Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 dt> Framkvæmda- og fjárhagsáætlun Reykhólahrepps Vilja selja hlutabréfín í Þörungavinnsluimi Miðhúsum. HREPPSNEFND Reykhólahrepps hefur lokið við framkvæmda- og fjárhagsáætlun hreppsins. Samkvæmt áætlun losar velta sveitarsjóðs rúmlega 100 milljónir. Tæplega 70 milljónir eru ætlaðar í rekstur sveitarsjóðs og fyrirtækja hans og afborganir af lánum og vextir er áætlað 12 milíjónir. Til fjárfestinga eru ætlaðar 20 miiyónir og nýjar lántökur eru áætlaðar tæpar 11 milljónir. Aætlað er að ljúka við neðri hæð heitu og verða fyrstu húsin væntan- á Dvalarheimilinu Barmahlíð og smíði átta nýrra íbúða á Reykhól- um. Einnig verður haldið áfram með borholu á Kletti í Geiradal. Vonir eru til að hægt verði að ná þar upp nægu vatni 80-100 stiga lega tengd 1994. Vilja út úr Þörungaverksmiðjunni Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur auglýst hlutabréf sín í Þör- Nýr formaður Ing- ólfs í Hveragerði Hveragerði. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs var haldinn nýlega. Fundinn sóttu um 30 manns og meðal gcsta Þorsteinn Pálsson ráð- herra. Á fundinum var kosinn nýr formaður, Ásta Svanhvít Jósefs- dóttir. Fundurinn kaus einnig nýja stjóm og er hún þannig skipuð: Knútur Bruun, Hafsteinn Kristins- son, Adda Hermannsdóttir, Helgi Þorsteinsson, Hafsteinn Bjamason og Bragi Einarsson. Einnig var kosið í ýmis ráð og nefndir. Þá vom teknir nýir félagar. Að lokum hófust umræðum um önnur mál og varð fólki tíðræddast um málefni bæjarfélagsins. - Sigrún. ungaverksmiðjunni á Reykhólum til sölu og vill hreppsnefndin freista þess að nýtt blóð fari að renna um æðar fyrirtækisins. Reykhólahrepp- ur á nú 15% hlutafjár í Þörunga- verksmiðjunni. Skólaakstur verður boðinn út fyrir næsta ár, en hann er veruleg- •ur kostnaðarauki í rekstri hrepps- ins. Rekstur sundlaugarinnar verð- ur einnig boðinn út. Tekjur Grettis- laugar vom í fyrra rúmar 900 þús- undir króna og þar af launakostnað- ur rúmar 800 þúsundir. Hreppsnefnd hefur ákveðið að taka þátt í kostnaði vegna skógar- varðar í hreppnum og leggur hrepp- urinn skógræktarfélaginu Björk til fjármagn í þeim tilgangi. Þá liggur fyrir viljayfirlýsing frá svæðisskrifstofu fatlaðra á Vest- ijörðum að greiða kostnað vegna stöðu þroskaþjálfa hjá hreppnum. Hreppurinn leggur fram 40% svo hægt sé að ráða þroskaþjálfa. Hreppsnefnd hefur að mestu leyti tekist að bægja frá atvinnuleysis- draugnum. Sveitarstjóri er Bjami P. Magnússon og oddviti er Stefán Magnússon Reykhólum. - Sveinn. Ný blómaverslun í Mosfellsbæ Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Nýr formaður Ásta Svanhvít Jósefsdóttir, for- maður Sjálfstæðisfélagsins Ing- ólfs í Hveragerði. NÝ BLÓMA- og gjafavöruversl- un var opnuð fyrir skömmu í Þverholti 11 í Mosfellsbæ og ber nafnið Blómakistan. Eigendur hinnar nýju blómaverslunar eru Ágústa Magnúsdóttir og Ingi- björg Magnúsdóttir. Blómakistan hefur á boðstólum ýmsar gjafavörur fyrir böm og full- orðna auk mikils úrvals af blómum og þurrskreytingum. Einnig sér- hæfa eigendur verslunarinnar sig í skreytingum við öll tækifæri. Blómakistan er opin frá kl. 10-21 mánudaga til fímmtudaga og frá kl. 10-22 föstudaga til sunnudaga. (Fréttatilkynning) Magnúsdætur. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Orkusalan verði leiðrétt Meðal helstu markmiða hins nýja félags er að ná fram leiðréttingum ^ í orkusölu. Á myndinni er stjórn hins nýja hagsmunafélags orkunot- enda HAB á Akranesi. Akranes Orkunotendur stofna samtök Akranesi. STOFNFUNDUR Hagsmunasamtaka orkunotenda HAB á Akranesi var haldinn 15. febrúar sl. og mættu um fimmtíu manns á stofnfund- inn, en stofnun þessara samtaka kemur í kjölfar mjög fjölmenns borgarafundar vegna mikillar óánægju Akurnesinga með sölukerfi Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og einnig hitastig í einstökum húsum bæjarbúa. að ná fram leiðréttingu á orkusölu hitaveitunnar. Þá segir að mark- miðum sínum hyggist félagið ná með því að félagið fá áheymarfull- trúa á stjómarfundum HAB með málfrelsi og tillögurétt samkvæmt nánari ákvörðun