Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IPKUl IIK FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993
55
HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ
Geir níundi fyrir-
liði íslands í HM
Geir Sveinsson er níundi fyrirliðinn, sem stjórnar íslenska landslið-
inu í HM-keppni og fjórði Valsmaðurinn sem gegnir því hlut-
verki. Þrír FH-ingar hafa verið fyrirliðar og tveir Framarar.
Birgir Björnsson, FH, var fyrirliði í HM í A-Þýskalandi 1958 og í
V-Þýskalandi 1961. Ragnar Jónsson, FH, var fyrirliði í Tékkóslóvakíu
1964. Ingólfur Óskarsson, Fram, var fyrirliði í Frakklandi 1970 og
Gunnsteinn Skúlason, Val, var fyrirliði í A-Þýskalandi 1974.
Jón H. Karlsson, Val, var fyrirliði í Danmörku 1978, en Björgvin
Björgvinsson, Fram, var þá fyrirliði í einum leik. Þorbjörn Jensson,
Val, var fyrirliðinn 1986 í Sviss og Þorgils Óttar Mathiesen, FH, vat'
fyrirliði í Tékkóslóvakíu 1990.
URSLIT
Mikilvægt verfcefhi Geirs og félaga í dag
Geir Sveinsson, fyrirliði íslands, er leikjahæstur þátttakenda í heimsmeistarakeppninni að þessu sinni. Geirs
og félaga bíður erfítt en gífurlega mikilvægt verkefni í dag; leikurinn gegn Ungverjum, sem er lykilleikur liðsins
í riðlakeppninni. Nái þeir að sigra fara íslendingarnir áfram í milliriðil með tvö stig — því gera verður ráð fyrir
að þeir sigri Bandaríkjamenn á laugardaginn — en tapist leikurinn fer ísland í milliriðil án stiga. Til að mögu-
leiki verði á að leika um „viðunandi" sæti í keppninni verður leikurinn í dag því að vinnast. Á myndinni svífur
Geir innaf línunni í leik gegn Dönum hér heima á dögunum.
A-riðill i Umeá:
Spánn - Austurríki..............................22:15
Tékkóslóvakía - Egyptaland................20:21
¦Egyptar gerðu tvö síðustu mörkin. Þeir
jöfnuðu, þegar 67 sek. voru til leiksloka og
sigurmarkið kom úr aukakasti, þegar leik-
tíminn var úti.
B-riðill Karlstad:
Rúmenía - Noregur.............................15:15
¦Robert Licu gerði flmm mðrk fyrir Rúm-
ena. Roger Kjendalen var með fjögur mörk
fyrir Norðmenn, en Oystein Havang og Sim-
en Muffetangen þrjii hvor.
Prakkland- Sviss................................24:26
Mörk Frakklands: Volle 5, Lathoud 5,
Mahe 4/3, Schaaf 4, Mouthurl 2, Quintin 2.
Mörk Sviss: Baumgartner 9/3, Spengler
7, Brunner 5, Schárer 4, Christen 1.
D-ríðiU í Málmey:
Rússland - S-K6rea.............................33:18
¦Talant Dujshebaev gerði sjö mörk fyrir
Rússa, en V. Gopin og V. Kudinov sex
hvor. Yoon Kyung Shin gerði sjö mörk fyr-
ir Kóreu.
Þyskaland - Danmörk..........................20:20
Mörk Þýskalands: Volker Zerbe 7, Christ-
ian Schwarzer 3, Jörg Kunze 3, Jean Gar-
uth 3, Klaus Dieter Petersen 2, Karsten
Kohlhaas 1, Holger Löhr 1.
Mörk Danmerkur: Eric Veje Rasmussen
4, Nikolaj Jacobsen 4, Frank Jörgensen 3,
Michael Fenger 3, Jan E. Jörgensen 3, Kim
Jacobsen 2, Ken Jörgensen 1.
¦Danir náðu hraðaupphlaupi á síðustu
sekúndunum, Michael Fenger fór innúr
hægra horninu rétt eins og gegn Islending-
um á ÓL, en brast bogalistin að þessu sinni.
fslendingar og Umrverjar hafa fjðrum
sinnum mætst í HM áður og íslendingar
alltaf tapað; 16:19 f Magdeburg 1958,
12:21 í Bratislava 1%4, 9:19 i Mulhouse
1970 og 20:21 f Basel 1986.
fslendingar léku sfðast gegn Ungverj-
um á Ólvmpíuieikunum i Barcelona og
imim örugglega, 22:16.
URSLIT
Enslca knattspyrnan
DEILDARBIKARKEPPNIN
Undanúrslit - seinni leikun
Arsenal - Crystal Palace.......................2:0
(Andy Linigan 7., Ian Wright 38.) 28.584.
