Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Hundraðhestaflagengið leggur í dag af stað í ferð þvert yfir landið A vélsleðum horna á milli FIMM vélsleðamenn leggja af stað frá Hornbjargi í dag og ætla þeir að fara þvert yfir landið til Hornafjarðar en þessi leið hefur ekki verið farin áður í einum rykk. Þeir áætla að verða fjóra daga á leiðinni. Erfiðasti áfang- inn er frá Steingrímsfjarðarheiði að Holtavörðuheiði og munu þeir félagar sofa í snjóhúsi ef þurfa þykir. „Við áætlum að verða fjóra daga á leiðinni og koma til Horna- fjarðar á sunnudagskvöld en að sjálfsögðu gætimargt tafið fyrir okkur," sagði Ólafur Sigurgeirs- son einn leiðangursmanna í sam- tali við Morgunblaðið. Erfiðasti áfanginn Hann sagði að erfíðasti áfang- inn á leiðinni yrði eflaust frá Steingrfmsfj arðarheiði yfir Laxárdalsheiði að Holtavörðu- heiði og hefur leiðin ekkiverið farin fyrr í einum áfanga. Ólafur kvað ekki víst að snjór væri óslit- ið alla leiðina en taldi líklegt að einhverjir renningar fyndust. Sæluhús er á Laxárdalsheiði en Ólafur sagði óvíst hvort þeir fé- lagarnir myndu notast við það, í versta falli myndu þeir gera sér snjóhús en fátt er um skála á þessari leið. Þeir félagarnir áætla að ná til Hveravalla á tveimur sólarhring- um. Ólafur sagði að ferðin frá Holtavörðuheiði og austureftir yrði mun léttari, á henni væru mörg sæluhús og leiðin vel kunn og hefðir snjósleðamenn oft farið hana. Fimmmenningarnir eru í 10 manna ferðaklúbb sem nefnir sig Hundraðhestaflagengið. „Við er- um ekki að fara þessa ferð okkur til frægðar en við verðum að finna uppá einhverju til að geta verið að rugla svona í miðri viku, ann- ars tæki okkur enginn alvarlega," sagði Ólafur. Morgunbiaðið/Sverrir Hundraðhestaflagengi Félagarnir fimm úr Hundraðhestaflagenginu sem taka þátt í Jeið- angrinum. F.v. Viðar Pétursson, Eggert Þór Sveinbjörnsson, Ólaf- ur Sigurgeirsson, Sævar Reynisson og Magnús Kristjánsson Honialjörftur 4 snjósleðum þvert yfir landia Eignir verktakafyrirtækisins Hagvirkis-Kletts hf. voru kyrrsettar í gær Islandsbanki mælir ekki með nauðasamningum ÍSLANDSBANKI samþykkti ekki að mæla með nauðasamn- ingxim Hagvirkis-Kletts þegar eftir slíku samþykki var leit- að. Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, staðfesti þetta í gær. í dag mun Þorgerður Erlendsdóttir, héraðsdómari í Reykjanesi, kveða upp úrskurð sinn um hvort fallist verði á beiðni fyrirtækisins um heimild til nauðasamningsumleit- ana. Hugmyndir fyrirtækisins um nauðasamninga gera ráð fyrir 60% niðurfellingu á hðfuðstóli skulda. í yfirlýsingu frá Hagvirki-Kletti segir að ljóst sé að gjaldþrot bíði fyrir- tækisins náist ekki nauðasamningar. í gær féllst sérstaklega skipaður stefna í staðfestingarmáli vegna sýslumaður á kröfu Ragnars H. Hall, bústjóra þrotabús Fórnarlambsins, áður Hagvirkis, um kyrrsetningu á eignum til tryggingar fyrir þeim 373 milljón króna kröfum sem þrotabúið mun gera í riftunarmáli vegna samn- inga um sölu á eignum Hagvirkts til Hagvirkis-Kletts í desember 1990. Hagvirki-Kletti hefur verið birt