Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Soffía Jóna Vatns- dal — Minning Fædd 24. nóvember 1949 Dáin 2. mars 1993 í dag er til moldar borin mín kæra frænka, Soffía Jóna Vatnsdal Jónsdóttir, sem látin er fyrir aldur fram. Undanfarið hefur hún Jóna verið lasin og þurft að þola miklar raunir og er það því kannski hugg- un í harmi að nú hefur hún fengið hvíld og frið, en eftir situr tregi hjá okkur sem hana syrgjum. Hún Jóna, eins og hún var kölluð af systkinum sínum og öðrum nán- um ættingjum, var yngsta systir móður minnar og eru því fyrstu minningar mínar sem tengjast henni frá því ég var á barnsaldri og fór með mömmu að heimsækja hana í Steinagerði. Þá fékk ég stundum að keyra Dúnu, einkadótt- ur hennar, í kerru fyrir utan húsið þeirra. Um tíma bjuggu Jóna og Palli á Húsavík og man ég hvað það var skemmtilegt þegar við Birgitta frænka fórum í heimsókn þangað og dvöldumst í eina vikuk hjá þeim í góðu yfirlæti. Jafnvel þótt Jóna ætti þá sjálf orðið þrjú börn tók hún vel á móti okkur gemlingunum og hefur það sjálfsagt reynt á þolin- mæðina, enda við uppátektarsamar frænkurnar samankomnar. Mörgum árum seinna bauð Jóna mér svo aftur að koma í heimsókn og þá í lengri tíma en þegar ég var hjá þeim síðast. Þá voru þau Palli flutt til Kaliforníu og höfðu búið þar í ein fjögur ár þegar ég kom út til þeirra. Oft var lífið erfitt hjá henni Jónu minni úti í Bandaríkjun- um og hafði hún oft mikla heimþrá og saknaði sinna. Og fór það svo að hún og Palli skildu og Jóna flutt- , ist aftur heim til íslands, en Palli varð eftir úti. Frá dvöl minni í Kali- forníu er margs að minnast og þá stendur hæst þegar hún og Dúna héldu mér afmælisveislu á tuttugu ára afmælinu mínu. Buðu þær öllum vinum og kunningjum til veislunn- ar, en ég vissi ekkert af þessu uppá- tæki þeirra, enda kom það skemmti- lega á óvart. Þannig er Jónu rétt lýst, hún var jafnan örlát og gjaf- mild og vildi láta gott af sér leiða. Hún var sérlega barngóð og fékk Tómas sonur minn að njóta þess þegar við heimsóttum hana. Átti hún þá oft nammi í pokahorninu sem hún gaukaði að honum. En nú er hún Jóna dáin og við Tommi getum því ekki heimsótt hana meir, en minningin um Jónu Jóns býr í huga okkar um aldur og ævi. Elsku Eyjólfur, Dúna, Jón Berg- mann og Palli, ég sendi ykkur mín- ar dýpstu samúðarkveðjur og megi guð gefa ykkur styrk. Agnes Helga Bjarnadóttir. Með örfáum orðum langar okkur að minnast vinkonu okkar, Soffíu Jónu Vatnsdal, sem fallin er frá langt fyrir aldur fram. Við urðum harmi slegnar er Eyjólfur sambýlis- maður Soffíu tilkynnti okkur hið sviplega andlát hennar. Soffía sakn- aði barna sinna mjög mikið sem öll eru búsett í Ameríku ásamt föður sínum. Okkur er það efst í huga að þegar við heimsóttum Soffíu, þá brást það ekki að hún dró fram myndir af börnunum og kortin eða bréfín sem hún hafði fengið og sýndi okkur hvað börnin hennar voru henni kær. Stóð til að Soffía færi út til þeirra í næsta mánuði og hlakkaði hún mikið til. Voru það ófá símtölin til okkar sem fjölluðu um þessa Ameríkuferð hennar til barnanna. Soffía var mjög dugleg og vinnu- söm kona og vann hún í fleiri en einni vinnu, en samt hafði hún allt- af tíma til að hjálpa okkur og taka þátt í sorg okkar og gleði. Og trúum við því að sem hennar jarðvist er lokið sé hún nú í hlýjum örmum foreldra sinna, sem hún missti ungx að árum, og biðjum við algóðan guð að styrkja börnin hennar og vaka yfir velferð þeirra. Sambýlismanni og öðrum ástvinum vottum við okk- ar dýpstu samúð. Ásta B. og Anna Hauks. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Það er erfitt að setjast niður og kveðja góðan vin, sem horfinn er burt af þessu jarðsviði allt of fljótt. En það er einn sem ræður. Það hefði ekki verið Soffíu minni að skapi að ég færi með lofgjörð um hana liðna. Alltaf gat ég þó leitað til hennar, hvort sem var í gleði eða sorg. Kannski hafði það tilgang að þú komst í kaffi daginn áður en þú Faðir okkar, lést í Landspítal t Gl'SLI LINDALSTEFÁNSSON frá Grindavfk, -ium 9. mars. Börn hins látna. + Eiginmaður minn, er látinn. GUNNARÓLAFSSON frá Reykjarfiröi, Snorrabraut 56, Sigurlaug Magnúsdóttir. