Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 ARFURINN eftir Heimi Steinsson „Flúinn er dvergur, dáin hamratröll, dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda." Öll þekkjum við orðin og vitum, hvaðan þau eru runninn. Með þess- um hætti lýsti listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, þjóð sinni í kvæðinu ógleymanlega, Gunnars- hólma, sem talinn er ortur árið 1837. Bág var sjálfsmynd íslenzkr- ar þjóðar í augum skáldsins á þeim tíma. Spyija má, hvort nokkru sinni hafí verið kveðið fastar að niður- lægingu landsmanna, en í þessum einföldu orðum: „Hnípin þjóð í vanda“. Jónas var ekki einn um þennan tón, þótt hann hljómaði tærar af munni hans en annarra. Það er ásjóna íslendinga á 19. öld, sem hér stígur fram, undan myrkum brúnum 17. og 18. aldar, er við borð lá, að þjóðin tortímdist með öllu. Annar snillingur slær sama streng áratugum síðar: „Vertu oss fáum, fátækum smáum, líkn í lífs- stríði alda.“ Mundangshalli Það kann að vera örðugt nú á dögum að gera sér í hugarlund þetta viðhorf forfeðra okkar fyrir nokkrum kynslóðum. Þó er engan veginn víst, að svo þurfi að vera með öllu. Margt hefur að sönnu breytzt: „Lífsins kynngi kallar, kol- bítamir rísa upp úr öskustó. Opnast gáttir allar“. - íslendingar vörpuðu af sér því oki, sem þjáði þá á 19. öld og hafði lengi þjakað. Lands- menn umsköpuðu sjálfsmynd sína, og hún hefur nú verið öll önnur um nokkurra kynslóða bil. Um hitt má spyrja, hvert okkur beri hin síðustu ár, - hvort aftur reki í það horf, að hér verði um síðir að nýju „hníp- in þjóð í vanda“, af því að þjóðin á einhvem hátt vísvitandi og með ráðnum hug sé að tortíma mörgum þeim verðmætum er verið hafa máttarviðir hennar og homsteinar um áratugi, - að þjóðin þannig sé að ganga í hamra og fari gálaus- lega með fjöregg sitt, þótt ekki sé með sama hætti og var á tímum Jónasar Hallgrímssonar. Arfur eymdaralda Fáir hafa gert betri skil saman- burðinum á arfleifð íslendinga og annarra og voldugri þjóða en Þor- steinn Erlingsson í kvæði sínu „Arf- urinn“. Segja má, að þar sé saman dregin niðurstaða íslendinga á 19. öld, enda ljóðið ort nær aldarlokum: Þú átt kannske frækna og fengsæla þjóð, þér fannst kannske ólga þitt göfuga bióð, er sástu hana sigurför halda. Þar nábúinn fátæki fjötraður sat, sem fóðurleifð varði, á meðan hann gat, en látinn var liðsmunar gjalda. Erindi þetta skýrir sig sjálft. Hér er Iýst stórþjóð af því tagi, sem við höfum aldrei verið, íslendingar. Hið „göfuga blóð“ ólgar í æðum stór- veldisbamsins, er það hugsar til sigurvinninga þjóðar sinnar, nýrra og gamalla. Næsta vísa er jafn gagnsæ: Þá ljómar um salina þjóðheiður þinn, er þrekaði bandinginn leiddur er inn, og þá er sigurinn sætur, og veizlan í höllinni veglegri þá og vínið þar bjartara skálunum á, ef einhver er inni, sem grætur. Ég minnist þess, að bamungur las ég þá útlistun þessara erinda, að hér væri Þorsteinn skáld að yrkja um sigurfarir hinna fornu Róm- verja. Vel kann það að vera, en þó ætla ég óþarflega langt seilzt um skýringu, ef svo víða skal þreifað. Sigurreif stórveldi síðari alda og okkar eigin samtíðar fagna sannar- lega „þjóðheiðri“ sínum í styijaldar- lok og leiða bandingja um völl, en þaðan á stundum í gálgann. En nú víkur skáldið Þorsteinn Erlingsson að öðm efni. Komið er að smáþjóðinni íslendingum: En þú, sem að hefur í hjartanu blóð úr hrakinni, smáðri og kúgaðri þjóð og eitrað á hörmungar árum. Það knýr þig svo fast, þegar arfurinn er á einverustundunum réttur að þér af minningum mörgum og sárum. Og enn herðir Þorsteinn kveð- andina og snýr sér beint að örlögum íslendinga á niðurlægingaröldum, og að þeirri þungbæru arfleifð, sem þau örlög valda: Þótt holdið á örmunum þrútnaði þar, sem þrælkaði faðirinn hlekkina bar, það harkaði hann af sér í hljóði. En kvölin, sem nísti hann, er nakinn hann lá og níðinga hnúamir'gengu honum á, hún brennur