Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 23 Rannsóknarnefnd um sjóslysið þegar fimm ménn fórust með Eldhamri Orsökin ónákvæm staðarákvörðun í SKÝRSLU sjóslysanefndar um orsakir þess að fimm manns fórust og einn bjargaðist er ms. Eldborg strandaði við Hópsnes, skammt frá Grindavík 22. nóvember 1991, segir að orsök strandsins hafi verið ónákvæmni í staðarákvörðun og að stýrimann hafi skort l'ull- nægjandi þjálfun í að staðsetja skipið, auk þess sem ekki hafi verið notaður sá tækjabúnaður sem um borð var, svo sem ratsjá, dýptar- mælir og sjókort. Ef fylgst hefði verið með í ratsjá hefði sést hvert stefndi en allt bendi til að skipstjóri hafi ekki komið nógu snemma í brú tU að staðsetja skipið áður en það strandaði. Fram kemur í skýrslunni að Landhelgisgæsla hafi gefið varnarliðinu upp slysstað við Grindavík en staðurinn hafi einnig verið tilgreindur með upplýs- ingum um breidd og lengd uppi á landi austur við Hvolsvöll. Þá segir að þar sem ekki hafi verið um að ræða staðlað boðkerfi milli hinna ýmsu aðila er unnu að björgun hafi það verið lagt í mat hvers og eins sem tók við beiðni um aðstoðina hve alvarlegt ástand- ið hafi verið. Einnig telur nefndin brýnt að komið verði á stöðluðu kerfí um hjálparbeiðni svo ekkikomi Foreldrar styðji börniní lestrinum STJÓRN Samfoks, sambands forreldrafélaga í grunskólum Reykjavíkur, skorar á alla for- eldra til að styðja börn sín í lestr- inum á meðan á Lestrarkeppninni miklu stendur og halda því áfram þegar henni lýkur, segir í áskor- un, sem Samfok hefur sent frá sér. Þar segir einnig: „Um þessar mundir stendur yfir Lestrarkeppnin mikla þar sem grunnskólanemendur keppast um að lesa sem flestar bækur og sem flestar blaðsíður. Foreldrar geta lagt sitt af mörkum til að keppnin heppnist vel. Þeir ættu nú sem endranær að hvetja börn sín til lesturs, ræða við þau um bækur og fylgja þeim á bóka- söfnin. Bókasafnsskírteini er mun ódýrara en margan grunar og á bókasöfnum geta allir fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Nú er einnig kjörið að bursta ryk- ið af gömlu barnabókunum sem hafa beðið óþolinmóðar uppi í hillu eftir að einhver sýndi þeim áhuga. Ekki er ólíklegt að valdir kaflar úr uppá- haldsbókum eldri kynslóða veki áhuga barnanna. Skyldi bardaginn við ísbirnina í „Nonna á Skipalóni" ekki höfða til nútímabarna sem hafa horft á hasarmyndir í sjónvarpi? Lestrarkeppni af þessu tagi hefur margt jákvætt í för með sér. Hún beinir kastljósinu að skólum og skólastarfi og opnar augu almenn- ings fyrir fjölmörgum góðum hlutum sem eru að gerast á þeim vett- vangi. Þau börn sem ekki keppa í íþróttum fá nú sjaldgæft tækifæri til að spreyta sig í keppni þar sem aðrir eiginleikar njóta sín. Jafnvel þótt tímabundið lestrarátak á þessu sviði leysi ekki allan vanda í tengsl- um við minnkandi bókalestur þá getur það aldrei orðið nema til góðs að börn lesi meira í . tómstundum sínum og hver veit nema einhverjir ánetjist bókinni til langframa." til „misjafnt mat" manna í landi á ástandi á slysstað. Bæta þurfi fjar- skipti milli hinna ýmsu aðila er vinna að björgunarstörfum, s.s. björgunarsveita SVFÍ og stjórn- stöðva þeirra, Landhelgisgæslu og lögreglu. Fram kemur að vanmat á því hættuástandi sem ríkt hafi, hafi leitt til þess að allir hafi verið að reyna að ná samband við skipið um farsímann, eina fjarskiptatækið um borð sem virkaði. Því hafi dýr- mætur tími farið forgörðum. Nefndin telur að notkun boðkerfa milli skipa og milli skipa og lands hafi almennt breyst til hins