Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 fclk f fréttum MorgunblaOiO/Kúnar Pör Pálmi Gunnarsson í hlutverki Che Guevara, Hulda Garðarsdóttir í hlutverki hjákonunnar og Þórhildur Órvarsdóttir lék litla stúlku. EVI^^AKUREYra Líflegur söngleikur í Sjallanum Skemmtanir Hildur Friðriksdóttir Sjallinn á Akureyri frumsýndi síðastliðið föstudagskvöld söngleikinn Evítu eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice í styttri útgáfu. Leikstjóri er Gestur Einar Jónasson. Fyrir sýningu býður Sjall- inn upp á þríréttaðan kvöldverð sem samanstendur af sjávarfangi í brauðkollu í forrétt, léttreyktum svínahrygg með brúnuðum kartöfl- um, sprotakáli og salati. í eftirrétt var boðið upp á tertu. Maturinn bragðaðist vel, en eins og oft þegar REIKNAÐU MEÐ FACIT meST SELDA Sisipir NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - 6lMI60 77 00 & Alltaf skrefi á undan borinn er fram sami réttur fyrir fjölda fólks var maturinn ekki nægi- lega heitur. Að mínu mati dregur það verulega úr ánægjunni við að snæða góðan mat og vonandi eru þetta aðeins byijunarörðugleikar. Þjónustan var góð. Söngleikurinn eins og hann er fluttur í Sjallanum tekur um 70 mínútur. Sýningin hefst í kvik- myndahúsi í Buenos Aires. Sýning- in er stöðvuð og gestum tilkynnt lát Evu Peron, eiginkonu Juans Perons forseta Argentínu. Síðan er sungin sálumessa yfir Evu og útför hennar fer fram. Því næst er tekið við að rifja upp ævi Evu og hefst sú upprifjun á næturklúbbi þegar hún er 15 ára. Rut Reginalds, sem leikur Evu Peron, og Pálmi Gunnarsson, sem er í hlutverki Che Guevara, fundust mér best í sýningunni, þó að öðrum ólöstuðum. Rut vegna þess að ég vissi ekki við hverju var að búast, en söngur hennar og framkoma voru mjög góð og hún fellur vel inn í hlutverkið. Sömu sögu er að segja um Pálma, nema ef til vill vissi maður nokkurn veginn á hveiju var von. Aftur á móti fannst mér hlut- verk Baldvins Baldvinssonar ekki í samræmi við annað í sýningunni. Kannski var það vegna þess að hann söng fullmikið af rólegum lög- um eða persónan of ólík því sem maður hafði gert sér í hugarlund um Juan Peron. Söngur hans var þó mjög góður og var hann sá eini sem notaði ekki hljóðnemann þegar hann söng. Jakob Jónsson, Hulda Garðars- dóttir og Þórhildur Örvarsdóttir voru öll í minni hlutverkum og stóðu þau sig vel. í heildina var ég ánægð með sýninguna, dansararnir lífguðu mikið upp á hana og lögin voru skemmtileg, en þó kannski of róleg á köflum. I fýrri söng Rutar, Gráttu mig ei, Argentína, fannst mér rödd- in full tregablandin og brostin. Sýningunni lauk rétt fyrir mið- nætti og eftir það tók við dans undir tónlist Rokkbandsins. Rut Regmalds var i hlutverki Evu Peron, en Baldvin Baldvinsson lék Juan Peron. Hann var eini söngvarinn sem notaði ekki hljóðnema þegar hann söng. Prinsessurnar klæða sig nánast eins og mæðurnar. KONGAFOLK Eins í klæðaburði Málshátturinn eplið fellur ekki langt frá eikinni, gæti átt við um klæðnað mæðgnanna Sylv- íu Svíadrottningar og Viktoríu prinsessu, en einnig um Sonju Noregsdrottningu og Mörtu Lovísu dóttur hennar. Meðfýlgj- andi myndir sýna betur hvað átt er við. Á annarri myndinni lítur hreinlega út eins og Sylvía og Viktoría hafí skipt um jakka eða pils, þó svo það sé ekki reyndin. Myndin er tekin við eina af fyrstu opinberu skyldum Viktoríu, sem hefur móður sína með sér til halds og trausts. Á hinni myndinni má sjá Sonju og Mörtu Lovísu, en þær eru í eins litum buxum og stíllinn er nokkurn veginn sá sami. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þríburar á ferð í Kringlunni LJÓSMYNDARI Morgunblaðsins hitti þríburamóðurina Þóru Karls- dóttur á göngu í Kringlunni um síðustu helgi. Synimir Ottó, Ari og Daði, sem eru rétt rúmlega tveggja ára, virðast orðnir svolítið lúnir þegar myndin var tekin. COSPER Eini ókosturinn við hann er hversu dýr hann er í rekstri. Hann eyðir svo miklu vatni! ( ( < ( < í ( < < < 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.