Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 18
18 ; MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Lífið er dýrt eftir Árna Helgason Það getur verið bæði dásamlegt og líka hræðilegt eftir því hvernig við förum með það, sjálfskaparvít- in eru fljót að segja til sín. Okkur er gefið svo margt í vöggugjöf af blessuðum skapara okkar, sem við eigum að vernda og varðveita, svo sem hið góða, sanna og viturlega. Okkur er gefin samviska sem átta- viti, og ég held að allir verði henn- ar varir, hvort sem hún ásakar eða gleðst. Við vitum því að ef við göngum vegi hins góða, kemur fljótt ábatinn á eftir eins og hitt er víst, að þegar daprari leiðin er valin, þá er það skugginn. Þetta er óumbreytanlegt. Það er einkennilegt, sagði vinur minn um daginn, hversu margir eru úti á „galeiðunni" í dag, menn sem áttu svo mörg tækifæri til dáða en létu nautnir og skamm- vinna „gleði" verða sér að fóta- kefli. Og yfirleitt er það víman í hinum ýmsu myndum og allri sinni nekt sem togar manninn á tál- brautir. Þetta eru staðreyndir sem við þrátt fyrir alla menntun og annað erum að glíma við í dag. Ár og aldir hafa menn verið að láta þessa vímugjafa setja fótinn Arni Helgason „Hvað skyldu þessi eit- urefni vera búin að sálga mörgum góðum íslendingi sem átti að vera í forystu framfara landsins en endaði sem baggi á þjóðinni?" fyrir sig og skeyta ekki viðvörun þeirra sem á undan fóru og hlutu af sín dauðamein. Hvað skyldu þessi eiturefni vera búin að sálga mörgum góðum íslendingi sem átti að vera í forystu framfara landsins en endaði sem baggi á þjóðinni? Auðvitað gat ég ekki annað en tekið undir þessi orð vin- ar míns sem urðu margar hugleið- ingar um líf dagsins í dag. Eru ekki svo að segja allir að kvarta Fylgstu meb á fimmtudögum! Viðskipti/atvinnulíf kemur út á fimmtudögum. Þar birtast nýjustu fréttir úr viðskiptalífinu hér á landi og erlendis. Fylgst er meðal annars með verðbréfamörkuðum, bílaviðskiptum, verslun, afkomu fyrirtækja og mannaráðningum. Viðtöl eru tekin við athafnasama einstaklinga og framkvæmdafólk. Einnig skrifa sérfróðir aðilar um málefni sem tengjast tölvum og viðskiptum. $ $ #*&ttttXft$íbib - kjarni málsins! og kveina yfir aumum kjörum? En bæta þeir nokkurn tímann við hvað þeir sjálfir hafi gert til að þau gætu verið betri? Hvernig hefir líf þeirra verið o.s.frv. Menn tala um að þessi og þessi eigi að gera þetta og þetta en koma hvergi nærri sjálfir í betra mannlífi. Er það nefnilega ekki hugarfarið sem er komið úr skorðum hjá þeim sem aldrei horfa í sinn eigin barm held- ur annarra. Landið okkar er skuld- um vafið. Eyðsla þjóðarinnar og um leið þín sem alltaf ert að kvarta hefir hrúgað upp þessu vanda- máli. Vextir af lánum sem þjóðin hefur orðið að taka vegna eyðslu og annars, skipta í dag milljörðum. Einhvern tímann verður að greiða skuldirnar. Ég geri ekki ráð fyrir að nokkur sé þannig sinnaður að hann vilji taka þjóðarbúið til gjald- þrota. Hvað gætum við gert fyrir þetta vaxtafé ef við hefðum það undir höndum og værum ekki búin að binda í allskonar lánum, sumum hverjum þannig að komast hefði mátt af án þeirra. Og hvað eyðir þjóðfélagið í öll þessi eiturefni, sem eru innifalin í þessu vaxtaspurs- máli? Ég borga mitt brennivín sjálfur. Þetta heyrði ég mann segja fyrir mörgum árum. Það er erfitt að vera svona kokhraustur. Nú er þessi sami sem „borgaði sitt sjálf- ur" kominn í áfengismeðferð, dýra fyrir ríkið, og hættur að vinna. Það gerist ýmislegt á langri leið og væri ekki rétt fyrir okkur að hugleiða þessi orð í dag? Það eru margar spurningar sem vakna í umróti daganna. Það er í sjálfu sér enginn vandi að vera íslendingur og vera það í rauninni ekki, en mikill vandi að vera íslendingur og vinna landi af alhug og trúmennsku og trúa því að allt sem unnið er Iandi og þjóð komi margfalt til skila eftir því hvernig að er hlúð. Það er því miður ekki hátt risið á öllum í þeim efnum. Eins er það mikil ábyrgð að vera maður, sannur maður, sem hægt er að líta upp til og taka til fyrirmyndar. Við leiðarlok þýðir lítið að segja: Mér er sama, því þá kemur alvaran fyrst. Hvað vannstu Drottins veröld til þarfa þess verðurðu spurður við ævilok. Eigum við ekki að trúa því og miða allt okkar líf við að svara þeirri spurningu? Heilbrigð sál varð- veitt í eldi Iifandi trúar, er það ekki aðgöngumiðinn? Alvarleg spurning. Höfundur er fyrrv. póst- og sínistjóri í Stykkishóhni. MEG frá ABET UTAN Á HÚS FYRIRLIGGJANDI £§ Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.