Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 55 HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ URSLIT Geir nfundi fyrir- liði íslands í HM Geir Sveinsson er níundi fyrirliðinn, sem stjómar íslenska landslið- inu í HM-keppni og fjórði Valsmaðurinn sem gegnir því hlut- verki. Þrír FH-ingar hafa verið fyrirliðar og tveir Framarar. Birgir Björnsson, FH, var fyrirliði í HM í A-Þýskalandi 1958 og í V-Þýskalandi 1961. Ragnar Jónsson, FH, var fyrirliði í Tékkóslóvakíu 1964. Ingólfur Óskarsson, Fram, var fyrirliði í Frakklandi 1970 og Gunnsteinn Skúlason, Val, var fyrirliði í A-Þýskalandi 1974. Jón H. Karlsson, Val, var fyrirliði í Danmörku 1978, en Björgvin Björgvinsson, Fram, var þá fyrirliði í einum leik. Þorbjörn Jensson, Val, var fýrirliðinn 1986 í Sviss og Þorgils Óttar Mathiesen, FH, var fyrirliði í Tékkóslóvakíu 1990. FOLK I ROGER Kjendalen, fýrirliði Norðmanna, spilaði 200. landsleik sinn í gærkvöldi, er Noregur sigr- aði Egyptaland. Hann er fyrsTi Norðmaðurinn sem nær þessum áfanga. 1 NORÐMENN hafa leikið 210 landsleiki í handknattleik síðan 13. nóvember 1985, og hefur Kjenda- len verið með í 200 þeirra — aðeins misst úr 10 leikjum á þessum rúmu sjö árum. ■ KJENDALEN er 27 ára og segist eiga nóg eftir. Hann verður ekki nema 31 árs þegar Ólympíu- leikamir verða í Atlanta 1996. ■ ÞORBERGUR Aðalsteinssan, landsliðsþjálfari, varð á mánudags- kvöld íslandsmeistari í eldri flokki þegar félagar hans í Víkingi lögðu Ármann að velli í Laugardalshöll 21:13. Þorbergur hefur spilað með Víkingi í vetur en missti af síðasta leiknum þar sem hann var farinn út til Svíþjóðar. ■ VÍKINGARNIR unnu alla leiki sína í mótinu. Svo skemmtilega vill til að uppistaðan í liðinu em leik- menn sem vom í meistaraflokki 1980, þegar Víkingur vann alla leiki sína í 1. deild Islandsmótsins. ■ AUK landsliðsþjálfarans má nefna, úr liðinu, Pál Björgvinsson, Viggó Sigurðsson, Steinar Birg- isson, Árna Indriðason, Kristján Sigmundsson, Ólaf Jónsson og Stefán Halldórsson. ■ PATREKUR Jóhannesson, sem hvfldi gegn Svíum, var búinn að heita því að raka af sér hárið, ekki bara burstaklippa, ef sigur Snist._ DÖNSK blöð em bjartsýn á gengi Dana og þau spá því að danska landsiiðið leiki um fímmta sætið gegn Norðmönnum. ■ SVÍAR em þekktir fyrir ná- kvæmni og formfestu. A blaða- mannafundi með sænska liðinu á mánudaginn var blaðamönnum af- hentur listi um hvað mætti og hvað mætti ekki í umgengni þeirra við sænska liðið. H LEIKMENN og þjálfari sænska liðsins em ekki til viðtals á hótelinu þar sem liðið býr, aðeins eftir æfíngar og leiki. Eftir leiki á liðið að fá um 10 mínútur til að jafna sig í búningsherbergi sinu áður en blaðamenn fá að ræða við Sað, sama hvemig leikimir enda. I ÞORBERGUR Aðalsteinsson ákvað að sleppa æfíngu í dag og láta leikinn gegn Ungverjum nægja. H GUDMUNDUR Hilmarsso, íþróttafréttamaður á DV, lækkaöi rostann í Svíum eftir sigur Svíþjóð- ar gegn íslandi og sló þeim öllum við. __ H í blaðamannamiðstöðinni í Gautaborg er starfrækt getraun, þar sem fréttamenn giska á marka- fjölda kvöldsins. Guðmundur sagði að 88 mörk yrðu gerð í leikjum þriðjudagskvöldsins, sú varð á raunin og hann hirti verðlaunin. Mikilvægt verkefni Geirs og í dag Geir Sveinsson, fyrirliði íslands, er leikjahæstur þátttakenda í heimsmeistarakeppninni að þessu sinni. Geirs og félaga bíður