess sem getur
að líta dæmi um hina elstu norrænu
kirkjulist.
Sýningarskrá
Vegleg sýningarskrá var gefin
út í fjóram gerðum, frönsku, þýsku,
ensku og hin fjórða á norrænum
málum. Samtals er hún á fimmta
hundrað blaðsíður og skiptist í tvo
hluta. í hinum fyrri eru fræðilegar
greinar um ýmsa efnisþætti er
varða tímabilið. Þar skrifa fræði-
menn um Norðurlönd og Evrópu á
tímabili sýningarinnar, um menn-
ingu og þjóðfélag og þá era þar
styttri greinar um einstaka afmark-
aða efnisþætti eins og greftranars-
iði, klæðnað, vopn, járnvinnslu, út-
skurð, íslensku handritin, mynt og
fleira. Þessi hluti skrárinnar er
skreyttur litmyndum. Siðari hluti
bókarinnar er hin eiginlega sýning-
arskrá þar sem umfjöllun er um
hvern hlut á sýningunni og fylgir
mynd hveijum þeirra. Skrá þessi
er hið þarfasta þing öllum þeim er
áhuga hafa á efninu. Dr. Else Ro-
esdahl var ritstjóri skrárinnar sem
verður fáanleg von bráðar í safnbúð
Þjóðminjasafnsins.
Aðsókn og vinsældir
Skemmst er frá því að segja að
Lilja Árnadóttir
„Skemmst er frá því að
segja að aðsókn hefur
verið afar góð á sýning-
una hingað til. í París
og Berlín sáu hana hátt
í tvær milljónir
manna.“
aðsókn hefur verið_ afar góð á sýn-
inguna hingað til. í París og Berlín
sáu hana hátt í tvær milljónir
manna. Það þykir afar gott og má
þakka það góðum aðbúnaði á sýn-
ingarstöðunum. Öflug kynningar-
starfsemi hefur verið í gangi. En
að auki kemur til að fólk í ná-
grannalöndum okkar sækir sýning-
ar jafnt og þétt ög það er hluti af
lífi þess að sækja menningarvið-
burði á borð við þennan.
Ekki get ég látið hjá líða að segja
frá því þegar ég sá sýninguna á
síðasta degi hennar í Altes Museum
í Berlín. Hálfri klukkustund áður
en henni var lokað kl. 20 á sunnu-
degi stóð fólk í langri biðröð til
þess að komast inn. Þetta út af
Þjóð við endimörk
hins mögnlega
eftirÁrna
Gunnarsson
Þjóð í kreppu er þjóð í vanda eða
þjóð í klípu, þjóð sem á við erfið-
leika að etja í efnahagsmáium. Orð-
ið kreppa hefur mikið verið notað
um það ástand, sem nú ríkir í ís-
lenskum þjóðmálum. í orðinu felast
minnkandi þjóðartekjur, lítil sem
engin hagvaxtaraukning, samdrátt-
ur í fiskveiðum, alvarlegt atvinnu-
leysi, gjaldþrot fyrirtækja og heim-
ila, öryggisleysi, vaxandi félagsleg
vandamál og hvers konar óáran í
mannlífi. Því fer þó fjarri að þessi
kreppa líkist í nokkra kreppunni
miklu.
En er ekki rétt að skoða þessa
íslensku „kreppu" frá nýju sjónar-
homi. Allir viðurkenna að erfiðleik-
arnir era miklir. En hve stóran hluta
þeirra má rekja til utanaðkomandi
áhrifa og breytinga síðustu mánuði
og ár og hve stór er hlutur almennr-
ar óstjórnar og rangrar efnahags-
stefnu síðustu áratugi. Sjálfur er
ég sannfærður um, að meginástæða
kreppunnar er sú að um langt ára-
bil höfum við íslendingar ekki haft
efni á þeirri samfélagsbyggingu,
sem við höfum verið að reisa. Við
höfum sjaldnast unnið fyrir útgjöld-
unum.
Nú er hins vegar komið að endi-
mörkum hins mögulega og í raun
og veru erum við ekki að vinna
okkur út úr kreppu, heldur að færa
neysluna í hvaða formi sem hún er;
einkaneyslu eða samneyslu, niður á
það stig, sem þjóðartekjur leyfa.
