Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993
ftínrip Útgefandi mHiKfrife Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgrelðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintaklð.
Tillögugerð
vinnumarkaðarins
Þingfulltrúar
Nokkrir fulltrúar á ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda sem hi
Iðnlánasjóði 1
í fjárfestmgíi]
93,5% félagar FÍI fylgjandi samruna í
ÁFORMAÐ er að breyta Iðnlánasjóði í fjárfestingarbanka,
Islenska fjárfestingarbankann hf., og leggja Iðnþróunarsjóð
síðar til bankans. Bankinn yrði í eigu samtaka iðnaðarins og
ríkisins. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sigurðssonar, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, á ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda
í gær. Nú er unnið að gerð lagafrumvarps um stofnun bankans.
„Ég er þess fullviss að íslenski fjár-
festingarbankinn muni, þótt hann eigi
rætur í iðnaði, sinna atvinnulífinu
öllu á fjölbreytilegan hátt og að ekk-
ert verði því til fyrirstöðu að aðrir
fjárfestingarlánasjóðir geti runnið inn
í bankann," sagði Jón Sigurðsson.
Yfirgnæfandi hluti félagsmanna
Félags íslenskra iðnrekenda, eða
93,5% þeirra, eru fylgjandi því að
félagið sameinist Landssambandi iðn-
aðarmanna, Félagi íslenska prentiðn-
aðarins og Verktakasambandi íslandi
og myndi þar með Samtök iðnaðar-
ins, 5,5% félagsmanna voru á móti.
Þetta var tilkynnt á ársþinginu. í
ræðu formanns FÍI, Gunnars Sva-
varssonar, kom fram að talið er að
með sameiningu megi ná 30% spam-
aði í rekstri félaganna án þess að
þjónstan sé skert.
Gunnar sagði að tölur um afkomu
iðnaðarins lægju ekki fyrir. Ýmis rök
hnigu að þvi að hún hefði versnað
umtalsvert og útreikningar FÍI bentu
til að hreint tap fyrirtækjanna nemi
2,5% árið 1992.
Ekki velkomnir
Dagskrá ársþingsins var helguð
fjárfestingum erlendra aðila hér á
landi og innlendu áhættufé. í ræðu
Guðmundar Haukssonar fram-
ÞUNGUR RŒ
Aðilar vinnumarkaðarins hafa
kynnt ríkisstjóminni hug-
myndir sínar og tillögur um mark-
mið í atvinnumálum, en þær miða
fyrst og fremst að því að styrkja
grunn atvinnulífsins og auka at-
vinnu. Viðræðurnar á vinnumark-
aði virðast samkvæmt þessu
stefna í endumýjun þjóðarsáttar,
sem miði að varðveizlu sigursins
yfir verðbólgunni og stöðugleika í
efnahagsmálum. Þessi megin-
markmið em forsenda þess, að
þjóðinni takist að komast út úr
þeirri efnahagslægð, sem hún hef-
ur búið við undanfarin ár.
í yfirlýsingu aðila vinnumarkað-
arins segir m.a. um grundvallar-
markmiðið:
„Vaxandi atvinnuleysi og versn-
andi afkoma heimila og fyrirtækja
hljóta að ákvarða meginviðfangs-
efni hagstjómar á næstunni. Þess-
ar aðstæður setja mark sitt á
kjarasamninga, umhverfi þeirra
og forsendur. í þessu felst að efna-
hagsstjóm verður að stuðla að
auknum vexti og verðmætasköpun
til lengri tíma með áframhaldandi
stöðugleika og bættri samkeppnis-
stöðu fyrirtækja. Jafnframt þarf
að skapa ný störf með markvissum
aðgerðum sem skila árangri á
næstu mánuðum og misserum.“
í framhaldi af þessu segir í yfir-
lýsingu vinnumarkaðarins, að
vemleg og varanleg raunvaxta-
lækkun sé forsenda þess, að úr-
bætur í atvinnumálum skili
árangri, stöðugleiki í verðlagsmál-
um hafí sannað gildi sitt með virk-
ari samkeppni, hagræðingu og
traustari kaupmætti og sé því eitt
mikilvægasta markmið efnahags-
stjómar og forsenda raunhæfra
kjarasamninga. Þá segir, að það
sé sjálfstætt markmið atvinnuupp-
byggingar að samningar náist til
allt að tveggja ára. Þótt þessi
markmið náist verði atvinnuleysi
á þessu og næsta ári óásættanlegt
og fjölgun atvinnutækifæra því
eitt mikilvægasta viðfangsefni
hagstjómar næstu mánuði og
misseri. Móta þurfí öfluga at-
vinnumálastefnu í þríhliða sam-
starfí aðila vinnumarkaðarins og
ríkisstjórnar.
í yfírlýsingu vinnumarkaðarins
em tíunduð fjölmörg atriði, sem
mega verða til þess að efla at-
vinnulíf landsmanna, en þó er
áherzlan á verklegar framkvæmd-
ir til atvinnuaukningar og er lögð
til 2,2 milljarða króna erlend lán-
taka til vegaframkvæmda, auk
viðhalds opinberra bygginga, sem
fjármagnað verði með frestun á
innflutningi tækja og búnaðar.
