Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 27
2',
Clinton
villaðstoð
við Rússa
sem fyrst
Washington. Reuter.
BILL Clinton, forseti Banda-
ríkjanna, sagði eftir fund
með Francois Mitterrand,
forseta Frakklands, í Hvíta
húsinu á þriðjudag að sjö
helstu iðnríki heims þyrftu
að ákveða aðstoð við Rússa
fyrir árlegan fund þeirra í
Tókýó í júlí.
Bill Clinton kvað brýnt að gera
ráðstafanir til að stuðla að því að
ekki yrði horfíð frá umbótastefn-
unni í Rússlandi. Hann sagði að
hann myndi reyna að ná samstöðu
á meðal leiðtoga iðnríkjanna sjö
um fjárhagsaðstoð við Rússa fljót-
lega eftir fund hans og Borís Jelts-
íns, forseta Rússlands, í Kanada
4. april, ef ekki fyrr.
Clinton sagði ennfremur að
hann og Mitterrand hefðu verið
sammála um að Frakkar ættu
ekki að senda fleiri hermenn til
Bosníu og að Bandaríkjamenn
ættu ekki að senda landhermenn
þangað nema allar fylkingarnar
semdu um frið.
„Frábær fundur" með Nixon
Clinton tjáði sig einnig um fund
sinn með Richard Nixon, fyrrver-
andi Bandaríkjaforseta, í Hvíta
húsinu á mánudagskvöld. Þeir
ræddu meðal annars um ferð Nix-
ons til Moskvu nýlega og hvemig
bregðast ætti við óvissunni í Rúss-
landi. „Við erum á sömu bylgju-
lengd hvað þetta mál varðar,“
sagði Clinton og lýsti viðræðum
þeirra sem „frábærum fundi“. „Ég
fékk margar mjög góðar hug-
myndir frá honum.“
Auka þarf aðstoðina til að
bjarga Jeltsín
Nixon, sem er áttræður, ritaði
nýlega grein í New York Times
þar sem hann sagði að Clinton
gæti tryggt sér sess sem „afburða-
stjómmálaleiðtogi“ ef hann tæki
að sér að gegna forystuhlutverki
í alþjóðlegum aðgerðum til að
bjarga Rússlandi. Stjórn Jeltsíns
myndi falla ef aðstoðin við Rússa
yrði ekki aukin vemlega.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993
Reuter
Sorg í Sarajevo
SERBNESK kona harmar hér son sinn við útför í Sarajevo, höfuðborg
Serbíu. Talið er að 130.000 manns hafi beðið bana vegna stríðsins í
landinu frá því í maí í fyrra. Um 740.000 flóttamenn em í Bosníu og
rúm milljón manna hefur flúið til annarra landa. Þá er talið að 70.000
manns hafi verið í haldi í fangabúðum og 20.000 konum hafí verið
nauðgað. Ástandið er nú verst í byggðum múslima í austurhluta Bosn-
íu við landamærin að Serbíu. Fregnir herma að serbneskir hermenn
ráðist á byggðimar til að stökkva íbúunum á flótta. „Konur, böm og
aldrað fólk er drepið, venjulega skorið á háls,“ segir Sadako Ogata,
yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Þing Sviss
kýs konu í
ríkisstjórn
ZUrlcb. Fri önnu g)urimilóUur, fréUaritarn Morftunblaðulna,
SAMEINAÐ þing svissneska þjóðþingsins kaus Ruth Dreif-
uss, starfsmann svissneska alþýðusambandsins, i sjö manna
ríkisstjórn landsins í gær. Christiane Brunner, þingmaður
Jafnaðarmannaflokksins (SP), dró framboð sitt til baka eftir
að hvorug kvennanna hafði hlotið meirihluta atkvæða í tveim-
ur atkvæðagreiðslum. Dreifuss hlaut 144 atkvæði í þriðju
umferð og Brunner 32 en 96 nægðu þá til að ná kosningu.
Dreifuss var kjörin í stjórnina í stað Rene Felbers, utanríkis-
ráðherra. Ráðherrarnir munu skipta með sér ráðuneytum í
dag. Talið er Iíklegt að Dreifuss verði innanríkisráðherra.
