Morgunblaðið - 11.03.1993, Page 4

Morgunblaðið - 11.03.1993, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Fimmtugur maður viður- kennir sprengjuhótanir Kirkjuba'jarklaustur A slysadeild með þyrlu eftir árekstur HARÐUR árekstur varð milli fólksbíls og jeppa á móts við kaupfélagið á Kirkjubæjar- klaustri skömmu fyrir hádegi í gær. Ökumaður fólksbflsins slasaðist og varð að flytja hann á slysadeild Borgarspít- alans. Sjúkrabifreið hélt með mann- inn áleiðis til Reykjavíkur en þegar komið var í Eldhraun var óskað eftir að þyrla Landhelgis- gæslunnar kæmi til aðstoðar og flytti manninn á slysadeild. Þyrl- an var komin á staðinn kl. 15.45 og lenti hún við Borgarspítalann kl. 16.40. LÖGREGLAN í Reykjavík handtók fimmtugan mann í fyrrinótt og játaði hann að hafa hringt í hótel, fréttastofu ríkisútvarpsins og til lögreglunnar þá um nóttina og tilkynnt um sprengjur, ýmist í Leifsstöð eða í þotum á Keflavíkurflugvelli. Ekki er stað- fest að hann hafi verið sá sem hringdi í Leifsstöð í fyrrakvöld og tilkynnti um sprengju í flugstöðinni. Maðurinn á við geðræn vandamál að stríða og frá lögreglu fer hann undir læknishend- ur. Honum var sleppt í gærkvöldi. í fyrrakvöld var hringt í Leifsstöð og karlmannsrödd sagði að sprengja spryngi í flugstöðinni kl. 20. Engin sprenging varð og engin sprengja fannst í húsinu. Skömmu fýrir kl. 1 í fyrrinótt var hringt til Hótels Loftleiða og þýskumælandi maður sagði að ekkert flug yrði daginn eftir þar sem sprengja væri um borð í þotu á Keflavíkurvelli. Rúmlega eitt var hringt aftur á hótelið og um kl. 1.30 á fréttastofu útvarpsins og til lögreglu. Um kl. 2.25 var svo hringt á Hótel Óðinsvé og enskumælandi maður sagði að ekkert flug yrði frá Keflavík daginn eftir, vegna aðgerða þar. Símtölin rakin Símtölin til útvarpsins og lögregl- unnar voru bæði rakin til sama húss í miðborginni. Þangað fór lög- reglan á fjórða tímanum um nóttina og handtók fimmtugan mann. í gærmorgun tók Rannsóknar- lögregla ríkisins við rannsókn máls- ins. Við yfirheyrslur yfir manninum játaði hann að hafa staðið að hring- ingunum um nóttina, en ekki er staðfest að hann hafi hringt í Leifs- stöð á þriðjudagskvöld. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Hann á við geðræn vandamál að stríða og verð- ur nú komið undir læknishendur. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 11. MARS YFIRLIT: Á Grænlandshafi er 994 mb lægð sem þokast norðnorðaust- ur. Um 600 km suðsuðaustur af Hvarfi er 978 mb víðáttumikil lægð sem hreyfist norður. SPA: Allhvöss suðaustanátt með súld suðvestan- og vestanlands en annars hægari og úrkomulítið annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðaustan- og austanátt, lengst af strekkingur sunnantil, en fremur hægur vindur nyrðra. Vætusamt um mest allt land, en þó verður úrkomulítiö á Norður- landi. Hiti víða á bilinu 4-9 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. o <á •ö A Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. r r r * f * * * * . ± * 10° Hitastig f f f f f * f f * f * * * * * V V V V Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ' FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 tgær) Flestar aðalheiðar á landinu eru færar, en þó er ófært um Breiðadals- heiði og Botnsheiði og verða þær mokaðar fyrir helgi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ágrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veÖur Akureyri 5 hálfekýjað Reykjavfk 4 skúr Bergen 2 tjalfskýjaö Helslnkl 2 skýjað Kaupmannahöfn 4 þokumóða Narasarasuaq +3 1 1 I Nuuk ■r16 léttskýjað Ósló 4 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 9 mlstur ' Bercelona 13 léttskýjað Berlín 7 léttskýjað Chicago 0 snjókoma Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 5 mistur Glasgow 6 mistur Hamborg 7 mistur London 10 alskýjað Los Angeles 12 skýjað Lúxemborg vantar Madríd vantar Malaga 16 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal +4 snjókoma New York 1 léttskýjað Orlando 12 heiðsklrt París 13 léttskýjað Madelra 17 skýjað Róm 12 þokumóða Vín 5 heiðskfrt Washington 3 alskýjað Winnipeg +15 skýjað Féll á snjósleða 27 m af gilbarmi Morgunblaðið/Þorkell Brotinn og marinn STEINN Guðmundsson slapp vel frá slysinu á mánudag, en hann er þó viðbeinsbrotinn, tognaður á öklda og mjög bólginn víða um líkamann. 27 metra fall STEINN féll 27,35 metra niður klettahlíðina, frá þeim stað þar sem menn- irair standa uppi á brún- inni og niður að þeim stað þar sem vélsleðarnir era. Myndin var tekin þegar félagar hans fóru að ná í brakið af sleðanum á þriðjudag, en hann er mjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. „Ég rankaði við mér með höfuðið á kafi í Svartá“ „ÉG þeyttist fram af brúninni og skall utan í klettaveggnum svo hjálmurinn brotnaði. Svo missti ég meðvitund, en rankaði við mér með höfuðið á kafi í Svartá. Þá var ég búinn að missa hjálminn," sagði Steinn Guðmundsson, línumaður hjá Landsvirkjun. Hann fór á vél- sleða fram af rúmlega 27 metra gilbrún á mánudag, þegar hann og félagar hans tveir voru í reglubundnu eftirliti við Hraun- eyjarfosslínu. Steinn slapp ótrú- lega vel frá fallinu, er viðbeins- brotinn, tognaði á ökkla og með eymsli í hálsi. Þá er hann mjög bólginn. „Eg var að skoða línuna ásamt tveimur félögum mínum, Jóni Inga Skúlasyni og Hallgrími Scheving, en slíkt eftirlit er fjórum sinnum á ári,“ sagði Steinn í samtali við Morgunblaðið á Borgarspítalanum í gær. „Það var ágætt veður, en kom blindhríð inn á milli. Þegar við vorum komnir að Svartá um kl. 15, sá ég allt í einu að ég var miklu nær gilbrúninni en ég hugði. Ég reyndi að sveigja frá, en náði því ekki og kastaðist fram af á vélsleðanum." Höfuðið í kafi Þeir félagamir voru á austurleið þegar þeir komir að gilinu, þar sem Svartá rennur á Hrunamannaafrétti. Jón Ingi og Hallgrímur sáu á eftir Steini fram af brúninni, en þeir náðu að stöðva í tæka tíð. „Hjálmurinn hefur vafalaust bjargað mér því ég skall með höfuðið utan í klettasyllu á leiðinni niður. Við það missti ég meðvitund. Svo skall ég á ísi lagðri ánni í gilbotninum og ísinn brotnaði undan mér að hluta. Ég rankaði við mér með höfuðið á kafi í vatni og var þá búinn að missa hjálminn; sem reyndist svo vera brotinn. Eg gat staðið upp og fannst í fyrstu að allt væri í lagi með mig, en ég missti fljótlega meðvituqd stutta stund á ný. Ég er feginn að ég var á lítilli ferð, því annars hefði ég kastast við- stöðulaust fram af og niður í gilbotninn." Jón Ingi og Hallgrímur komu fljótt á vettvang. Steini tókst að komast upp úr gilinu með aðstoð þeirra og fóru þeir í neyðarbúðir Hrauneyjarfossvirkjunar á Heljar- kinn. Þar kyntu þeir húsið og hugðu að meiðslum Steins. Menn- irnir voru með talstöðvar með sér og gátu kallað á hjálp. Jeppi kom á móti þeim að Fossá og flutti Stein niður á veg, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hann á Borgarspítal- ann. Þakklátur „Ég er mjög þakklátur félögum mínum og öðrum, sem aðstoðuðu mig við að komast undir læknishendur," sagði Steinn. „Ég býst við að verða frá vinnu í 2-3 mánuði, því það er ekki hægt að gera að meiðslum mínum fyrr en eftir um tvær vikur, vegna þess hvað ég er bólginn. En þetta fór allt miklu betur en á horfðist."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.