Segja má, að þungamiðjan í til-
lögugerð vinnumarkaðarins sé
lækkun raunvaxta og erlendar lán-
tökur til opinberra framkvæmda.
Ekkert mun hleypa jafnmiklu lífí
í atvinnurekstur í landinu sem
veruleg raunvaxtalækkun og
skapa jafnframt ný atvinnutæki-
færi. Slík atvinnuuppbygging get-
ur orðið til frambúðar. Hins vegar
eru auknar erlendar lántökur til
atvinnuaukningar einungis frest-
un á vandanum. Lánin verður að
greiða aftur með vöxtum og öðram
fjármagnskostnaði. Þjóðarbúið er
þegar að sligast undir erlendri
skuldabyrði.
Þess vegna er það eðlilegt, að
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
hafi sett varnagla við tillögurnar
um frekari lán utanlands. Hann
telur, að þar verði að fara með
mikilli varúð, þótt hann útiloki
ekki alveg þá leið. Að öðru leyti
hefur forsætisráðherra tekið vel í
tillögugerð vinnumarkaðarins.
Samningagerðin nú fer fram við
erfiðustu aðstæður í þjóðarbúinu
um áratuga skeið. Efnahagssam-
drátturinn hefur rýrt kjör alls al-
mennings og leitt til atvinnuleysis.
Samt era enn blikur á lofti um
veikari stöðu þjóðarbúsins og at-
vinnuveganna. Verðfall heldur
áfram á sjávarafurðum og jafnvel
farið að gæta sölutregðu. Fisk-
markaðir í Evrópu era í uppnámi
og mjög óljóst um framvinduna.
Efnahagsástandið í nágrannalönd-
unum er víða erfítt og reyndar
skelfílegt í Færeyjum og Finn-
landi.
Við núverandi aðstæður er
nauðsyn á nýrri þjóðarsátt, sem
tekur mið af efnahagslegum raun-
veruleika. Hættulegast af öllu
væra átök á vinnumarkaði, sem
leiddu til nýrrar verðbólguskriðu
og þar með stöðvunar atvinnufyr-
irtækjanna.
Hættur era framundan í efna-
hagslífí þjóðarinnar og því er rétt
að benda á eftirfarandi ummæli
Jóhannesar Nordals, Seðlabanka-
stjóra, í Fjármálatíðindum nýlega:
„Sannleikurinn er sá, að háu
atvinnustigi hefur verið haldið
uppi hér á landi um langt skeið
með hallarekstri ríkissjóðs og
skuldasöfnun erlendis. Og þótt
tekizt hafí að draga úr ríkissjóðs-
hallanum á árinu 1992 og aðhalds-
söm fjárlög verið samþykkt fyrir
1993, hefur skuldabyrði ríkisins
og annarra opinberra aðila haldið
áfram að þyngjast bæði innan-
lands og utan. Þannig benda nýj-
ustu áætlanir til þess, að hlutfall
erlendra skulda af landsfram-
leiðslu verði komið yfír 60% í lok
ársins 1993, sem er um 50% hærra
hlutfall en var fyrir fímm árum.
Samtímis gleypir lánsfjárþörf rík-
issjóðs, húsnæðiskerfisins og ann-
arra opinberra sjóða meginhluta
alls innlends sparnaðar og viðheld-
ur þannig háum raunvöxtum þrátt
fyrir litla lánsfjáreftirspurn fyrir-
tækja. Eigi íslendingar að komast
út úr þessum vítahring skulda-
söfnunar og hárra vaxta, verður
því að beita öllum ráðum til þess
að draga úr opinberri lánsfjáreftir-
spurn í stað þess að auka hana.
Ella er hætt við því að hin þunga
skuldabyrði haldi áfram að hamla
hagvexti hér á landi löngu eftir
að efnahagslægðin, sem nú geng-
ur yfír hinn iðnvædda heim, verður
um garð genginn."
Viðskiptaráðherra
um vaxtalækkun
Oskynsam-
legt að setja
ákveðið mark
„ÉG tel ekki skynsamlegt að setja
ákveðið mark fyrir vaxtalækkun
á þennan hátt,“ segir Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra aðspurður
um þau ummæli Einars Odds
Kristjánssonar, formanns Sam-
starfsnefndar atvinnurekenda í
sjávarútvegi, að Hfsnauðsynlegt
sé að lækka raunvexti strax um
að minnsta kosti þrjú prósentu-
stig.
Ráðherrann benti einnig á að stór
hluti af vaxtakostnaði sjávarútvegs-
ins væri tengdur erlendum vöxtum,
sem væru lágir um þessar mundir,
sérstaklega af dollaralánum.
Jón sagðist hins vegar vera sam-
mála aðilum á vinnumarkaði um að
lækkun raunvaxta sé æskilegt mark-
mið fyrir stefnuna í efnahagsmálum.
Vextir hefðu þegar lækkað verulega
þó það gerðist ekki í svona stórum
skrefum.
