Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ
IÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993
T
HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ
■ ALFREÐ Gíslason, þjálfari KA
og fyrrum ieikmaður landsliðsins,
segir í viðtali við íþróttablaðið, að
hann hefði viljað sjá Pál Ólafsson,
leikmanna Hauka, að nýju sem leik-
stjómanda landsliðsins.
■ ALFREÐ segir: „Páll er, að
mínu mati, búinn að spila best allra
leikstjómanda í deildinni í vetur. Það
er gott að spila með Palla, hann er
"sterkur varnarmaður og fljótur að
byggja upp sóknarlotumar. Ég
myndi hiklaust nota hann sem leik-
stjómanda í landsliðinu í dag.“
■ ÞEGAR Alfreð var spurður um
hvort hann hefði metnað til að þjálfa
landsliðið, sagði hann: „Ætli ég láti
ekki aðra um það. Vissulega dreym-
ir margan þjálfarann um að taka
að sér landsliðið en mér finnst þau
mál í góðum höndum eins og er.“
■ ALFREÐ var spurður um hver
væri heitastur í landsliðsþjálfara-
stöðuna. „Ég gæti trúað því að leit-
að yrði til Kristjáns Arasonar ef
sú staða kæmi upp að Þorbergur
vildi hætta. Kristján er mjög metn-
aðargjam og myndi örugglega skila
því hlutverki vel.“
■ TVEIR íslensku landsliðsmann-
anna spáðu því að ísland yrði heims-
meistari í könnun sem íþróttablaðið
gerði meðal landsliðsmanna. Þrír
spáðu þriðja sæti, þrír fjórða sæti
og sex fimmta sæti. Fjórtán Ieik-
menn af nítján spáðu því að ísland
myndi hafna í fimm efstu sætunum.
■ ÞESS má geta _ að áður hafa
landsliðsmenn spáð íslandi heims-
meistaratitli. Það var gert fyrir HM
í Danmörku 1978, en þá tapaði ís-
lenska liðið öllum þremur Ieikjum
sínum í riðlakeppninni - hafnaði í
þrettánda sæti.
I DAVÍÐ Sigurðssonj liðsstjóri
landsliðsins, spáir því að Island leiki
um fimmta sætið gegn Norðmönn-
um.
Lykilleikurinn í dag
Island verður að vinna Ungverja ætli það sér gott sæti á mótinu
ISLENSKA liðið æfði í Scandinavium-höllinni í gærmorgun og
síðan voru fundir þar sem leikurinn við Svía var skoðaður og
leikur Ungverja og Bandaríkjamanna. Ætlunin var að fara í bíó
en hætt var við það þar sem borgartjórinn í Gautaborg var með
móttöku fyrir öll liðin kl. 18 í gærdag. Strákarnir fá þó líklega
að fara í kvikmyndahús á morgun.
Leikmenn voru hressir og sögð-
ust svo til búnir að ná sér eft-
ir tapið gegn Svíum. Nú væri næsta
verkefni, Ungvetjar
og þann leik yrðum
við að vinna.
„Mér sýnist Ung-
verjar vera með
svipaðan hóp og á Ólympíuleikun-
um nema hvað Gyurka er kominn
aftur í hópinn og Ivanschic er ekki
með,“ sagði Þorbergur Aðalsteins-
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Sviþjóð
son eftir æfinguna í gær. „Það er
ekki mikið að marka leik þeirra við
Bandaríkjamenn en þeir virðast
vera fljótir og frískir og ég er viss
um að leikurinn verður mjög jafn
og spennandi. Við unnum þá á
Ólympíuleikunum og áttum góðan
dag þá þannig að við verðum að
ná góðum leik til að sigra þá. Strák-
amir eru ákveðnir í að sigra enda
verðum við að gera það ætlum við
okkur að gera eitthvað hér á HM.