kyrrsetningarinnar og verður það mál þingfest 16. mars. Ríki og íslandsbanki samtals undir 40% Valur Valsson vildi ekki ræða hve háar kröfur íslandsbanki ætti á hendur Hagvirki-KIetti eða tjá sig nánar um málið. Eyjólfur Kristjánsson, lögfræðing- ur hjá Hagvirki-Kletti, sagði að- spurður að afstöðu ríkissjóðs til nauðasamninganna hefði ekki verið leitað en í máli hans kom fram að samanlagðar kröfur ríkissjóðs og ís- landsbanka á hendur fyrirtækinu myndu ekki ná því 40% sem þurfi til að fella frumvarp til nauðasamn- inga sem geri ráð fyrir eftirgjöf á 60% skulda. Hann lagði áherslu á að endanleg afstaða íslandsbanka til málsins lægi ekki fyrir. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær gera hugmyndir Hagvirkis-Kletts ráð fyrir 10% greiðslu í reiðufé, 10% með verð- tryggðu skuldabréfi en 20% með vaxtalausu, óverðtryggðu skulda- bréfi til 5 ára. Beiðni Hagvirkis- Kletts um nauðasamningsumleitanir hefur hlotið samþykki u.þ.b. 100 lán- ardrottna félagsins sem eiga hjá fé- WlmrgmMdbifo dag 27 metra fall Steinn Guðmundsson slapp Iftið meiddur úr flugferð á vélsleða fram af 27 metra gilbrún 4 íslenski fjárfestingarbankinn Iðnlánasjóði verður breytt í fjár- festingarbanka 28 Verðkönnun vikunnar_________ Allt að 122% verðmunur er á naslí í söluturnum á hðfuðborgarsvæð- inu 36 Leiðari_______________________ Tillögugerð vinnumarkaðarins 28 KOSTURINN ÞEGAR ALLS ER G/ETT. =fS Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá ? Fóru offari við sjónvarpsleit - Segir myndavélin alltaf satt? - Nýjar gervihnattarásir í Evrópu - Stafrænt útvarp - Hin raunveru- legu Bart, Magga og Hómer ? •{ötni skipt í t.vö hlutafélög - 1 Irikt ir í stoðum heildsölukerfis- ins - Útnefningar á atfayglisverð- ustu auglýsingu ársins 1992 - Viðtal við Philip Kotler laginu rúm 25% af þeim skuldum sem það telur sig eiga ógreiddar en kyrr- setningarkröfurnar eru ekki þar á meðal. Ragnar H. Hall, bústjóri Fórnar- lambsins, sagðist, í samtali við Morg- unblaðið í gær, mundu gera kröfur um að kröfur þrotabús Fórnarlambs- ins á hendur Hagvirki-Kletti fái að njóta atkvæðisréttar við afgreiðslu væntanlegs frumvarps um nauða- samninga en gera allt eins ráð fyrir að þeim atkvæðisrétti verði mót- mælt. Eyjólfur Kristjánsson sagðist gera ráð fyrir að kyrrsetningarkröf- urnar yrðu ekki viðurkenndar við meðferð nauðasamninganna. í máli hans kom fram að verði heimild til nauðasamningsumleitana veitt og nái nauðasamningarnir fram að ganga við atkvæðagreiðslu eftir 4 vikna innköllunarfrest krafna falli kyrrsetning eigna félagsins úr gildi. Fari svo að þrotabú Fórnarlambs- ins vinni það riftunarmál sem höfðað hefur verið til staðfestingar kyrrsetn- ingunni verður þrotabúið bundið af nauðasámningunum að svo miklu leyti sem kröfur þess kunna að verða teknar til greina. Kyrrsetning án eignamats Að sögn Guðgeirs Eyjólfssonar, sem var skipaður sérstakur sýslu- maður í kyrrsetningarmálinu eftir að Guðmundur Sophusson sýslumað- ur í Hafnarfirði vék sæti, krafðist bústjóri Fórnarlambsins ekki mats á virði þeirra eigna sem Hagvirki- Klettur