Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 39 Vegir ástarinnar ... Jaye Davidson og Stephen Rea í Ljótuin leik. Ástir í ótryggu andrúmslofti. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Ljótur leikur („The Crying Game“). Leikstjóri og handritshöfundur Neil Jord- an. Aðalleikendur Stephen Rea, Jaye Davidson, Forest Whitaker, Miranda Richard- son. Bresk. Palace Pictures 1992. Á meðan Hollywood-iðnaður- inn sekkur æ dýpra niður í and- lítið afþreyingarefni og ódrep- andi endurgerðir og framhalds- myndaframleiðslu er ekki annað að sjá en Bretar spjari sig með meiri ágætum um þessar mundir en um árabil. Að undanförnu hafa þeir frumsýnt þijár mjög athyglisverðar myndir; „Enc- hanted April“, „Howard’s End“ og Ljótan leik („The Crying Game“), sem um þessar mundir Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Eins og kona („Just Like a Woman“). Sýnd í Háskólabíói. Leiksljóri: Christopher Mon- ger. Aðalhlutverk: Julie Walt- ers og Adrian Pasdar. Eins og kona er meingölluð gamanmynd um klæðskipting, leikinn af Adrian Pasdar, sem missir konuna sína þegar hún kemst að því að hann klæðir sig eins og hún í frístundum. Hann flytur að heiman og leigir sér herbergi hjá miðaldra konu, sem Julie Walters leikur, og áður en lýkur eru þau orðin ástfangin og hún viðurkennir tómstundagam-' an hans og hvetur hann áfram í því. Ekki gerir myndin neina til- raun til að skýra út aðalpersón- una eða kafa á bak við þrá henn- ar til að gerast kona. Og það er eiginlega út í hött að tala hér um gamanmynd því brandaramir í henni eru fáir og fyndnin í þeim er engin. Þess í stað byggist myndin á afar þunglamalegri og dauflegri frásögn af því hvernig maðurinn með hjálp nýju kær- ustunnar sinnar tekst á við hina dularfullu þrá sína og gerist æ frakkari þar til kveneðlið í hon- um, sem áður var bælt, verður að daglegt brauð. rifjar upp fyrir íslenskum kvik- myndahúsagestum hvað er frumleg og stórbrotin kvik- myndagerð. Myndin hefst í hinni eilífu, pólitísku ókyrrð á Norður-írlandi þar sem lrski lýðveldisherinn (IRA) og breska hernámsliðið hafa löngum eldað grátt silfur. Nokkrir liðsmenn IRA hafa rænt Jody (Whitaker), þeldökkum, breskum hermanni, og hóta að drepa hann fái þeir ekki félaga sinn lausan úr fangelsi. Fergus (Rea) er einn mannræningjana, tryggur lýðveldissinni en fer að efast um meðulin er hann kynn- ist Jody og fínnur með þeim ýmis einstaklingseinkenni — nokkuð sem hermaður má ekki leiða hugann að gagnvart gísl sínum. Ollu harðskeyttari liðs- maður er June (Richardson) vin- kona hans. Ránið fer öðruvísi en ætlað Það er ómögulegt að sjá spaugilegar hliðar á sögunni enda virðast kvikmyndagerðar- mennimir fullkomlega húmors- lausir. Adrian Pasdar hefur útlit- ið til að breyta sér í óþekkjanleg- an kvenmann en leikur hans er hinn vandræðalegasti eins og reyndar fjölmörg ástaratriðin milli hans, máluðum og í kven- mannsfötum, og gamanleikkon- unnar Julie Walters. Það á a.m.k. greinilega ekki að vera fyndið. Walters hefur sýnt í öðrum og mun betri myndum að hún er afbragðsgóð gamanleikkona en efnið hér gefur henni engin tæki- færi til að njóta hæfíleika sinna. Það eina sem hún gerir er að flissa. Raunalegu atriðin á milli þessara tveggja verða væmnin uppmáluð undir gersamlega líf- lausri leikstjóm Christophers Mongers. Á endanum hættir myndin að vera raunasaga klæðskiptings en verður hetjusaga viðskiptafræð- ings þegar klæðskiptingurinn, sem rekinn hefur verið frá stór- fyrirtæki, snýr aftur sem kven- maður og kemur upp um svik og pretti fyrram yfírmanns síns. Þá eru ólíkindaleg sagan og væmin og vandræðaleg efnis- meðferðin búin að eyðileggja all- an áhuga á myndinni og maður er löngu farinn að spyija sjálfan sig: Hvar er gamanið í þessari „gamanmynd"? er. Jody bíður bana, Fergus flýr land til Lundúna, þar sem hann, að ósk Jodys, hefur uppá Dil (Davidson), kærustu hermanns- ins fallna. Þá verða kaflaskipti í lífí hins landflótta hermdar- verkamanns því þau verða ást- fangin en fortíðin bankar engu að síður uppá hjá Fergusi og uppgjörið í sjónmáli. Handrit og leikstjórn Jordans, sem hér hefur skapað frábæra kvikmynd á borð við sitt besta verk, Monu Lisu, er allt í senn; nýstárlegt, ögrandi, ásækið og spennandi. Utsetningin marg- flókin þó spennusagan sé kunn- ugleg. Hér er farið undir yfír- borð persónanna og Ljótur leikur er fyrst og fremst mynd mikilla tilfínninga. Allt frá því þær taka völdin í samskiptum Fergusar og Jodys á írlandi norður, að dramatísku uppgjörinu sem sjálf- sagt hneykslar einhveija en vek- ur örugglega alla til umhugsunar um margþætt eðli manneskjunn- ar. í bakgrunni er svo jafnan andstæðan, hin harðneskjulegu og ómanneskjulegu átök hryðju- verkamanna og grátt og gróm- tekið umhverfið og er spennu- myndin litlu síðri þó á henni sé ekki aðaláherslan. Og Jordan leyfír sér líka að slá á léttari strengi. T.d. eru atriðin á milli Dil, Fergusar og barþjónsins á Metrobamum bráðhnyttin, að maður tali ekki um er maður veit meira um persónurnar. Þrátt fyrir hádramatískt efni þá er Bambi Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Bambi. Teiknimynd sýnd í Sambíóunum. Leikstjóri: David Hand. 1942. 