Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Fulltrúaþing Rússlands á mikilvægum aukafundi í Moskvuborg Framtíð um- bótastefnu Jeltsíns í húfí Moskvu. The Daily Telegraph. Á FUNDI fulltrúaþings Rússlands, sem hófst í gær, verð- ur reynt að jafna ágreininginn um stjórnarskrána og það hvort forsetinn eða þingið eigi að stjórna Rúss- landi. Fleira hangir þó á spýtunni en gömul og þurr stjómarskrá. Framtíð pólitísku og efnahagslegu umbóta- stefnunnar ræðst að öllum líkindum af niðurstöðu þessa mikilvæga fundar. Svo virðist sem andstæðingar Borís Jeltsíns forseta hafi aldrei verið jafn öflugir. Stjórnarskráin full af mótsetningum Ógjörningur er að jafna ágreining forsetans og þingsins með því einfaldlega að skírskota til stjórnarskrár Rússlands. Hún er í höfuðatriðum byggð á lögum frá 1977 þegar kommúnista- flokkur Sovétríkjanna var með alræðisvöld. 300 breytingar hafa verið gerðar á henni á undan- fömum þremur áram og í henni eru því margar mótsetningar. Fulltrúaþinginu er þar til að mynda lýst sem „æðstu stofnun ríkisvaldsins“ þótt í stjðrnar- skránni sé einnig kveðið á um aðskilnað framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvaids likt og á Vesturlöndum. Um 1.000 manns eiga sæti á fulltrúaþinginu og þeir voru kjörnir fyrir þremur áram þegar kommúnistaflokkurinn gat tryggt að menn hans næðu kjöri án mikillar keppni. Þingið kemur saman í um viku á hálfs árs fresti í Kreml til að ræða helstu mál- efnin og breytingar á stjórn- arskránni. Fulltrúarnir greiða yfírleitt ekki atkvæði eftir því í hvaða flokki þeir eru og engir menn era til að halda uppi flokk- saga. Fulltrúamar taka því oft upp á því að hrópa ókvæðisorð hver í kapp við annan og stund- um kemur til handalögmála. Margir sáttir við núverandi ástand Bæði forsetinn og þingið vilja fá meiri völd yfír ríkisstjórninni, einkum vegna ágreinings um hvemig stjóma eigi landinu. Jeltsín vill róttækar umbætur en meirihluti þingsins er hlynntur hægfara breytingum. Báðir aðil- amir telja að stefna hins hafi hörmulegar afleiðingar fyrir Rússland. Þótt allir geri sér grein fyrir að ekki er hægt að leysa þessa deilu með skírskotun til núgild- andi stjómarskrár er vandkvæð- um bundið að setja nýja. Drög að stjómarskrá liggja þegar fýr- ir en margir þingfulltrúar eru sáttir við ástandið eins og það er. Ennfremur geta fulltrúar þingsins ekki komið sér saman um hvemig eigi að setja nýja stjórnarskrá; afturhaldsöflin vilja að það verði gert á fulltrúa- þinginu, aðrir eru hlynntir sér- stöku stjórnlagaþingi og sumir vilja skjóta málinu til almennings með þjóðaratkvæðagreiðsiu. Deilt um þj óðaratkvæðagreiðslu Á síðasta fundi fulltrúaþings- ins sömdu forsetinn og þingið um að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu í apríl um höfuðatriði nýrrar stjórnarskrár. Jeltsín vildi Keuter Tekist á um völdin BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hlýðir á þingmann á full- trúaþingi landsins í gær. Margir þingmenn vilja draga frek- ar úr völdum forsetans. að atkvæðagreiðslan snerist um það hvort Rússar treystu betur forsetanum eða þinginu til að stjórna landinu. Flestum þing- fulltrúanna stendur að öllum lík- indum stuggur af slíkri atkvæða- greiðslu; þeir vita að þótt Jeltsín hafí nú misst mikið fylgi á með- al almennings þá era þeir sjálfir í enn minni metum. Þá hafa þingfulltrúar haldið því fram að Rússar séu almennt orðnir svo óánægðir með stjórn- málamenn sína að þeir myndu ekki mæta á kjörstað til að greiða atkvæði um stjómar- skrána. Sumar af þeim spurning- um sem Jeltsín vill hafa á kjör- seðlunum era ennfremur mjög ómarkvissar, til að mynda spurn- ingin: „Viltu að Rússland verði forsetaveldi?“ Jeltsín ákærður? Harðlínumenn á þinginu vilja ákæra Jeltsín fyrir embættisbrot og á dagskrá fundarins er reynd- ar tillaga um að „háttsettir emb- ættismenn“ verði ákærðir fyrir stjórnarskrárbrot. Áður en þing- ið ákvæði slíkar ákærur yrði hins vegar stjórnlagarétturinn, æðsti dómstóll landsins, að mæla með því og ólíklegt er að hann geri það. Herinn tregur til aðgerða Þá hafa hershöfðingjar hvatt Jeltsín til að grípa til ákveðinna aðgerða til að binda enda á deil- una við þingið. Þó er talið að herinn sé tregur til að bjóða „æðstu valdastofnun landsins" birginn, enda styðja margir her- foringjar afturhaldsöflin á þing- inu. Þótt Rauði herinn hafí þótt skelfilegt afl er reyndin sú að rússneski herinn hefur aldrei átt hershöfðingja í líkingu við Napó- leon Bonaparte. Líklegt þykir að flestir