Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 20
20 AMftifGI ,As. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 o t t&BtMsbtríi' Morgunblaðið/Árni Sæberg 16 stúlkur í fegurðar- samkeppni Reykjavíkur Fegurðardrottning Reykjavíkur verður krýnd á Hótel íslandi 2. apríl. Þátttakendur í keppninni koma víðs vegar af Stór-Reykjavík- ursvæðinu og hafa aldrei verið fleiri en nú, alls 16 talsins. Undirbúningur þeirra fyrir keppnina er hafinn, þær eru í líkamsrækt hjá Katrínu Hafsteinsdóttur í World Class og á gönguæfingum hjá Esther Finn- bogadóttur. Fegurðardrottning Reykjavíkur vinnur sér inn þátttökurétt f fegurðarsamkeppni ísland en auk hennar gefst 6-8 stúlkum úr Reykjavík kostur á þátttðku. Stúlkurnar heita, efri röð frá vinstri: Ólöf Krist- ín Kristjánsdóttir, Þórhildur Þóroddsdóttir, Nanna Guðbergsdóttir, Svava Björk Harðardóttir, Svala Björk Arnardóttir, Andrea Róbertsdóttir, Guðríður Jónsdóttir, Guðrún Rut Hreiðarsdóttir. Miðröð f.v.: Ásdís Jónsdóttir, Ástrós Hjálmtýsdóttir. Neðri röð f.v.: María Guðjónsdóttír, Hafdís Jónsdóttir, Thelma Guðmundsdóttir, Brynja Vífilsdóttir, Krist- ín Ásta Kristinsdóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Ögðu Hallgrímsdóttur. íslenskur hjartalæknir um danskar rannsóknir á áhrifum áfengisneyslu Rannsóknin náði til afmarkaðs hóps „RANNSÓKN þessi á við mjög afmarkaðan hóp karla með sér- staka erfðauppbyggingu og gefur alls ekki tilefni til ályktana um gagnsemi áfengis sem vernd gegn hjartasjúkdómum almennt," segir Ástráður B. Hreiðarsson, sérfræðingur í hormóna- og efna- skiptasjúkdómum á Landspítalanum, um niðurstöður rannsóknar danskra lækna sem fram komu í breska tímaritinu Lancet 13. febr- úar sl. Þar kom fram að áfengi geti haft fyrirbyggjandi áhrif á afmarkaðan hóp hjartasjúklinga. Viðtal við einn læknanna, Hans Ole Hein, birtist í Morgunblaðinu 26. febrúar síðastliðinn undir fyrirsögninni „Áfengi eykur lífslíkurnar". Þá sagði Ástráður einn- ig að afleiðingar áfengisneyslu fyrir heilsuna að öðru leyti væru ekki þannig að hægt væri að mæla með áfengi sem lyfi eða fyrir- byggjandi aðferð. GreinarhÖfundar hafa áður sýnt fram á fylgni milli blóðflokksins Lewis (a- b-) og eftirtalinna þátta: Offitu, óhagstæðrar blóðfítu, til- hneigingu tíl sykursýki og háþrýst- ings, ásamt hættu á kransæðasjúk- dómum. Samkvæmt könnun þeirra hafa um 9,6% af dönskum körlum þennan ákveðna blóðflokk, en tíðni hans hér á landi er mun lægri eða um 5,1%. I greininni skýra þeir meðal ann- ars frá afdrifum 280 karla af þess- um blóðflokki, sem fylgst var með í fjögur ár. í ljós kom að þeir sem á þeim tíma fengu kransæðaáfall (14 manns) neyttu mun minna áfengis en þeir sem sluppu. Á þessu byggja þeir niðurstöður sínar, að áfengi virtist vernda gegn krans- æðaáföllum. Þörf á mun víðtækari rannsóknum Dönsku Iæknarnir velta því fyrir sér hvort ofangreind hagstæð áhrif áfengis hjá þessum hópi manna geti mögulega skýrst af breytingu á sykurefnaskiptum, það er með auknu insúlínnæmi og minna insúl- íni í blóði. Þeir vísa meðal annars I tilraunir, þar sem insúlínnæmi er bætt hjá feitum rottum, sem fá síð- ur hjartasjúkdóma ef þeim er gefíð áfengi. En allt eru þetta vangaveltur," segir Ástráður. „Þörf er á mun víð- tækari rannsóknum, til að eitthvað sé hægt að segja með vissu um hvað hér sé á ferðinni. Rétt er að geta þess að stærri ferilrannsóknir hafa sýnt að hófleg áfengisneysla virðist draga úr kransæðaáfðllum, en ofdrykkja eykur aftur á móti tíðni hjartaáfalla. Það er mjög