Þorbergur Aðalsteinsson
Urslitaleikir:
Svíþjóð 22
Tékkó. 12
Rúmenía 9
Tékkó. 8
Rúmenía 25
Svíþjóð 22
Rúmenía 13
A-Þýskal. 12
Rúmenía 14
A-Þýskal. 12
Tapaði leik um 5.
sætið gegn Dönum
13:14, eftir að
staðan var 13:9.
V-Þýskal. 20
Sovétn'kin 19
Tapaði leik um 5.
sætið fyrir Spán-
verjum 22:24.
Júgóslavía 24
Ungverjal. 22
Svíþjóð 27
Sovétrikin 23
A-Þýskaland V-Þýskaland Tékkóslóvakía
1958 1961 1964
Frakkland
1970
A-Þýskaland
1974
Danmörk
1978
Sviss
1986
Tékkóslóvakía
1990
Hvað sögðu sænsku blöðin um viðureign Svía og íslendinga?
Dularfulh að hetja Islands
frá ÓL skyldi ekki vera með
Sveinn
Agnarsson
skrifar frá
Gautaborg
Sænskur handbolti hefur aldrei
fengið jafnmikla athygli og nú.
Á íþróttasíðum dagblaðanna er allt
að drukkna í'hand-
bolta. Það er einnig
mikið um handbolta
í sjónvarpi og út-
varpi. Handbolta-
stjömur okkar eru viðurkenndar sem
heimsins bestu. Loksins hefur hand-
boltinn fengið þá umQöllun sem hann
á skilið. Það á áreiðanlega ekki eftir
að versna efir sigur Svíþjóðar á ís-
landi, sem var þó ekki öruggur fyrr
en í lokin. Hann var í jámum langt
fram í seinni hálfleik. Þá var staðan
jöfn, 15:15, en sex heimamörk í röð
sáu til þess að allt loft fór úr íslend-
ingunum og öll spenna í leiknum
hvarf." Þetta mátti lesa í Expressen.
„Handboltinn var í mikilli lægð
fyrir um 15 árum. Þá var þetta
kraftaíþrótt, stórir karlar börðu hver
á öðrum og einhvers staðar í miðri
kjöthrúgunni glitti í handboltann.
Þetta var hörð íþrótt og gróf. Hand-
bolti var ekkert fyrir augað og langt
Ífi-á því að vera skemmtilegur.
Nú er hins vegar aftur orðið gam-
an að horfa á handbolta, jafnvel þótt
opnunarleikurinn í gær hafí ekki ver-
ið fullkominn. Einhvem veginn hafa
mál æxlast þannig að tæknin hefur
borið tröllin ofurliði. Línuspilið er
komið aftur. Og þessi ótrúlegu snún-
ingsskot úr homunum sjást æ oftar.
Sænska landsliðið getur senn farið a
kalla sig Hariem Globetrotters hand-
boltans. Margir eru strax famir að
tala um HM-gull og eitt er víst: Svíar
eru komnir með handbolta á heilann.
íþróttin hefur loks náð að slá í gegn.
Fólk talar um handbolta í strætó, í
lestunum, í búðunum. Það er nokkuð
alveg nýtt.“
Aftonbladet
„íslandssögumar eru oftast hræði-
legar frásagnir og þar endar sjaldan
jafn vel og handboltasagan um fyrsta
Ieikinn á HM. Gunnlaugs saga Orms-
tungu lýkur með því að hann og erki-
fjandinn Hrafn Önundarson drepa
hvor annan í bardaga um Helgu hina
fögru. Annar fær svöðusár á höfði
og fóturinn er höggvinn undan hin-
um. Opnunarleikurinn á HM var lengi
vel spennandi keppni, en þegar
sænsku stríðsmennirnir náðu að
koma afgerandi höggi á fslendingana
var sagan úti.
Handbolti er oft íþrótt sem auð-
velt er að sjá fyrir. Þar skipta mestu
vel æfð leikkerfí sem flestir þekkja.
