Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Fimmtugur maður viður- kennir sprengjuhótanir Kirkjubæjarklaustur A slysadeild með þyrlu eftir árekstur HARÐUR árekstur varð milli fólksbíls og jepþa á móts við kaupfélagið á Kirkjubæjar- klausrn skömmu fyrir hádegi i gær. Ökumaður fólksbflsins slasaðist og varð að flytja hann á slysadeild Borgarspít- alans. Sjúkrabifreið hélt með mann- inn áleiðis til Reykjavfkur en þegar komið var í Eldhraun var óskað eftir að þyrla Landhelgis- gæslunnar kæmi til aðstoðar og flytti manninn á slysadeild. Þyrl- an var komin á staðinn kl. 15.45 og lenti hún við Borgarspítalann kl. 16.40. LOGREGLAN í Reykjavík handtók fimmtugan mann í fyrrinótt og játaði hann að hafa hringt í hótel, fréttastofu ríkisútvarpsins og til lögreglunnar þá um nóttina og tilkynnt um sprengjur, ýmist í Leifsstöð eða í þotum á Keflavíkurflugvelli. Ekki er stað- fest að hann hafi verið sá sem hringdi í Leifsstöð í fyrrakvöld og tilkynttti um sprengju í flugstöðinni. Maðurinn á við geðræn vandamál að stríða og frá lögreghi fer hann undir læknishend- ur. Honum var sleppt í gærkvöldi. í fyrrakvöld var hringt í Leifsstöð og karlmannsrödd sagði að sprengja spryngi í flugstöðinni kl. 20. Bngin sprenging varð og engin sprengja fannst í húsinu. Skðmmu fyrir kl. 1 í fyrrinótt var hringt til Hótels Loftleiða og þýskumælandi maður sagði að ekkert flug yrði daginn eftir þar sem sprengja væri um borð í þotu á Keflavíkurvelli. Rúmlega eitt var hringt aftur á hótelið og um kl. 1.30 á fréttastofu útvarpsins og til lögreglu. Um kl. 2.25 var svo hringt á Hótel Óðinsvé og enskumælandi maður sagði að ekkert flug yrði frá Keflavík daginn eftir, vegna aðgerða þar. .' Símtölin rakin Símtölin til útvarpsins og lögregl- unnar voru bæði rakin til sama húss í miðborginni. Þangað fór lög- reglan á fjórða tímanum um nóttina og handtók fimmtugan mann. í gærmorgun tók Rannsóknar- lögregla ríkisins við rannsókn máls- ins. Við yfirheyrslur yfir manninum játaði hann að hafa staðið að hring- ingunum um nóttina, en ekki er staðfest að hann hafi hringt í Leifs- stöð á þriðjudagskvöld. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Hann á við geðræn vandamál að stríða og verð- ur nú komið undir læknishendur. VEÐUR IDAGkl. 12.00 HelmiW; Veðurotofa íslands (Byggt é veðurspá kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 11. MARS YFIRUT: Á Grænlandshafi er 994 mb lægð sern pokast norðnorðaust- ur. Um 600 km suðsuðaustur af Hvarfi er 978 mb víðáttumikil lægð sem hreyfist norður. SPÁ: AtlhvÖss suðaustanátt með súld suðvestan- og vestanlands en annars hægari og úrkomulítið annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suöaustan- og austanátt, lengst af strekkingur sunnantil, en fremur hægur vindur nyrðra. Vætusamt um mest aiit land, er> þo verður úrkomulítiö á Norour- landi. Hiti víða á bilinu 4-9 stig. Nýir veðurfregnatírnar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. Q Heiðskírt r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda ]+ ¦-<& á m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V" v * * * * * * * * Snjókoma Skúrir Slydduél V Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstcfnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig 10° Hitastig V SúW = Þoka 3 FÆRÐAVEGUM; »1.17^01^ ^ Flestar aðalheiðar á landínu eru færar, en þó er ófært um Breiðadals- heiðí og Botnsheiði og verða þær mokaðar fyrir helgi. Upplýsingar um færð eru vefttar hjá Vegaeftirlíti í síma 91-631500 og á grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að í$l, tíma Akureyri hiti veöur 5 hálfskýjað 4 skúr Bergen 2 Helslnki 2 Kaupmannahöfn 4 Narssarssuaq +3 Nuuk Ósló