Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 32 Kvótalaus í stang- veiðina á Pollinum ÞAÐ var vorhugnr í mörgum í sólskininu í gær og þeir sem tök höfðu á nýttu sér kærkom- ið blíðviðri eftir umhleypinga- sama tíð. Karl Davíðsson gleraugnasali á Akureyri stóðst ekki mátið og skrapp niður í dokkina við slippinn þar sem hann hefur trilluna sína og notaði góða veðrið til að dytta aðeins að. ÚtáPoll Karl sagðist hafa keypt bátinn fyrir lítinn pening, enda búið að selja af honum kvótann. Bátinum,- sem heitir Ögn og er þrjú og hálft tonn að stærð, ætlar Karl að róa „ísveður“ VINKONURNAR Eva og Birna Rún létu það eftir sér í blíðviðr- inu í gær að fá sér í ís. á sér til yndis og ánægju á Pollin- um í sumar, hafa með sér stöng- ina sína og renna fyrir fisk. „Það hefur alltaf blundað í mér frá því ég var smápolli að alast upp á Hvammstanga að eignast litla trillu og róa svolítið," sagði Karl. Heildarvelta Gúmmívinnslunnar hf. 8 Vorhugur í Akureyringum Dyttað að KARL Daviðsson notaði góða veðrið til að dytta að trillunni sinni og hefur eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar að róa út á Poll- inn með stöngina sína í sumar. Sala á endurunnum vörum jókst um 40% VELTA Gúmmívinnslunnar hf. á síðasta ári nam um 81 milljón króna fyrir utan virðisaukaskatt, en það er um 2% veltuaukning frá árinu á undan. Fyrirtækið endurvann og nýtti um 350 tonn af gúmmíi og með hjólbarðasóln- ingu á Iiðnu ári. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega. Sala á endurvinnsluvörum frá Gúmmívinnslunni hf. hefur aukist mikið frá árinu 1991 eða um 40% á milli ára. Mesta aukningin var í framleiðslu á bobbingum eða um 94%. Aftur á móti minnkaði fram- leiðsla á svokölluðum reitum um tæp 30%. Fyrirtækið er nú að þróa nýja öryggisreiti í samvinnu við nema úr Tækniskóla íslands, en þeir eru meðal annars ætlaðir á bamaleik- velli, heita potta og sundlaugar og eiga að standast öryggiskröfur samkvæmt staðli evrópska efna- hagssvæðisins. Gúmmíið endurunnið Á liðnu ári endurvann Gúmmí- vinnslan hf. um 200 tonn af gúmmíi og endumýtti um 150 tonn með hjólbarðasóiningu. Vonir eru bundnar við áframhaldandi aukn- ihgu á framleiðslu endumnninna vara, en nokkurs samdráttar varð vart í sölu stórra hjólbarða í kjölfar almenns samdráttar í þjóðfélaginu Bókasafn Dalvíkur hefur þegar hafið tolvuskráningu bókasafns síns í Micromarc-skráningarkerfi bókasafna. Alls em í safninu um 14.000 bókatitlar og er því mikið verk fyrir höndum að skrá allt safnið. Á síðasta ári námu útlán bóka úr safninu 8.650 eintökum og jukust um rúm 3% frá ár- inul991. Hjá Héraðsskjalasafni Svarf- og er ekki búist við að söluaukning verði í öðrum vömm en þeim endur- unnu. dæla er mikil vinna fyrir höndum við að skrá skjöl og ljósmyndir er safnið á. Myndasafnið er að mestu úr fómm Jónasar Hallgrímssonar frá Dalvík og í því eru um 7.000 myndir og á þeim má rekja þróun byggðar og mannlífs frá Dalvík og Svarfaðardal og er þar að finna margar merkar heimildir. Fréttaritari Söfnin á Dalvík fá tölvur frá sparisjóðnum Skilar sér í bættri þjónustu við notendur Dalvik. BÓKASAFNI Dalvíkur og Héraðsskjalasafni Svarfdæla bárust höfðinglegar gjafir Sparisjóðs Svarfdæla er söfnunum voru afhent- ar tvær tölvur af Viktor-gerð ásamt hugbúnaði til skráningar bóka bókasafnsins og Ijósmynda á Héraðsskjalasafni. Friðrik Frið- riksson sparisjóðsstjóri afhenti söfnunum gjafírnar en Sparisjóður- inn hefur stutt dyggilega við tölvuvæðingu mennta- og menningar- stofnana á Dalvík og í Svarfaðardal. Samkomulag um nýtt fiskverð í Grímsey Verðlækkun skap- ast af aðstæðum fiskvinnslunnar - segir Ari Þorsteinsson framkvæmdastjóri Grímsey. SAMKOMULAG hefur orðið milli