Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 43 ,_ Minning- Júlíus Helgi Lárusson Kirkjubæjarklaustri Fæddur 6. júlí 1905 Dáinn 18. febrúar 1993 Hinn 25. febrúar fór fram frá Fossvogskirkju útför Júlfusar Helga Lárussonar frá " Kirkjubæjar- klaustri, en hann lést 18. febrúar sl. Júlíus var fæddur 6. júlí 1905 í Múlakoti á Síðu. Foreldrar hans voru hjónin Elín Sigurðardóttir frá Breiðabólsstað og Lárus Helgason frá Fossi. Bjuggu þau hjón í Múla- koti frá 1901 til 1906. Sama ár og Júlíus fæddist hefur ríkt áræði og bjartsýni í hugum foreldra hans, því að það ár kaupa þau jörðina Kirkjubæjarklaustur. Arið 1906 flytjast þau á jörð sína með þrjá unga syni, þá Helga, Siggeir og Júlíus Helga. Á Klaustri fæddust þeim tveir synir, Valdimar og Berg- ur. Núna eru fjórir elstu synir þeirra hjóna látnir, en sá yngsti, Bergur, býr í Kópavogi. Á Klaustri var á þeirra tíma mælikvarða húsnæði gott og var heimilið ætíð fjölmennt og gesta- gangur mikill. Með fjölskyldunni Birting af- mælis- og minningar- greina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- st jórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík, og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. - Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hlið- stætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælis- greina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá geng- in, vélrituð og með góðu línu- bili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. ERFIDRYKKJUR ^Verðfrákr.850- perlan sími 620200 ErMrykkjur Glæsileg kafii- hlaðborð fallegir salirogmjög góð þjónusta. Upprýsingar ísíma22322 FLUGLEIOIR fluttu frá Múlakoti móðurforeldrar bræðranna Gyðríður Ólafsdóttir ljósmóðir og Sigurður Sigurðsson smiður. Voru bræðurnir elskir að afa sínum og ömmu. Létust þau á Klaustri í hárri elli. Einnig bjó móðir Lárusar, Halla Lárusdóttir frá Fossi, hjá syni sínum og tengda- dóttur á Klaustri síðustu æviárin. Á heimili Klausturhjónanna var farskóli sveitarinnar um skeið. Bræðurnir uxu úr grasi við leik og störf. Miklar framfarir fóru í hönd. Árið 1922 var raflýst á Klaustri. Aðalverkfærin sem notuð voru við þá framkvæmd voru haki og skófla. Grafa þurfti skurði í Klaustursheiði til að auka vatns- magn. Við þetta verk vann Júlíus frændi minn hörðum höndum. Sem ungur maður fór Júlíus á vertfðar á vetrum og var á togurum. Sumar- ið 1927 var ráðin ung og glæsileg kaupakona að Klaustri. Var það Anna Kristjánsdóttir frá Fremsta- felli í Köldukinn, Suður-Þing. Felldu þau Júlíus hugi saman og giftust þau 12. júní 1928. Anna gerðist síðan stöðvarstjóri og veðurathug- unarmaður á Klaustri. Einkadóttir þeirra er Unnur, fædd 1930. Árið 1926 hófst bílaöld í Vestur- Skaftafellssýslu. Þá fékk Bjarni í Hólmi sér fyrsta bílinn og var hon- um skipað upp úr mb. Skaftfellingi við Skaftárósa. Var bíllinn borinn upp að verslunarhúsinu þar, settur í gang og ekið að Hólmi. Smíðaði Bjarni pall og hús á bílinn. Var þetta ævintýri líkast. Á næstu árum bættust við nokkrir bflar, 1930 er sagt frá að flest það sem flytja þyrfti um sýsluna væri flutt með bflum. Markarfljót var brúað 1934 og Múlakvísl 1935, eftir það mátti heita greiðfært á bfl til Reykjavíkur austan af Síðu. Júlíus hóf á fjórða áratugnum vörubflaakstur á milli Klausturs og Reykjavíkur. Voru þá vegirnir öðru- vísi en þeir gerast í dag. Á milli Klausturs og Víkur var fimm tíma akstur, sem í dag tekur tæpan klukkutíma. Átti Júlíus þar margar ógleymanlegar ferðir. Sagði hann mér m.a. frá ferð þegar þeir Jón Björnsson voru að flytja frosið kjöt til Reykjavíkur. Bflarnir drógu ekki hlaðnir upp Hrífunesheiðina. Þurftu þeir því að létta bflana og bera 100 skrokka upp verstu brekkurnar. Svo sannarlega var ekki allt tekið út með sældinni á þeim árum. Á vöru- bfl sínum fluttu Júlíus plöntur þær sem í dag prýða brekkur Kirkjubæj- arklausturs. Sótti hann þær í gróðr- arstöð Hermanns Jónassonar í Fossvogi. Sagðist Júlíus hafa verið feginn þegar hann komst úr Foss- voginum með drekkhlaðinn bflinn án þess að festa hann í votlendinu. Arið 1947 flyst Júlíus ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur. Bjuggu þau þar í nokkur ár. Þau byggðu sér hús við Álfhólsveginn í Kópa- vogi og áttu þar heima í mörg ár. Síðasta heimili Júlíusar var í Hrauntungu 20 í