Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993
2£
Hafist handa við byggingu Grensáskirkju í næstu viku
Nýja kirkjan
AUSTURHLIÐ Grensáskirkju eins og áætlað er að hún líti út. Hægra megin er safnaðarheimili
kirkjunnar sem reist var 1972. Ekki hefur verið hægt að veita jarðarfaraþjónustu í því og hefur
það háð prestakallinu að sögn séra Halldórs.
Safnaðarheimilið fyr-
ir löngu orðið of lítið
SÉRA Halldór Gröndal, sóknarprestur í Grensássókn,
tekur fyrstu skóflustunguna að kirkju safnaðarins á laug-
ardaginn kl. 14. Áætlað er að jarðvinna við bygginguna
hefjist á mánudag og kirkjan verði fokheld um miðjan
desember á næsta ári. Hún verður sambyggð núverandi
safnaðarheimili við Austurver og mun taka um 350
manns í sæti. Arkitekt byggingarinnar er Jósef Reynis.
Aðspurður sagði séra Halldór
að Grensássókn hefði verið
stofnuð árið 1963 og safnaðar-
heimilið hefði verið vígt haustið
1972. Hann sagði að vaxandi
starfsemi á vegum kirkjunnar
hefði nú sprengt utan af sér safn-
aðarheimilið og löngu væri orðið
tímabært að byggja kirkju. Af
starfsemi á vegum kirkjunnar
nefndi Halldór kórskóla, kirkju-
kór, barnakór, æskulýðsstarf,
fermingafræðslu, helgistundir í
hádeginu, fullorðinsfræðslu og
starfsemi ýmissa hópa s.s. um
sorgarsamtaka. Ennfremur
sagði hann að orðið væri knýj-
andi að sinna ellilífeyrisþegum í
sókninni betur. Af sóknarbörn-
um 6000 eru þeir 1200.
Framkvæmdir taki 2-3 ár
Halldór sagði að staðið hefði
yfir söfnun til styrktar kirkju-
byggingunni og nú væri væri nóg
fé komið til þess að ljúka því að
gera kirkjuna fokhelda. Hins
vegar sagði hann að ekki væri
búið að setja niður hvenær stefnt
væri að því að ljúka byggingunni
endanlega. Hann vonaðsti þó til
að byggingarframkvæmdirnar
tækju ekki nema 2-3 ár.
islenskir
Rósadagar
Allar afskornar rósir með
ts% afslætti.
Gullpálmri
Aðeins kr. 598,-
Alparós
25% afsláttur
Vikuna 11.-17.mars
rafmagnssaxafónn
• Skynjar blástursstyrk t
• Tengjanlegur
viö hljómborð (MIDI) !
• Innbyggöur hátalari
• Viðurkenndur af þekktum
Jassgeggjurum
PHIUPS Espresso
kaffivél
Lítil og nett kaffivél sem býr
til Ijómandi espresso
eða cappuccino kaffi
á augabragði.
Gufurör sem flóar mjólkina.
Gjörlð svo vel.
< kr. 6.790.-
matvinnsluvélin. %
• Hakkar, rífur, hrærir, blandar,
sneiðir, hnoðar og þeytir
• Tvær hraðastillingar
w kr. 7.990.-
SUPERTECH
sterio vasaútvarp (Digital)
•Stafrænn skjár
•Sjálfvirkur sföðvaleitari
•19 stöðvar í minni
• Handhægt og létt
en frábær hljómburöur
)\kr. 3.990.-
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SfMI 69 15 15 ■ KRINGLUNNI SlMI 69 15 20