¦Linigan skoraði með skalla eftir horn-
spyrnu. Mark Wrights var það 25. sem
hann gerir i vetur. Arsenal vann samanlagt
5:1 og er komið f úrslit á Wembley.
I ÚRVALSDEEJHN
Aston VUla — Tottenham......................0:0
Áhorfendur: 37.727
¦Aston Villa sótti nánast látlaust allan
timann, en náði ekki að skora. Dean Saund-
ers þrumaði tvívegis í þverslá og einu sinni
var skoti hans bjargað á línu. Aston Villa
| og Manchester United eru því jöfn í efsta
¦ sætinu, en þ'au mætast f stórleik næstu
helgar, á Villa Park á sunnudaginn.
Chelsea - Everton..................................2:1
(Graham Stuart 39., John Spencer 80.) -
(Billy Kenny 43.) 12.379.
Ipswieh-ShefneldWednesday............0:1
- (David Hirst 55.). 0-0. 16,538.
¦ urslitin komu mjög á ðvart þvf sex menn
flí byrjunarliði Wednesday undanfarið eru
meiddir.
Liverpool - QPR........................-.---------1:0
(Ian Rush 72.) 30.370.
—Þetta var fyrsti sigur Liverpool á heima-
velli f deildinni f þrjá mánuði. Yfirburðir
Liverpool voru ótrúlegir og sagði þulur BBC
útvarpsstöðvarinnar að liðið hefði átt að
sigra a.m.k. 5:0. Heimamenn fengu vfta-
spyrnu f hvorum hálfleik, en Roberts mark-
vörður QPR varði var frá Mike Marsh í
fyrri hálfleik og John Barnes skaut svo
framtýá í þeim seinni. Rush gerði eina
markið með laglegum skalla eftir fyrirgjðf
W Steve McManaman.
Man. City - Coventry.............................1:0
(Gary Flitcroft 33.) 20.092.
Sheff. Utd. - Norwich............................0:1
(Fox 55.) 15.583.
Ef stu Ud:
Man.Utd.................82 17 9 6 49:25 60
AstonVilla..............32 17 9 6 48:81 60
Norwich..................32 16 8 8 45:46 56
Enn gerast ævintýrin
FRAKKAR, sem ætluðu að
fylgja bronsverðlaununum á
Olympíuleikunum í Barcelona
eftir á HM í Svíþjóð, fengu skell
í fyrsta leik, en þeir töpuðu
fyrir Svisslendingum í B-riðli.
Egyptar, sem leika ífyrsta sinn
í a-heimsmeistarakeppni,
komu einnig á óvart og sigruðu
Tékka ía-riðli.
Frakkar og Egyptar hófu keppni
í Karlstad og var jafnræði með
liðunum, en Frakkar höfðu tveggja
marka forystu í hléi, 10:8. Sviss-
lendingar héldu sínum kunna
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Gautaborg
„hraða", svæfðu
mótherjana, jöfnuðu
°S tryggðu sér sigur
í lokin.
„Þetta kom öllum
á óvart, ekki síst okkur," sagði
Arno Ehret, þjálfari Sviss. „Skýr-
ingin felst í 100% einbeitingu allra
leikmanna minna. Ég lít á þetta sem
gjöf að ofan og er mjög ánægður
með sigurinn, en nú stefnum við
að enn betri leik næst og reynum
að koma í veg fyrir öll mistök."
Daniel Constantini, þjálfari
Frakka, mætti einn á blaðamanna-
fund. „Eins og þið sjáið eru eng-
ir leikmenn með mér. Eftir svona
tap er það þjálfarinn, sem ber
ábyrgðina." Hann lofaði leik
Svisslendinga, sagði þá hafa leik-
ið vel og af mikilli skynsemi.
„Franska liðið lék illa. Leikmenn-
irnir voru taugaóstyrkir og mistæk-
ir."
Constantini sagði að Frakkar
væru í erfiðum riðli og því yrði
keppnin hörð. „Það verður auðvitað
erfitt að ná sér eftir þetta tap og
sigra í báðum leikjunm, sem eftir
eru, en við verðum að læra af mis-
tökunum."
Island á meiri möquleika
-segir Laszló Kovacs þjálfari Ungverja um leikinn ídag
LASZLÓ Kovacs, þjálfari Ung-
verja, en hann tók við liðinu
eftir Oly mpíuleikana í Barcel-
ona, er nokkuð bjrtsýnn fyrir
leikinn við ísland f dag. Hann
telur liðtn áþekk en að mögu-
leikar íslands á sigri séu Wh
ámóti40%.
