Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 29
+-I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 29 Morgunblaðið/Þorkell i haldið var á Hótel Sögu í gærdag. breytt rbanka í Samtök iðnaðarins kvæmdastjóra Kaupþings þar sem hann fjallaði um erlent fjármagn og íslenska hlutabréfamarkaðinn kom t.d. fram að á Verðbréfaþingi íslands eru nú skráð 17 félaög en fjárfesting- ar erlendra aðila eru annaðhvort óheimilar eða óæskilegar í 14 af þess- um 17 félögum. „Af þessu má vera ljóst að við erum ekki að bjóða er- lenda fjárfesta velkomna," sagði Guð- mundur. I ályktun þingsins sagði m.a. að einangrun atvinnu- og viðskiptalífs þyrfti að rjúfa og vinna að því með markvissum hætti að auka erlenda fjárfestingu í stað erlendra lána til þess að gera atvinnustarfsemina fjöl- breyttari. Ný stjórn FÍI er óbreytt frá síðasta aðalfundi að öðru leyti en því að Vil- mundur Jósepsson í Meistaranum var kjörinn í stað Magnúsar Tryggvason- ar sem var ekki til endurkjörs vegna reglna um kjörgengi. ÐUR n. Efnahagsvandi íslendinga er að mörgu leyti hliðstæður því, sem hér hefur verið lýst. Hin mikla fjárfest- ingaralda, sem gekk yfír um og eftir miðjan síðasta áratug, skildi eftir sig mörg vandamál, einkum vegna óarð- bærrar fjárfestingar og skuldasöfn- unar, sem hefur orðið þungbærari með hækkandi raunvöxtum. Vaxta- þróunin hefur hins vegar fyrst og fremst ráðizt af hallarekstri ríkis- sjóðs og skuldasöfnun heimilanna, sem að verulegum hluta hefur orðið fyrir milligöngu hins opinbera hús- næðislánakerfis. Samtímis því sem lánsfjáreftirspurn ríkis og heimila hefur haldið uppi háu raunvaxtastigi hér á landi, hefur skuldasöfnun þjóðarbúsins erlendis haldið áfram. I lok ársins 1992 er áætlað, að löng erlend lán hafí komizt í nokkuð yfir 54% af landsframleiðslu ársins, og mun það hlutfall enn hækka verulega á árinu 1993, bæði vegna frekari skuldasöfnunar og samdráttar í landsframleiðslu. Þessari skuldasöfn- un fylgir vaxandi áhætta, einkum á tímum óvissu og óróleika á alþjóðleg- um fjármagnsmörkuðum. Vegná markaðsaðstæðna hefur meðalláns- tími erlendra skulda íslendinga verið að styttast að undanförnu, en því hefur fylgt vaxandi greiðslubyrði, jafnvel þótt vaxtabyrðin hafi lítið breytzt. BókasafnVestmannaeyja býður fríkort í tengslum við Lestrarkeppnina miklu Okeypis skírteini í bóka- safnið kveikti keppnisanda MIKIÐ kapp er nú hlaupið í nemendur grunnskólanna í Vestmannaeyjum. Tilboð um ókeypis bókasafnsskirteini í eitt ar kveikti áhuga hjá þeim börnum sem ekki voru full af keppnisanda áður. „Strax á fyrsta degi Lestrarkeppninn- ar miklu sóttu óvenju margir krakkar í útlán á bókum og við urðum vör við að bekkjar- deildir voru farnar að keppa sin á milli. Til að koma til móts við þessa miklu þörf brugðum við á það ráð að bjóða ókeypis útlánskort í eitt ár. Þessi mikla lestrarvakning má ekki detta strax niður," segir Nanna Áskelsdóttir, for- stöðumaður bókasafnsins. Nanna segir að Bókasafn Vest- mannaeyja sé mikið sótt af yngri kynslóðinni. Börnin byrji ung að venja komur sínar á safnið og viku- legar sögustundir séu vinsælar, einkum yfir vetrarmánuðina. Útlán á bókum í Vestmannaeyjum er óvenju hátt á landsvísu, eða um 11 bækur á hvern íbúa. Fjölskyldu- kort eru alltaf í boði og verið var að undirbúa fríkort til barna, en útgáfu var flýtt vegna keppninnar. Fjórar bækur á dag „Við sendum út 750 eyðublöð eða jafnmörg og nemendur barna- skólanna eru. Hundrað hafa þegar skilað sér." Nanna segir að krakk- arnir megi fá lánaðar mest fjórar bækur