benti á vegna kyrrsetningar- innar þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun. Því byggist sú veðsetn- ing sem kyrrsetningin felur í sér ekki á mati á verðmæti eigna félags- ins, en vinna matsmanna var stöðvuð eftir að sýslumaðurinn í Hafnarfirði sagði sig frá málinu. Eignarhald ásamlögun- um kannað HALLDÓR Blðndal landbúnað- arráðherra hefur ákveðið að láta vinna lögfræðilega álitsgerð um það hver eigi mjólkursamlög landsins og aðrar afurðastöðvar í landbúnaði. Samkomulag er um að ráðist verði í hagræðingu á vinnslustigi mjólkur. í tengslum við það télur ráðherra nauðsynlegt að fá úr því skorið, hvernig eignarhaldi á af- urðastöðvum í mjólkuriðnaði sé háttað og hvaða möguleika eða rétt mjólkurframleiðendur hafi til að leysa þær til sín, þar sem um bland- aðan samvinnurekstur er að ræða. ? ? ? Aðalfundur Skelj- ungs hf. á morgun Hörður Sig- urgestsson verður kos- inn í stjórn AÖALFUNDUR Ske^ungs hf. verður haldinn á Hótel Sðgu á morgun kl. 14. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins verður Hðrður Sigurgestsson, forsljóri Eimskipafélags íslands, kjðrinn í stjórn Skeljungs á fundinum og mun hann þar með taka sæti Thors Ó. Thors heitins. Morgunblaðið hefur jafnframt upplýsingar um að Jón Halldórsson, formaður Sameinaðra verktaka, sótt- ist eftir stjórnarsetu í Skeljungi, en ekki var orðið við ósk hans. Litið er á þrjú sæti í stjórn Skeljungs sem Eimskipafélagssæti, en Eimskip á 11,5% hlut í Skeýungi. Þau þrjú sæti voru skipuð þeim Indriða Páls- syni, Halldóri H. Jónssyni og Thor 0. Thors. Þegar Halldór H. Jónsson féll frá, kom Sigurður Einarsson, forstjóri ísfélags Vestmannaeyja hf., inn í stjórnina. Samkomulag mun hafa tekist meðal eigenda Skeljungs um að Hörður Sigurgestsson taki nú sæti Thors Ó. Thors. ---------?-?-?--------- Bolungarvík Pjórar millj- ónir sofnuð- ust í hlutafé Bolungarvfk. í GÆRKVÖLDI var haldinn form- legur stofnfundur hins nýja út- gerðarfélags í Bolungarvík Osvar- ar hf. Mikil samstaða hefur verið meðal Bolvfkínga um þetta félag sem ætlað er að vinna að því að kaupa eignir þrotabús EG. Stofn- hluthafar voru 183 talsins og alls safnaðist hlutafé upp á rúmlega 4,1 milljón króna sem skiptist í 415 tfu þúsund króna hluti. Samþykkt var að stjórn félagsins hefði heimild til að auka hlutfé í 5 milljónir króna og skuli því lokið fyr- ir 1. júní n.k. í stjórn félagsins voru kosin Björgvin Bjarnason banka- starfsmaður, Bjarnveig Samúelsdótt- ir verkakona, Markús Guðmundsson stýrimaður, Karvel Pálmason fyrr- verandi alþingismaður og Kristján Jón Guðmundsson fyrrum útgerðar- stjóri EG. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir Jón Þorgeir Einarsson og Ásgeir Sólbergsson. Það var létt yfir fólkinu, sem var vel á annað hundrað, að loknum þess- um stofnfundi. Þ6 mikið og erfitt verkefni bíði þessa nýstofnaða félags hefur það sýnt sig undanfarið að samstaða Bolvíkinga er alger í þessu máli. Með þann bakhjarl hefur þessi fyrsta stjórn ósvarar hf. störf sín strax í dag. -Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.