Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993
19
BÍSN - óháð
hagsmunasamtök
eftir Kolbrúnu
Jónsdóttur
Mig langar að fara með þér í
smá ferðalag. Við skulum ímynda
okkur að það sé 10. nóvember árið
1979, en það var einmitt þá sem
nokkrir nemendur úr sérskólum
ákváðu að stofna félag sem standa
skyldi vörð um hagsmuni sérskóla-
nema. Nemendurnir fengu smá
aðstöðu í Kennaraháskóla íslands
til fundahalda og segja má að með
þessu framtaki nemenda Jiafi
Bandalag íslenskra sérskólanema
(skammstafað BÍSN) orðið til. En
síðan þetta var eru liðin þrettán
ár og margt hefur breyst í tímans
rás. I dag er BÍSN hagsmunasam-
tök fimmtán sérskóla á framhalds-
og háskólastigi og eru skólamir
eins ólíkir og þeir eru margir. Þess-
ir skólar eru: Fiskvinnsluskólinn,
Fósturskólinn, Garðyrkjuskólinn,
Iþróttakennaraskólinn, Kennara-
háskólinn, Leiklistarskólinn,
Myndlista- og handíðaskólinn,
Samvinnuháskólinn, Stýrimanna-
skólinn, Söngskólinn, Tónlistar-
skólinn, Tækniskólinn, Tölvuhá-
skólinn, Vélskólinn og Þroska-
þjálfaskólinn. I allt era nemendur
þessara skóla um 3.500.
LÍN
Lykilhlutverk BÍSN er að standa
vörð um hagsmuni aðildarfélag-
anna hjá Lánasjóði íslenskra náms-
manna og að miðla upplýsingum
um námslán til félagsmanna. BISN
á fulltrúa í stjóm Lánasjóðsins sem
sækir fundi sjóðsins og hefur þar
eitt atkvæði af sex. Þar fyrir utan
hittist samstarfsnefnd náms-
mannahreyfínganna reglulega og
stillir saman strengi sína í lána-
málabaráttunni endalausu, ásamt
öðram atriðum einnig. Það hefur
vafalaust ekki farið framhjá nein-
um að ný lög um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna (nr. 21/1992)
vora samþykkt á Alþingi síðastlið-
ið vor. í framhaldi af því var haf-
ist handa við að búa til nýjar út-
hlutunarreglur, en þær eru nánari
útfærsla á lögunum. Með nýjum
ögum og úthlutunarreglum er veg-
ið mjög að námsmönnum og náms-
lánin stórlega skert. En eins og
flestum ætti að vera kunnugt vora
settir vextir á námslán, lántöku-
gjald, námslán era ekki greidd út
fyrr en að námsmaður hefur sýnt
fram á árangur í námi (eftirá-
greiðslur), endurgreiðslurnar hafa
verið hertar og margt fleira. Mik-
ill niðurskurður hefur verið á námi
í sérskólum og iðnskólum á meðan
lánshæfi annarra skóla minnkar
minna. Mesti niðurskurðurinn hef-
ur verið hjá Tækniskóla íslands,
Samvinnuháskólanum á Bifröst og
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands, en í Tækniskólanum og
Samvinnuháskólanum vora fram-
greinadeildir skólanna gerðar ól-
ánshæfar með nýju úthlutunar-
reglunum. Þetta er mjög alvarlegt
mál fyrir skólana í heild og kemur
til með að hafa mikil áhrif á þá í
framtíðinni, verði þessu ekki
breytt. Taka má dæmi: Um áramót
komu átta nýnemar inn í frum-
greinadeildina í Tækniskólanum,
en venjulega hafa þeir verið um
þrjátíu. Þegar nýju lögin vora enn
á umræðustigi á Alþingi kom það
skýrt fram í máli nokkurra ráð-
herra og þingmanna að hlúa skyldi
að stuttu starfstengdu námi. Sem
dæmi um stutt starfstengt nám
er iðnrekstrarfræði sem kennd er
í Tækniskólanum. í þetta nám
sækir gjarnan fólk sem hefur verið
úti í atvinnulífinu í einhvern tíma
og hefur oft í tíðum ekki stúdents-
próf. Til að geta hafið sitt nám í
iðnrekstrarfræði þurfa því viðkom-
andi einstaklingar að fara fyrst í
framgreinadeild skólans. Eins og
gefur að skilja hafa ekki allir fjár-
magn til að fara í þetta nám nema
þeir fái námslán, fólk sem er með
fjölskyldu og böm á sínu fram-
færi, og þau þurfa jú sitt að bíta
og brenna þótt önnur fyrirvinnan
á heimilinu fari í nám til að afla
sér frekari starfsréttinda, og ég
tala nú ekki um ef fyrirvinnan er
aðeins ein. Hvað Myndlista- og
handíðaskólann varðar var forná-
mið þar gert ólánshæft. Það er
einungis einn framhaldsskóli (Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti) sem
býður upp á listabraut þannig að
með þessum aðgerðum er verið að
misbjóða nemendum veralega eftir
því hvar þeir búa í landinu. Ljúki
nemdandi stúdentsprófí frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands til dæmis
og hyggst svo fara í nám í Mynd-
lista- og handíðaskólanum verður
viðkomandi annaðhvort að taka
fornámið í fjölbrautaskóla og í
Myndlista- og handíðaskólanum og
verða á meðan að halda sér uppi
án þess að fá námslán. En þetta
er þó ekki það eina sem hefur ver-
ið skorið niður. Einnig er búið að
skera niður vegna leiklistar, tón-
listar og söngnáms erlendis. Það
Kolbrún Jónsdóttir
„Mikill niðurskurður
hefur verið á námi í
sérskólum og iðnskól-
um á meðan lánshæfi
annarra skóla minnkar
minna.“
er því nokkuð ljóst að ekki þýðir
að fara mjúku leiðina lengur, held-
ur verður að grípa til aðgerða.