herforingjanna kjósi nú að forðast að taka afstöðu í deilu stjórnmálamanna eftir hrakfar- irnar í valdaránstilrauninni mis- heppnuðu 1991. Baráttuhugur hermannanna hefur aldrei verið minni og herforingjarnir'vita að þeir hafa engar lausnir á vanda- málum Rússlands fram að færa. Friðarviðræðurnar Palestínu- menn neita aðmæta JerúsaJem. Reuter. FULLTRÚAR Palestínu- manna neituðu í gær að taka við boði Bandaríkjamanna og Rússa um áframhald friðarvið- ræðnanna við ísraela í Wash- ington í næsta mánuði. Settu þeir það skilyrði, að ísreal hétu því að reka aldrei framar Palestínumenn í útlegð. „Við neituðum að taka við boð- inu,“ sagði Hanan Ashrawi, tals- maður palestínsku samninganefnd- arinnar, en friðarviðræðurnar, sem hófust í október 1991, hafa legið niðri síðan ísraelar ráku 415 Palest- ínumenn til Líbanons í desember sl. ísraelsstjórn hefur þekkst boðið um nýjar viðræður 20. apríl nk. en fulltrúi jórdönsku stjórnarinnar kvað hana mundu bíða með að svara þar til haldinn hefði verið fundur utanríkisráðherra arabaríkjanna undir mánaðarlok. Talsmenn Sýr- lendinga og Líbana hafa enn ekki tjáð sig um boðið. Keuter. Rodney King ber vitni RODNEY King, blökkumaðurinn sem varð fyrir barsmíðum lögreglumanna í Los Angeles árið 1991, bar í fyrsta skipti vitni í málinu á þriðjudag. King sagði meðal annars að eftir að hann hefði verið skotinn með raflostsbyssu og barinn í höfuðið hefði einn lögreglumann- anna sagt: „Við ætlum að drepa þig niggari“. Atvikið olli miklum óeirðum í Los Angeles nokkru síðar. Á teikningunni má sjá Rodney King við réttarhöldin. Annar hand- tekinn í New Jersey BANDARÍSKA alríkislögreglan handtók í gær mann, sem granaður er um aðild að sprengingunni í World Trade Center í New York. Maðurinn heitir Nidel Ayyad, 25 ára gamall og er efnafræðingur að mennt. Hann var handtekinn í Jers- ey-borg í New Jersey en þar bjó Mohammad Salameh, sem handtek- inn var fyrir viku. Er hann Palest- ínumaður með jórdanskt vegabréf. Þrír menn eru í haldi vegna hryðju- verksins og eru múslímsk öfgasam- tök talin hafa staðið að því en í sprengingunni létust fimm menn og meira en 1.000 slösuðust. Frönskum fiski spillt BRESKIR sjómenn spilltu i gær fimm tonnum af frönskum fiski, sem bjóða átti upp í höfninni í Mil- ford Haven í Wales. Voru þeir að sögn að mótmæla innflutningi á ódýrum fiski en það var engin til- viljun, að franski fiskurinn varð fyrir barðinu á þeim'. Franskir sjó- menn hafa efnt til mótmæla dag eftir dag vegna innflutnings á breskum físki og við það vilja kol- legar þeirra handan Ermarsunds ekki una lengur. Þetta aukna fisk- framboð stafar af meiri kvóta í sumum tegundum, ekki minnst lýsu, en þar við bætist síðan meira framboð frá Noregi og Rússlandi. Felldu 14 öfgamenn EGYPSKIR öryggissveitarmenn skutu í gær til bana 14 herskáa múslima í árás á aðsetur þeirra í Kairó og í Efra Egyptalandi. Féllu þrír hermenn í átökunum. Var árás- in liður í leit að manni, sem skotið hafði hermann og sært annan við kirkju í Aswan, en ólíkum sögum fer af því hveijir hófu skothríðina. Öfgafullir múslimar hafa að undan- fömu staðið fyrir árásum og hryðju- verkum gegn erlendum ferðamönn- um í Egyptalandi með þeim afleið- ingum, að þeim hefur fækkað veru- lega. Er það mikið áfall fyrir efna- hagslífið enda er ferðaiðnaðurinn helsta tekjulind þjóðarinnar. Serbar loka Dóná ÁHAFNIR á serbneskum fljótaprömmum ákváðu í gær að hindra umferð skipa um Dóná til að mótmæla þátttöku Rúmena í viðskiptabanni Sameinuðu þjóð- anna gegn Serbíu. Ætluðu þeir að loka ánni með 70 prömmum þar til Rúmenar gæfu eftir en þeir tak- mörkuðu siglingar milli landannna þegar í ljós kom, að serbnesku prammarnir höfðu lestað olíu í Rúmeníu. I síðasta mánuði lokuðu Serbarnir Dóná í eina viku. Hallarekstur á SAS ÞRIÐJA árið í röð varð halli á rekstri SAS-flugfélagsins í fyrra. Nam hann 7,3 milljörðum ísl. kr. en á árinu 1991 var hann um 11 milljarðar kr. Sagði Jan Carlzon, forstjóri félagsins, að skýringin væri gengisfelling sænsku krón- unnar, tap á hótelrekstri og erfíð- leikar í rekstri Linjeflygs, sem ann- ast innanlandsflugið. Sagði hann einnig, að ekki væri um annan kost að ræða en náið samstarf eða sam- rana við einhver hinna fímm stóra flugfélaga í Evrópu. Viðræður hafa staðið yfir við KLM, Swissair og Austrian Air í þessu augnamiði. Carlzon gagnrýndi dönsk stéttarfé- Iög, sem halda því fram, að samein- ingin muni valda uppsögn 20.000 starfsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.