í sonarins blóði. Arfur íslendinga var ekkert gam- anmál, eins og hann horfði við landsmönnum á 19. öld. Mikils þurfti við til að hrinda smáninni, kúguninni, hlekkjunum, kvölinni, minningum mörgum og sárum, minnimáttarkenndinni sjálfri. En þeir námu ekki staðar við þessa myrku rún, Jónas né Matthí- as, Þorsteinn eða Öm Amarson. Þeir kváðu nýjan hug í hnípna þjóð í vanda, gáfu henni bjarta sjálfs- mynd, kenndu henni að líta sig öðmm augum en verið hafði. Samstarf um Lýðveldið Hér verða þau stefjamál ekki rakin. Þetta er ekki einber ljóða- syrpa, þótt svo kunni að virðast það sem af er. Öll vitum við, hvert 19. öldin sótti sjálfsmyndina björtu: „Þá komu feðumir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu.“ Látum þá tilvitnun eina nægja. Þeir sóttu gull á gjöful mið íslenzkr- ar fomsögu leiðtogar þjóðarinnar á 19. öld. En þeir gerðu miklu meira. Þeir boðuðu landsmönnum þá trú, að enn gætu Islendingar á komandi tíma risið upp úr þrælakistunni og orðið menn með mönnum. Lykillinn að þessum feng var tvíþættur: Ann- ars vegar var draumurinn um end- urreisn íslenzks þjóðríkis, er smám saman varð að lýðveldi í vitund manna. Hins vegar var hin bjarg- fasta sannfæring, er síðar birtist í orðunum: „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.“ Græðum saman mein og mein metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan. Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman. Tuttugasta öldin mun að öllu sjálfráðu verða talin ný gullöld ís- lendinga. Þá leiddi þjóðlegur metn- aður til stofnunar allsheijarríkis, Lýðveldis, árið 1944. Menn komu saman á Þingvöllum við Öxará og sungu: „Land míns föður, landið rnitt." Það var ekki þrælkaði faðir- inn einn, sem þar var til almælis hafður. Það voru feður þjóðarinnar fomir og nýir. Ávarpið endurspegl- ar stolt þjóðar, sem að sönnu hefur ekki haldið neina sigurför eða hneppt nokkum bandingja í fjötra, en hefur hmndið álögum sínum og er laus úr greipum níðinganna, sem létu hnúa sína á henni ganga. Arfur nýrrar gullaldar Þá er að því að víkja, hver voru hin sýnilegu, áþreifanlegu tákn gullaldarinnar, sem 20. öldin færði Islendingum. Hvar skal byija, hvar skal standa? Eigum við að nefna lög um bamafræðslu, sem sett vom í aldarbyijun, en ávöxtur þeirra laga, alþýðufræðsla í anda þjóðrækni og heilbrigðrar sjálfsmyndar, hefur sennilega haft dýpri og ríkulegri áhrif á þjóðarvitundina en velflest ef ekki allt annað? Eigum við að nefna eitthvað af þeim byggingum, sem löngu em orðnar ímynd þjóð- emislegrar endurreisnar og jafnvel lýðveldisins sjálfs: Alþingishúsið, Landsbókasafnið, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið, Háskóla íslands, Hallgrímskirkju, Þingvallabæinn, Skálholt, Sjómannaskólann, búnað- arskólana, héraðsskólana og félags- heimilin víðs vegar um land? Lýðveldið og sveitarfélögin Eigum við að nefna atvinnulíf í sveit og við sjó, sem endurnýjað var og aleflt með hveiju opinberu átak- inu á fætur öðm fyrir og eftir miðja öldina? Þar gekk þjóðin fram, og nýtt ríki endurfæddrar þjóðar, Lýð- veldið sjálft, tók fmmkvæðið ásamt sveitarfélögunum, bjó börnum sín- um lífsbjörg á betri tíð og lagði megináherzlu á jöfnuð landsins bama, samstöðu, þjóðarauð en ekki apagræðgi útblásinnar samkeppni. Eigum við að lyktum og líkt og af handahófi enn að nefna nokkrar stofnanir, sem þjóðin, Lýðveldið og sveitarfélögin, komu á fót, fyrst vitaskuld velferðarríkið sjálft, blóma fjöreggsins, þar sem hlutur hins smæsta skal mest metinn ævinlega; tryggingakerfi, opinbera Heimir Steinsson „Er það tilviljun, að tvö stjórnmálaöfl hafa orð- ið sterkust á íslandi á þessari öld og standa í raun bæði á sömu rót: Annað kennir sig við „félagshyggju“, hitt hefur um áratugi barizt undir kjörorðinu: „Stétt með stétt“. Hér er sjálfa gæfuna að finna, og hún byggist í innsta grunni á þjóðernis- stefnu, sem landsmönn- um öllum var sameigin- leg, hin bjarta arfleifð 19. aldarinnar, og er vonandi flestum enn.