Morgunblaðið - 11.03.1993, Side 45

Morgunblaðið - 11.03.1993, Side 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Morgunblaðið/Silli Rag-nar veitir póstinum, Sigríði Hallgrímsdóttur, kaffi. Saknar ljósanna á næsta bæ BILDUDALUR Þemavika í grunn- skólanum Þemavika var haldin í grunnskóh anum dagana 1.-5. febrúar. Á síðasta degi vikunnar var haldin sýning á verkum nemenda í myndum og máli. Viðfangsefni nemenda voru margvísleg, m.a. ljósmyndun, mál- un, förðun, grímugerð úr gifsi, flug- drekagerð, myndagerð úr rusli og myndbandagerð. Foreldrum var síð- an boðið á sýningu þar sem afrakst- urinn var hafður til sýnis. Nemendur buðu gestum upp á kaffi og með- læti og í lokin var haldið diskótek. Einsetubóndinn Ragnar Guð- mundsson, Nýhóli á Hólsfjöll- um, fagnaði gestum heima hjá sér á sjötugsafmæli sínu 28. fyrra mán- aðar. Gestum, sem litu inn þennan dag í góðu veðri, veitti Ragnar af mikilli rausn mat og kaffí og auðvit- að var Hólsíjaliahangikjötið þar á borðum. Hinir sjö Hólsfjallabúar sem þar hafa búsetu mættu allir en auk þessu voru gestir austan af Langanesi, úr Möðrudal og frá Egilsstöðum. Ragn- ar hefur mest allan sinn búskap búið einn að Nýhóli þó stöku sinnum hafí hann haft ráðskonu að sumri til þá mest er að gera. Hann segist kunna einverunni vel í fjallakyrrð- inni með skepnum sínum en neitar því ekki að hann saknaði að sjá nú aldrei ljós í Hólsseli, en þau voru slökkt haustið 1991 þá fjárbúskapur var aflagður á Fjöllunum og bóndinn flutti austur á Langanes. Hann segist ekki vera svo ein- angraður nú, hann fái póst þrisvar í viku og það sé annað en þá hann man fyrst eftir sér á Fjöllunum. Þá kom póstur ekki nema einu sinni í mánuði, síðan hálfsmánaðarlega, svo vikulega og nú þrisvar í viku. Svo einangrunin sé ekki mikil þó 12 km séu til næsta bæjar, Gríms- tungu, en þar segist hann eiga góða nágranna. Ragnar varð fyrir því óláni í sum- ar að hálsbrotna þá bíll sem hann var í valt. Hann sagðist eftir það slys hafa verið hræddur um að hann gæti ekki haft vetursetu á Fjöllunum en þetta hafí allt farið betur en á horfðist og nú sé hann bara orðinn góður og geti litið til allra átta í víðáttu fjallanna. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Nemendur og foreldrar skoða verk á sýningunni að lokinni þemaviku. Morgunbiaðið/Frímann Ólafsson Hluti fermingarhópsins frá 1967 á Patreksfirði kominn á Hafur- Björn í Grindavík til að rifja upp gömul kynni. Friðrik Guðmundsson hér við verk sín. stendur FERMIN G ARS Y STKIN Allir vilja vita allt um alla Hópurinn sem fermdist á Patreks- firði 1967 hittist nýlega í Grindavík og rifjaði upp gamla daga. Ástæðan fyrir að fólkið hittist í Grindavík er að tvær úr hópnum, Bergljót Óskarsdóttir og Torfey Hafliðadóttir, búa þar. Hópurinn kom í rútu og byijaði að sjálfsögðu á því að bregða sér í Bláa lónið og skoð- aði síðan hús og stofnanir í Grinda- vik. Tíðindamanni lék forvitni á að vita um hvað fólk talaði þegar það hittist eftir mismikinn aðskilnað. „Jú, það er nóg að tala um. Hvað hefur drifíð á daga fólks, atvinna, barneignir og bara um daginn og veginn," sögðu Bergljót og Torfey. Þær sögðu og að reyndar hefði hópurinn átt 25 ára fermingarafmæli á síðasta ári en þá hefði ekki verið hægt að koma því við að hittast. Nú væru hinsvegar allir í hópnum fertugir á þessu ári því þetta væri „’53 módelið" og stefnt væri að því í framtiðinni að hittast á fímm ára fresti. Þær kváðu ferm- ingarbömin vera dreifð um allt land nema Austfírði og einnig væm nokkrir í hópnum búsettir erlendis. Eitt fermingarbarnanna hafi m.a. flýtt för sinni heim að utan til þess að geta verið með. HLAÐBORÐ í HÁDEGINU 590 kr. 2 GERÐIR AF PIZZUM 0G HRÁSALAT Hótel Esja 68 08 09 Mjódd 68 22 08 RiW HHut Skíðabogar með segulfestingum fyrir tvenn eða þrenn pör af skíðum. Mjög auðvelt í notkun. Þægilegra getur það ekki verið. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifan 2 Sími 812944 Frá A til Ö! Bókhalds- og rekstrarnám Raunhæft verkefni, fjárhags-, launa- og viðskiptamannabókhald, skil og innheimta virðisaukaskatts, afstemmingar, frágangur og uppgjör. Námið er 68 klst. langt og sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Markmið námsins er að út- skrifa nemendur með hagnýta þekkingu á bók- haldi og færslu tölvubókhalds. Námið hentar þeim sem vilja: Ákveðna sérþekkingu. Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðnum. Annast bókhald fyrirtækja. Starfa sjálfstætt. Viðskiptaskólinn býður upp á litla hópa • Einung- is reynda leiðbeinendur • Morgun- og kvöldtíma • Sveigjanleg greiðslukjör • Sérstakt undirbún- ingsnámskeið. Mörg stéttarfélög og starfsmenntunarsjóðir styrkja þátttöku félagsmanna sinna í námskeiðinu. Upplýsingar um næstu námskeið eru hjá Við- skiptaskólanum í síma 624162. Fáið senda námsskrá. Viðskiptaskólinn Skólavörðustíg 28, sími 624162. áKVW VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090 Föstudagstilboð Tökum að okkur allar stærðir hópa í þn'réltaðan glæsikvöldverð alla tostudaga í mars. Vinsamlegasl athugið að það er uppselt i mat á laugardögum. Miðaverð í mat ásamt dansleik þar sent hljómsveit Ör\ ars kristjánssonar sér um fjörið aðcinskr. 1.800,- Miða- og boröaponfanir i símum 685090 og 670051. i ZANCASTER itaáEiiafwaÆ Plltis „Kraftaverkakremið**, sem heldur Liz Taylor síungri, seldist strax upp. Ný sending komin í verslanir. Útsölustaðir: Hygea, Kringlunni og Austurstræti; Sautján, Laugavegi; Cher, Laugavegi 76; Sara, Bankastræti; Mandý, Laugavegi 15; Líbfa, Mjódd; Nana, Hólagarði; Ársól, Grfmsbæ; Bylgjan, Hamraborg; Rós, Engihjalla; Snyrtist. Sigrfðar Guðjóns., Eiðistorgi; Palma, Engjateigi; Anetta, Keflavík; Selfoss Apótek, Selfossi; Rangár Apótek, Hellu og Hvolsvelti; Ninja, Vestmannaeyjum; Vörusalan, Akureyri; Hilma, Húsavfk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.