Kópavogi. Þar bjó öll fjölskyldan, hjónin ásamt Unni og syni hennar, Eiríki Tómassyni. Síðan kom kona Eiríks, Hulda Svav- arsdóttir, til sögunnar og bðrnin þrjú, sem að sjálfsögðú urðu lang- afa miklir gleðigjafar. Anna kona Júlíusar lést árið 1983. Þegar til Reykjavíkur kom starf- aði Júlíus við smurstöð sem hann rak á Kópavogshálsi ásamt bróður sínum. Starfsævinni lauk hann sem vaktmaður í versluninni Geysi. Júl- íus var með kölkun í mjöðmum. Man ég ekki eftir honum öðruvísi en með staf. En hann var harður af sér og lét það ekki aftra sér við vinnu. Þegar Júlíus var kominn yfir sjötugt réðst hann ásamt fjölskyldu sinni í að byggja sumarbústað á Bjarnatóftum í landi Kirkjubæjar- klausturs. Þar er mjög fagurt, grasi vaxnar hlíðar undir Klausturfjalli. Til austurs blasir Síðan við og kon- ungur íslenskra fjalla, Öræfajökull, í allri sinni dýrð. Þar undi hann hag sínum vel. Var alltaf mjög gaman að koma í sumarbústaðinn í heim- sókn til Júlíusar og Unnar. Unnur annaðist föður sinn vel meðan hún hafði heilsu til. Bjó hann heima hjá sér þar til fyrir tæpum tveimur árum að hann fór á hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Naut hann þar góðrar umönnunar. En það hefur sjálfsagt verið erfitt fyrir eljumann sem Júlíus Lárusson að verða þrotinn að kröftum og bundinn við hjólastól. En nú er hann laus úr viðjum ellinnar. Að leiðarlokum þakka ég frænda mín- um ágæt kynni og óska ástvinum hans blessunar. Elín A. Valdimarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, IIMGÓLFUR JÓNSSON frá Prestbakka, kennari og rithöfundur, lést f Landspítalanum 9. mars. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, Ómar Ingólfsson, Auður Ingólfsdóttir, Sigurður Ingólfsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR STEFÁNSSON fyrrverandi skipstjóri, Sundlaugavegi 24, Reykjavík, sem andaðist 1. mars sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudag- inn 12. mars kl. 15.00. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Emil Ingólfsson, Jónína Haraldsdóttir, Gu&mundur Ingólfsson, Sigríður Einarsdóttir, Stefán Ingólfsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Kristinn Ingólfsson, Birna Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN KR. JÓHANNSSON, verður jarðsunginn frá Sauðaneskirkju laugardaginn 13. nriars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysavarnardeildin Hafliða á Þórshöfn. María Jóhannsdóttir, Jóhann A. Jónsson, Rósa Daníelsdóttir, Raf n Jónsson, Kristín Kjartansdóttir, Hreggviður Jónsson, Hlín Sverrisdóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, ÁGÚST SIGURÐSSON, Stykkishólmi, lést mánudaginn 8. mars. Jarðsett verður frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. mars kl. 16.00. Sætaferðir verða frá BSt þann dag kl. 12.00. Rakel Olsen. t Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR BÖÐVARSDÓTTU R, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 12. mars kl. 13.30. Böðvar B. Sigurðsson, Hrefna Sigurðardóttir, Sigfús B. Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Guðný Sigurðardóttir, Bryndís E. Sigurðardóttir, og barnabörn. Hjördfs Ágústsdóttir, Jóhanna Sumarliðdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Einar Sigurjónsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinarhug vegna fráfalls GUÐNAS. GUÐNASONAR, hljóðfæraleikara, Langholtsvegi 75, Reykjavík. Valborg H. Karlsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, HJARTAR KRISTJÁNSSONAR sjómanns, Urðavegi 80, ísafirði. Sérstakar þakkir til áhafnar og útgerðar Júlíusar Geirmundsson- ar, ÍS 270. Fyrir hönd aðstandenda, Hjörtur Hjartarson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÞORBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Bollakoti, Fljótshlfð. Ragnar Jónsson, Vilmunda Guðbjartsdóttir, Árni Ólafsson, Óiafur Þorri Gunnarsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Ragnar Björn Egilsson, Þórir Már Ólafsson, Ólína Dröfn Ólafsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HÁKONAR SVANS MAGNÚSSON AR, Stffluseli6, Reykjavfk. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Grensásdeildar, 2. hæð. Svanhildur G. Sigurðardóttir, Helga Hákonardóttir, Þór Garðarsson, Hildur Hákonardóttir, Þorgeir Guðmundsson, Magnús Hákonarson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.