Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
7
Minnihlutaflokkarnir þrír í Vestmannaeyjum
Sameiginlegt framboð
gegn Sjálfstæðisflokki
ALÞÝÐUFLOKKUR, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur hafa
náð samkomulagi um að bjóða fram sameiginlegan lista við sveitar-
stjórnarkosningar í Vestmannaeyjum í vor. Sjálfstæðisflokkur hefur
nú hreinan meirihluta, hlaut tæplega 55,8% atkvæða í kosningum
síðast og 6 af 9 bæjarfulltrúum. Alþýðuflokkur hefur tvo bæjarfull-
trúa og Alþýðubandalag einn.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson, bæj-
arfulltrúi Alþýðuflokks, mun skipa
efsta sætið á listanum, Ragnar Ósk-
arsson, bæjarfulltrúi Alþýðubanda-
lags, mun skipa annað sætið og jafn-
framt verða bæjarstjóraefni listans
og Svanhildur Guðlaugsdóttir,
Framsóknarflokki, verður í þriðja
sæti og Guðný Bjarnadóttir Alþýðu-
flokki í fjórða sæti. Frá og með kosn-
ingum verður bæjarfulltrúum fækk-
að úr 9 í 7 og Guðmundur Þ.B. Ólafs-
son sagði í samtali við Morgunblaðið
að sú ákvörðun meirihlutans hefði
ýtt við minnihlutaflokkunum að
sameinast um framboðslista. Hann
sagði að byðu flokkarnir þrír hver
fram sinn listann væri tölfræðilega
mögulegt að Sjálfstæðisflokurinn
héldi hreinum meirihiuta með 41%
greiddra atkvæða.
Guðmundur sagði að allt frá
stofnun Vestmannaeyjabæjar 1919
hafi bæjarfulltrúar verið 9 talsins
og ástæða þess að sjálfstæðismenn
hafi ákveðið að fækka fulltrúuum
væri augljóslega sú að eftir breyting-
una ætti flokkurinn auknar líkur á
að halda meirihluta sínum og þyrfti
jafnvel ekki nema 41% atkvæða til
þess gegn þremur framboðum
minnihlutans sem þó styddist við
allt að 59% atkvæða.
„Þarna er í grundvallaratriðum
vegið að lýðræðinu og hafí verið
ástæða til að hafa 9 bæjarfulltrúa
1919 þá er ekki minni ástæðji til
þess nú,“ sagði Guðmundur og
kvaðst hafna þeim skýringum meiri-
hlutans að í fækkunina væri ráðist
í sparnaðarskyni enda væri það ekki
í samræmi við gerðir meirihlutans
sem hefði aukið launakostnað bæjar-
ins á ýmsum sviðum.
Guðmundur sagði að verið væri
að vinna að málefnasamningi minni-
hlutalistans og yrði hann kynntur
þegar hann lægi fyrir. Guðmundur
sagði að fulltrúar minnihlutans hefði
fengið mikla hvatningu bæjarbúa og
góðar undirtektir við sameiningar-
viðleitninni og enginn hefði talað
gegn henni.
11-12 miHj. sparnaður
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum og bæjarstjóraefni
sjálfstæðismanna við kosningarnar
í vor sagðist í samtali við Morgun-
blaðið í gær hafna þeirri kenningu
minnihlutaflokkanna að bæjarfull-
trúum væri fækkað til þess að
tryggja meirihlutann í sessi. Hann
sagði að á kjörtímabilinu hefði verið
fækkað verulega í yfirstjórn sveitar-
felagsins, nefndum fækkað um 17
og skipulagsbreytingarnar miði að
stjórnunarpíramída þar sem 7 bæjar-
fulltrúar væri hæfilegur fjöldi. Af
þessi hljótist 11-12 milljóna króna
sparnaður á kjörtímabilinu: Þeim
peningum telji sjálfstæðismenn bet-
ur varið í aðra uppbyggingu.
Hvað varðar hið sameiginlega
framboð sagðist Guðjón búast við
skemmtilegum og sögulegum kosn-
ingum með snarpri kosningabaráttur
enda línur hreinni en oftast áður. í
fyrsta skipti væru tveir listar í fram-
boði og skýrt val um tvö bæjarstjóra-
efni.