69 mín. Sambíóin hafa nú um nokkurt skeið sett hveija Disneyteikni- myndina á fætur annarri á sýn- ingar bæði nýjar og gamlar. Þannig höfum við á undanfömum árum séð gömul en síung meista- rastykki eins og Mjallhvít og dvergana sjö, Gosa, Öskubusku og Pétur Pan jafnframt nýjustu myndunum eins og Litlu hafmeyj- una og Fríðu og dýrið. Teiknimyndir hafa verið i mik- illi uppsveiflu í Bandaríkjunum upp á síðkastið og hér heima líka, Ljótur leikur ekki eitt augnablik þreytandi né ofhlaðin heldur jafnan athyglisverð í alla staði. Það ætti heldur ekki að velkj- ast fyrir neinum að þessarar ein- stöku myndar verður fyrst og fremst minnst fyrir þá frumlegu og forvitnilegu stefnu sem hún tekur um miðbikið. Er hún skell- ir áhorfandanum allsendis óvið- búnum upp að vegg og spyr hann samviskuspuminga, fær hann til að setja sig í aðstöðu sem er meðaljóninum víðsfjarri í dagsdaglegu, heimatilbúnu ör- yggi sínu. Hér er komið að kafla sem ófyrirgefanlegt er að upp- lýsa þá um sem enn eiga eftir að sjá Ljótan leik, þó það hafi því miður brunnið við. Handrit og leikstjórn Jordans er hreinasta snilld og hann nýtur afburða-aðstoðar frá sínum gamla samstarfsmanni, Rea, sem er pottþéttur í erfiðu hlut- sérstaklega eftir að íslenskar tal- setningar urðu næstum daglegt brauð. Vestra hafa Disneyteikni- myndirnar verið settar í endur- dreifíngu og notið mikilla vin- sælda; t.d. tók 101 Dalmatians inn 60 milljónir dollara þegar hún var sett í bíóin fyrir stuttu. Sambíóin frumsýndu um síð- ustu helgi enn eina Disneyperlu, í þetta sinn um dádýrskálfinn Bamba. Hún var gerð árið 1942 og lýsir uppvexti Bamba í gegn- um árstíðirnar og ævintýrunum sem hann lendir í þar til hann verður fullvaxinn og tekur við af föður sínum og verður prins skóg- arins. Þetta annars fallega og skoplega .og ljúfa ævintýri getur orðið býsna ægilegt í augum bama. Sorgin og skelfingin er aldrei langt undan. Bambi litli missir mömmu sína þegar veiði- menn skjóta hana og hann ráfar einn um í snjónum; trylltir hundar verki hins kvalda hryðjuverka- manns. Og það sem betra er þá virðist Rea ekki hafa nokkurn hlut fyrir túlkuninni og samleik- ur hans og Whitakers í upphafí gleymist seint. En nýliðinn Davidson skyggir á alla aðra í stórkostlegri túlkun á hinni margbrotnu persónu Dil. Þessi manneskja er hjarta myndarinn- ar og Davidson lyftir Ljótum leik uppí svolitla klassík í leik sem á að færa leikaranum Óskarsverð- launin í ár ef eitthvert réttlæti er til í akademíunni. Einn kosturinn við Ljótan leik eru þau mögnuðu áhrif sem hún hefur á áhorfandann. Hér leggst allt á eitt; traust leikstjórn, af- burðagott handrit og leikur. Þessi margbrotna persónuskoð- un, einstæða ástarsaga og ágæta spennumynd fylgir honum eftir og á örugglega eftir að sækja á hann. Lengi. ráðast á vinkonu hans, Feline; hræðilegi skógareldurinn sem allt gleypir í lokin. Bambi er þannig langt í frá það sárasaklausa ævintýri sem margir gætu haldið það vera. Líf Bamba er enginn dans á rósum þótt mestanpart sé þroskasaga Bamba vissulega fallegur og in- dæll gleðigjafi. En hún er sannar- lega líka spennandi og hröð þegar kemur að hápunktinum í sög- unni. Hún er frábærlega teiknuð eins og við má búast af Disney- listamönnunum og samspil hljóðs, tónlistar og myndar er ja, ævin- týri líkast. Tíminn hefur leikið Bamba vel og gefið honum nýtt hlutverk á vorum dögum. Hún á að geta talað jafnsterkt til litlu áhorfend- anna og fyrir hálfri öld og boð- skapur hennar um náttúru- um- hverfís- og dýravernd á ekki síst erindi í dag. Raunasaga klæðskiptings fÆSS þegar þú eldar góðan mat! Tilboðsdagar Dagana 11. - 27. mars verða haldnir Knorr-dagar í Nóatúnsbúðunum. Vörukynningar og tilboðs- verð verða á hinum ljúflengu Knorr pottréttum, pastasósum, súpum, kryddi og fleiri úrvals vörum frá Knorr. NÖATÚN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.