Morgunblaðið - 11.03.1993, Page 20

Morgunblaðið - 11.03.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Morgunblaðið/Árni Sæberg 16 stúlkur í fegurðar- samkeppni Reykjavíkur Fegurðardrottning Reykjavíkur verður krýnd á Hótel íslandi 2. apríl. Þátttakendur í keppninni koma víðs vegar af Stór-Reykjavík- ursvæðinu og hafa aldrei verið fleiri en nú, alls 16 talsins. Undirbúningur þeirra fyrir keppnina er hafinn, þær eru í líkamsrækt hjá Katrínu Hafsteinsdóttur í World Class og á gönguæfingum hjá Esther Finn- bogadóttur. Fegurðardrottning Reykjavíkur vinnur sér inn þátttökurétt í fegurðarsamkeppni ísland en auk hennar gefst 6-8 stúlkum úr Reykjavík kostur á þátttöku. Stúlkumar heita, efri röð frá vinstri: Ólöf Krist- ín Kristjánsdóttir, Þórhildur Þóroddsdóttir, Nanna Guðbergsdóttir, Svava Björk Harðardóttir, Svala Björk Amardóttir, Andrea Róbertsdóttir, Guðríður Jónsdóttir, Guðrún Rut Hreiðarsdóttir. Miðröð f.v.: Ásdís Jónsdóttir, Ástrós Hjálmtýsdóttir. Neðri röð f.v.: María Guðjónsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Thelma Guðmundsdóttir, Brynja Vífilsdóttir, Krist- ín Ásta Kristinsdóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Ögðu Hallgrímsdóttur. Siðanefnd Blaðamannafélags íslands birtir úrskurði Tveimur kærum vísað frá SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur vísað frá sér tveim- ur kærum frá árinu 1992. Annars vegar er um að ræða kæru vegna frétta í Pressunni 17. september og Víkurfréttum 24. sept- ember 1992. Hins vegar er um að ræða kæru vegna minningar- greinar í Morgunblaðinu 17. nóvember 1992. í niðurstöðu siðanefndar varð- (fjölmiðlum í þessu tilviki). Það andi fyrra málið segir að í 2. mgr. 6. gr. siðareglna blaðamanna sé ákvæði þess efnis að kærandi skuli „leita leiðréttingar mála sinna hjá viðkomandi fjölmiðli" hafi ekki verið gert en eigi fortaka- laust við. Siðanefndin vísar síðari ákær- unni frá á þeim forsendum að siða- reglur Blaðamannafélagsins kveði Islenskur hjartalæknir um danskar rannsóknir á áhrifum áfengisneyslu Rannsóknin náði til afmarkaðs hóps „RANNSÓKN þessi á við mjög afmarkaðan hóp karla með sér- staka erfðauppbyggingu og gefur alls ekki tilefni til ályktana um gagnsemi áfengis sem vernd gegn hjartasjúkdómum almennt,“ segir Ástráður B. Hreiðarsson, sérfræðingur í hormóna- og efna- skiptasjúkdómum á Landspítalanum, um niðurstöður rannsóknar danskra lækna sem fram komu í breska tímaritinu Lancet 13. febr- úar sl. Þar kom fram að áfengi geti haft fyrirbyggjandi áhrif á afmarkaðan hóp hjartasjúkiinga. Viðtal við einn læknanna, Hans Ole Hein, birtist í Morgunblaðinu 26. febrúar siðastliðinn undir fyrirsögninni „Áfengi eykur Iífslíkurnar“. Þá sagði Ástráður einn- ig að afleiðingar áfengisneyslu fyrir heilsuna að öðru leyti væru ekki þannig að hægt væri að mæla með áfengi sem lyfi eða fyrir- úyggjandi aðferð. Greinarhöfundar hafa áður sýnt fram á fylgni milli blóðflokksins Lewis (a- b-) og eftirtalinna þátta: Offítu, óhagstæðrar blóðfítu, til- hneigingu til sykursýki og háþrýst- ings, ásamt hættu á kransæðasjúk- dómum. Samkvæmt könnun þeirra hafa um 9,6% af dönskum körlum þennan ákveðna blóðflokk, en tíðni hans hér á landi er mun lægri eða um 5,1%. í greininni skýra þeir meðal ann- ars frá afdrifum 280 karla af þess- um blóðflokki, sem fylgst var með í fjögur ár. í ljós kom að þeir sem á þeim tíma fengu kransæðaáfall (14 manns) neyttu mun _ minna áfengis en þeir sem sluppu. Á þessu byggja þeir niðurstöður sínar, að áfengi virtist vernda