Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 15 Svínsleg skrif um „mis- þyrmingar á dýrum“ eftir Hrafn Gunnlaugsson Ég sé mig tilneyddan að setja nokkrar línur á blað vegna fréttar í Morgunblaðinu laugardaginn 6. mars. Fréttin ber fyrirsögnina „Kvartað yfir atriði í Hvíta víkingn- um“ og er frá Jan Gunnar Furuly fréttaritara Morgunblaðsins í Ósló. I Morgunblaðinu í dag (9. mars) birtist síðan athugasemd frá Sigurði Sigurðssyni dýralækni. Athuga- semd Sigurðar nær til hluta fréttar- innar og leiðréttir hann ýmis orð sem fréttaritarinn segir eftir honum höfð. Mér er hins vegar ljóst að ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki í blöð- um vegna Hvíta víkingsins. Ég hef dvalið að mestu í Suðaustur-Asíu undanfarna mánuði og ekki haft tækifæri til leiðréttinga. Ég vii því nota þetta tækifæri og fara lítilega ofan í saumana á fréttinni, enda er hún dæmigerð fyrir þann frétta- flutning sem ég hef séð hér heima um Hvíta víkinginn. I fréttinni er greint frá því að Norska landbúnaðarráðuneytið hafi til athugunar sviðsatriði í Hvíta vík- ingnum „en það felst í því að lif- andi grís er skorinn á háls“ segir í fréttinni. Síðan er bætt við: „Segir íslenski dýralæknirinn Sigurður Sig- urðarson í viðtali við norska dag- blaðið Aftenposten, að tveimur grís- um að minnsta kosti hafi verið mis- þyrmt við töku á myndinni." Sannleikurinn í þessu máli er sá að enginn lifandi grís var skorinn á háls í myndinni. Kvikmyndin er blekkingarmiðill og þegar best lætur blekkir hún svo vel að ekki verður greindur munur á blekkingu og raunveruleika. En til að upfræða þá sem kynnu að hafa áhuga á að vita hvernig atriðið (sem sýnir unga sveina fórna svínsgelti til dýrðar Frey) var kvikmyndað, þá skal það gert hér: Dýralæknir mætti á stað- inn með grísinn. Rétt áður en fórn- ardýrið var blóðgað, skaut dýra- læknirinn grísinn og var hann síðan hengdur upp dauður og skorinn á háls. Vegna þess að dýrið var ný- dautt rann blóð úr skurðinum. Sveinarnir hristu síðan grísinn, þannig að hann virtist bijótast um. Hljóðum var bætt inná við hljóðsetn- ingu. Þetta er sannleikurinn og allt og sumt. Svín eru blóðguð strax og þau hafa verið skotin í sláturhúsi, svo þar er enginn munur á, nema í þessu tilfelli sá dýralæknir um slátrunina, en ekki slátrari. Hvað varðar leyfi yfirvalda í Noregi, er það mál norska verktakans að út- vega slíkt leyfi ef nauðsyn krefur og leikstjóra algerlega óviðkomandi. Ég veit ekki betur en allra formsatr- iða hafi verið gætt. Ég vil einnig víkja lítillega að orðum sem eru eignuð Sigurði Sig- urðarsyni dýralækni og eru sögð úr bréfi frá honum til Norska landbún- aðarráðuneytisins: „Hrafn Gunn- laugsson hefur árum saman mis- þyrmt dýrum í myndum sínum, en nú er kominn tími til að stöðva hann,“ segir Sigurður í bréfi til land- búnaðarráðuneytisins í Ósló..." í athugasemd Sigurðar í Morgunblað- inu segir: „Það er ekki eftir mér haft í þessu sambandi að Hrafn hafi misþyrmt dýrum.“ íslendingar hafa löngum verið duglegir að rægja sína eigin lista- menn á erlendri grund og yrði lítill tími aflögu ef kljást ætti við allan þann moðreyk. Þær staðhæfingar að dýrum hafi verið misþyrmt í mínum myndum eru uppdiktaðar sögusagnir sem eiga við engan sannleika að styðjast, eins og allir mínir samstarfsmenn vita. Margt fleira mætti segja um sannleiksgildi þessarar fréttar og þá tilhneigingu sem mér sýnist aug- ljós í skrifum Jans Gunnars, að kenna Hvíta víkingnum um ófarir norska fyrirtækisins Film Effekt, því orðrétt segir: „Hvíti víkingurinn var norskt-íslenskt samstarfsverk- efni, sem kostaði um 400 milljónir króna. Viðbrögð áhorfenda voru hins vegar upp og ofan og nú er verið að leysa upp norska kvik- myndafélagið, Film Effekt, meðal annars vegna tapsins á myndinni." Vegna skrifa í blöðum hér heima