Stokkhólmur Þórshöfn +16 4 2 4 þokumóða snjókoma lóttskýjað akýjað skýjað alakýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankíurt Hamborg London LosAngeles Ltíxemfaorg Madríd Mallorca Montreal NewYqrk Orlando París Madeira Rom Vfn Washington Winnípeg 16 9 13 7 0 10 5 6 7 10 12 16 15 +4 1 12 13 17 12 5 3 +15 þokumóða mlstur léttskýjað snjókoma þokumóða mlshir mistur mistur atskýjað skýjað vantar vantar skýjað léttskýjað snjókoma iéttskýjaö heiðskfrt léttskýjað skýjoð bokumóða heiðskirt alskýjað okýjað Féll á snjósleða 27 m af gilbarmi Morgunblaðið/Þorkell Brotinn og marinn STEINN Guðmundsson slapp vel frá slysinu á mánudag, en hann er þó viðbeinsbrotinn, tognaður á ökkla og mjðg bólginn víða um líkamann. 27metrafall STEINN féll 27,35 metra niður klettahlíðina, frá þeim stað þar sem menn- irnir standa uppi á brún- inni og niður að þeim stað þar sem vélsleðarnir eru. Myndin var tekin þegar félagar hans fóru að ná í brakið af sleðanum á þriðjudag, en hann er mjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. „Eg rankaði við mér með höfuðið á kafi í Svartá £« „ÉG þeyttist fram af brúninni og skall utan í klettaveggnum svo hjálmurinn brotnaði. Svo missti ég meðvitund, en rankaði við mér með höfuðið á kafi í Svartá. Þá var ég búinn að missa hjálminn," ságði Steinn Guðmundsson, línumaður hjá Landsvirkjun. Hann fór á vél- sleða fram af rúmlega 27 metra gilbrún á mánudag, þegar hann og félagar hans tveir voru í reglubundnu eftirUti við Hraun- eyjarfosslínu. Steinn slapp ótrú- lega vel frá fallinu, er viðbeins- brotinn, tognaði á ökkla og með eymsli í hálsi. Þá er hann mjög bólginn. „Ég var að skoða línuna ásamt tveimur félögum mínum, Jóni Inga Skúlasyni og Hallgn'mi Scheving, en slíkt eftirlit er fjórum sinnum á ári," sagði Steinn í samtali við Morgunblaðið á Borgarspítalanum í gær. „Það var ágætt veður, en kom blindhríð inn á milli. Þegar við vorum komnir að Svartá um kl. 15, sá ég allt í einu að ég var miklu nær gilbrúninni en ég hugði. Ég reyndi að sveigja frá, en náði því ekki og kastaðist fram af á vélsleðanum." Höfuðið í kafi Þeir félagarnir voru á austurleið þegar þeir komu að gilinu, þar sem Svartá rennur á Hrunamannaafrétti. Jón Ingi og Hallgrímur sáu á eftir Steini fram af brúninni, en þeir náðu að stöðva í tæka tíð. „Hjálmurinn hefur vafalaust bjargað mér því ég skall með höfuðið utan í klettasyllu á leiðinni niður. Við það missti ég meðvitund. Svo skall ég á ísi lagðri ánni í gilbotninum og ísinn brotnaði undan mér að hluta. Ég rankaði við mér með höfuðið á kafi í vatni og var þá búinn að missa hjálminn^ sem reyndist svo vera brotinn. Eg gat staðið upp og fannst í fyrstu að allt væri í lagi með mig, en ég missti fljótlega meðvitund stutta stund á ný. Ég er feginn að ég var á lítilli ferð, því annars hefði ég kastast við- stöðulaust fram af og niður í gilbotninn." Jón Ingi og Hallgrímur komu fljótt á vettvang. Steini tókst að komast upp úr gilinu með aðstoð þeirra og fóru þeir í neyðarbúðir Hrauneyjarfossvirkjunar á Heljar- kinn. Þar kyntu þeir húsið og hugðu að meiðslum Steins. Menn- irnir voru með talstöðvar með sér og gátu kallað á hjálp. Jeppi kom á móti þeim að Possá og flutti Stein niður á veg, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hann á Borgarspítal- ann. Þakklátur „Ég er mjög þakklátur félögum mínum og öðrum, sem aðstoðuðu mig við að komast undir læknishendur," sagði Steinn. „Ég býst við að verða frá vinnu í 2-3 mánuði, því það er ekki hægt að gera að meiðslum mínum fyrr en eftir um tvær vikur, vegna þess hvað ég er bólginn. En þetta fór allt miklu betur en á horfðist."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.