Um 10.000 manns biðu úrslita
kosninganna fýrir framan þinghús-
ið í Bern í gærmorgun. Flestir urðu
fyrir vonbrigðum þegar Dreifuss
var kjörin. Brunner var fagnað inni-
lega þegar hún og nýi ráðherrann
ávörpuðu mannfjöldann. Brunner
er orðin hetja kvenréttindahreyfing-
arinnar. Hún sagði að kjör Dreifuss
væri aðeins upphaf baráttu kvenna
fyrir jafnrétti í stjórn landsins og
hvatti konur til að láta að sér kveða
í stjórnmálum, með kvennalistum
ef með þyrfti.
Meirihluti. þjóðþingsins kaus
Francis Matthey í ríkisstjórnina fyr-
ir viku. Hann afþakkaði kjörið í gær
og sagði að virða bæri rétt kvenna
til að dga sæti í æðstu stjóm lands-
ins. Ovænt óánægja greip um sig
meðal þjóðarinnar þegar hann var
kjörinn. Honum var ekki fært að
taka kosningunni.
Studdi Brunner
Dreifuss hefur undanfarin ár far-
ið með félagsmál í alþýðusamband-
inu. Hún bauð af sér góðan þokka
á fundum með stærstu þingflokkun-
um, þingflokkum FDP og Kristilega
þjóðarflokksins (CVP), í fyrradag.
Hún gaf kost á sér í ríkisstjórnina
til að tryggja að kona tæki þar
sæti en segist hafa vonað að Brunn-
er yrði kjörin. Hún segist harma
að þjóðþingið hafí ekki þorað að
kjósa óvenjulega konu eins og
Brunner heldur frekar kosið hvers-
dagslega, einhleypa konu eins og
hana sjálfa.
Færeyjar
Þörf er á
meirinið-
urskurði
Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
FULLTRÚAR Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins hafa enn ekki
lagt blessun sína yfir fær-
eysku fjárlögin en helsta skil-
yrði dönsku stjórnarinnar
fyrir 8,5 milljörðum kr., sem
lánaðar voru Færeyingum,
var, að útgjöldin yrðu ekki
meiri en tekjurnar.
Jogvan Sundstein, sem fer
með fjármálin í færeysku lands-
stjórninni, segir, að vegna þess
verði að grípa til enn meiri nið-
urskurðar en hingað til og hefur
í því sambandi verið talað um
uppsagnir opinberra starfs-
manna, lækkun tekjutrygging-
ar hjá sjómönnum, nýja skatta
og hugsanlega hækkun virðis-
aukaskatts, sem nú er 23%.
Fulltrúar Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins hafa verið í Þórshöfn
síðustu tíu dagana en við brott-
förina afhentu þeir sínar eigin
tillögur um aukinn niðurskurð.
Helgarfargjöld til Skandinavíu.
NORÐURLANDAFARGJÖLD SAS* Keflavík - Kaupmannahöfn 26.940.- Keflavík - Stokkhólmur 30.060.-
Keflavík - Osló 26.940.- Keflavík - Gautaborg 26.940.-
Keflavík - Krlstiansand 26.940.- Keflavík - Malmö 26.940.-
Keflavík - Stavanger 26.940.- Keflavík - Vásterás 30.060.-
Keflavík - Bergen 26.940.- Keflavík - Norrköplng 30.060.-
Keflavík - Helslnkl 30.680.- Keflavík - Jönköping 30.060.-
Keflavík - Tampere 30.680.- Keflavík - Kalmar 30.060.-
Keflavík - Turku 30.680.- Keflavík - Váxjö 30.060.-
Keflavík - Vaasa 30.680.- Keflavík - Orebrö 30.060,-
* Verð mlftaö vlð altt að 5 daga hámarksdvöl (4 nætur) að meðtallnnl aðfaramótt sunnudags. Enn betri kjör fyrir hópa, 15 manns eða flelrt. innlendur flugvallarskattur er 1.250 kr. og danskur flugvallarskattur 680 kr.
Fjölmargir gistimöguleikar.
Verö á gistlngu á mann er frá 2.600 kr. nóttin
í 2ja manna herbergi.
Haföu samband við söluskrifstofu SAS
eöa ferðaskrifstofuna þína.
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegl 172 Síml 62 22 11