Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 1 t/J/raÁur pcr/s,St//ti, grunn Önc/un. Samkwmt -tolvunttC eriu irjek gailst&tia,." Ást er sætasta uppskríftin TM Reg. U.S Pal OH—atl rtghla reserved • 1993 Los Angeles Tlmes Syndlcate Nei, vinur, ekki á morgun. Ég vil fá skýringu á þessu NUNA! Það eina sem þú þarft er ferskt loft í lungun. HÖGNI HREKKVÍSI , KLEIR/ R^JKN.NGAS? OG AU<Sd/£tHGAÍZ .' " BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Tyrfingsstaðir á Kjálka Frá Öríygi Hálfdanarsyni: NÝLEGA var sýndur mjög athyglis- verður þáttur í Ríkissjónvarpinu um endurbyggingu bæjarhúsa í Sæ- nautaseli í Jökuldalsheiði. Fyrir endurbyggingunni stóð Auðunn H. Einarsson, smiður og kennari, en með honum var Sveinn Einarsson hleðslumeistari frá Hrjóti, auk margra annarra, sérstaklega ungl- inga sem án efa hafa lært meira um íslenska torfbæinn og aðstæður forfeðra sinn en þeir eiga kost á í skóla. Sá lærdómur og tilfínning fyrir því lífi sem gengnar kynslóðir lifðu, munu án efa verða þeim gott vegarnesti á lífsleiðinni. Endurbygging Sænautasels sýnir að með hugkvæmni má leysa marg- an vandann án mikils tilkostnaðar og þeir Jökuldælir og aðrir sem að þessu máli standa eiga mikinn heið- Um undarleg ljós á loftí Frá Sigurjóni Davíðssyni: VEGNA fréttar og umræðu sem verið hefur undanfarið um ljósfyrir- brigði á lofti og jörðu fyrir nokkrum dögum, rifjaðist upp fyrir mér svipað atvik er gerðist fyrir Norðaustur- landi um miðjan desember 1946. Ég var þá loftskeytamaður á Selfossi, skipi Eimskipafélags íslands. Skipið fór út frá Siglufirði um hádegið í norðan roki og hélt austur með landi áleiðis til Norðurlanda, fullfermt saltsfldartunnum. Þegar komið var' austur á Þistilfjörð var veðrið geng- ið niður og þægileg sigling framund- an. Um ellefuleytið um kvöldið brá ég mér fram í stýrishús (rórhúsið) til að fá kvöldspjall við 1. stýri- mann, Egil Þorgilsson, sem var á vakt. (í þá daga var ekki leyfilegt að tala við „rórmanninn" því talið var að það gæti glapið hann frá að halda skipinu á réttu striki.) Loftskeytaklefinn var í brúnni aftan við stýrishúsið. Þegar ég smeygði mér inn í „rórhúsið" brá fyrir slíkri birtu yfir allan sjóndeild- arhringinn að albjart varð sem á björtum degi. Hafflöturinn glampaði og vetrarklædd fjöllin á Langanesi blikuðu í frekar blárri birtu. Þessi birta stóð yfir aðeins 2 til 4 sekúnd- ur. Öllum brá við þessa undarlegu birtu sem skall fyrir, því þó að tungl- skins gætti lítilsháttar af um fjórð- ungs tungli á himni, gæti birta frá því aldrei orðið slík sem þetta var. Við ræddum um stund um þetta fyrirbrigði án þess að geta skilgreint orsökina fyrir þessari sérkennilegu birtu, en töldum líklegt að reiki- stjarna hefði hrapað og skotist fram- hjá jörðinni, en um eldingu gat ekki verið að ræða, þar sem úrkomulaust var algjörlega. (Gervihnettir voru þá ekki komnir til sögunnar.) Að síðustu fórum við að gantast með að þessi torkennilega birta hefði verið „áran" mín þegar ég kom í rórhúsið. Snemma morguninn eftir kom ég í árbítinn í messann. Þar sátu fyrir vélstjórar og 1. stýrimaður, sem var að segja, með undrun í rómnum, frá ljósfyrirbrigðinu um kvöldið. Mér varð á að segja: „Já, hún er björt áran mín." „Já, það er nú heldur, það er nú meira andskotans heldur," svaraði stýrimaðurinn. SIGURJÓN DAVÍÐSSON, Álfhólsvegi 34, Kópavogi. ur skilinn. Enn standa uppi í landinu mis- jafnlega farnir torfbæir, sem hefði mátt varðveita, og má jafnvel enn, ef hendur eru látnar standa fram úr ermum. Norður á Kjálka í Skaga- firði stendur hálffallinn torfbær á Tyrfingsstöðum, þetta er dæmi- gerður skagfirskur torfbær af meðalstærð, frá síðasta torfbæjar- tímabilinu, líklega sá eini af þeirri gerð, af þeirri tegund torfbæja sem einmitt vantar til að sýna fólki, hérlendu sem erlendu, því að þeir bæir sem flestir sækja, svo sem Glaumbær, Grenjaðarstaður og Burstarfell, gefa ekki rétta mynd af aðbúnaði og kjörum allrar alþýðu á árum áður. Mér er ljóst að taka yrði húsin á TyrfingsstÖðum niður áður en end- urbygging hæfist, en þau eru