Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 24
3S 24 ÍOACIUTN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Tókalltnagl- fast með þegar hann fluttí út MAÐUR á Pjúpavogi sem misst hafði hús sitt á nauðungar- upboði fjarlægði samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins úr húsinu alla verðmæta og naglfasta hluti eins og innrétt- ingar, ofna, salernisskál, hreinlætis- og blöndunartæki, eldavél pg rafmagnstengla áður en hann flutti út úr hús- inu um síðustu helgi og eftirlét það Landsbanka íslands sem eignast hafði það á uppboðinu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er talið að við þetta hafí verðmæti hússins rýrnað um allt að 2 milljónir króna. Málið hefur verið kært til lögreglu eystra en hún vildi ekki tjá sig um málið í gær að öðru leyti en að það væri til rannsóknar. Dvalarstaður ókunnur Nauðungaruppboðið hafði farið fram í lok síðasta árs en maður- inn, sem er á fertugsaldri, bjó áfram í húsinu, sem er rúmir 200 fermetrar á 2 hæðum, þar til nú. Hann er nú fluttur af staðnum en í gær var ekki vitað samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hvar maðurinn er eða hvar þeir hlutir sem hann fjarlægði úr húsinu eru niður komnir. *< '"** f\* ¦i.;-v <— *>N ' tf jiái - aá'í*^.. - ¦;¦¦¦::":;' ^_ ¦¦¦¦¦¦¦ ¦ jftati^ ^""tnIÍÍmWí ? *4v- \ '*'~'íTBt~ ^ ^^^^ & ¦ -¦. ?¦* : Dalaröstin ónýt Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir DALARÖST SH 107 sem strandaði á skerinu Húsaflögum rétt utan við Stykkishólm um sfðustu helgi er talin ónýt. Ekki verður reynt að bjarga bátnum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær sjópróf fara fram. Rafmagnsveitur ríkisins lækka almenna taxta um 10% í tveimur áföngum Verðlækkunin mun ná til um 15 þúsund notenda Egill Bjarnason fombóksali látínn Egill Bjarnason fornbóksali f Reykjavík lést sunnudaginn 7. mars s.l. 78 ára að aldri. Egill fæddist 20. febrúar 1915 að Hjaltabakka í Torfalækjar- hreppi, Austur-Húnavallasýslu. Hann var sonur Bjarna Guðmunds- sonar og Soffíu Eggertsdóttur. Egill stundaði nám við Héraðsskól- ann Laugum 1934 og Samvinnu- skólann 1936. Hann starfaði við dagblaðið Tímann 1936-41 og rak fornbóksölu í Reykjavík 1941-58. Egill var auglýsingastjóri við dag- blaðið Tímann 1958-62 en hóf síðan fornbóksölu á ný. Hann þýddi marg- ar þekktar óperettur og óperur, einnig samdi hann og þýddi fjölda texta við kór- og einsöngslög. Egill var í fyrstu stjórn SUF og í stjórn Vökumannahreyfíngarinnar. Hann var einn af útgefendum tímaritsins Straumhvarfa og tímaritsins Vöku. Eftirlifandi eignikona Egils er Gyða Siggeirsdóttir. Þau eignuðust Egill Bjarnason þrjú börn; Hrafnkell Egilsson, Ólaf- íu Egilsdóttur og Soffíu Stefaníu Egilsdóttur. Ingólfur Jónssonfrá Prestbakka látínn RAFM AGNS VEITUR ríkisins hafa ákveðið að lækka almenn- an taxta um 10% eða úr 8,28 kr. á kWst í 7,45 kr. Þetta verður gert í tveimur áföngum, 5% þann 1. aprfl og 5% þann 1. október á þessu ári. Lækkunin mun ná til um 15.000 notenda hjá RARIK og hefur í för með sér um 4.000 króna sparnað fvrir meðalheimili. Að sðgn Kristjáns Jónssonar forstjóra RARIK hefur hagræðing og fækkun starfsmanna skilað bættri afkomu og njóta notendur þess. Kristján segir að reiknað sé með að jöfnuður náist í rekstri RA RIK í ár en töluvert tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Loðnubátarnir fengu góð köst út af Garðskaga Leitað að nýrri göngu við Austurland NOKKRIR loðnubátar fengu góð köst út af Garðskaga í gær. Harpa NK leitar nú loðnu út af Suð-Austurlandi og hefur orðið vart við göngu við Hjörleifshöfða. Loðna hefur ekki fundist út af Vestfjörðum þar sem rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur leitað að undanförnu. í máli Kristjáns kemur fram að hagræðing í rekstri og fækkun starfsfólks hjá RARIK hafi valdið því að afkoma fyrirtækisins hefur batnað verulega á síðustu misserum. Þannig var rekstrartapið árið 1991 alls rúmlega 280 milljónir króna en áætlanir gera ráð fyrir því að jöfhuð- ur náist í ár. Fækkun starfsfólks hefur aðallega orðið í Reykjavík. Árið 1986 voru starfsmenn RARIK í Reykjavík um 120 talsins en voru í