Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 7 Djarfar fórnir í Linares _______Skák_______ Margeir Pétursson ELDSNÖGGI Indverjinn, Vyswanathan Anand, vék úr efsta sætinu á stórmótinu í Linares á mánudaginn þegar hann varð að játa sig sigrað- an af heimsmeistaranum í skák, Gary Kasparov. Heims- meistarinn er efstur þegar • þetta er skrifað, með 7% vinning. í tíundu umferðinni vann Kasparov frækinn sigur á Anatoly Karpov. Eftir er að tefla þrjár umferðir en mótinu lýkur um helgina. Taflmennskan á mótinu hefur verið afskaplega fjörug og skemmtileg og sumar skákirnar hreint ævintýralegar. Þeir sem eiga mestan heiðurinn af þessu eru þeir Anand og Lettinn Shirov sem sótti okkur Islendinga heim fyrir ári. Shirov er framúrstefnu- maður í nútíma skáklist að tvennu leyti, hann er óhræddari en aðrir við að tefla miðtafl með kónginn úti á borðinu, auk þess sem hann hikar ekki við að fórna liði fyrir óvissar bætur. Það er ekki eins mikill lista- mannsbragur yfir taflmennsku Anands, hann flækir taflið fyrst og fremst vegna þess hversu fljót- ur hann er að reikna afbrigði. Hann teflir upp á að leggja svo erfið vandamál fyrir andstæðing- inn að hann nái ekki að leysa þau á þeim tveimur klukkustundum sem keppendur hafa á fyrstu 40 leikina. Indverjanum hefur tekist þetta meistaralega í Linares og sjaldan teflt betur. Heimsmeistarinn hefur teflt af sínum venjulega styrkleika og Karpov hefur einnig tekist mjög vel upp, stílhreinar skákir hans eru skemmtileg andstæða við flækjutaflmennsku ungu mann- anna. Það má því segja að í Linar- es sjáist flest það besta sem skák- snillingar samtímans hafi fram að færa. Flókið afbrigði móttekins drottningarbragðs hefur átt vin- sældum að fagna í Linares. Við skulum sjá hverig Anand hélt á Hér eru verðlaunasveitir úr yngri hópum ásamt þeim Guðmundi Theórdórssyni frá Mjólkurbúi Flóa- manna og Ingimundi Sigurmundssyni, mótsstjóra, sem er yst til vinstrí. málunum í fjórðu umferð: Hvitt: Boris Gíelfand Svart: Vyswanathan Anand Móttekið drottningarbragð 1. d4 - d5, 2. c4 - dxc4, 3. e4 - c5, 4. d5 - Rf6, 5. Rc3 - b5, 6. Bf4 - Da5! Þessi staða hefur komið upp í fjórum skákum á mótinu. í fyrstu umferðinni lék Shirov 7. Bd2!? gegn Kramnik og í sjöttu umferð- inni reyndi Beljavskí 7. a4!? — Rxe4 8. Rge2 gegn Kamskí. 7. e5 - Re4,8. Rge2 - Ra6,9. f3 I annarri umferð mótsins fékk Anand þessa stöðu upp gegn Beljavskí og lék 9. - Rxc3, 10. Rxc3 - Bf5, en eftir 11. g4 - Bg6, 12. a4 - Rb4 en eftir 13. Kf2! mátti hvítur vel við una og vann í 45 leikjum. Indverjinn hef- ur fundið stórkostlega endurbót á þeirri skák, mjög óvænta mannsfórn: 9. - Rb4!!, 10. fxe4 - Rd3+, 11. Kd2 - g6!, 12. b3? Hvíta staðan er afar vandtefld, en þessi leikur veikir skálínuna al-h8 og það reynist afdrifaríkt. Gelfand er ekki öfundsverður af því að þurfa að verja þessa stöðu gegn vel undirbúnum andstæð- ingi. Til dæmis leiðir hið nærtæka framhald 12. Be3 - Bg7, 13. Dc2 — Bxe5, 14. Rcl til tapaðrar stöðu á hvítt eftir 14. - Rxb2!, 15. Dxb2 - b4. 12. - Bg7 13. bxc4 Nú vinnur svartur lið og þar með skákina. Nauðsynlegt var að víkja Bf4 undan, en eftir 13. Be3 - Rxe5, 14. Hcl - Rd3, 15. Hc2 - Rb4, 16. Hb2 - Bg4 stendur svartur líka til vinnings. 13. - Rxf4, 14. Rxf4 - Bxe5, 15. Rfe2 - b4, 16. Da4+ - Dxa4, 17. Rxa4 — Bxal, 18. Rxc5 - 0-0, 19. Rd3 - a5 Anand er orðinn skiptamun yfir fyrir peð auk þess sem hann ræður yfir biskupaparinu og hættulegum peðum á drottn- ingarvæng. Úrslitin eru því ráðin. 