“ heilsugæzlu, umhyggju fyrir hveij- um og einum? Eigum við að nefna Síldarverksmiðjur ríkisins, nýsköp- unartogarana, Ríkisútgáfu náms- bóka, Ríkisskip, Ríkisprentsmiðjuna Gutenberg, Flugfélag íslands, Rík- isspítalana alla, Byggðastofnun, Samband íslenzkra sveitarfélaga, Rafmagnsveitur ríkisins, Póst og síma, Ráðhúsið í Reykjavík, Perl- una? Nei, látum við lenda. Hér væri hægt upp að telja endalaust, og eru þeir fjölmörgu beðnir velvirðingar sem eigi voru nefndir. Sú þjóð, sem á 19. öld var hnípin og í vanda, hefur með sameiginlegum átökum ríkis og sveitarfélaga á 20. öld eign- azt alnýja sjálfsmynd og hún blasir við okkur hvert sem við lítum. Það er sjálfsmynd einingar, þjóðrækni og félagslegrar samstöðu heildar- innar allrar. Við erum maklega stolt af þessari mynd, íslendingar á ofan- verðri gullöld endurreisnar og innri sigra. Viðkvæm sjálfsmynd En hún er viðkvæm, sjálfsmynd- in. Það er ekki djúpt á „Arfinum“ hans Þorsteins Erlingssonar í neinu okkar. Við ættum að gæta hinnar nýju myndar, eins og sjáaldurs aug- ans. Ríkisútvarpið er hluti sjálfs- myndarinnar, eitt sterkasta eining- araflið, sem þjóðin eignaðist á sinni nýju gullöld. Einu gilti, hvort gleði eða sorg knúðu dyra. Ijóðin stóð saman í hvoru tveggja, ein þjóð á einum meiði, nam orð Ríkisútvarps- ins og síðar myndir þess, gekk í samlyndi að hveiju verki. Nú skyldi enginn leggja orð mín þannig út, að hvergi hafí gætt árekstra manna á meðal hér á landi á 20. öld. Öðru nær. Hitt er að þákka, að andstæðumar urðu sam- félagsheildinni, Lýðveldinu, aldrei um megn. Sú var gæfa lands- manna, að þeir sigruðust hveiju sinni á sundurlyndi sínu og héldu áfram ferðinni einum huga. Tvö stjórnmálaöfl á eínni rót Er það tilviljun, að tvö stjóm- málaöfl hafa orðið sterkust á ís- landi á þessari öld og standa í raun bæði á sömu rót: Annað kennir sig við „félagshyggju", hitt hefur um áratugi barizt undir kjörorðinu: „Stétt með stétt“. Hér er sjálfa gæfuna að fínna, og hún byggist í innsta grunni á þjóðernisstefnu, sem landsmönnum öllum var sam- eiginleg, hin bjarta arfleifð 19. ald- arinnar, og er vonandi flestum enn. Svo er fyrir að þakka, að þjóðem- iskennd smáþjóða vex nú fískur um hrygg. Gegn henni rís hins vegar hið „göfuga blóð“ alþjóðlegrar auð- hyggju, þar sem frækin og fengsæl stórveldi nýrrar aldar gleypa granna sína í einum munnbita. Is- land stendur á krossgötum. Ef við glötum einingarhyggjunni, þjóðem- isstefnunni og göngum í hamra hjá tröllum nýrrar heimsveldisstefnu, kynni svo að fara, að hér geti einn góðan veðurdag enn að Iíta „hnípna þjóð í vanda“, þótt allt verði það með öðmm brag en á dögum Jónas- ar. Þessi hætta er þó smávægileg að svo stöddu í samanburði við þá innri umbreytingu sem nú gætir á íslandi. Ef við þurrkum út sjálfs- myndina nýju með því að leggja niður eða umbylta stofnunum, sem verið hafa snar þáttur arfleifðarinn- ar og uppistaða, stolt okkar kyn- slóðum saman frá því að við lengst munum öll hin yngri og eldri, kynni margt það að hrynja til grunna, er nú stendur sæmilega traustum fót- um. Ef við hins vegar varðveitum hina þjóðlegu, opinbem samstöðu, hlynnum að gersemum okkar og metum Lýðveldið og eignir ríkis og sveitarfélaga að verðleikum, mun sjálfsmyndin enn bjargast og dafna. Til þess að svo megi verða, þurf- um við að standa dyggan vörð um þau ytri, sýnilegu og áþreifanlegu tákn 20. aldarinnar, sem áður var að vikið. Öll voru þau ávöxtur hins bezta í þjóðareigindum íslendinga, frumburðir og handaverk þeirrar félagshyggju stéttar með stétt, er gaf okkur nýtt líf. Tökum því höndum saman og varðveitum þennan arf. Gemm m.a. Ríkisútvarpið einingarafl alþjóðar, að tákni varðveizlunnar. Lyftum tákninu báðum höndum og berum það inn í nýja öld. Höfundur er útvarpsstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.