erfitt en gífurlega mikilvægt verkefni í dag; leikurinn gegn Ungveijum, sem er lykilleikur liðsins í riðlakeppninni. Nái þeir að sigra fara íslendingarnir áfram í milliriðil með tvö stig — því gera verður ráð fyrir að þeir sigri Bandaríkjamenn á laugardaginn — en tapist leikurinn fer ísland í milliriðil án stiga. Til að mögu- leiki verði á að leika um „viðunandi" sæti í keppninni verður leikurinn í dag því að vinnast. Á myndinni svífur Geir innaf línunni í leik gegn Dönum hér heima á dögunum. A-riðilI í Umeá: Spánn - Austurríki...............22:15 Tékkóslóvakía - Egyptaland.......20:21 ■Egyptar gerðu tvö síðustu mörkin. Þeir jöfnuðu, þegar 67 sek. voru til leiksloka og sigurmarkið kom úr aukakasti, þegar leik- tíminn var úti. B-riðill Karlstad: Rúmenía - Noregur................15:15 ■Robert Licu gerði fimm mörk fyrir Rúm- ena. Roger Kjendalen var með fjögur mörk fyrir Norðmenn, en Oystein Havang og Sim- en Muffetangen þijú hvor. Frakkland - Sviss................24:26 Mörk Frakklands: Volle 5, Lathoud 5, Mahe 4/3, Schaaf 4, Mouthuri 2, Quintin 2. Mörk Sviss: Baumgartner 9/3, Spengler 7, Brunner 5, Scharer 4, Christen 1. D-riðill í Málmey: Rússland - S-Kórea...............33:18 ■Talant Dujshebaev gerði sjö mörk fyrir Rússa, en V. Gopin og V. Kudinov sex hvor. Yoon Kyung Shin gerði sjö mörk fyr- ir Kóreu. Þýskaland - Danmörk..............20:20 Mörk Þýskalands: Volker Zerbe 7, Christ- ian Schwarzer 3, Jörg Kunze 3, Jean Gar- uth 3, Klaus Dieter Petersen 2, Karsten Kohlhaas 1, Holger Löhr 1. Mörk Danmerkur: Eric Veje Rasmussen 4, Nikolaj Jacobsen 4, Frank Jörgensen 3, Michael Fenger 3, Jan E. Jörgensen 3, Kim Jacobsen 2, Ken Jörgensen 1. ■Danir náðu hraðaupphlaupi á síðustu sekúndunum, Michael Fenger fór innúr hægra hominu rétt eins og gegn Islending- um á ÓL, en brást bogalistin að þessu sinni. fslendingar og Ungveijar Ijafa fjórum sinnum mætst. í HM áður og íslenaingar alltaf tapað; 16:19 í Magdeburg 1958, 12:21 í Bratislava 1964, 9:19 I Mulhouse 1970 og 20:21 í Basel 1986. fslendingar léku síðast gegn Ungveij- um á Ólympiuleikunum í Barcelona og unnu örugglega, 22:16. URSLIT Enska knattspyrnan DEILDARBIKARKEPPNIN Undanúrslit - seinni leikur: Arsenal - Crystal Palace..........2:0 (Andy Linigan 7., Ian Wright 38.) 28.584. ■Linigan skoraði með skalla eftir hom- spymu. Mark Wrights var það 25. sem hann gerir f vetur. Arsenal vann samanlagt 5.T og er komið í úrslit á Wembley. ÚRVALSDEILDIN Aston Villa — Tottenham...........0:0 Áhorfendur: 37.727 ■Aston Villa sótti nánast látlaust allan tímann, en náði ekki að skora. Dean Saund- ers þmmaði tvívegis í þverslá og einu sinni var skoti hans bjargað á línu. Aston Villa og Manchester United em því jöfn í efsta sætinu, en þau mætast ( stórleik næstu helgar, á Viila Park á sunnudaginn. Chelsea - Everton................2:1 (Graham Stuart 39., John Spencer 80.) - (Billy Kenny 43.) 12.379. Ipswich - Sheffield Wednesday....0:1 - (David Hirst 55.). 0-0. 16,538. ■Úrslitin komu mjög á óvart þvi sex menn úr byijunarliði Wednesday undanfarið em meiddir. Liverpool - QPR...................1:0 (ian Rush 72.) 