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, frú FANNÝ HELGAÁSGEIR3DÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, er látih. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Magnússon, Fanncy Sigurjónsdóttir, Ásdís Helga Ólafsdóttir, Sigurþór Oskarsson, Magnús Olafsson, Þuríður Ingólfsdóttir og barnabarnabörn. kvaddir þennan heim og við spjöll- uðum saman um alla heima og geima. Ekki grunaði okkur þá að þetta yrði okkar síðasti fundur. Við áttum svo margt ógert og ósagt. Elsku Soffía mín, ég þakka þér af alhug allt sem þú hefur miðlað mér af reynslu þinni og ég trúi því að algóður guð taki á móti þér. Þú varst búin að þjást í veikindum þín- um, þótt þú bærir þau ekki á torg fyrir hvernsem var. Guð blessi minningu þína. Ég votta öllum aðstandendum þínum mína dýpstu samúð og vona að guð gefi þeim styrk í sorg þeirra. Far þú í friði, Soffía mín. Elfa Björnsdóttir. í dag verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju uppeldissystir okkar, Soffía Jóna Vatnsdal Jónsdóttir, sem lést í Reykjavík hinn 2. mars. Jóna, eins og við kölluðum hana alltaf, var fædd 24. nóvember 1949 í Reykjavík. Hún var dóttir hjón- anna Jóns Guðmundssonar og Soff- íu Jóhönnu Vatnsdal Pálsdóttur. Hún var yngst fimm systkina, en þau eru, auk Jónu, Svava Vatns- dal, Hafsteinn Bergmann, sem er látinn, Fanney og Agnes Guð- munda. Jóna missti móður sína aðeins þriggja ára gömul og föður sinn þegar hún var átta ára. Þá kom Jóna í fóstur til foreldra okkar, þeirra Angantýs Guðmundssonar og Arínu Ibsens. Aldurs síns vegna lenti hún í miðjum systkinahópnum. Okkur þótti strax vænt um hana og varð hún fljótt ein af okkur. Jóna átti erfiða ævi. Þegar á unga aldri þurfti hún að horfa á eftir ástvinum sínum. Fyrst foreldr- um sínum, eins og áður er rakið, síðar fósturföður, þegar hún var 14 ára, og bróður sínum Hafsteini á besta aldri. Jóna giftist ung Páli Axel Guð- mundssyni matsveini og áttu þau þrjú börn. Þau heita Kristrún Ar- ína, fædd 1. febrúar 1968, maki Jeff Hoydal; Jón Bergmann, fæddur 31. júlí 1971, unnusta Dahlia Guti- errez; og Páll Axel, fæddur 5. nóv- ember 1974. Jóna og Páll hófu sinn búskap hér á höfuðborgarsvæðinu, síðan bjuggu þau um tíma á Húsa- vík, þar til útþráin leiddi þau með barnahópinn til Bandaríkjanna. Þar bjuggu þau í sex ár _þar til leiðir þeirra Páls skildu. ÖIl eru börn þeirra mannvænleg og hafa þau valið sér starfsvettvang í Bandaríkj- unum, þar sem þau nú búa. Þar hefur einnig búið eiginmaður henn- ar eftir að þau slitu samvistir. Börnin voru Jónu afar kær og saknaði hún þeirra sáran. Þó að hún óskaði þess oft að þau væru nærri sér, skildi hún og virti ákvörðun þeirra, enda sagði hún oft að börn sín hefði maður einungis tímabund- ið og gæti ekki gert kröfur til að hafa þau eftir að þeim væri skilað út í lífið. Við vitum að tilfinningar hennar og barnanna voru gagn- kvæmar, enda var mjög kært með þeim. Þá er samband barnanna inn- byrðis bæði náið og gott. Jóna átti á síðari árum við per- sónulega erfiðleika að stríða, sem hún reyndi að vinna bug á. Jóna eignaðist marga góða kunningja og vini í samtökunum SAA og AA og virðum við hlýhug þeirra í hennar garð. Hún stofnaði fyrir nokkrum árum heimili með Eyjólfi Agnars- syni og bjuggu þau saman allt þar til hún lést. Eyjólfur veitti henni góðan stuðning í erfiðleikum henn- ar og áttum við oft ánægjulegar stundir saman, síðast nú um nýliðin jól. Eyjólfur syrgir nú ástvin sinn og samhryggjumst við honum á þessari sorgarstund. Jóna hafði stórt hjarta og var einstaklega örlát. Hún naut þess að gleðja fólk með gjöfum og börn hændust mjög að henni. Við munum sakna Jónu sáran og það munu einnig aðrir gera, sem þekktu hana vel. Við biðjum góðan Guð að veita börnum hennar, fóst- urmöður og systkinum styrk í harmi þeirra. Heyr mína bæn! Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Ibsen, Bára, Auður, Hauk- ur, Ólafur og Guðrún Ang- antýsbörn. í dag 11. mars verður til moldar borin í Reykjavík elskuleg frænka Eiginmaður minn, + VALDEMAR helgason leikari, Skaftahlíð12, lést 10. mars. Jóhanna Björnsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, ÞORKELL GUNNARSSON bóndi, Akurtröðum, Eyrarsveit, andaðist í Landspítalanum aö kvöldi 8. mars. Útförin ferfram frá Setbergskirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Fyrir hönd sona, tengdadætra, barnabarna og barnabarnabarns, Marta Kristín Böðvarsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA e. björnsdóttir, áður Háteigsvegi 9, verðurjarðsunginfrá Háteigskirkju föstudaginn 12. marskl. 13.30. Jónína Jóhannsdóttir, Úlfar Guðjónsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Ellert Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. mín Soffía Jóna Vatnsdal. Jóna, eins og nánasta fjölskyldan kallaði hana, var yngsta barn hjónanna Jóns Guðmundssonar skipstjóra og útgerðarmanns í Keflavík, d. 1958, og Soffíu Jóhönnu Vatnsdal Páls- dóttur, d. 1953. Systkini Jónu: Svava Vatnsdal, Fanney, Agnes og Hafsteinn Bergmann, d. 1989. Aðeins níu ára gömul var Jóna búin að missa báða foreldra sína. Föðurbróðir hennar, Angantýr Guð- mundsson, og kona hans, Arína Ibsen, tóku hana að sér og ólu upp. Árið 1968 giftist Jóna Páli Axeli Guðmundssyni og eignuðust þau þrjú börn: Kristrúnu Arínu, Jón Bergmann og Pál Axel. Þau hjónin bjuggu lengst af í Reykjavík, nokk- ur ár á Húsavík og 1980 tók fjöl- skyldan sig upp og fluttist til Bandaríkjanna. Jóna saknaði alla tíð föðurlands- ins og 1986 skildu þau hjónin og Jóna kom heim til íslands. Þegar ég hugsa til Jónu minnar er margs að minnast, enda aldurs- munur á okkur aðeins sjö ár. Jóna passaði okkur systkinin oft og þegar hún byrjaði að búa og eignast börn, snerist þetta við, ég passaði fyrir hana. Það var alltaf svo gott að leita til hennar Jónu, hún var svo góður vinur og bjó yfir svo miklum persónutöfrum. Þegar Jóna gekk með Palla, yngsta barn sitt, gekk ég með elsta barn mitt. Páll var þá að vinna í Vestmanna- eyjum og Jónu var illa við að vera ein, að svo hún fékk mig til að vera hjá sér. Fr-á þeim tíma á ég margar góðar minningar og við höfðum það gott saman. Seinustu æviár sín var Jóna ekki heil heilsu, hún bjó með Eyjólfi Agnarssyni, sem reyndist henni vel. Það er alltaf sárt að kveðja góð- an vin. Þetta vers kemur í huga minn: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Elsku Eyjólfur, Dúna, Jón Berg- mann og Palli, aðrir ættingjar og vinir, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Katrín Bjarnadóttir. Enn einu sinni hefur verið höggv- ið skarð í fjölskyldu okkar. Litla systir mín hún Jóna er dáin. Þegar ég hugsa til hennar er margs að minnast. Það kemur upp í hugann, hve oft hún var mikil hjálparhella þegar börnin mín voru lítil, alltaf boðin og búin að passa þyrfti ég þess með. Þegar ég flutt- ist til Svfþjóðar 1969 fékk Sævar sonur minn að vera hjá henni um veturinn, svo_ hann gæti klárað landsprófið. í mínum veikindum reyndist hún mér vel, þó að hún væri ekki heilsugóð sjálf. Heimurinn er harður og erfítt að lifa eftir öllum lögmálum þeim sem okkur eru sett, við vitum aldrei hvað bíður okkar þegar nýr dagur rennur upp. Ég er þess fullviss að Jónu líður vel þar sem hún er núna. Elsku Eyjólfur, Dúna, Jón Berg- mann og Palli, aðrir ættingjar og vinir, mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Guð veri með ykkur öllum. Svava Vatnsdal Jónsdóttir. LEGSTEINAR FASTEINN? 720 Borgarfirði eystra, sími 97-29977, fax 97-29877 VETRARTILBOÐ -blomstrandi i Ðlóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá ld. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.