gegn krans- æðaáföllum. Þörf á mun víðtækari rannsóknum Dönsku læknarnir velta því fyrir sér hvort ofangreind hagstæð áhrif áfengis hjá þessum hópi manna geti mögulega skýrst af breytingu á sykurefnaskiptum, það er með auknu insúlínnæmi og minna insúl- íni í blóði. Þeir vísa meðal annars í tilraunir, þar sem insúlínnæmi er bætt hjá feitum rottum, sem fá síð- ur hjartasjúkdóma ef þeim er gefíð áfengi. En allt eru þetta vangaveltur," segir Ástráður. „Þörf er á mun víð- tækari rannsóknum, til að eitthvað sé hægt að segja með vissu um hvað hér sé á ferðinni. Rétt er að geta þess að stærri ferilrannsóknir hafa sýnt að hófleg áfengisneysla virðist draga úr kransæðaáföllum, en ofdrykkja eykur aftur á móti tíðni hjartaáfalla. Það er mjög hættulegt að draga út niðurstöður svona afmarkaðra rannsókna og slá því fram að áfengisneysla auki líf- slíkur. Hún dregur miklu frekar úr þeim, þegar allt er talið." einkum og sér í lagi á um frétta- flutning fjölmiðla og efni sem blaðamenn vinni sjálfír. Hvorki verði ráðið af reglunum að þær taki til aðsends efnis, s.s. minning- argreina, sem blöð taki til birting- ar frá almenningi, né að fyrir mönnum hafí vakað við samþykkt reglnanna að siðanefnd bæri að leggja mat á slíkt efni og úrskurða um það. Umhverfisnefnd Sameinuðu þjóðanna Mikil áhersla lögð á skýrar vinnureglur FYRSTI fundur Umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna um um- hverfi og sjálfbæra þróun var haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 24.-26. febrúar. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu og annar fulltrúi íslandinga á fundinum, ávarpaði nefndarmenn fyrir hönd Norðurlandanna og lagði ríka áherslu á að nefndinni yrðu settar skýrar vinnureglur. Hlutverk Umhverfisnefndarinnar er að fylgja eftir samþykktum heimsráðstefnu SÞ á liðnu sumri. Skipulag Magnús sagði að til þess að hægt yrði að fara yfir alla þætti Ríó-ráðstefnunnar fyrir árið 1997, eins og stefnt væri að, yrði að skipu- BARNASKÓR stærðir 28-35 DYNAFIT JUNIOR I VEREHÆOCT TILBOÐ 2.900 UNGLINGASKÓR stærðir 35-41 DYNAFIT JUNIOR I VER&*700 TILBOÐ 3.400 UNGLINGA KEPPNISSKÓR stærðir35-41 DYNAFIT COMP SR JUN. VERB-FL480 TILBOÐ 6.900 FULLORÐINSSKÓR stærðir 40-46 DYNAFIT 3F 611 VERÐ-1^250 TILBOÐ 8.600 Nýtl símanúmer Póstsendum samdægurs og mikið af skíðum á hlægilega lágu verði. Nú er tækifærið að versla ódýrt á alla fjölskylduna. SKATABUÐIN SÍMAR 612045 OG 624145 leggja vinnu nefndarinnar afar vel og gæta þess að eingöngu yrði rætt um meginatriði. Þannig hefði hann í ávarpi sínu lagt áherslu á að gengið yrði frá skýrum vinnu- reglum, strax á fyrsta formlega fundi nefndarinnar í New York 14.- 25. júní í sumar. Málefnum skipt niður á ár Hann sagðist ennfremur hafa lagt til að verkefnum nefndarinnar væri skipt í flokka þar sem annars vegar væru um að ræða verkefni sem snertu marga fleti, s.s. fjár- mögnun, og hins vegar einstök verkefni, s.s loftmengun, mengun sjávar o.s.frv. Hefði hann gert ráð fyrir að nefndin fjallaði um málefni innan fyrri flokksins á hverju ári en verkefnum úr síðari flokknum yrði skipt niður á ár. Aðspurður sagði hann líkur til að málefni sjáv- arins yrðu tekin fyrir árið 1995. Þess má í því sambandi geta að haldin verður ráðstefna um veiðar á flökkustofnun milli lögsögu ríkja og úthafa í sumar og um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðv- um á næsta ári. •ttYUNDAI — ; 1 :íöL»! l’hVlí mm ■■ ;Tæknival Skeifan 17, sími 68 16 65

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.