30.370. ■Þetta var fyrsti sigur Liverpool á heima- velli ( deildinni t þijá mánuði. Yfirburðir Liverpool vom ótrúiegir og sagði þulur BBC útvarpsstöðvarinnar að liðið hefði átt að sigra a.m.k. 5:0. Heimamenn fengu víta- spymu í hvomm hálfleik, en Roberts mark- vörður QPR varði var frá Mike Marsh í fyrri hálfleik og John Bames skaut svo framhjá í þeim seinni. Rush gerði eina 'narkið með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Steve McManaman. Man. City - Coventry..............1:0 (Gary Flitcroft 33.) 20.092. Sheff. Utd. - Norwich.............0:1 (Fox 55.) 15.583. Efstu lið: Man.Utd..........32 17 9 6 49:25 60 AstonVilla.......32 17 9 6 48:31 60 Norwich..........32 16 8 8 45:46 56 Enn gerast ævintýrin FRAKKAR, sem ætluðu að fylgja bronsverðlaununum á Olympíuleikunum í Barcelona eftir á HM íSvíþjóð, fengu skell í fyrsta leik, en þeir töpuðu fyrir Svisslendingum í B-riðli. Egyptar, sem leika ífyrsta sinn í a-heimsmeistarakeppni, komu einnig á óvart og sigruðu Tékka ía-riðli. Frakkar og Egyptar hófu keppni í Karlstad og var jafnræði með liðunum, en Frakkar höfðu tveggja marka forystu í hléi, 10:8. Sviss- lendingar héldu sínum kunna Skúli Unnar Sveinsson skrifar fná Gautaborg „hraða“, svæfðu mótheijana, jöfnuðu og tryggðu sér sigur í lokin. „Þetta kom öllum á óvart, ekki síst okkur,“ sagði Amo Ehret, þjálfari Sviss. „Skýr- ingin felst í 100% einbeitingu allra leikmanna minna. Ég lít á þetta sem gjöf að ofan og er mjög ánægður með sigurinn, en nú stefnum við að enn betri leik næst og rejmum að koma í veg fyrir öll mistök." Daniel Constantini, þjálfari Frakka, mætti einn á blaðamanna- fund. „Eins og þið sjáið eru eng- ir leikmenn með mér. Eftir svona tap er það þjálfarinn, sem ber ábyrgðina." Hann lofaði leik Svisslendinga, sagði þá hafa leik- ið vel og af mikilli skynsemi. „Franska liðið lék illa. Leikmenn- imir vom taugaóstyrkir og mistæk- ir.“ Constantini sagði að Frakkar væm S erfiðum riðli og því yrði keppnin hörð. „Það verður auðvitað erfítt að ná sér eftir þetta tap og sigra í báðum leikjunm, sem eftir eru, en við verðum að læra af mis- tökunum." ísland á meiri möguleika -segir Laszló Kovacs þjálfari Ungveija um leikinn í dag LASZLÓ Kovacs, þjálfari Ung- verja, en hann tók við liðinu eftir Ólympíuleikana í Barcei- ona, er nokkuð bjrtsýnn fyrir leikinn við fsland í dag. Hann telur liðin áþekk en að mögu- ieikar íslands á sigri séu 60% á móti 40%. Iffið höfum undirbúið okkur fyr- lff ir HM síðasta mánuðinn og lékum sex leiki á þessu tímabili, gegn Króatíu, Rúmeníu og Úkra- ínu. Við unnum fleiri leiki en við töpuðum og ég held að þetta sé allt að koma hjá okkur,“ sagði Kovacs í samtali við Morgunblaðið í gær. „Leikurinn við Bandaríkjamenn segir ekkert um hvað við getum í handknattleik. Þetta var bara eins og góð upphitun. Leikur ís- lands og Svíþjóðar var hins vegar góður í 40 mínútur en síðan voru bara Svíamir góðir. Það gerði gæfumuninn fyrir íslendinga. Ég þekki nokkuð vef til íslenska liðs- ins og þetta verður erfíður leikur. Auðvitað ætlum við okkur sigur, sjálfsagt eins og íslenska liðið. Ég tel að við séum með betra lið núna en á Ólympíuleikunum, en samt er ég ekki með sterkasta liðið. Liðið saknar sérstaklega Mahroschi og einnig hefði ég vilj- að hafa línumanninn Didnjjokov. Hann er fyrrum Rússi en með ungverskan ríkisborgararétt og var með okkur allt undirbúnings- tímabilið. Svo fór hann til Rúss- lands og kom ekki þaðan fyrr en of seint þannig að hann var ekki tekinn með,“ sagði Kovacs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.