sjómanna í Grímsey og Fiskverk- unar KEA um nýtt fiskverð. Nýja fiskverðið er nokkuð lægra en það sem áður gilti. Verðlækkun Ari Þorsteinsson framkvæmda- stjóri frystihúss KEA í Hrísey sagði að samkomulag hefði náðst við sjó- mennina og sér virtist flestir vera þokkalega sáttir við það. „Það gengu flestir að þessu verði og mér sýnist sem menn séu sáttir við það miðað við það sem gengur og ger- ist í kringum okkur,“ sagði Ari. „Verðlækkunin skapast auðvitað að þeim aðstæðum sem fiskvinnslan er komin í, það fara allir illa út úr þessu, bæði veiðar og vinnsla, en við skulum vona að hagurinn fari að vænkast." í samkomulaginu felst m.a. að greiddar verða 67,50 krónur fyrir kílóið af slægðum og ísuðum línu- fiski, en fyrir netafiskinn, slægðan og ísaðan í kör verða greiddar 73,50 krónur fyrir kílóið, en 70 krónur ef ekki er ísað. Sjómenn fá aðgang að salthúsi KEA í Grímsey til að þar sem þeir geta gert að aflanum sjálfir og ísað hann. HSH Ahugi á helgarferöum „ÞETTA gengur vel og fólk hef- ur sýnt málinu mikinn áhuga,“ segir Jón Arnþórsson starfsmað- ur átaks sem nú stendur yfír og hefur að markmiði að kynna það sem Akureyri hefur upp á að bjóða að vetrinum. Að átakinu standa 17 aðilar á sviði ferðaþjónustu, en það hófst í febrúarbyijun og lýkur í lok mars. Gefnir hafa verið út bæklingar og auglýsingar og þá hefur starfsmað- ur átaksins tekið þátt í kynningum sem verið hafa í Kringlunni í Reykjavík að undanförnu, m.a. Flugleiðadegi og Vetrardögum. „Tilgangurinn er að vekja at- hygli á því sem boðið er upp á yfir veturinn og reyna að fá fólk norður yfir helgi. Ég hef verið að kynna þetta í starfsmannafélögum og klúbbum af ýmsu tagi og verð var við mikinn áhuga fólks á að skreppa norður og njóta þess sem þar er boðið upp á,“ sagði Jón. I JANNA Strömberg flytur fyr- irlestur um þróun tilfinningatengsla milli foreldra og bama á vegum heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri föstudaginn 12. mars kl. 20 í stofu 16 á 1. hæð skólans við Þingvallastræti. Janna Strömberg er sænskur sálfræðingur sem hefur um árabil unnið meðferðar- og handleiðslustörf við heilsugæslu- þjónustuna í Stokkhólmi. Meginefni fyrirlestrarins er tengslamyndun foreldra og barna fyrsta æviár barnsins og hvernig eðlileg tilfínn- ingatengsl þróast og hver eru merki þess að um lélegt tilfinningasam- band milli foreldra og barns sé að ræða. Einnig verður komið inn á þróun tilfinningatengsla á með- göngu og hvaða þroskaverkefni verðandi foreldrar glíma við. Fyrir- lesturinn verður fluttur á sænsku og er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir, en aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) ■ NORÐLENSKIR dagar hefjast í matvöruverslunum Kaupfélags Eyfírðinga í dag og standa þeir fram til 27. mars. Efnt verður til sérstakrar opnunarhátíðar í KEA- Nettó, en þar munu nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri leika kl. 16.45 og síðan verður efnt til innkaupakeppni. Matvömversl- anir KEA á Akureyri, Dalvík, Ólafs- fírði, Siglufírði, Grímsey, Grenivík og Hrísey taka þátt í Norðlensku dögunum og verður efnt til tilboða og kynninga á meðan á átakinu stendur. Fjöldi norðlenskra mat- vælaframleiðenda tekur þátt auk annarra, en samtals taka um 30 aðilar þátt í þessu átaki, sem hefur að markmiði að kynna norðlenska framleiðslu. Morgunblaðið/Trau8ti Söfnin fá tölvur FRIÐRIK Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, afhenti Bókasafni Dalvíkur og Héraðsskjalasafni Svarfdæla tölvur ásamt hugbúnaði til að skrá bækur og ljósmyndir safnanna. Anna Bára Hjaltadóttir bókavörður og Ragnheiður Sigvaldadóttir safnvörður tóku við gjöfunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.