20. g3 - Bg7, 21. Bg2 - Ba6, 22. c5 - Hac8, 23. c6 - Hfd8, 24. Hcl - Bh6+, 25. Ref4 - Bxd3, 26. Kxd3 - e5, 27. Kc4 - exf4, 28. Hel - fxg3, 29. e5 - Bf4, 30. hxg3 - Bxg3, 31. He3 - Bf4, 32. He4 - Bh2, 33. Bh3 - Hc7, 34. He2 - Bg3, 35. He3 - Bf4, 36. He4 - g5, 37. Kc5 - He7, 38. Kd4 - f6, 39. d6 - Hxe5, 40. Hxe5 - Hxd6+ og Gelfand gafst upp án þess að bíða eftir svari andstæðingsins. Þessi ósigur tók svo mikið á Hvít- Rússann að hann tapaði næstu þremur skákum sínum líka. Grunnskólamót Árnessýslu Það var mjög góð þátttaka í árlegri sveitakeppni grunnskól- anna í Árnessýslu. Það var Skák- félag Selfoss og nágrennis sem stóð fyrir mótinu. Alls tóku 17 sveitir frá 11 skólum þátt í mót- inu, níu úr 1.—7. bekk og 8 úr 8.—10. bekk. í hverri sveit voru fjórir aðalmenn og einn til fjórir varamenn, svo heildarfjöldi þátt- takenda var alls u.þ.b. eitthundr- að talsins. Mótsstjóri var Ingimundur Sig- urmundsson og honum til aðstoð- ar voru Magnús Gunnarsson, Úlf- héðinn Sigurmundsson og félagar úr SSON. Helstu styrktaraðilar voru að venju Mjólkurbú Flóa- manna^ og Landsbankinn á Sel- fossi. Úrslit urðu þessi: Yngri flokkur, 1.—7. bekkur: 1. Reykholtsskóli 21 v. af 32 mögulegum 2. Barnask. Eyrarbakka 20R v. 3. Villingaholtsskóli 19 v. 4. Sólvallaskóli 18R v. 5. Grunnskólinn Stokkseyri 18 v. 6. Sandvíkurskóli 14 v. 7. Grunnskólinn Þorlákshöfn 13 v. 8. Barnaskólinn Þingborg 11 v. 9. Flúðaskóli 9 v. Eldri flokkur, 8-10. bekkur: 1. Flúðaskóli 21 v. af 28 mögul. 2. Grunnsk. Þorlákshöfn 17R v. 3. Sólvallaskóli 17 v. 4. Barnaskólinn Eyrarbakka 17 v. 5. Héraðssk. Laugarvatni 16R v. 6. Reykholtsskóli 11 v. 7. Grunnsk. Stokkseyri 10R v. 8. Ljósafossskóli 1R v. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir bestan árangur einstaklinga á hverju borði fyrir sig, en það voru veglegar skákbækur frá Skákprenti sem Skákfélag Sel- foss og nágrennis gaf. Eftirtaldir hlutu þau: Yngri flokkur: 1. borð: Gunnar Helgason, Sól- vallaskóla og Sævar Sigurmúnds- sofi, Eyrarbakka 2. borð: Guðni Páll Sæland, Reyk- holtsskóla 3. borð: Ólafur Már Ólafsson, Stokkseyri 4. borð: Friðrik Einarsson, Stokkseyri Eldri flokkur: 1. borð: Erling Tómasson, Eyr- arbakka 2. borð: Ingvar Þrándarson, Flúðaskóla 3. borð: Kristján Hafsteinsson, Sólvallaskóla 4. borð: Kjartan Kárason, Laug- arvatni. Brids Arnór Ragnarsson Undanúrslitakeppni sveitakeppni Bridsfélags Hornafjarðar Það má segja með sanni að undan- úrslitaleikirnir í aðalsveitakeppni Bridsfélags Hornarfjarðar hafí verið spennandi og hnífjafnir. Þeim lauk þannig að sveit Hótels Hafnar sigraði sveit Ingólfs Baldvinssonar með 1 IMPa og sveit Björns Gíslasonar sigr- aði sveit Jóns Axelssonar einnig með 1 IMPa. Og rétt er að minna á að sveit Ingólfs komst í undanúrslitin með sigri á 1 IMPa. Það verða því sveitir Björns Gíslasonar og Hótels Hafnar sem leika til úrslita um kom- andi helgi. - JGG Bridsdeild Félags eldri borgara Sunnudag 28. febrúar 1993. Mætt voru 14 pör. Ólöf Guðbergsdóttir/Guðrún Þórðardóttir 193 Þorateinn Erkngsson/Gunnþórunn Erlingsd. 