Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 11 Þröstur Leó Gunnarsson, Edda Heiðrún Backman og Fétur Einars- son. Leikfélag ReyKJavíkur Tartuffe frumsýnd- ur á stóra svidinu SKOPLEIKURINN sígildi Tartuffe eftir „konung gamanleikjanna", Jean Baptiste Poquelin Moliére, verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Tartuffe, eða Svikarinn, hefur löngum verið álitið eitt snjallasta verk Moliére. Leikfélag Reykjavíkur átti hlut að frumsýningu leiksins hér á landi 1931, en þá léku Anna Borg og Poul Reumert hluta verksins í Iðnó, ásamt leikurum félagsins. Verkið er skrifað í bundnu máli, en Pétur Gunnarsson hefur snúið texta Moliére á hversdaglegt talmál sem hæfír betur okkar tímum fyrir þessa nýju sviðsetningu Leikfélagsins. Tartuffe er með síðustu verkum Moliére og var honum dýrt. Sem hirðskáld Lúðvíks 14da og leiðtogi leikhóps við hirðina átti hann undir högg að sækja. Klerkavald kirkjunn- ar tók ádeilu verksins til sín og beitti sér af hörku gegn Moliére. Leikurinn var bannaður og skáldið sett á svart- an lista. Það kom í hlut síðari tíma leikhúsmanna að hefja verkið á þann stall sem það hefur skipað síðan. Það er Þór Tulinius sem setur verkið á svið að þessu sinni og brýt- ur túlkun hans á Tartuffe óneitan- lega blað í sýningarsögu verksins. Aðstoðarleikstjóri er Hafliði Arn- grímsson, en Ieikmynd hannar Stíg- ur Steinþórsson. Búninga gerir Þór- unn E. Sveinsdóttir en tónlist a*nast Ríkharður Örn Pálsson. Ögmundur Þór Jóhannesson lýsir sýninguna en hreyfimyndir fyrir hana gerir Inga Lísa Middleton. Ellefu manna leikhópur stendur að sýningunni. Það eru Ari Matthías- son, Edda Heiðrún Backman, Ellert A. Ingimundarson, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ingrid Jóns- dóttir, Pétur Einarsson, Sigurður Karlsson, Steinn Ármann Magnús- son og Þröstur Leó Gunnarsson, sem leikur titilhlutverkið. Tartuffe lýsir atvikum á heimili Orgons, vel stæðs borgara og fjöl- skyldu hans, ungrar eiginkonu og barna af fyira hjónabandi, vanda- manna og þjónustufólks. Þar er líka að finna gistivin húsbóndans, siða- predikarann Tartuffe, sem vill breyta lífsháttum fjölskyldunnar í glaumi allsnægta. Gegn ráðum hans snýst brátt allt heimilisfólkið, nema húsbóndinn sem öllu ræður. Frumsýning á Tartuffe er klukkan 20. (FréttatUkynning) LOSTIIOSLO Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Vigdis Hjorfe Franskur leikur. Skáldsaga. Asgeir Ásgeirsson þýddi. Almenna bókafélagið 1993. Vigdis Hjort er norskur rithöfund- ur á fertugsaldri. Með skáldsögu sinni, Frönskum leik, eins og^ sagan kallast í prýðilegri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar, kemur hún til móts við ríka þörf lesenda fyrir spennu, ekki síst kynferðislega forvitni. Þeir sem aftur á móti eru einung- is að leita klúrra lýsinga verða lík- lega fyrir einhverjum vonbrigðum því að Vigdis Hjort hefur með Fröriskum leik sett saman sögu um óljósa heimsmynd, ruglingslegt líf nútímafólks. Lára Buvik vinnur að gerð út- varpsþátta. Hún hittir verkfræðing- inn Henning og umsvifalaust hefja þau náin kynni þar sem hann er stjórnandi. Sambandið má flokka undir öfughneigðir eftir því hvernig á það er litið. Að minnsta kosti hef- ur það ýmis einkenni kvalalosta. Lára leikur hlutverk þolandans af mikilli innlifun vægast sagt, Henn- ing er andlitslaus maður sem fær það sem hann vill. í svona sögum eru ýkjur nauðsyn- legar. Það bitnar ekki aðeins á sköp- un persónugerðar Láru og Hennings heldur einnig þriðju persónunni, Hönnu, vinkonu Láru. Hanna gegnir veigamiklu hlutverki í sögunni þótt framan af virðist hún einkum þvæl- ast fyrir framvindu sögunnar og textanum. Það er hún sem hrífst með í maraþonhlaupi í Osló og skrif- ar Láru kostulegt bréf um þá reynslu. Og það er hún sem segir Vigdis Hjort Láru frá grimmilegum kattaástum að næturlagi. Læða Láru verður hún sjálf í frásögninni og hinn rudda- fengni högni er Henning. Slíkar frásagnir og líka vitnis- burður hlustenda í þætti Láru spegla og skerpa samband þeirra Hennings og drauma Hönnu. lístrænn og hug- myndalegur grunnur sögunnar er þar með fenginn og hún verður allt annað en venjuleg afþreyingarsaga. Endir sögunnar er óvæntur, en varla siðferðilegur eins og mætti þó halda. Hann er nægilega tvíræður til að forða sögunni frá of einfaldri lausn. Vigdis Hjort skrifar vel án þess að vera stórbrotinn rithöfundur. Meðal kosta sögu hennar er að hún er iítið fyrir málalengingar, en veik- leiki að dæmin úr útvarpsþáttunum eru ekki alltaf nógu markviss. Þau hefði að ósekju mátt stytta. Brúar- smíðin hefur sína merkingu, en er ofaukið. í viðtali hefur Vigdis Hjort sagt að konur þrái jafnræði í samböndum sínum við karlmenn, en komist að því að slíkt sé ómögulegt. Karlmaður sé til dæmis ekki vanur því að líta á sjálfan sig sem kyntákn. Kannski geta þessi orð greitt fyrir skilningi á Frönskum leik? Veínaðarvöru- dagaríIKEA Það er líf í tuskunum hjá IKEA á vefnaðarvörudögum. Komdu og gerðu góð kaup á metravöru á ótrúlegu verði. 195,- RUTIG viskustykki, 6 ípakka 5H IBWL 1 SiBiáKr^Sk KRINGLUNNI 7 • SIMI 91-686650 390,- ONYX púðar, 45x45 sm, margir litir .fyrir fólkið í landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.