En handboltinn hættir að vera fyrir-
sjáanlegur þegar íslendingar byija
með Sigmar Oskarsson í markinu,
og Héðinn Gilsson tekur upp á því
að skjóta annars staðar á markið en
hann er vanur. Að stjórstjama ís-
lands frá Ólympíuleikunum í Barce-
lona, Valdimar Grímsson, skuli síðan
ekki fá að vera með, er einnig dular-
fullt. En hin stóru mistök Þorbergs
Aðalsteinssonar eru að skipta Guð-
mundi Hrafnkelssyni inn á fyrir Sig-
mar þegar staðan var 16:15. Hann
hafði bara varið þijú skot á 20 mínút-
um, afsakaði Þorbergur sig með eftir
á.“
ídag
„Þessa leiks verður áreiðanlega
minnst sem slakasta leiks Svía á HM
1993. Og samt unnu drengimir hans
Bengts 21:16 sigur á strákunum frá
eldfjallaeyjunni, sem hafa drukkið í
sig Snorra-Eddu og blóðugar sögur
eins og Njálu með móðurmjólkinni. Á
pappímum virkar sigurinn ömggur,
í reynd var hann það ekki. Leikurinn
var ekkert sérlega góður. Það viður-
kenndu allir eftir á, ekki síst Bengt
Johansson landsliðsþjálfari, sem aldr-
ei er spar á sjálfsgagnrýnina. En
spennandi var hann, og áhorfendur
voru allan tímann vel með á nótun-
um, ekki síst hinir eitt þúsund íslend-
ingar. Þrátt fyrir ósigurinn gæti ís-
land enn komið á óvart í keppninni.
Hinn stóri og þungi Héðinn Gilsson
er erfiður andstæðingur, sem ekki
er hlaupið að að stöðva. Sannkallaður
risi í liði minnstu handboltaþjóðar í
heimi sem jafnframt er í hópi þeirra
bestu. Á eldíjallaeyjunni er handbolti
nefnilega eins og trúarbrögð. íslend-
ingamir héldu í við Svía í fyrri hálf-
leik, en eftir hlé fór reynslan að segja
til sín. Svíar geta leikið mun betur en
í gær og það verður erfitt að koma
í veg fyrir að blágula maskínan rúlli
alla leið í úrslitin."
Göteborgs-posten
„Það má ekki vera of létt. Það
má ekki vera of erfitt. Það á að ganga
svona um það bil eins vel og í fyrsta
leiknum gegn íslandi. Eftir 21:16 sig-
urinn á Islandi vitum við að sænsku
heimsmeistaramir geta bara leikið
betur. Allir nema kannski níu marka
maðurinn Magnús Andersson. Hann
var lágvaxnasti maðurinn á vellinum,
en sá stærsti í leiknum. Andersson
sýndi að í handbolta getur tæknin
haft mun meira að segja en stærðin.
Áhorfendur hafa áreiðanlega verið
dálítið hissa á því hversu slælega
Svíar byijuðu leikinn. Þá sýndu þeir
enga heimsmeistaratakta. Islending-
arnir voru vel undirbúnir undir leikinn
og náðu að kasta möl í sænsku sig-
urmaskínuna, enda voru það kannski
hraunmolar. Að minnsta kosti varð
leikur Svíanna hægur og skotin bám
vitni taugaóstyrks. Lýðveldið ísland
hefur engan her, en treystir á hjálp
NATO og vamarsamning við Banda-
ríkin. íslendingar em fámennir og
hafa ekki úr mörgum leikmönnum
að velja og verða að treysta að vem-
legu leyti á atvinnumenn sem leika
með erlendum liðum. Þeir vörðust
hetjulega í 45 mínútur og þar vom
fremstir í flokki markmaðurinn góði,
Sigmar Þröstur Óskarsson og stór-
skyttan Héðinn Gilsson frá Dussel-
dorf.“
Tapið gegn Svíum var of stórt
og það getur komið okkur í koll
síðar því hvert mark er mikilvægt
í svona keppni. Ef við náum að leika
vörnina eins og á móti Svíum þá
er ég í raun ekki smeykur. Einnig
er mikilvægt að fá ein 5 til 6 mörk
af hægri vængnum hjá Sigurði. Við
höfum háttað undirbúningi okkar
þannig að Svíaleikurinn var ekki
unninn fyrirfram og menn eru því
ekki langt niðri eftir tapið, menn
em klárir í slaginn. Eini þrýstingur-
inn á liðinu er metnaður okkar og
stolt og við ætlum okkur sigur gegn
Ungveijum. Ef það tekst þá þurfum
við ekki einu sinni að hugsa um
leikinn við Bandaríkin því þeir sitja
eftir í okkar riðli,“ sagði Þorbergur.