á dag. Flest nýti sér það og sum komi daginn eftir til að fá aðrar fjórar lánaðar. Mesta fötlun 20. aldarinnar „Nútíma þjóðfélag byggist á því að geta lesið. Ef þú getur ekki leit- að þér fróðleiks með lestri, þá ertu mataður. Ólæsi er mesta fötlun 20. Morgunblaðið/Sigurgeir Hlaðin bókum BÖRN hlaðin bókum koma af safnimi eftri að þau höfðu skilað eyðublððum til að fá hið eftirsótta bókasafnsskírteini. aldarinnar," segir Nanna. Vikuleg bókmenntakynning er fyrirhuguð á safninu í sumar. „Það eru ekki allir í íþróttum og okkur finnst lest- ur hjá krökkum, sem eru að byrja að lesa, oft detta niður á sumrin." Ekkert bókasafn 1917 Skólastjóri Barnaskóla Vest- mannaeyja, Hjálmfríður Sveins- dóttir, er ánægð með lestrarátak yfir allt landið. „Gaman að horfa til baka og sjá hvað aðstaða barna til bóklesturs hefur gjörbreyst frá þeim tíma sem skólinn var byggður 1917. Þá var ekkert bókasafn og lítið til af bókúm. Mikil fátækt, frostavetur og kol skömmtuð tií upphitunar. Lýsingin léleg og rifist um að fá að sitja við glugga. Nú er allt mælt í lúxum." Úrval af þykkum sögubókum „Bókasafnsskírteinið kveikti áhugann í bekknum," segir Kol- brún Matthíasdóttir sem kennir 8-9 ára krökkum. Þau voru ekki áhugasöm í fyrstu, en ókeypis skír- teini í eitt ár vakti keppnisandann. Nú lesa sum þeirra þykkar sögubækur spjaldanna á milli." Búa til nýjar fréttír Unnur Baldursdóttir hefur verið með sjálfstýrandi verkefnaval í 12 ára bekk. „Sú hugmynd kom upp að vinna upp úr dagblöðum. Nú koma þau með Morgunblaðið að heiman, klippa út fyrirsagnir og vinna nýjar fréttir, eða nýjar fyrir- sagnir við fréttina. Skemmtilegast er að sjá þau gleyma sér yfir blað- inu. Krakkar á þessum aldri gera of lítið af þvf að fylgjast með frétt- um. Þetta er góð leið til að fá börn til að lesa blöðin," segir Unnur. Jóhannes Nordal Tvennt má enn nefna, sem hefur valdið því, að samdráttaröflin í ís- lenzkum þjóðarbúskap hafa reynzt eins þrálát og raun ber vitni. í fyrsta lagi hefur langvarandi efnahagslægð fallið saman við tímabil minnkandi afla í íslenzkum sjávarútvegi, sér- staklega þeim greinum, þar sem verðmætisaukning hefur verið mest, svo sem frystingu. Sjávarútvegurinn á auk þess við mikil fjárhagsleg vandamál að glíma vegna of mikillar fjárfestingar í mörgum greinum á liðnum árum og þungrar skulda- byrði. Höfuðáhérzlan í rekstri hans híýtur því um sinn að beinast að skipulagsbreytingum og fjárhags- legri endurskipulagningu frekar en að nýfjárfestingu. í öðru lagi er efnahagsþróunin hér á landi að verða æ háðari viðgangi annarra framleiðslugreina en sjávar- útvegs, eftir því sem nær dregur mörkum þess afla, sem fískistofnarn- ir við landið geta skilað. Hinar nýju greinar eru hins vegar ennþá háðari sveiflum erlendis en sjávarútvegur- inn hefur reynzt vera. Þetta á t.d. við um orkufrekan iðnað, þar sem mikið verðfall hefur átt sér stað bæði vegna minni almennrar eftir- spurnar og aukins framboðs á vest- rænum mörkuðum frá þeim þjóðum, sem áður voru í Sovétríkjunum. Auk þess er í öilum nýjum útflutnings- greinum við harða samkeppni að etja, þar sem framleiðslukostnaður og tækniþróun ráða úrslitum. III. Þær aðstæður, sem nú hefur verið lýst, valda því, að torvelt munu reyn- ast að blása nýju lífí í efnahagsstarf- semi hér á landi fyrr en ytri skilyrði þjóðarbúskaparins batna. Ef vel á að vera, þyrfti bæði að koma til auk- inn hagvöxtur í viðskiptalöndum ís- lendinga, einkum Evrópu, og aukinn afli á íslandsmiðum. Þótt vandinn sé þannig að miklu leyti utanaðkom- andi, hljóta