Nú en nóg um lánamál, en þótt
þau taki dijúgan tíma í starfsemi
BÍSN eru þau ekki það eina sem
félagið gerir.
Byggingarfélag
Byggingarfélag námsmanna er
einnig stór liður í starfí BÍSN. í
nokkur ár var byggingarfélagið þó
aðeins bankabók sem geymd var
vandlega, en bókin hefur nú komið
upp úr skúffunni og hefur bygg-
ingarfélagið fest kaup á húsnæði
í Skipholtinu, Hótel Höfða. Höfði
verður nú framvegis rekinn sem
nemendagarðar fyrir sérskóla-
nema og era fyrstu leigendumir
nú þegar fluttir inn. Byggingarfé-
Meira Malt
eftir Björn Brynjúlf
Björnsson
Nokkrar umræður hafa spunnist
í fjölmiðlum að undanförnu vegna
tilvitnunar í kveðskap séra Hall-
gríms Péturssonar í sjónvarpsaug-
lýsingum fyrir Maltöl.
Þar langar mig að leggja nokkur
orð í belg, og skal strax tekið fram,
að umræddar auglýsingar era
framleiddar, fyrir auglýsingastof-
una Gott fólk, af kvikmyndagerð-
inni Hugsjón sem ég er annar eig-
enda að og ber því á þeim nokkra
ábyrgð.
Það undrar mig að slíkir andans
jöfrar og íslenskrar tungu sem
Helgi Hálfdanarson og Þorgeir
Þorgeirsson skuli fínna sig knúna
til mótmæla þegar á sjónvarpsskj-
ám landsmanna birtast íslenskar
auglýsingar í ferskeytluformi.
Hvoragan hef ég séð mótmæla
flutningi fjölþjóðlegra auglýsinga
gosdrykkjaframleiðenda sungnum
á erlendum málum og skreyttar
myndum sem ekkert eiga skylt við
íslenskan veraleika. Slíkar auglýs-
ingar era þó, held ég, verr til þess
„Ég- vil taka undir þá
skoðun Arna Sigurjóns-
sonar að bann við birt-
ingu umræddra auglýs-
inga hefði verið atlaga
að málfrelsi í landinu
og raunar held ég að
slíkt bann hefði strítt
gegn réttarvitund
fallnar að rækta það mál og þá
menningu sem við byggjum tilveru
okkar á. Svo ekki sé minnst á at-
vinnu íslenskra kvikmyndagerðar-
manna, tónlistarmanna og leikara
sem þannig er flutt úr Iandi.
Vissulega var um að velja þegar
umræddar auglýsingar voru unnar
að sækja í sama farið og hafa þær
með alþjóðlegu og tískulegu yfír-
bragði. En þess í stað var valin sú
leið að byggja á íslenskum andlit-
um, íslensku ferskeytlunni og ís-
lensku menningarefni. Þannig varð
til sá glæpur að séra Hallgrímur
Pétursson rataði í sjónvarpið.
Það stílbragð Flosa að tilfæra
Björn Bryiyúlfur Björnsson
þekkta línu úr Heilræðavísum séra
Hallgríms gefur niðurlagi þessara
auglýsinga dálítinn prédikunartón
sem er, að mínu viti, fremur í ætt
við ofurlitla gamansemi en að ver-
ið sé að meiða æru og ræna heiðri
sálmaskáldsins. Þess era mörg
dæmi að skáld vitni í kveðskap
annarra skálda með beinum hætti
og hafa slíkar tilvísanir ekki þótt
ýkja hættulegar til þessa.
En nú bregður svo við að bisk-
upsritari sendir bréf til Ríkisút-
varpsins og fer fram á að birting
þessara auglýsinga verði stöðvuð.
