Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 56
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
MORGUNBLADW, ADALSTRÆTl 6, 101 UEYKJAVÍK
SlMl 691100, SÍMBllÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Sjúkrabflarnir
fá ekki skoðun
án sjúkrakassa
SKORTUR á sjúkrakassa og endurskinsþríhyrningum kom í
veg fyrir að Ford Econoline sjúkrabíll í eigu Rauða kross
íslands fengi skoðun hjá Bifreiðaskoðun á mánudag. Bíllinn
er búinn afar fullkomnum búnaði til lækninga og neyðarblikk-
ljósum.
Jóhann Pétur Jónsson, deildar-
stjóri sjúkraflutningadeildar, sagði
að samkvæmt reglugerð ætti að
vera sjúkrakassi í öllum breyttum
bílum. Honum fyndist hins vegar
fáranlegt að fylgja henni jafn stíft
'aftir og gert væri þegar um stóra
og fullkomna sjúkrakassa á hjólum
væri að ræða eins og umræddan
Ræsting í skólum
Lægsta
boð 56%
af áætlun
bíl. Hann benti í því sambandi á að
í bílnum, sem kostar 6-7 milljónir,
væra lækningatæki t.d. hjartaraf-
sjár, súrefnismettunarmælar og
rafeindahitamælar, að verðmæti 2
milljónir króna.
Púðar í stað kassa
Jóhann sagði að starfsmenn
Globusar hf. hefðu farið með bílinn
í skoðun þar sem hann hefði verið
innréttaður hjá umboðinu. Sjálfur
hefði hann hins vegar í sama skipt-
ið fengið skoðun á 3 bíla af sömu
tegund vegna þess að hann hefði
komið fyrir sjúkrapúðum í bílunum.
Hann sagðist hafa tekið á móti
á fjórða tug svipaðra bíla frá
Bandaríkjunum og þessi aðferð
hefði dugað ágætlega til að koma
þeim í gegnum skoðun. Ekkert
væri hins vegar fylgst með því hvort
hann notaði alltaf sama púðann.
Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir
Lykilleikurinn í dag
Islendingar mæta Ungverjum í C-riðli heimsmeistarakeppninnar í handknattleik í Gautaborg í dag, og er
það talinn lykilleikur liðsins í riðlakeppninni. „Strákarnir eru ákveðnir í að sigra enda verðum við að gera það
ætlum við okkur að gera eitthvað hér á HM,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari. íslendingafélagið
í Gautaborg tók á leigu samkomustað nálægt Scandinavium-íþróttahöllinni, þar sem fjöldi stuðningsmanna ís-
lenska liðsins hittist fyrir leiki, og var myndin einmitt tekin þar fyrir leikinn gegn Svíum í fyrradag. Það er
Stefán Smári Kristinsson, 8 ára, búsettur í Gautaborg, sem verið er að skreyta fyrir leikinn.
HM og aðrar íþróttafréttir / 52-55.
HJÁ Innkaupastofnun ríkisins
hafa verið opnuð tilboð í ræst-
ingu í framhaldsskólum á höf-
uðborgarsvæðinu. Útboðið var
í þremur hlutum en samtals
er um 84.000 fm að ræða og
nær útboðið ‘ til næstu fimm
ára. Lægsta boð, af þeim sem
buðu í allt verkið, átti Hreint
og beint hf. og nam það 56,54%
af kostnaðaráætlun sem hljóð-
ar upp á 900.720.000 kr. með
virðisaaukaskatti. Hæsta boð
átti Þvegillinn og var það
115,16% af kostnaðaráætlun.
Alls bárust 13 tilboð í ræsting-
una en af þeim buðu sjö aðilar í
alla hlutana þrjá. Hreint og beint
hf. var allsstaðar með lægsta til-
boðið en samtals nemur tilboð
þess fyrirtækis 509.294.000
króna.
Verkfræðistofa Stefán Ólafs-
sonar vann útboðsgögnin fyrir
menntamálaráðuneytið en Inn-
kaupastofnunin sá um útboðið.
Áætlunin var byggð á kostnaðar-
mælingum, sem verkfræðistofan
gerði í þremur skólum.
Upplýsingagjöf Samskipa hf. við sölu hlutabréfa í félaginu gagnrýnd
Sambandið krafið um
afslátt af verði bréfanna
LANDSBRÉF hf. hafa óskað eftir því við Samband ís-
lenskra samvinnufélaga, fyrrum eiganda Samskipa, sem
hófu sölu hlutabréfa félagsins í apríl sl., að kaupendum
verði bættur skaðinn af óraunsærri áætlanagerð fyrri
sljórnenda sem hafi skilað sér í óraunhæfu gengi bréf-
anna. Landsbréf var söluaðili bréfanna. Sigurður Markús-
son, stjórnarformaður Sambandsins, staðfesti í samtali
við Morgunblaðið að stjómendur Landsbréfa hefðu rætt
við Sambandið um verðlagningu hlutabréfanna í Samskip-
um. Einnig hefði einn þeirra fjárfesta sem keyptu bréfin
látið frá sér heyra en samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er þar um Draupnissjóðinn að ræða. Sigurður
sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin í málinu.