þar sem gefið hefur verið í skyn að Hvíti víkingurinn hafí fengið afleitar viðtökur hjá frændþjóðum okkar, hef ég reynt að safna saman þeirri gagnrýni sem birtist þar í fjölmiðl- um, þótt ég hafi það annars fyrir reglu að elta ekki ólar við slík skrif. Sjónvarpsþáttaröðin Hvíti víking- urinn var sýnd samtímis í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi í sjónvarpi í haust. Þær upþ- lýsingar sem ég hef fengið af við- brögðum áhorfenda og gagnrýn- enda í þessum löndum eru í stórum dráttum á þessa leið: Myndin fékk blendnar viðtökur í Svíþjóð, allt frá skrifum Arbetet þar sem segir í fyrirsögn: „Gunnlaugsson en allt báttre filmare" (þ.e.: Gunnlaugsson bætir um betur sem kvikmyndahöf- undur), til skrifa Dagens Nyheter um að Hvíti víkingurinn valdi von- brigðum sé miðað við meistaraverk eins og Hrafninn flýgur, þótt sjón- varpsþættirnir séu annars ágæt skemmtun. í Finnlandi fékk myndin einnig blendnar viðtökur en þó yfirleitt góðar, að því er finnskir sjónvarps- Hrafn Gunnlaugsson „Sannleikurinn í þessu máli er sá að enginn lif- andi grís var skorinn á háls í myndinni. Kvik- myndin er blekking- armiðill og þegar best lætur blekkir hún svo vel að ekki verður greindur munur á blekkingu og raunveru- leika.“ menn segja mér, en ég les ekki finnsku, og hef því þeirra orð fyrir því. Dagskrárstjóri finnska sjón- varpsins (YLE 1) sendi mér hins vegar heillaóskaskeyti og sagði myndina einstætt listrænt afrek. Um viðtökurnar á íslandi og í Noregi ætti ekki að þurfa að fjöl- yrða, en hins vega fékk myndin ein- róma lof í Danmörku í þeim blöðum sem ég hef séð: Berlingske Tidende, Politiken svo og Kvikmyndaþætti danska sjónvarpsins. Ég er nú ekki kröfuharðari á lof í minn garð en það, að ég er mjög ánægður með viðbrögðin við Hvíta víkingnum erlendis, þegar á heildina er litið og veit ekki til að íslenskt sjónvarpsverk hafi fengið þar betri viðtökur. Að lokum þetta: Norska fyrirtæk- ið Film Effekt var verktaki við gerð sjónvarpsþáttanna um Hvíta víking- inn. Fyrirtækið framleiddi jafnframt fjölda annarra kvikmynda. Gjald- þrot þess tengist að engu leyti störf- um mínum sem leikstjóra. Ég hélt þær tökuáætlanir sem voru gerðar og skilaði minni vinnu eins og um var samið. Gjaldþrotið tengist fleiri verkum en Hvíta víkingnum og er afleiðing innri vandamála í rekstri og stjórnun sem eru mér óviðkom- andi. Sé tilgangur fréttaritarans sá að gera mig tortryggilegan og koma inn þeirri hugsun hjá íslendingum að þeir erlendu aðilar sem fjármögn- uðu Hvíta víkinginn hafi horn í síðu minni vegna fjármálaófara Film Effekt, þá skal upplýst að Sænska sjónvarpsstöðin Kanal 1 sem var sá aðili er setti Hvíta víkinginn i gang, er stærsti meðframleiðandi að kvik- mynd þeirri er ég tók í sumar úti í Gróttu og nefnist „Hin helgu vé“. Engan skugga hefur borið á sam- starf við aðra þá erlendu aðila sem hafa verið meðframleiðendur að mfnum myndum, og á ég von á því að það samstarf haldi áfram, þrátt fyrir að menn leggist í víking á sfð- um erlendra dagblaða. í fréttatilkynningu sem mér barst frá skrifstofu Nordvision nýlega segir hins vegar: „Vi gratulerar Hrafn Gunnlaugsson. Den vita vik- ingen har alle möjligheter att bli klassisk." Höfundur er kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. Að bregðast við vandan- um kostar titring og tök Til atlögu við atvinnuleysi og halla ríkissjóðs eftir Árna Johnsen 3. grein Margir landsmenn gagnrýna harðlega ríkisstjórnina fyrir snarp- ar aðgerðir í efnahagsmálum, en þó fyrst og fremst almennt vegna atvinnuleysis. Þarna rekast rökin á vegna þess að grundvöllurinn í að- gerðum ríkisstjómarinnar er bar- áttan gegn atvinnuleysi. Það er klárt forgangsverkefni ríkisstjórn- arinnar að vinna okkur út úr at- vinnuleysinu. Formaður BSRB, Ögmundur Jónasson, sagði í sjón- varpsviðtali