Það er því rangt að telja almenn-
ingi trú um, að við séum að kom-
ast út úr einhverri kreppu, sem leiði
til þess að við getum tekið til við
sama neysluformið og áður. Þetta
er beinlínis rangt. Þvert á móti
þarf að búa þjóðina undir það að
samdrátturinn verði varanlegur,
þ.e_. að neyslustigið lækki verulega.
íslendingar skulda nú nærri
þrenn fjárlög íslenska ríkisins í út-
löndum. Við höfum í raun eytt fyrir-
fram margra ára tekjum þjóðarbús-
ins. Fyrir þessa peninga höfum við
m.a. haldið uppi velferðarstigi, sem
við ráðum ekki við. Við höfum rek-
ið sjúkrahúsin á erlendum lánum,
tryggingakerfið svo ekki sé nú talað
um fiskeldi, refarækt og útgerð.
En alltof margir vilja ekki horfast
í augu við þennan verúleika. Fæstir
trúa því að heil þjóð geti farið á
hausinn. Það hefur samt gerst.
Nýfundnalendingar hegðuðu sér
svipað og íslendingar gera nú. Á
endanum tóku Kanadamenn þá upp
í skuld. Kærir frændur okkar í
Færeyjum era á svipuðu róli. Það
yrðu ýmsar bankastofnanir og fýr-
irtæki í útlöndum, sem tækju Island
upp í skuld ef allt færi á versta
veg. Við verðum að gera okkur
grein fyrir því, að ein kollsteypa í
efnahagsmálunum, verðbólga,
verðhækkanir, gengisfelling, hækk-
anir verðtrygginga og auknar
skuldir í útlöndum getur hæglega
ýtt þessari þjóð fram af berginu
háa. Menn mega ekki gleyma því,
að rekstur þjóðfélagsins lýtur sömu
lögmálum og rekstur fyriitækis eða
heibiilis.
Það hefur löngum verið einkenni
á veiðimannasamfélögum, að mikl-
ar sveiflur hafa orðið í þjóðartekj-
um. Það hefur valdið því, að íbúar
þessara samfélaga hafa um of
Árni Gunnarsson
„Við getum haldið
áfram að tala um
kreppu því vissulega
eru kreppueinkennin
fyrir hendi. En það er
algjört grundvallarat-
riði að við viðurkennum
þá skuldadaga, sem
komnir eru og knýja
okkur til uppgjörs við
fortíðina og ranga
efnahagsstjórnun. Ef
þjóðin í heild rifar ekki
seglin þá er hætt við
að skútan laskist alvar-
lega eða að henni verði
kafsiglt.“
treyst á skyndilegan mokafla. Þetta
er „happdrættismórallinn". íslend-
ingar hafa oft fengið „mokafla“ og
stundum umfram það, sem þeir
hafa unnið fyrir. í því sambandi
má nefna Marshall-aðstoðina eftir
stríð, beinar og óbeinar tekjur af
varnarliði og margskonar síldaræv-
intýri hafa fært þjóðinni umtals-
MAZDA121
Nýr
STOR-
skemmlilcgur
lítill bfli!
Okkur er mikil ágægja að kynna nýjan bíl; MAZDA121,
sem skarar fram úr öðrum smábílum á flestum sviðum:
j Aflmikil 1300 cc vél með 16 ventlum, beinni innspýtingu
og mengunarvörn.
j Meira rými fyrir höfuð og hné en í sambærilegum bílum
- hentar vel nýrri kynslóð hávaxinna íslendinga I
j Slaglöng og þýð gormafjöðrun á öllum hjólum.
jLéttur og lipur í umferðinni - hægt að leggja honum
næstum hvar sem er.
Þvf ekki að kynnast MAZDA121 af eigin raun? Við bjóðum
ykkur að koma, skoða og reynsluaka þessum frábæra bíl,
ásamt öðrum gerðum af MAZDA.
SKÚLAGÖTU 59. REYKJAVlK S.61 95 50