Reynt að leysa húsnæðisvanda kvennadeildar Landspítalans
Líkur á meti í maí
ALLAR líkur benda til að fæðingamet
verði sett á kvennadeild Landspítalans í
maimánuði og er nú leitað logandi ljósi
að lausn á húsnæðisvanda deildarinnar
”að sögn Guðrúnar Bjargar Sigurbjörns-
dóttur yfiryósmóður.
Guðrún sagði að flestar fæðingar hefðu hingað
til orðið 280 á einum mánuði en samkvæmt tölum
frá mæðraeftirliti Reykjavíkur yrðu þær 300 í
maí. Mætti síðan bæta 20 til 30 fæðingum kvenna
af landsbyggðinni ofan á þá tölu.
Aðspurð sagði Guðrún að ekki hefði verið gerð
nein sérstök athugun á því af hveiju oft kæmi
fæðingabylgja í maí en heyrst hefði að þær tengd-
ust verslunarmannahelginni.
Mikið hefur verið að gera á báðum fæðingar-
göngum Landspítalans síðan fæðingarheimilið við
Eiríksgötu var lagt niður og sagði Guðrún að af
og til hefði þurft að leggja konur inn á setustofur
og senda þær fyrr heim. Hún sagði ljóst að ekki
væri hægt að notast við þá lausn í maí og væri
nú leitað logandi ljósi að lausn á húsnæðisvanda
deildarinnar. Annað hvort með því að rýmka til
innan spítalans eða fá afnot af húsnæði annars
staðar.
Gunnar Helgi Hálfdanarson,
forstjóri Landsbréfa, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að Lands-
bréf hefðu sent Sambandinu bréf
í október síðastliðnum þar sem
þess var farið á leit að fjárfestum
yrðu bætt upp svokölluð óskýran-
leg frávik frá uppgefínni áætlun
í rekstri Samskipa þar sem gert
var ráð fyrir 125 milljóna króna
hagnaði. „Því hefur verið haldið
fram að þessi frávik megi rekja
til almennra efnahagsaðstæðna,
en menn sjá ekki að þau verði
skýrð á þeim grunni einum. Þá
er hafður í huga samanburður við
frávik í áætlunum Eimskipafé-
lagsins. Frávik Samskipa virðast
vera meiri í öllum meginatriðum
og þá til hins verra. Við eram
mjög ósáttir við þetta og létum
það í ljós í október á síðasta ári
þegar fyrir lá að tap ársins stefndi
í allt að 200 milljónir. Síðan hefur
komið í ljós að tapið er orðið a.m.k.
400 milljónir. Við bíðum eftir við-
brögðum Sambandsins og endan-
legu uppgjöri frá Samskipum áður
en framhald verður ákveðið,“
sagði Gunnar Helgi.
Ekki einsdæmi
Gunnar Helgi sagði ennfremur
að það væri áhyggjuefni hve oft
rekstur íslenskra fyrirtækja færi
á verri veg en stjómendur gæfu
upp í áætlunum við hlutabréfaút-
boð. „Samskipamálið er ekkert
einsdæmi," sagði Gunnar Helgi.
„Það virðist vera svo að stjórnend-
ur þeirra fyrirtækja sem era ný á
markaðnum geri sér ekki grein
fyrir þeim skyldum og þeirri
ábyrgð sem því fylgir að skrá sig
til leiks. Það verður að stuðla að
betri siðum á þessum markaði."
Frá því að sala Sambandsins á
hlutabréfum Samskipa hófst í
apríl á síðasta ári hafa verið seld
bréf fyrir um 100 milljónir á geng-
inu 1,12. Stærstu fjárfestarnir eru
Vátryggingarfélag íslands sem
keypti bréf fyrir um 25 milljónir
og Lífeyrissjóður verslunarmanna
sem keypti fyrir 16 milljónir. Þá
keypti Draupnissjóðurinn bréf fyr-
ir um 18 milljónir og einnig mun
Olíufélagið hafa verið meðal kaup-
enda.
Látið verður reyna á
lagaákvæði
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun það vera afstaða
Draupnissjóðsins að upplýsinga-
gjöf Samskipa hafí verið ófull-
nægjandi við sölu bréfanna. Þessi
gagnrýni beinist að því að sölulýs-
ingin hafí ekki gefíð rétta mynd
af rekstrarhorfum fyrirtækisins.
Hún er dagsett 29. apríl og kemur
þar fram að hagnaður ársins sé
áætlaður 125 milljónir. Hins vegar
varð tap samkvæmt sex mánaða
uppgjöri 129 milljónir. Sjóðurinn
vill því láta reyna á hvort ákvæði
laga um upplýsingaskyldur selj-
enda og söluaðila hafí verið virt.