Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Morgunblaðið/Silli Rag-nar veitir póstinum, Sigríði Hallgrímsdóttur, kaffi. Saknar ljósanna á næsta bæ BILDUDALUR Þemavika í grunn- skólanum Þemavika var haldin í grunnskóh anum dagana 1.-5. febrúar. Á síðasta degi vikunnar var haldin sýning á verkum nemenda í myndum og máli. Viðfangsefni nemenda voru margvísleg, m.a. ljósmyndun, mál- un, förðun, grímugerð úr gifsi, flug- drekagerð, myndagerð úr rusli og myndbandagerð. Foreldrum var síð- an boðið á sýningu þar sem afrakst- urinn var hafður til sýnis. Nemendur buðu gestum upp á kaffi og með- læti og í lokin var haldið diskótek. Einsetubóndinn Ragnar Guð- mundsson, Nýhóli á Hólsfjöll- um, fagnaði gestum heima hjá sér á sjötugsafmæli sínu 28. fyrra mán- aðar. Gestum, sem litu inn þennan dag í góðu veðri, veitti Ragnar af mikilli rausn mat og kaffí og auðvit- að var Hólsíjaliahangikjötið þar á borðum. Hinir sjö Hólsfjallabúar sem þar hafa búsetu mættu allir en auk þessu voru gestir austan af Langanesi, úr Möðrudal og frá Egilsstöðum. Ragn- ar hefur mest allan sinn búskap búið einn að Nýhóli þó stöku sinnum hafí hann haft ráðskonu að sumri til þá mest er að gera. Hann segist kunna einverunni vel í fjallakyrrð- inni með skepnum sínum en neitar því ekki að hann saknaði að sjá nú aldrei ljós í Hólsseli, en þau voru slökkt haustið 1991 þá fjárbúskapur var aflagður á Fjöllunum og bóndinn flutti austur á Langanes. Hann segist ekki vera svo ein- angraður nú, hann fái póst þrisvar í viku og það sé annað en þá hann man fyrst eftir sér á Fjöllunum. Þá kom póstur ekki nema einu sinni í mánuði, síðan hálfsmánaðarlega, svo vikulega og nú þrisvar í viku. Svo einangrunin sé ekki mikil þó 12 km séu til næsta bæjar, Gríms- tungu, en þar segist hann eiga góða nágranna. Ragnar varð fyrir því óláni í sum- ar að hálsbrotna þá bíll sem hann var í valt. Hann sagðist eftir það slys hafa verið hræddur um að hann gæti ekki haft vetursetu á Fjöllunum en þetta hafí allt farið betur en á horfðist og nú sé hann bara orðinn góður og geti litið til allra átta í víðáttu fjallanna. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Nemendur og foreldrar skoða verk á sýningunni að lokinni þemaviku. Morgunbiaðið/Frímann Ólafsson Hluti fermingarhópsins frá 1967 á Patreksfirði kominn á Hafur- Björn í Grindavík til að rifja upp gömul kynni. Friðrik Guðmundsson hér við verk sín. stendur FERMIN G ARS Y STKIN Allir vilja vita allt um alla Hópurinn sem fermdist á Patreks- firði 1967 hittist nýlega í Grindavík og rifjaði upp gamla daga. Ástæðan fyrir að fólkið hittist í Grindavík er að tvær úr hópnum, Bergljót Óskarsdóttir og Torfey Hafliðadóttir, búa þar. Hópurinn kom í rútu og byijaði að sjálfsögðu á því að bregða sér í Bláa lónið og skoð- aði síðan hús og stofnanir í Grinda- vik. Tíðindamanni lék forvitni á að vita um hvað fólk talaði þegar það hittist eftir mismikinn aðskilnað. „Jú, það er nóg að tala um. Hvað hefur drifíð á daga fólks, atvinna, barneignir og bara um daginn og veginn," sögðu Bergljót og Torfey. Þær sögðu og að reyndar hefði hópurinn átt 25 ára fermingarafmæli á síðasta ári en þá hefði ekki verið hægt að koma því við að hittast. Nú væru hinsvegar allir í hópnum fertugir á þessu ári því þetta væri „’53 módelið" og stefnt væri að því í framtiðinni að hittast á fímm ára fresti. Þær kváðu ferm- ingarbömin vera dreifð um allt land nema Austfírði og einnig væm nokkrir í hópnum búsettir erlendis. Eitt fermingarbarnanna hafi m.a. flýtt för sinni heim að utan til þess að geta verið með. HLAÐBORÐ í HÁDEGINU 590 kr. 2 GERÐIR AF PIZZUM 0G HRÁSALAT Hótel Esja 68 08 09 Mjódd 68 22 08 RiW HHut Skíðabogar með segulfestingum fyrir tvenn eða þrenn pör af skíðum. Mjög auðvelt í notkun. Þægilegra getur það ekki verið. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifan 2 Sími 812944 Frá A til Ö! Bókhalds- og rekstrarnám Raunhæft verkefni, fjárhags-, launa- og viðskiptamannabókhald, skil og innheimta virðisaukaskatts, afstemmingar, frágangur og uppgjör. Námið er 68 klst. langt og sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Markmið námsins er að út- skrifa nemendur með hagnýta þekkingu á bók- haldi og færslu tölvubókhalds. Námið hentar þeim sem vilja: Ákveðna sérþekkingu. Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðnum. Annast bókhald fyrirtækja. Starfa sjálfstætt. Viðskiptaskólinn býður upp á litla hópa • Einung- is reynda leiðbeinendur • Morgun- og kvöldtíma • Sveigjanleg greiðslukjör • Sérstakt undirbún- ingsnámskeið. Mörg stéttarfélög og starfsmenntunarsjóðir styrkja þátttöku félagsmanna sinna í námskeiðinu. Upplýsingar um næstu námskeið eru hjá Við- skiptaskólanum í síma 624162. Fáið senda námsskrá. Viðskiptaskólinn Skólavörðustíg 28, sími 624162. áKVW VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090 Föstudagstilboð Tökum að okkur allar stærðir hópa í þn'réltaðan glæsikvöldverð alla tostudaga í mars. Vinsamlegasl athugið að það er uppselt i mat á laugardögum. Miðaverð í mat ásamt dansleik þar sent hljómsveit Ör\ ars kristjánssonar sér um fjörið aðcinskr. 1.800,- Miða- og boröaponfanir i símum 685090 og 670051. i ZANCASTER itaáEiiafwaÆ Plltis „Kraftaverkakremið**, sem heldur Liz Taylor síungri, seldist strax upp. Ný sending komin í verslanir. Útsölustaðir: Hygea, Kringlunni og Austurstræti; Sautján, Laugavegi; Cher, Laugavegi 76; Sara, Bankastræti; Mandý, Laugavegi 15; Líbfa, Mjódd; Nana, Hólagarði; Ársól, Grfmsbæ; Bylgjan, Hamraborg; Rós, Engihjalla; Snyrtist. Sigrfðar Guðjóns., Eiðistorgi; Palma, Engjateigi; Anetta, Keflavík; Selfoss Apótek, Selfossi; Rangár Apótek, Hellu og Hvolsvelti; Ninja, Vestmannaeyjum; Vörusalan, Akureyri; Hilma, Húsavfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.