stjórnarinnar. Á móti fái stjóm HAB að senda full- trúa sinn á fundi hagsmunafélags- ins með sömu réttindum og fulltníi ‘ hagsmunasamtakanna fái á stjórn- arfundum HAB. Þá er einnig kveð- ið á í lögum hins nýja félags að það beiti sér fyrir því að eignaraðilar hitaveitunnar láti fara fram athug- un á nýrri gjaldskrá veitunnar, þar sem m.a. verði endurskoðaðar for- sendur útreikninga HAB með tilliti til hitastigsleiðréttinga einstakra notenda. I stjóm hins nýja félags voru kosnir Eiríkur Þór Eiríksson, Frið- rik Alfreðsson, Jóhannes F. Hall- dórsson, Jón Frímannsson, Ingólfur Árnason, Jóhannes var síðan kjör- inn formaður samtakanna á fyrsta stjómarfundinum. - J.G. Á fundinum voru samþykkt lög félagsins og í þeim kemur m.a. fram að meðal helstu markmiða þess sé SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN fiFiN^Ai,,U.< FÉLAGSSTARF Árshátíð Heimdallar 1993 Nú er loks komið að því! Á laugardagskvöldið mun ungt fólk flykkjast á hina alræmdu árshá- tíð Heimdallar, sem haldin verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þetta er taekifærið, hvort sem á að skemmta sér og/eöa gera upp gamlar sakir. Dagskráin hefst með fordrykk kl. 19.00, en boröhald kl. 20.00. Boðið verður upp á fjölda veislurétta af stóru hlaðborði. Vönduð skemmtidagskrá. Heiðursgestir: Sigrfður Dúna Kristmundsdóttir og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Veislustjóri: Viktor Borgar Kjartansson, varaþingmaður. Verð kr. 900 fyrir félaga í Heimdalli, en kr. 1.400 fyrir aðra. Aö loknu borðhaldi, kl. 22.30, veröur húsið opnað fyrir aðra en matargesti og verður aðgangur þá ókeypis. Þetta er skemmtun, sem þú hefur ekki efni á að missa afl Miöapantanir i síma 682900 á skrifstofutíma. Allir velkomnir. Smá auglýsingar St.St. 5993031119 VIII I.O.O.F. 11 = 17403118'h =K.K. I.O.O.F. 5 = 1743117 = Kk. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins „Án skilyrða". Þorvaldur Hjlldórsson stjómar söngnum. Prédikun og fyrirbænir. « > Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Fjórða námskeið Helgu Sigurð- ardóttur í litum Ijóss, hugar og handa veröur haldið föstudaginn 12. og laugardaginn 13. mars. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Stjómin. (kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum. Fjölbreyttur söngur. Vitnisburðir. Ræðumað- ur Gunnbjörg Óladóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Skyggnilýsingarfundur Ingibjörg Þengilsdóttir heldur skyggnilýsingarfund 12. mars kl. 20.30 á Sogavegi 69. Aögöngumiöar verða seldir við innganginn. Stjómin. Aðaldeild KFUM, Holtavegi Aðalfundur KFUM og Skógar- manna í kvöld kl. 20.00 á Háa- leitisbraut 58-60. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Spíritistafélag íslands Miðillinn Denis Bums með einkatíma. Hann verður með nýjung: 15-20 manna skyggni- lýsingarfundi. Allir fá lestur. Timapantanir í síma 40734 frá kl. 10-22 alla daga. Stór skyggnilýsingarfundur á Smiðjuvegi 13A (Kíwanishúsinu) 11. mars kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.00. Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Hjálpræðis- herinn Kirkjustneti 2 Samkirkjuleg bænavika Samkoma í kvöld kl. 20.30 i Herkastalanum. Hafliði Kristins- son, forstöðumaður Filadelfiu- safnaöarins, prédikar, Guðný og drengirnir syngja og fulltrúar frá ýmsum kirkjudeildum taka pátt með biblíulestri og bæn. Allir hjartanlega velkomnir. Flóamarkaðsbúðin í Garða- stræti 2 er opin i dag frá kl. 13-18. UTIVIST Hallveigarstig 1 « simi 61433 Myndakvöld 11. mars kl. 20.30 Sýndar verða myndirfrá hálend- isferð Útivistar sl. sumar og ferð á Hornstrandir. Fararstjórinn, Lovisa Christiansen, sýnir mynd- irnar og segir frá. Sýningin hefst kl. 20.30 á Hallveigarstig 1. Innifalið í aðgangseyri er hlað- borð kaffinefndar. Árshátfð Útivistar 1993 verður haldin i Skíöaskálanum í Hveradölum þann 20. mars nk. Glæsilegt hlaðborð og frábær skemmtiatriöi. Hljómsveit Jakobs Jónssonar leikur fyrir dansi. Rútuferð frá BSl kl. 18. Miðasala á skrifstofu Útivistar. Opið frá kl. 12-17. Miðaverð kr. 3.900. Sjáumst! Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.