Edduhótel á Núpi
FERÐASKRIFSTOFA íslands opnar Edduhótel á Núpi í Dýrafirði í
sumar. Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofunnar, segir þróunin
í ferðaþjónustu kalli á aukna gistigetu vítt og breitt um landið. Skóla-
húsið á Núpi hefði ekki verið nýtt til kennslu sl. tvo vetur en það væri
í góðu ástandi og því hefði verið vel við haldið. Hann sagði að væntan-
lega yrði opnað 20. júní. Hann sagðist vonast til að hótelreksturinn
myndi leiða til aukinnar ferðaþjónustu á svæðinu til lengri tíma en
hann sagðist þekkja af eigin reynslu að það tæki nokkurri tíma að
koma undir sig fótunum í gistingu á Vestfjörðum. „Þeir sem til þekkja
vita að í Dýrafirði er náttúrufegurð einstök og ákaflega mikil kyrrð
þar. Dýrafjörður er verðugur fulltrúi fjarðanna á vesturkjálkanum,
sem ég tel einn alfallegasta hluta landsins," sagði Kjartan.
Nefnd geri tillögnr
um geymslu tónlistar
MENNTAMÁLARÁÐHERRA verði falið að skipa nefnd tónlistar-
og safnamanna sem setji fram tillögur um hvernig best verði staðið
að varðveislu tónlistarefnis í Þjóðarbókhlöðu eða Þjóðbókasafni Is-
lands, er meginefni þingsályktunartillögu sem átta flutningsmenn
úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi. Jafnframt eigi nefndin
að setja fram tillögur um hvað til þurfi til að sá menningararfur
nýtist sem best komandi kynslóðum í sérstakri tónlistardeild innan
safnsins.
í greinargerð með tillögunni er
rakið að í fylgiriti af nýlegu tölu-
blaði Fréttabréfs Háskóla íslands
sé sú bygging sem til þessa hefur
verið þekkt undir nafninu Þjóðar-
bókhlaða, kölluð Þjóðbókasafn ís-
lands — bókasafn Háskóla íslands,
og ítarlega gerð grein fyrir hlut-
verki safnsins samkvæmt frum-
varpi til laga um þessa nýju stofn-
un. Athygli veki að í frumvarpinu.
og því sem fram hafi komið um
Þjóðbókasafnið sé lítil áhersla lögð
á hlutverk stofnunarinnar á sviði
menningarmála og listalífs. í aðal-
grein um hlutverk þess og verksvið
sé ekki minnst á tónlist né aðrar
listgreinar og menningarmál, þó að
ljóst sé m.a. að varðveitt verði
ómetanleg handrit, bækur, tímarit
og hljóðritanir af íslenskri tónlist
og tónlistarsögu. Því sé nauðsynlegt
að „í Þjóðbókasafni verði sérstök
tónlistardeild með þeim búnaði,
tækjakosti og aðstöðu sem til þess
þarf að tónlistarefni safnsins nýtist
sem best,“ segir í greinargerðinni.
SIÐUSTU DAGAR UTSOLUNNAH
STURTUKLEFAR, BAÐINNRÉTTINGAR,
HREINLÆTISTÆKI OG HURÐAHANDFÖNG
SAN REMO m/öryggisgleri
Sturtukleíi kr. 54.611,- stgr.
Sturtubotn kr. 13.000,- stgr.
CAPRI m/öryggisgleri
Sturtuklefi kr. 32.717,- stgr.
Sturtubotn kr. 13.000,- stgr.
AZUR m/öryggisgleri
Klefi kr. 23.778,- stgr.
Þýskar baðinnréttingar. Verð fra kr. 44.000,-.
fyrir Assa og
þýskar skrár.
Formfögur lína frá
Eurobrass.
Verð frá
kr. 1.771
HARMONY
rómantíska línan
í baðherbergisáhöldum
á ótrúlegu verði!
ELBA m/öryggisgleri
Hurð 80 kr. 14.931,- stgr.
Hurð 90 kr. 15.771,- stgr.
Hlið 80 kr. 11.323,- stgr.
Hlið 90 kr. 12.542,-stgr.
Opið laugardag kl. 10 - 14
BYGGINGAVÖRUR
Skeifunni 11 b, sími 681570