192 SigurieifurGuðjónsson/HjálmarGíslason 188 NúmiÞorbergsson/JónHermannsson 172 Meðatskor 156 Fimmtudag 4. mars 1993. Mætt voru 8 pör. Ásta Erlingsdóttir/Vilhjálmur Gunnarsson 104 BergurÞorvaldsson/ÞórarinnArnason 90 Samúel Samúelsson/Guðmundur Þorgrimsson 86 Meðalskor 84 Bridsfélag Suðurnesja Nú er aðeins einni umferð ólokið í Sparisjóðsmótinu sem er aðalsveita- keppni vetrarins. Sveit Torfa S. Gísla- sonar hefir vænlegustu stöðuna, hefir hlotíð 169 stig og á auk þess frestað- an leik. Næstu sveitÍK Jóhannes Ellertsson 158 Gunnar Guðbjörnsson 157 Gunnar Sigurjónsson 127 BjörnBlöndal 117 Sveit Björns á frestaða leikinn við efstu sveitina. Hafinn er undirbúningur að Kefla- víkurverktakamóti nr. 2 en þar spila saman vanir og óyanir. Spilað verður í Stapanum 29. marz en aðaltvímenn- ingur vetrarins Samvinnuferða/Land- sýn mótið hefst 5. apríl og verður einn- ig spilað í Stapanum. Bridsfélag byrjenda Sl. þriðjudagskvöld, 2. mars, var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Alls mættu 26 pör og urðu úrslit eftirfarandi: N/S riðiU Álfheiður Gfsladðttir - Pálmi Gunnarsson 281 EinarHallsson-JónÞórKristmannsson 242 HelgiIngólfsson-GuðmundurGíslason 229 AA/ riðUl AmarEyþðrsson-BjörklindÓskarsdóttir 293 GunnlaugurHjartarson-DavidLúðvíksson 289 SnorriKarlsson-EgillDarriBrynjólfsson 247 Næsta spilakvöld er þriðjudaginn 16. mars og er spilað í húsi Bridssam- bandsins í Sigtúni 9. Allir byrjendur eru hvattir til að mæta en spila- mennskan hefst kl. 19.30 Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag hófst þriggja kvölda hraðsveitakeppni og spila 11 sveitir í A-riðli og 5 sveitir í B-riðli. Staðan eftir fyrsta kvöldið er þannig: A-riðiII ólafurGíslason 597 KjartanJóhannsson 594 HjálmarS.PáIsBon 587 KristóferMagnússon 581 B-riðiII Eysteinn Einarsson 495 SteinarHólmsteinsson 474 SófusBertelsen 458 Nk. mánudag verður spiluð önnur umferðin í hraðsveitakeppninni og hefst spilamennskan kl. 19.30 Minningarmót um Guðmund Jónsson á Hvolsvelli Sunnudaginn 21. mars verður hald- ið á Hvolsvelli minningarmót um Guð- mund Jónsson, sem var formaður Bridsfélags Hvolsvallar og nágr. um árabil. Spilamennska hefst kl. 10 og spilaður verður barómeter. Hámark- sparafjöldi verður 36 pör. Peninga- verðlaun verða fyrir fimm efstu sætin og 1. verðlaun 40.000 kr. Spilað verð- ur í Félagsheimilinu Hvoli, og keppnis- gjald er 5.000 kr. á parið. Spilað er um silfurstig. Keppnisstjóri verður Kristján Hauksson og skráning er á skrifstofu Bridssambands íslands í s. 91-689360 og lq'á Ólafi Ólafssyni, Hvolsvelli, í síma 98-78134. Reykjaqesmót í tvímenningi Reykjanesmót í tvímenningi var spilað um helgina. 20 pör spiluðu og urðu úrslit þessi: Ragnar Jónsson - Úlfar Friðriksson 104 Árnína Guðlaugsd. - Bragi Erlendsson 83 Guðm. Þorkelsson - FViðþjófur Einarsson 74 Spilað var í Reykjavík. Keppnis- stjóri var Einar Sigurðsson. Bridsfélag Nesjamanna Lokið er tveimur umferðum af þremur í hreindýramótinu 6g er staða efstu para þessi: Sigurpáll Ingibergsson - Gunnar P. Halldórsson 370 ÁrniHannesson-GísliG./BragiBjárna. 362 RagnarBjörnsson-ÓlafurMagnæússon 345 ÁsmundurSkeggjason-BjörnRagnarsson 345 GesturHalldórsson-JónNíelsson 342 Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Nudd og- likamsrækt Hans Einarsson bregður á leik f nuddstofunni Finu formi á Eski- firði. Anton Pétursson og Jón Baldursson fylgjast með. Eskifjörður Nuddstofa opnuð Eskifírði. NUDDSTOFA hefur verið opnuð í kjallara íþróttahússins á Eski- firði. Hún hefur hlotíð nafnið Fint form. Eigandi er Guðbjörg Steins- dóttir nuddfræðingur. í Fínu formi er hægt að fá al- um, ljós, gufubað og heitan pott. hliða nudd og rafmagnsnudd. Þar Opið verður frá 10 til 22 alla daga er einnig hægt að komast í líkams- nema sunnudaga. rækt með tilheyrandi leiðbeining- B.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.