samt í það góðu ástandi að hægt er að endurbyggja þau nákvæmlega eins og þau voru, án allra ágiskana. Utihús þyrfti öll að varðveita líka og endurbyggja þannig að fólk ætti þess einnig kost að kynnast aðstæð- um fólks við hin daglegu störf. Það væri áhugavert fyrir ferðafólk að fara á milli Tyfingsstaða og Glaumbæjar og bera aðstæður sam- an. Ég leyfí mér að koma þeirri spurningu á framfæri við Skagfirð- inga hvort þeir geti ekki tekið hönd- um saman við áhugafólk og félög og bjargað þeim sögulegu verðmæt- um sem fyrirfinnast á Tyrfingsstöð- um. Ég hygg að Auðunn H. Einars- son og Sveinn Einarsson væru til- búnir að ljá málinu lið. ÖRLYGUR HÁLFDANARSON, bókaútgefandi, Síðumúla 11. María Markan fyrst Islendinga í aðal- hlutverki við Metropolitan-óperuna Frá Sigrúnu Bjömsdóttur: ALLTAF kemur það við hjartað í íslendingnum þegar fréttist af glæstum sigrum og frama landa vorra erlendis. Því var ekki trútt um að manni vöknaði um augu þegar sagt var frá framgöngu Kristjáns Jóhannssonar og viðtökum, sem hann fékk í Metropolitan-óperunni í New York, í Mbl. 23. febrúar sl. Og eru honum hér með færðar hjartan- legar hamingjuóskir með þann glæsilega árangur sem þegar er náð og óskir um áframhaldandi gæfu á framabrautinni. — í þessari annars góðu frétt frá fréttaritara Mbl. í New York, segir m.a. orðrétt: „Kristján er fyrsti íslendingurinn sem kemur fram í aðalhlutverki í Metropolitan- óperunni en Maria Markan söng í einni sýningu á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart 1942 ..." í fréttinni er ekki tekið fram hvaða hlutverk Mar- ía söng og er meiningin með þessum línum hér að bæta úr þeirri vöntun, því hún söng hlutverk greifafrúar- innar, 7. janúar 1942. Og í öllum þeim hlutverkaskrám við Brúðkaup Fígarós, sem ég hef séð, er greifa- frúin númer tvö í upptalningunni, næst á eftir greifanum, en á eftir henni kemur Súsanna, þá Fígaró o.s.frv. og eru þó bæði Súsanna og Fígaró meðal eftirsóttustu og vin- sælustu aðalhlutverka óperubók- menntanna. — Þetta þýðir — vænt- anlega — að María Markan er fyrsti Islendingurinn, sem kemur fram í aðalhlutverki í Metropolitan-óper- unni, en ekki Kristj'án Jóhannsson, eins og segir í frétt Mbl. 23. febrúar sl. SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR, dagkrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið. Víkverji skrifar Imorgunútvarpi Bylgjunnar á þriðjudag vakti athygli annars umsjónarmannsins frétt á blaðsíðu 4 í Morgunblaðinu sama dag. Þar var fjallað um nauðlendingu banda- rískrar flugvélar og sagt frá því að ísienzkur flugmaður hefði verið um borð. í fyrirsögn fréttarinnar stend- ur „Nauðlent vegna piparmyntu- fnyks". Einmitt þetta síðasta orð, fnykur, vakti sérstaka athygli út- varpsmannsins og hafði hann orð á því að þarna hefði ekki rétt orð verið valið, lykt hefði verið nær lagi, enginn fnykur væri af piparmynt- um. Nú var það svo í þessu tilviki, að 200 lítra stáltunna reyndist óþétt og byrjaði að leka úr henni óbland- að bragðefni. í fréttinni er haft eft- ir sérfræðingi að bragðefnið væri svo sterkt að það gæti valdið trufl- unum í öndunarfærum og jafnvel skaðað slímhúð. í orðabók Menn- ingarsjóðs er orðið fnykur útskýrt sem fýla, vond lykt eða ódaunn. Spurningin er síðan hvort það eru ekki einmitt þau orð sem lýsa því er þarna gerðist þegar fnykur eða ódaunn af skaðlegu efninu fyllti vit flugliðanna. Fyrst verið er að fjalla um orð- notknun í fjolmiðlum, þá varð Víkverji var við að ekki vora allir hlustendur rikisútvarpsins sáttir við það orðalag í hádegisfréttum síðast- liðinn sunnudag, að Dalaröst SH hefði farist skammt frá Stykkis- hólmi. Máltilfinning Víkverja, og annarra sem hann hefur rætt þetta við, segir að þegar talað sé um að skip farist, sé átt við að það sökkvi og hverfi. Og samkvæmt orðabók Menningarsjóðs er merkingin að týnast, glatast eða deyja. Þar sem Dalaröstin er enn á skerinu sem hún steytti á og öll áhöfnin bjargað- ist giftusamlega, virðist vafasamt að segja að skipið hafi farist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.