fyrra um 75 talsins. í framtíðinni er ætlunin að ná þessum fjölda niður í 50. Á öðrum svæðum hefur fækkað minna en áætlanir gera ráð fyrir að ná þeim fjölda úr tæplega 200 í fyrra niður í 160 í framtíðinni. Frekari lækkamr Kristján segir að fyrirtækið vinni nú eftir strangri áætlun um aðhald í rekstri og ef frekari árangur næst í að draga úr kostnaði muni það skila sér til notenda. „Ef okkur tekst að halda áfram eins og verið hefur stefnum við að frekari lækkun taxta til notenda okkar," segir Kristján. Fyrir lækkun táxtans nú var RAR- IK með hæsta raforkuverð til al- mennra notenda á iandinu en eftir lækkunina er fyrirtækið komið í miðj- an hóp. Mestu hefur munað á taxta RARIK og Rafmagnsveitu Reykja- víkur eða yfir 20%. Eftir lækkunina er munurinn um 13%. INGÓLFUR Jónsson frá Prest- bakka, kennari og rithöfundur, er látinn, 74ra ára að aldri. Ingólfur fæddist 28. október 1918 og nam íslensku hjá Birni Guðfínnssyni á árunum 1951-53. Hann starfaði lengi'sem kennari í Reykjavík, síðast við Réttarholts- skólann á árunum 1970-85. Hann átti sæti í stjórn Rithöfundafélags íslands 1970-74 og var formaður starfshóps barna- og unglingabóka- höfunda 1974-77. Eftirlifandi eigin- kona Ingólfs er Margrét Fjóla Guð- mundsdóttir og áttu þau fjögur börn. Ingólfur var afkastamikill rithöf- undur á sviði barnabóka en hann skrifaði einnig fjórar ljóðabækur og eina skáldsögu „Láttu loga dreng- ur" 1966. Meðal barnabóka hans má nefna Dvergurinn með rauðu húfuna 1952, Álfabörnin 1961 og Fóstursonur tröllana 1961. Hann skrifaði einnig framhaldssögur fyrir Nokkrir bátar fengu góð köst út af Garðskaga í gær. Kristbjörn Árnason skipstjórir" á Sigurði VE sagði að þarna hefðu fundist tvær sæmilegar torfur og væri loðnan komin að hrygningu. Bræla var á miðunum og gekk bátunum illa áð athafna sig við veiðarnar. Loðnu leitað Sfldarvinnslan á Neskaupstað og Síldarverksmiðjur ríkisins hafa fengið Hörpu NK til loðnuleitar við Suð-Austurland í eina viku. Valdi- mar Aðalsteinsson skipstjóri sagði að þeir hefðu orðið varir við litla göngu við Hjörleifshöfða í gær og væri hugsanlega loðnu að finna við Ingólfshöfða. Hann sagði að mikil loðna hefði verið á Hvalbaks- grunni þar sem skipið var að veið- um í febrúarbyrjun en þessi loðna hefði hvergi komið fram enn. Valdimar sagði að um verulegt magn yrði að ræða ef loðnan fynd- ist. Að sögn Hjálmars Vilhjálmsson- ar leiðangursstjóra á Árna Frið- rikssyni hefur loðnu verið leitað á stóru svæði út af Vestfjörðum en ekkert fundist. Hann sagði að litlir mögluleikar væru á vestangöngu. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. börn sem lesnar voru í útvarpinu 1967-71. Þá þýddi hann erlendar bækur og ritaði heimildarbækur allt fram til ársins 1988. Ræningi í haldi fram að dómi FRAMLENGT hefur verið gæsluvarðhald yfir manni, sem ógn- aði starfsstúlku með hnífí og rændi peningum á sólbaðsstofu í Reykjavík í nóvember. Manninum er gert að sæta varðhaldi þar til dómur fellur, þó ekki lengur en til 21. aprfl. Maðurinn, sem er 26 ára, kom rændi peningum úr kassa stofunn- á sólbaðsstofuna og bað um tíma í ljósabekk, en beið svo starfsstúlk- unnar, þegar hún ætlaði að þrífa bekkinn. Hann stökk að henni, nakinn og með hníf á lofti og ar. Maðurinn var fyrst úrskurð- aður í gæsluvarðhald frá 10. nóv- ember til 23. nóvember, en varð- hald var nú framlengt í þriðja sinn. Tvær flugur í einu höggi LÖGREGLAN í Breiðholti handtók mann á þriðjudag, þar sem þýfi úr innbroti fannst á heimili kunningja hans. Þann mann var lög- reglan að handtaka fyrir Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, þegar hinn vakti grun- semdir. Rannsóknariögregian óskaði eftir að lögreglan í Breiðholti handtæki mann, sem hún ætl- aði að yfirheyra vegna afbrota. Þegar lögreglan kom heim til hans í Breiðholtinu var annar maður þar og er sá á sextugs- aldri. I íbúðinni voru ýmsir munir, sem höfðu horfið úr inn- broti í kjallaríbúð við Vestur- götu aðfaranótt mánudagsins, en eldri maðurinn býr skammt frá innbrotsstaðnum og er hann grunaður um að hafa átt þátt í því innbroti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.