verra með fullkomnari fjarskiptatækjum. Aðdróttunum að varnar- Iiði hafnað Þá telur nefndin ekkert hægt að fullyrða um það hvort hægt hefði verið að bjarga mönnunum þótt þegar í stað hefði verið óskað að- stoðar varnariiðsins, en tafir urðu á því þar sem þyria Landhelgisgæsl- unnar var til viðgerðar þegar skipið strandaði. „í ljósi þeirra upplýsinga að ef þyrla Landhelgisgæslu hefði verið til staðar hefði hún skilyrðis- laust verið send á vettvang verða það að teljast alvarleg mistök að gera ekki viðeigandi ráðstafanir og óska strax eftir aðstoð frá varnar- liðinu." Þá segir að aðdróttanir í garð björgunarsveitar varnarliðsins sem fram hafi komið í gögnum málsins séu ómaklegar, sérstaklega í ljósi þeirra upplýsinga sem gefnar voru. Þá segir að nefndin telji að ágangur fréttamanna þegar slys verða valdi truflun eða jafnvel hindri björgunaraðila í að sinna störfum sínum. Rannsóknarnefnd sjóslysa átelur í skýrslu sinni þau vinnubrögð sem viðhöfð hafi verið við eftirlit með úrbótum vegna athugasemda við búnað skipsins af hálfu Siglinga- málastofnunar, en meðal annars kemur fram að einungis hafi verið til tvær línubýssur um borð í skip- inu og önnur hafi reynst óvirk þeg- ar til átti að taka. Flotbúningar koma ekki í stað björgunarvesta Einnig segir í skýrslunni: „Nefndin telur að endurskoða þurfi reglur um flotbúninga með hliðsjón af þeim niðurstöðum rannsókna er fyrir liggja eftir þetta slys. Einnig telur nefndin ófullnægjandi -þær kröfur sem Siglingamálastofnun ríkisins hefur gert til þessara bún- inga og að illa hafi verið staðið að gerð viðmiðunarreglna um styrk- leika efnis í búningum. Margar út- gáfur hafa komið frá stofnuninni en engin þeirra hefur verið sett fram sem tilskipun eða reglugerð [...] Þó að flotbúningar hafi oft sannað gildi sitt má ekki líta svo á að þeir komi algerlega í stað björg- unarvesta. Menn sem þurfa að yfir- gefa skip ættu því að klæðast björg- unarvestum utan yfír flotbúningana sé þess kostur. Það eykur flot og minnkar líkur á drukknun." A M B R-A í GEGHI OG FÆR FYRIR BVIIKIL GÆDI OG LÁGT VERD X *¦"¦ • ( t J t V- *¦':¦:*• ¦:-; ftarlegar fslenskar leiðbeiningar fylgja sem allir skilja. Stór og þægileg AMBRA músamotta. O Handbók um DOS 5.0. ~3- t AMBRA mappa undir gögn og leiðbeiningar. Þegar þú kaupir AMBRA tölvu færðu ýmislegt í kaupbæti 1X2 getraunaforrit ósamt leiðbeiningum. PC aanisa BEST BUY AMBRA 386-25. 4/85MB, SVGA kr. 98.000* AMBRA 486-25, 4/107MB, SVGA kr. 138.000* PT3 EDITORS CHOICE TVÖ AF VIRTUSTU TÖLVUTÍMARITUM HEIMS VEITA AMBRA VIÐURKENNINGAR FYRIR EINSTÖK GÆÐI Á ÓTRÚLEGA LÁGU VERÐI AMBRA hefur farið sigurför um heiminn og hvarvetna slegið í gegn fyrir frábær gæði á einstaklega lágu verði. Það er einmitt fyrir þetta sem tvö af virtustu tölvutímaritum heims, PC Magazine og PC Today, hafa veitt AMBRA sérstakar viðurkenningar sem staðfestir að þegar þú kaupir AMBRA tölvu færðu mun meiri gæði en þú borgar fyrir. Auk þess færðu ýmislegt í kaupbæti þegar þú kaupir AMBRA tölvu. Hún kemur með DOS 5.0 og WINDOWS 3.1 uppsettum og er því tilbúin til notkunar. Láttu ekki einstaka tölvu úr hendi sleppa. Komdu í Nýherja, Skaftahlíð 24 og kynntu þér hvað þú færð stórkostleg gæði fyrir skemmtilega lágt verð. AMBRA er fyrir alla. A M B R -A NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 • SlMI 69 77 00 & 69 77 77 Alltttf skrvji á undan Raðgreiðslur GREIÐSLUSAMNINGAR *Staðgreiðsluverð með VSK. I 1 1 -, i i i l i / I I : : -; iJ-j'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.