Við höfum undirbúið okkur fyr-
ir HM síðasta mánuðinn og
lékum sex leiki á þessu tímabili,
gegn Króatfu, Rúmeníu og Úkra-
ínu. Við unnum fleiri leiki en við
töpuðum og ég held að þetta sé
allt að koma hjá okkur," sagði
Kovacs í samtali við Morgunblaðið
í gær.
„Leikurinn við Bandaríkjamenn
segir ekkert um hvað við getum
í handknatOeik. Þetta var bara
eins og góð upphitun. Leikur ís-
lands og Svíþjóðar var hins vegar
góður í 40 mínútur en síðan voru
bara Svíarnir góðir. Það gerði
gæfumuninn fyrir íslendinga. Ég
þekki nokkuð vel til íslenska liðs-
ins og þetta verður erfiður leikur.
Auðvitað ætlum við okkur sigur,
sjálfsagt eins og islenska liðið.
Ég tel að við séum með betra
lið núna en á Ólympíuleikunum,
en samt er ég ekki með sterkasta
Kðið. Liðið saknar sérstaklega
Mahroschi og einnig hefði ég vuj-
að hafa línumanninn Didn\jokov.
Hann er fyrrum Rússi en með
ungverskan ríkisborgararétt og
var með okkur allt undirbúnings-
tímabilið. Svo fór hann til Rúss-
iands og kom ekki þaðan fyrr en
of seint þannig að hann var ekki
tekinn með," sagði Kovaes.
FOLX
¦ ROGER Ejeadalea, fyrirliði
Norðmanna, spilaði 200. landsleik
sinn í gærkvöldi, er Noregur sigr-
aði Egyptaland. Hann er fyrsti
Norðmaðurinn sem nær þessum
áfanga.
¦ NORÐMENN hafa leikið 210
landsleiki í handknattleik síðan 13.
nóvember 1985, og hefur Kjenda-
len verið með í 200 þeirra — aðeins
misst úr 10 leikjum á þessum rúmu
sjö árum.
¦ KJENDALEN er 27 ára og
segist eiga nóg eftir. Hann verður
ekki nema 31 árs þegar Ólympíu-
leikarnir verða í Atlanta 1996.
¦ ÞORBERGUR Aðalsteiassan,
landsliðsþjálfari, varð á mánudags-
kvöld íslandsmeistari í eldri flokki
þegar félagar hans í Víkingi lögðu
Ármann að velli í Laugardalshöll
21:13. Þorbergur hefur spilað með
Vfkingi í vetur en missti af síðasta
leiknum þar sem hann var farinn
út til Svíþjóðar.
¦ VÍKINGARNIR unnu alla leiki
sína í mótinu. Svo skemmtilega vill
til að uppistaðan í liðinu eru leik-
menn sem voru í meistaraflokki
1980, þegar Víkingur vann alla
leiki sína i 1. deild Islandsmótsins.
¦ AUK landsliðsþjálfarans má
nefna, úr liðinu, Pál BjSrgvinsson,
Viggó Sigurðsson, Steinar Birg-
isson, Arna Indriðason, Kristjáu -
Sigmundsson, Ólaf Jónsson og
Stefán Halldórsson.
¦ PATREKUR Jóhaanessoa,
sem hvfldi gégn Svium, var búinn
að heita því að raka af sér hárið,
ekki bara burstaklippa, ef sigur
Snist.
DÖNSK blöð eru bjartsýn á
gengi Dana og þau spá því að
danska landsliðið leiki um fimmta
sætið gegn Norðmönnum.
¦ SVÍAR eru þekktir fjrir ná-
kvæmni og formfestu. A blaða-
mannafundi með sænska liðinu á
mánudaginn var blaðamönnum af-
hentur listi um hvað mætti og hvað
mætti ekki í umgengni þeirra við
sænska liðið.
¦ LEHCMENN og þjálfari
sænska liðsins eru ekki til viðtals
á hótelinu þar sem liðið býr, aðeins
eftir æfingar og leiki. Eftir leiki á
liðið að fá um 10 mínútur til að
jafna sig í búningsherbergi sínu
áður en blaðamenn fá að ræða við
það, sama hvernig leikirnir enda.
¦ ÞORBERGUR Aðalsteiasson
ákvað að sleppa æfingu í dag og
láta leikinn gegn Ungverjum
nægja.
¦ GUÐMUNDUR Hilmarsson.
íþróttafréttamaður á DV, lækkaði
rostann í Svíum eftir sigur Svfþjóð-
ar gegn íslandi og sló þeim öllum
við. '
I / blaðamannamiðstöðinni í
Gautaborg er starfrækt getraun,
þar sem fréttamenn giska á marka-
fjðlda kvöldsins. Guðmundur sagði
að 88 mörk yrðu gerð í leikjum _
þriðjudagskvöldsins, sú varð á"
raunin og hann hirti verðlaunin.