Ástæðan er ekki sú að hann telji
að í þeim felist guðlast, heldur sé
það hallærislegt „ef það er svo
komið fyrir nútímamönnum á ís-
landi að þeir geta ekki sett saman
vísu um svaladrykk öðravísi en fá
lánuð eða stela orðum Hallgríms
Péturssonar" eins og hann orðaði
það í viðtali við Stöð 2. Ef þetta
þýðir að biskupsémbættið er farið
að taka að sér hlutverk skáldskap-
arlögreglu má nú margur fara að
vara sig.
Ég vil taka undir þá skoðun
Árna Siguijónssonar að bann við
birtingu umræddra auglýsinga
hefði verið atlaga að málfrelsi í
landinu og raunar held ég að slíkt
bann hefði strítt gegn réttarvitund
meirihluta íslendinga.
Ef við viljum fara að taka til í
auglýsingatímum sjónvarpsstöðv-
anna held ég að við ættum að
byija á fjölþjóðlegri framleiðslu
sem flutt er á erlendum tungumál-
um. Mín tilfínning er sú að fremur
sé þörf á að andæfa slíkum send-
ingum en ferskeytlum Flosa um
Maltið. Og það er vonandi ekki
alveg einstök tilfínning.
Höfundur er annar eigenda
kvikmyndagerðarinnar
Hugsjónar.
lagið keypti húsnæðið af Búnaðar-
bankanum og fékk það afhent nú
í janúar. Ýmislegt þarf að gera
fyrir húsnæðið til að koma því í
það form sem hentar, sé um nem-
endagarða að ræða, en það er
áætlað að næsta haust verði búið
að laga það sem laga þarf. Upphaf-
lega hugmyndin var sú að Bygg-
ingarfélagið myndi byggja nem-
endagarða upp í Grafarvogi, en
þar hefur félaginu verið úthlutuð
lóð. Þó svo að félagið hafi fest
kaup á húsnæðinu í Skipholtinu
er sá möguleiki ekki úti að ráðast
í byggingarframkvæmdir í Grafar-
voginum. Félagið hefur stigið
fyrsta skrefið og vonandi verður í
framtíðnni hægt að fara út í enn
frekari framkvæmdir.
Menningarvika
Þótt aðalhlutverk BÍSN sé að
huga að hagsmunum nemenda í
sérskólum, hefur félagið ýmislegt
annað á sinni könnu sem ekki teng-
ist niðurskurði á námslánum,
bókaskatti eða þessháttar. BÍSN
sér um félagsstarfsemi í samráði
við aðildarfélögin. Meðal þess sem
BÍSN stendur fyrir er svokölluð
menningarvika. Menningarvikan í
ár verður haldin dagana 13.-21.
mars og er undirbúningurinn fyrir
hana nú byijaður að fullum krafti.
Tilgangur menningarviku er að
vekja athygli á skólum innan BÍSN
og efla samkennd þeirra á milli.
Einnig gefst tilvalið tækifæri til
að bregða undir sig betri fætinum
og gera sér dagamun. Skólamir
sem eru innan BISN era mjög ólík-
ir og hver og einn skóli hefur sína
sérstöðu. Á dagskrá menningarvi-
kunnar ættu því allir að geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfí. Meðal
þess sem er á dagskránni era sérs-
takir kynningardagar Stýrimanna-
skólans í Reykjavík og Vélskóla
íslands. Uppeldisskólamir innan
BÍSN verða með sameiginlega
dagskrá þar sem tekið verður fyrir
efnið „gildi hreyfíngar í uppeldi",
listaskólamir vérða með SALÍ-
kvöld, boðið verður upp á flotgalla-
sund og kynningu á Sæbjörginni,
skipi Slysavamaskóla sjómanna,
myndlistasýning verður einn þátt-
ur í dagskránni og margt fleira.
Hér era þó engan veginn upptal-
in þau verkefni sem BISN sér um.
Hjá félaginu er starfsmaður sem
sér meðal annars um að vera aðild-
arfélögum til aðstoðar í hveijum
þeim hagsmunamálum sem þau
era að eiga við hveiju sinni, ef þau
óska þess.
BÍSN starfar sem sjálfstætt fé-
lag, óháð flokkapólitík. Hvort félag
eins og BÍSN eigi rétt á sér verður
hver að dæma fyrir sig. Það er þó
engin spuming að BÍSN er félag
sem er að gera eitthvað og reynir
að gera allt sem hægt er til að
vinna að hagsmunum aðildarfélag-
anna.
Höfundur er ritari í
framkvæmdastjórn BÍSN og
nemandi í Þroskaþjálfaskóla
ísiands.
HARÐVjOARVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
OTSALA
Enn meiri verólækkun
Allt að ..ob
70% »hummeli5
afsláttur
SPORTBUÐIN
ARMULA 40 • SIMAR 813555, 813655.