viðbrögðin við honum og efnahagsstefna íslendinga sjálfra að ráða miklu um áhrif efnahagslægð- arinnar á lífskjör og atvinnu svo og á vaxtarskilyrði þjóðarbúsins, þegar til lengri tíma er litið. Enginn vafi leikur á því, að mikil- vægasta skilyrði aukinnar efnahags- starfsemi felst í því að tryggja batn- andi rekstrarskilyrði atvinnufyrir- tækja. Aðeins þannig er von aukinn- ar og arðbærrar framleiðslu, sem síðan mun vekja að nýju áhuga á fjárfestingu og atvinnuuppbyggingu. Mikilvægasta verkefnið frá þessu sjónarmiði er að tryggja framhald þess stöðugleika í verðlagsþróun, sem náðst hefur hér á landi á undan- förnum árum. Takist að forðast óraunhæfar hækkanir kaupgjalds og verðlags, mun samkeppnisstaða ís- lenzks atvinnurekstrar fara jafnt og þétt batnandi á þessu og næsta ári og stuðla þannig að aukinni atvinnu. Stöðugleiki í verðlagi er einnig mikil- væg forsenda skynsamlegra fjárfest- ingaráætlana í framtíðinni og heil- brigðs fjármagnsmarkaðar, er tryggt geti bæði öflugan innlendan sparnað og lækkandi raunvexti. Sama tilgangi þjóna ráðstafanir til þess að bæta skattalega aðstöðu íslenzkra atvinnufyrirtækja, svo að hún verði í engu lakari en í þeim iöndum, sem íslendingar keppa eink- um við um viðskipti. Þótt almenning- ur verði í upphafi að greiða fyrir þessar umbætur í skattalagningu fyrirtækja með hærri sköttum eða í minni opinberri þjónustu, mun sú fórn fljótlega skila sér í hærra at- vinnustigi og meiri tekjum. Einnig er mikilvægt, að ríkisvaldið auki verulega stuðning sinn við vísinda- og tækniþróun í landinu, en nýsköp- un á grundvelli þekkingar og tækni er ein mikilvægasta undirstaða hag- vaxtar í nútímaþjóðfélagi. IV. Enginn vafi er á því, að með þess- um og öðrum ráðstöfunum til þess að treysta undirstöður og auka sam- keppnishæfni íslenzks atvinnurekstr- ar er bæði hægt að draga úr áhrifum efnahagsslægðarinnar og bæta skil- yrði fyrir örari hagvexti í framtíð- inni. Margir kalla hins vegar á skjót- virkari ráðstafanir til þess að auka atvinnu, en þar er raunverulega ekki um aðra kosti að velja en auknar opinberar framkvæmdir, sem fjár- magnaðar væru með peningaþenslu og erlendu lánsfé. Þótt eflaust mætti draga nokkuð úr atvinnuleysi í bili með aðgerðum af þessu tagi, gætu þær orðið þjóðarbúinu dýrkeyptar, þegar fram í sækti. Sannleikurinn er sá, að háu at- vinnustigi hefur verið haldið uppi hér á landi um langt skeið með halla- rekstri ríkissjóðs og skuldasöfnun erlendis. Og þótt tekizt hafi að draga verulega úr ríkissjóðshallanum á ár- inu 1992 og aðhaldssöm fjárlög ver- ið samþykkt fyrir árið 1993, hefur skuldabyrði ríkisins og annarra opin- berra aðila haldið áfram að þyngjast bæði innan lands og utan. Þannig benda nýjustu áætlanir til þess, að hlutfall erlendra skulda af lands- framleiðslu verði komið yfir 60% í lok ársins 1993, sem er um 50% hærra hlutfall en fyrir fimm árum. Samtímis gleypir lánsfjárþörf ríkis- sjóðs, húsnæðiskerfisins og annarra opinberra sjóða meginhluta alls inn- lends sparnaðar og viðheldur þannig háum raunvöxtum þrátt fyrir litla lánsfjáreftirspurn fyrirtækja. Eigi Islendingar að komast út úr þessum vítahring skuldasöfnunar og hárra vaxta, verður því að beita öllum ráð- um til þess að draga úr opinberri lánsfjáreftirspurn í stað þess að auka hana. Ella er-hætta við því, að hin þunga skuldabyrði haldi áfram að hamla hagvexti hér á landi löngu eftir að efnahagslægðin, sem nú gengur yfir hinn iðnvædda heir*,- verður um garð gengin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.