Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 17 HVER ER VIIJISKATTGREIÐ- ENDA UM TILVÍSANIR LÆKNA? fyrir sig vakti óskipta athygli safn- mannsins frá íslandi. Ég velti því fyrir mér hvað væri hér á seyði. Hvers vegna ætli fólk þetta langi svo til að sjá þessa sk. víkingasýn- ingu? Þarna var fólk á ölum aldri, roskið fólk, unglingar, fjölskyldu- fólk, og virtist það vera af ýmsum þjóðfélagsstigum. Þegar inn var komið var þröng á þingi. Fólk þyrpt- ist þétt saman fýrir framan sýning- arskápana, afar margir höfðu leigt sér segulbandstæki með leiðsögn um sýninguna. Sá grunur læðist að manni að fólkið, sem beið í haustkalsanum utan við Altes Museum, hafí fengið annars konar safnuppeldi en við hér á landi. Þar hefur fólki lengi verið kennt að nota söfn sér til fróðleiks, uppbygg- ingar og skemmtunar. Sýningin í Kaupmannahöfn Eins og í upphafí sagði stendur sýningin Víkingar — hvíti Krist- ur... yfir þessar vikumar í nýjum húsakynnum Þjóðminjasafns Dana við Frederiksholms Kanal í Kaup- mannahöfn. Þar kemur hún I mesta nánd við okkur íslendinga. Því vil ég beina því til þeirra sem leið sína leggja til Hafnar fram til 14. mars o g áhuga hafa á víkingum og menn- ingu miðalda að þeir fari í safnið og skoði þessa einstæðu sýningu þar sem saman eru komnir gripir af víðlendu svæði og hæpið er að þeim verði safnað saman í bráð. Um leið getur fólk kynnst því hvem- ig Danir stóðu að viðgerð og endur- gerð síns þjóðminjasafns. Þær framkvæmdir stóðu í 6 ár og lauk á síðasta ári. Það er ekki hvað síst þeirra vegna sem safnið ákvað að fá sýninguna til sín. Við óskum Dönum til hamingju með nýtt þjóð- minjasafn en fögnum því jafnframt að okkar merkilegu hlutir eru á leið heim aftur eftir eins árs úti- vist. Lengri mátti hún ekki vera. Höfundur er safnstjóri Þ/óðmiiyasafns íslands. verðar tekjur. Þessar tekjur hafa oft orðið meiri en eðlilegur afrakst- ur atvinnulífsins hefur gefið tilefni til. En ofan á þessar aukatekjur höfum við hrúgað upp erlendum skuldum. Við höfum því sjaldan unnið fyrir útgjöldunum og nú er orðið langt síðan að ævintýri hafa gerst. Það er ástæðulaust að gera ráð fyrir umtalsverðum nýjum tekju- póstum á næstunni. Allt tal um verulega aukningu í hagvexti bygg- ir á óskhyggju eða blekkingum. Víða í nágrannalöndum okkar telja menn Vesturlönd vera komin að endimörkum hagvaxtar. Meiri hag- vöxtur jafngildi einfaldlega enn frekari vistfræðilegum slysum og menn draga í efa að aukinn hag- vöxtur leysi þann vanda, sem þjóð- irnar standa frammi fyrir. Það er því orðið tímabært að fara þá leið, að draga mjög veru- lega úr heildameyslunni, huga bet- ur að innri tekjuskiptingu samfé- lagsins og hafna kenningunum um tölvuvæddan tækniheim þar sem mannshöndin þurfi fá verk að vinna. En fyrst og frémst er nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir því, að íslendingar verða að koma sér niður á það neyslu- og afkomustig að þjóðartekjurnar nægi til að greiða fyrir. Þetta er verkefni allra ábyrgra manna. Ef við ekki viður- kennum fyrirsjáanlegan samdrátt til lengri tíma verður okkur um megn að laga okkur að nýjum að- stæðum og það verður erfiðara að grípa til ráða til að bæta stöðu þeirra, sem ávallt verða verst úti í efnahagslegum samdrætti. Niðurstaða: Við getum haldið áfram að tala um kreppu því vissu- lega em kreppueinkennin fyrir hendi. En það er algjört grundvall- aratriði að við viðurkennum þá skuldadaga, sem komnir em og knýja okkur til uppgjörs við fortíð- ina og ranga efnahagsstjómun. Ef þjóðin í heild rifar ekki seglin þá er hætt við að skútan laskist alvar- lega eða að henni verði kafsiglt. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og núverandi framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. eftir Gunnar Inga Gunnarsson Ólafur F. Magnússon læknir skrif- ar grein í Morgunblaðið 6. mars sl. Upphaf greinarinnar gefur til kynna að hið eiginlega tilefni skrifanna sé sú viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra að beita skuli gildandi tilvísunarkerfi læknisþjónustunnar til að koma á frekari stjómun á starfsemi sérfræð- inga starfandi utan sjúkrahúsa. Reyndar hrasar ÓFM þegar á start- línu greinar sinnar, því þar gefur hann ráðherranum upp þá ætlan, að þvinga uppá fólk einhverri tilvísunar- skyldu. Því fer aldeilis víðs fjarri. Þannig semur ÓFM sínar eigin for- sendur og deildir síðan á skáldskap- inn. Rökfærsla greinarinnar hefst því andvana og því engin sérstök ástæða til að rekja hana frekar. Hið eina bitastæða í greininni er að finna í lokin. Þar spyr ÓFM: „Hvað vill al- menningur í tilvísunarmálinu?" Og hann hvetur Morgunblaðið til að svara þeirri spumingu. Þama hittir ÓFM loks naglann á höfuðið. Hver er vilji hins almenna skattgreiðanda? Það vitum við ekki. En hvemig á skattgreiðandinn að mynda sér skoð- un á málinu? Er hægt að ætlast til þess að hann viti um hvað deilt er þegar læknar sjálfir mótmæla tilvís- unarskyldu sem hefur ekkert með gjaldtöku að gera og er í engum tengzlum við áform ráðherrans? Til að gera skattgreiðendum auð- veldara að móta sér skoðun á málefn- inu ætla ég að skoða með þeim nokk- ur atriði varðandi ágreininginn um tilvísanir og einnig hluta úr upplýs- ingabæklingi heilbrigðisráðuneytis- ins frá síðasta mánuði, en þar er sagt frá áformum um stýrikerfi til- vísana. Okkur ber að kynna þeim málið. Skattgreiðendur borga jú brúsann, beint og óbeint. Um hinn eiginlega ágreining Þegar læknir leitar faglegrar að- stoðar annars læknir vegna skjól- stæðings og ákveður að senda sjúk- ling til hans með skriflegar upplýs- ingar um ástæðuna, þá er sjúklingur- inn sendur með tilvísun. Þegar lækn- irinn sem aðstoðina veitir sendir skriflegar upplýsingar til baka, þá sendir hann læknabréf. Þessu fag- lega og lögbundna fyrirkomulagi er læknum skylt að lúta og ég hef aldr- ei orðið var við neinn ágreining með- al lækna um þá skyldu. Hin eiginlega tilvísunarskylda, eins og henni er lýst hér, er því alls ekki deiluefni. Þegar hins vegar stjórnvöld ákveða, eins og í gildi var áratugum saman allt til ársins 1984, að hafa það sem skilyrði fyrir niðurgreiðslu ríkissjóðs á kostnaði við sérfræðiþjónustuna, að sjúklingar komi með tilvísun til sérfræðingsins, þá verður ágreining- ur til. Þess vegna hefur deilan aldrei verið um tilvísunarskylduna sem slíka, heldur hina skilyrtu greiðslu- þátttöku sjúkratrygginganna. Það er kjarni málsins. En því miður hefur hinum ágreiningslausa og faglega þætti tilvísana verið ruglað saman við hina kjaralegu hlið greiðsluskil- yrðanna, sem stjórnvöld hafa sett eða vilja setja. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að mínu mati, að barátta lækna gegn stýrikerfi tilvfsana bygg- ist fyrst og fremst, eða jafnvel ein- ungis, á kjaralegum hagsmunum. Ég hef þó aldrei heyrt andstæðinga tilvísunarkerfís ræða opinberlega um ágreininginn á þessum nótum. Sú staðreynd kann einmitt að vera sennilegasta skýringin á því að þessi ruglingslega læknadeila er en óleyst. Úr upplýsingabæklingi heilbrigðisráðuneytis í febrúar sendi ráðuneytið frá sér bæklinginn Er orðið dýrt að leita sér læknis? Þar fjallar ein grein um áform ráðherra um að nota fyrirliggj- andi tilvísunarkerfi til að stýra eftir- spum eftir sérfræðiþjónustu. Þar segir m.a.: „Það er hugsað þannig, að fólk sem kennir sjúkleika leiti fyrst til heimilislæknis síns, eða á heilsugæzlustöð, þar sem það verði rannsakað. Verði niðurstaðan sú, að „Og fyrst ekki virðist unnt að stjórna fram- boði hennar til sam- ræmis við allt annað framboð niðurgreiddr- ar læknisþjónustu tel ég, bæði sem læknir og skattgreiðandi, að rétt sé að koma nauðsynleg- um böndum á hana með því að stýra eftirspum- inni gegnum gildandi tilvísunarkerfi, eins og fram kemur í tilvitnuð- um bæklingi frá ráðu- neyti heilbrigðismála. “ rétt sé að leita til sérfræðings, fær sjúklingur tilvísun, sem hann fer með til sérfræðingsins. Sé það álitið nauð- synlegt, getur tilvísun verið marg- nota, þannig að sjúklingur þurfí ekki að fara aftur til heimilislæknis eða á heilsugæzlustöð að sækja tilvísun vegna sama sjúkdómstilfellis. Ætl- unin er að sá sem framvísar tilvísun borgi minna fyrir sérfræðilæknis- hjálpina en sá sem kemur án tilvísun- ar. Með öðrum orðum, tilvísunarkerf- inu er ekki ætlað að banna fólki að leita beint til sérfræðinga. Fólk hefur áfram fijálst val. Fari það hins vegar án tilvísunar, tekur ríkið minni þátt í kostnaði en ef farið væri með tilvís- un. Fólk má því vænta þess, að þeg- ar tilvísunarkerfí tekur gildi, lækki kostnaður við sérfræðilæknisheim- sóknir frá því sem nú er hjá þeim sem koma með tilvísun." „Hvaða rök eru fyrir slíku kerfí? Er tilgangurinn einungis að lækka kostnað?“ „Nei. Að baki liggja ekki aðeins kostnaðarleg rök, heldur ekki síður fagleg rök. Kostnaðarrökin eru þau, að ástæðulaust er að leita dýrrar sér- fræðilæknisþjónustu, nema hennar sé þörf. Fólk á ekki að nota sérfræð- inga eins og heimilislækna og leita aðstoðar þeirra vegna ýmissa kvilla, sem heimilislæknar geta auðveldlega leyst úr. Ótækt er að hver og einn hafí fullt frelsi til að stofna til mik- illa sérfræðilæknisútgjalda fyrir rík- ið, þegar honum sjálfum dettur í hug. Þetta eru fjárhagslegu rökin." „Faglegu rökin eru m.a. þau, að heimilislækningar eru sérgrein innan læknisfræðinnar og sérfræði heimil- islæknanna felst meðal annars í því, að taka við veiku fólki og veita því ráðgjöf um meðferð, t.d.; hvort ástæða sé til að leita til sérfræðings og þá hvert beri að leita. Einnig er nauðsynlegt og óhjákvæmilegt, frá faglegu sjónarmiði, að heilbrigðis- þjónustan eigi upptök sín í heilsu- gæzlunni og að þeir læknar og þær stofnanir sem sinna heilsugæzlu hafí ávallt yfirsýn yfir þá meðferð, sem sjúklingar fá.“ Lokaorð Sérfræðiþjónusta lækna utan sjúkrahúsa er yfirleitt í hæsta gæða- flokki. íjónusta þeirra er mjög mikil- væg og ég tel rétt að standa vörð um hana. Framboð þessarar niður- greiddu þjónustu hefur þó þá sér- stöðu að vera algerlega stjómlaust. Og fyrst ekki virðist unnt að stjóma Gunnar Ingi Gunnarsson framboði hennar til samræmis við allt annað framboð niðurgreiddrar læknisþjónustu tel ég, bæði sem læknir og skattgreiðandi, að rétt sé að koma nauðsynlegum böndum á hana með því að stýra eftirspuminni gegnum gildandi tilvísunarkerfí, eins og fram kemur í tilvitnuðum bækl- ingi frá ráðuneyti heilbrigðismála. Með því móti er verið að beita fag- legri aðferð við að nýta takmarkaða opinbera fjármuni með sem beztum hætti. Ég sé engin haldbær rök gegn því. En hvað segja aðrir skattgreið- endur? Og hvað segir Morgunblaðið? Höfundur er læknir og skattgreiðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.