fyrir skömmu að það yrði að hækka kaup hans fólks, og þá svaraði hann því almennt um alla félaga BSRB, en stuttu síðar í viðtalinu sagði hann að það yrði að draga úr atvinnuleysinu. Þessi rök rákust á því það er ekki hægt að gera hvort tveggja í senn eins og staða mála er, að hækka laun og draga úr atvinnuleysinu. Verka- lýðsforusta landsins og stjórnvöld voru nánast sammála um það við gerð fjárlaga þessa árs að rök væm fyrir því að lækka skatta fyrir- tækja, en hækka kostnaðarhlutdeild einstaklinga sem því svaraði til þess að freista þess að skapa meiri at- vinnu, eyða atvinnuleysinu og styrkja grunninn undir öflugra at- vinnulífi og auknum kjarabótum í framtíðinni. Harðar aðgerðir til varnar samfélaginu Hefði ríkisstjórnin ekki gripið til sérstakra efnahagsaðgerða væri atvinnuleysisvofan mun ógnvæn- legri en það 5% atvinnuleysi sem Þjóðliagsstofnun spáir á árinu. Al- þýðusamband íslands spáði fyrir nokkrum mánuðum að atvinnuleysi færi í 20-25% ef ekkert yrði að gert. Það var brugðist við og að- gerðirnar þurfa að fá að geijast og sanna sig. Fyrir þremur árum var atvinnuleysi í Finnlandi 3,5% en er 16% í dag. í Svíþjóð var það 1,5% en er 7% í dag. Veður skipast skjótt í lofti og blikumar leyna sér ekki hjá öllum þeim þjóðum sem nálægt okkur em, en aðgerðir íslensku rík- isstjórnarinnar byggðust á því að bregðast hratt við vandanum og það er morgunljóst að þjóðin öll verður að taka þátt í baráttunni við at- vinnuleysið ef árangur á að nást. Spegill, spegill, herm þú mér ... Verðbólgan var 3,5% á síðasta ári, sú lægsta í 32 ár. Þegar herða þarf róðurinn í efnahagsmálum þjóðarinnar myndi há verðbólga margfalda erfiðleikana sem heimilin í landinu þurfa óhjákvæmilega að taka á sig í slíkri stöðu, því afkoma ríkissjóðs er ekkert annað en spegil- mynd af afkomu heimilanna í land- inu. Ef efnahagsaðgerðir ríkis- Árni Johnsen „Við verðum einfald- lega að trimma þjóðfé- lagið til á öllum sviðum, fordómalaust og já- kvætt. Hófsamir kjara- samningar, aukinn sparnaður og efling eiginfjár íslenskra fyr- irtækja eru þættir sem leggja þarf sérstaka áherslu á.“ stjórnarinnar ná fram að ganga eigum við möguleika á að halda svipuðu verðbólgustigi og í fyrra. Þeim árangri og óbeinum ávinningi með stöðugleikanum megum við ekki glutra niður, því einmitt þar er besta kaupmáttartrygging hins almenna launþega. Við hljótum að hafa lært af biturri reynslu óðaverð- bólguáratuganna með glötuðu verð- skyni, minni samkeppni og hárri verslunarálagningu og engri hvatn- ingu til hagræðingar í rekstri vegna sífelldrar óvissu bæði hjá stjóm- völdum og í atvinnulífinu almennt. Er ríkisstjórnin að auka atvinnuna? Það liggur klárt fyrir að það er afar erfítt að sameina markmiðin um að draga úr ríkissjóðshalla og minnka atvinnuleysi, en íjárlögin fyrir 1993 leggja til atlögu við hvort tveggja. Annars vegar að draga úr heildarútgjöldum, hins vegar að endurskoða einstaka útgjaldaþætti og beina fjármagninu í arðbærari farveg en áður. Aðildin að EES opnar möguleika til nýrrar verð- mætasköpunar, stórfelld tilfærsla á sköttum með afnámi aðstöðugjalds og lækkun kostnaðarskatta fyrir- tækja opnar ný sóknarfæri. Sér- stakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vegamálum, aukin íjárframlög til rannsókna og markaðsmála, allt vinnur þetta beint og óbeint að auknum hagvexti sem þýðir aukin atvinna. Við verðum einfaldlega að trimma þjóðfélagið til á öllum svið- um, fordómalaust og jákvætt. Hóf- samir kjarasamningar, aukinn sparnaður og efling eiginfjár ís- lenskra fyrirtækja eru þættir sem leggja þarf sérstaka áherslu á. Höfundur er þingmaður Sj&If- stæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi ogásæti í fjárlaganefnd Alþingis. Til atlögu við atvinnuleysið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.