hættulegt að draga út niðurstöður svona afmarkaðra rannsókna og slá því fram að áfengisneysla auki líf- slíkur. Hún dregur miklu frekar úr þeim, þegar allt er talið." Siðanefnd Blaðamannafélags íslands birtir úrskurði Tveimur kærum vísað frá SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur vísað frá sér tveim- ur kærum frá árinu 1992. Annars vegar er um að ræða kæru vegna frétta í Pressunni 17. september og Víkurfréttum 24. sept- ember 1992. Hins vegar er um að ræða kæru vegna minningar- greinar i Morgunblaðinu 17. nóvember 1992. í niðurstöðu siðanefndar várð- (fjölmiðlum í þessu tilviki). Það andi fyrra málið segir að f 2. mgr. 6. gr. siðareglna blaðamanna sé ákvæði þess efnis að kærandi skuli „leita leiðréttingar mála sinna hjá viðkomandi fjölmiðli" hafi ekki verið gert en eigi fortaka- laust við. Siðanefndin vísar síðari ákær- unni frá á þeim forsendum að siða- reglur Blaðamannafélagsins kveði einkum og sér í lagi á um frétta- flutning fjölmiðla og efni sem blaðamenn vinni sjálfir. Hvorki verði ráðið af reglunum að þær taki til aðsends efnis, s.s. minning- argreina, sem blöð taki til birting- ar frá almenningi, né að fyrir mönnum hafí vakað við samþykkt reglnanna að siðanefnd bæri að leggja mat á slíkt efni og úrskurða um það. Umhverfisnefnd Sameinuðu þjóðanna Mikil áhersla lögð á skýrar vinnureglur FYRSTI fundur Umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna um um- hverfi og sjálfbæra þróun var haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 24.-26. febrúar. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu og annar fulltrúi íslandinga á fundinum, ávarpaði nefndarmenn fyrir hönd Norðurlandanna og lagði ríka aherslu á að nefndinni yrðu settar skýrar vinnureglur. Hlutverk Umhverfisnefndarinnar er að fylgja eftir samþykktum heimsráðstefnu SÞ á liðnu sumri. Skipulag Magnús sagði að til þess að hægt yrði að fara yfír alla þætti Ríó-ráðstefnunnar fyrir árið 1997, eins og stefnt væri að, yrði að skipu- DYNAFIT BARNASKÓR stærðir 28-35 DYNAFITJUNIORI VERÐ-*800— TILBOÐ 2.900 UNGLINGASKÓR stærðir 35-41 DYNAFIT JUNIOR II VER&-S-700 TILBOÐ 3.400 UNGLINGA KEPPNISSKÓR stærðir. 35-41 DYNAFIT COMP SR JUN. VERe-rtr480 TILBOÐ 6.900 FULLORÐINSSKÓR stærðir 40-46 DYNAFIT3F611 VERÐ-f2^50 TILBOÐ 8.600 Nýtt símanúmer Póstsendum samdægurs og mikið af skíðum á hlægilega lágu verði. Nú er tækifærið að versla ódýrt á alla fjölskylduna. SKATABUDIN SÍMAR 612045 OG 624145 leggja vinnu nefndarinnar afar vel og gæta þess að eingöngu yrði rætt um meginatriði. Þannig hefði hann í ávarpi sínu lagt áherslu á að gengið yrði frá skýrum vinnu- reglum, strax á fyrsta formlega fundi nefndarinnar í New York 14,- 25. júní í sumar. Málefnum skipt niður á ár Hann sagðist ennfremur hafa lagt til að verkefnum nefndarinnar væri skipt í flokka þar sem annars vegar væru um að ræða verkefni sem snertu marga fleti, s.s. fjár- mögnun, og hins vegar einstök verkefni, s.s loftmengun, mengun sjávar o.s.frv. Hefði hann gert ráð fyrir að nefndin fjallaði um málefni innan fyrri flokksins á hverju ári en verkefnum úr síðari flokknum yrði skipt niður á ár. Aðspurður sagði hann líkur til að málefni sjáv- arins yrðu tekin fyrir árið 1995. Þess má í því sambandi geta að haldin verður ráðstefna um veiðar á flökkustofnun milli lögsögu ríkja og úthafa í sumar og um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðv- um á næsta ári. 43YUNDAI gHTæknivaS Skeifan 17, simi 68 16 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.