Gagnslaus skref
„Með því að tryggja stöðugleika á
vinnumarkaði og í verðlags- og geng-
ismálum má ná verulegri lækkun
raunvaxta og ég tel að þróunin að
undanförnu sýni það. En reynslan frá
í fyrravor sýnir líka að ef menn ætla
sér að taka of stórt skref í einu fær
það ekki staðist," sagði Jón Sigurðs-
son.
Fékk troll
í skrúfuna
LÁTRAVÍK BA-66 fékk hluta úr
trolli í skrúfuna síðdegis á þriðju-
daginn þar sem skipið var statt
skammt undan Öndverðarnesi.
Óskað var eftir aðstoð Landhelg-
isgæslunnar við að losa trollið.
Varðskip hélt þegar á staðinn og
dró Látravíkina á sléttan sjó inn '
undir Rif þar sem kafarar af varð-
skipinu losuðu úr skrúfunni. Var
því verki lokið skömmu fyrir mið-
nætti í fyrrakvöld.
eftir Jóhannes
Nordal
Dr. Jóhannes Nordal, Seðla-
bankastjóri, ritar forystugrein í
Fjármálatíðindi sem nýlega komu
út. Fer forystugreinin hér á eftir:
I. '
Fátt hefur orðið til þess að und-
anförnu að auka Islendingum bjart-
sýni um hag sinn í náinni framtíð.
Langvinn efnahagslægð í iðnríkjun-
um og minnkandi sjávarafli hafa
lagzt á eitt og dregið úr útflutnings-
tekjum íslendinga og rýrt öll skilyrði
til hagvaxtar. Engin merki eru held-
ur enn sjáanleg um það, að ytri skil-
yrði muni batna á árinu 1993 og
létta róðurinn í efnahagsmálum.
Þegar þannig árar, er brýnt, að menn
geri sér sem gleggsta grein fyrir
þeim vanda, sem við er að fást, loki
hvorki augunum fyrir óþægilegum
staðreyndum né leggi árar í bát
vegna þess, að þeir hafí miklað vand-
ann fyrir sér. Þótt núverandi erfíð-
leikar eigi að miklu leyti rætur að
rekja til ytri skilyrða, eru þeir líka
af innlendum toga spunnir, og hagur
þjóðarbúsins mun á næstu árum
velta á því, hvemig stjórnvöld, fyrir-
tæki og hagsmunasamtök bregðast
við á næstu mánuðum. Það mun svo
aftur að miklu leyti ráðast af því,
„Margir kalla hins veg-
ar á skjótvirkari ráð-
stafanir til þess að auka
atvinnu, en þar er raun-
verulega ekki um aðra
kosti að velja en auknar
opinberar framkvæmd-
ir, sem fjármagnaðar
væru með peninga-
þenslu og erlendu
lánsfé. Þótt eflaust
mætti draga nokkuð úr
atvinnuleysi í bili með
aðgerðum af þessu tagi,
gætu þær orðið þjóðar-
búinu dýrkeyptar, þeg-
ar fram í sækti.“
hvernig menn skilgreina þann vanda,
sem við er að fást.
Sú efnahagslægð, sem nú gengur
yfír iðnríkin, er þegar orðin langvinn-
ari en hliðstæð samdráttarskeið und-
anfarinna áratuga. Fyrir því eru
vafalaust margar orsakir, sem enn
verða ekki að fullu greindar. Aug-
ljóst er nú, að langvarandi þenslu-
skeið níunda áratugarins skildi eftir
sig óvenjumikil vandamál í formi
skuldasöfnunar og óraunhæfrar
hækkunar á verði fasteigna og hluta-
bréfa. Þegar síðan dró úr hagvexti
og þenslu, lækkaði verðmæti eigna
jafnframt því sem skuldabyrði
þyngdist, en það hefur haft mjög
óhagstæð áhrif bæði á greiðslugetu
fyrirtækja og stöðu fjármálastofn-
ana. Við þennan vanda, sem einkum
hefur reynzt áberandi á Norðurlönd-
unum, Bretlandi, Bandaríkjunum og
Japan, hafa síðan bætzt áhrif sam-
einingar Þýzkalands, sem valdið hef-
ur ört vaxandi ríkissjóðshalla og
hækkun vaxta í Þýzkalandi og öðrum
löngum Evrópubandalagsins. Litlar
horfur virðast á því, að unnt verði
að ráða bót á þessum vandamálum
á skömmum tíma og skapa skilyrði
heilbrigðs hagvaxtar að nýju. Það
tekur langan tíma fyrir fyrirtæki og
heimili að bæta skuldastöðu sína og
leggja að nýju grundvöll heilbrigðrar
aukningar fjárfestingar og neyzlu.
Lánastofnanir, sem víðast hafa orðið
fyrir þungum útlánatöpum, þurfa að
endurbyggja eiginfjárstöðu sína,
áður en þær geta tekið á sig áhættu
aukinna útlána. Á meðan heldur
hallarekstur ríkissjóðs víða uppi háu
vaxtastigi, sem dregur úr arðsemi
ijárfestingar og gerir skuldavandann
erfíðari úrlausnar. Allt tefur þetta
þá aukningu fjárfestingar og við-
skipta, sem er forsenda batnandi
efnahags.