■ ISLENSKA landsliðið býr
ásamt því ungverska og bandaríska
á Scandic-hótelinu sem er talsvert
frá miðbæ Gautaborgar. Þar á bæ
er íslenskur matsveinn sem heitur
Sigurður. „Þetta er ágætis hótel
en það verst er að geta ekki kvart-
að yfir matnum vegna þess að einn
matsveinninn skilur íslensku,“ sagði
Geir Sveinsson.
■ STEFÁN Carlsson, læknir ís-
lenska liðsins, fór í gær til starfs-
bróður síns á sjúkrahús hér i Gauta-
borg til að „fylgjast með áhuga-
verðum uppskurði," eins og Stefán
orðaði það. í leiðinni færði hann
Snorra Ásbjörnssyni, unga
drengnum sem skipt var um hjarta
í á dögunum, fána HSÍ sem áritað-
ur var af leikmönnum landsliðsins.
€
i
i
i
Æ
i
i
M Á MORGUN er ætlunin að
nokkrir leikmenn landsliðsins fari á
sjúkrahúsið til að heimsækja ís-
lendinga sem bíða hér eftir líf-
færaígræðslu.
■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari, útvegaði landslið-
inu sænskan nuddara, Lasse
Bergquest, en hann var nuddari
hjá SAAB þegar Þorbergur var
þjálfari liðsins.
■ ÍSENSKU strákarnir hafa
fengið mikið af hitabuxum og hlíf-
um frá fyrirtækinu Rehband en
Per Carlén , línumaður Svía, vinn-
ur einmitt hjá fyrirtækinu.
■ RÚMENAR komust í tæka tíð
til Svíþjóðar. Þeir ætluðu að koma
hingað um miðjan dag á mánudag,
en vegna óveðurs í Rúmeníu kom-
ust þeir ekki fyrr en seint á þriðju-
dagskvöld, eða daginn fyrir leikinn
gegn Norðmönnum. Stórhríð var
í Búkarest, þegar leikmenn Rúm-
eníu áttu að fljúga þaðan og urðu
tafir á flugi.
■ LEIKMENN norska liðsins
hituðu upp fyrir leikinn gegn Rúm-
eníu, með því að fara og keppa í
bogfimi á þriðjudaginn. Þá hafa
norsku leikmennirnir verið dugleg-
ir við að keppa í karaeoke-söng.
■ HÉÐINN Gilsson var kjörinn
besti leikmaður íslenska liðsins
gegn Svíum en Magnús Anderson
bestur í liði Svía.
■ Á MORGUN hefur íslenska
landsliðinu verið boðið til hádegis-
verðar um borð í einu af skipum
Eimskipafélagsins, Bakkafossi,
sem liggur í Gautaborgarhöfn.
■ SIGURÐUR Sveinsson og Sig-
mar Þröstur Óskarsson voru
teknir í lyfjapróf eftir leikinn gegn
Svium og eins Staffan Olsson og
Mats Olsson.
í
í
í