Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 11.03.1994, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994 Lýðveldishátíð í Reykjavíkurborg Fj ölskylduhátíð stendur í tvo daga LÝÐVELDISHÁTÍÐARNEFND Reykjavíkur hefur samþykkt dagskrá hátíðarhalda 17. júní nk. Þá hafa verið samþykkt drög að dagskrá fjölskylduhátíðar í Laugardal 17. og 18. júní. Dagskrá 17. júní-hátíðarhaldanna var lögð fram á fundi borgar- ráðs á þriðjudag. Dagskráin er með hefðbundnu sniði en hefur verið færð fram í samráði við Þjóðhátíðarnefnd 50 ára lýðveld- is á íslandi. Hún hefst kl. 8.30 í kirkjugarðinum við Suðurgötu í stað kl. 10 og dagskráin á Austurvelli hefst kl. 9 í stað 10.40. Eftir hádegi hefst dagskráin með hefðbundnum hætti kl. 13.30. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík kl. 8.25. Kl. 8.30 leggur forseti borgar- stjórnar blómsveig frá Reykvík- ingum á leiði Jóns Sigurðssonar. Kl. 9 leggur forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar á Austur- velli, karlakórar syngja og ávarp fjallkonunnar verður flutt. Gamlir bílar og galdramenn Skrúðgöngur leggja af stað frá Hlemmtorgi og Hagatorgi kl. 13.30. Milli kl. 14 og 18 verða leikir, sýningar og fleira í Hallar- garðinum. A Tjörninni verða róðr- arbátar og sýning módelbáta. A sama tíma verður skátadagskrá, tjaldbúðir, útileikir, skemmtidag- skrá, skemmtiatriði, glímusýning- ar og fleira í Hljómskálagarði. Sýning og akstur gamalla bifreiða verður við Geirsgötu og á mið- bakka kl. 15-16 og Götuleikhúsið verður í miðbænum ásamt risum, galdramönnum, eldgleypum, furðuverum og sirkushljómsveit milli kl. 15 og 17. Hátíðardagskrá verður i mið- bænum á þremur sviðum; Lækjar- götu, Ingólfstorgi og Hljómskála- garði milli kl. 14 og 18.30 þar sem fram koma ýmsir skemmtikraftar, hljómsveitir og fleiri. Brúðubíllinn verður með sýningar við Tjarnar- borg kl. 14 og 14.35. Veik börn heimsótt Landsfrægir skemmtikraftar heimsækja bamadeildir Landa- kotsspítala og Landspítala og færa börnunum tónlistargjöf. Skemmti- dagskrá verður í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur milli kl. 15 og 17. Frá kl. 14.30 til 18 gengst Félagsstarf eldri borgara fyrir skemmtun ellilífeyrisþega. Árbæj- arsafn verður opið frá kl. 10 til 18. Aðgangur verður ókeypis. Boðið verður upp á veitingar í Dillonshúsi við harmonikkuspil. Tveggja daga fjölskylduhátíð Kvöldskemmtun verður í mið- bænum, frá kl. 21 til 2 í Lækjar- götu og kl. 20.30-2 á Ingólfs- torgi. Þar verður dansleikur fyrir alla fjölskylduna. Hátíðardagskrá verður frá kl. 10 til 18 í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Fyrirhugað er að hafa fjöl- skylduhátíð í Laugardalnum 18. og 19. júní, báða dagana frá kl. 10 til 18. Þar verða skemmtiat- riði, íþróttir og leikir sem fjölskyld- an tekur þátt í. Endanleg dagskrá liggur enn ekki fyrir. SKÁKSKÓLI íslands stóð í fyrrakvöld fyrir fjöl- tefli stórmeistarans rússneska, Davíðs Bronsteins, og tólf úrvalsnemenda úr skákskólanum á aldrinum 10-20 ára. Að loknu fjölteflinu fór Bronstein yfir skákirnar með andstæðingum sínum, ræddi þær fram og til baka og skýrði. Arnar Gunnarsson Morgunblaðið/Þorkell Bronstein tefldi fjöltefli hafði betur í viðureign sinni við Bronstein, Sigur- björn Björnsson, Bragi Þorfinnsson, Kristján Eð- varðsson, Ólafur Þórsson og Jón Viktor Gunnars- son gerðu jafntefli og Bronstein vann Björn Þor- finnsson, Bergstein Einarsson, Hlíðar Þór Hreins- son, Einar Hjalta Jensson og Davíð Kjartansson. Menskir skólanemar í 17. sæti af 25 í landfræðiþekkingu ÍSLENSKIR grunnskólanemar urðu í 17. sæti af 25 þáttakendum í könnun sem gerð var um landfræðimenntun á vegum Alþjóða- landfræðisambandsins. Þetta kom fram í erindi Tryggva Jakobs- sonar á aðalfundi Félags landfræðinga nýlega. Sé árangur bor- inn saman við útkomuna í þessum 25 löndum kom í Ijós að 14 ára grunnskólanemendur hér sitja á bekk með unglingum í Danmörku og í Bandaríkjunum, en sum ríki um austanverða Evrópu raða sér í efstu sæti. I niðurstöðum kemur í ljós að fyrsti hluti, staðsetning, kemur áberandi best út hjá íslensku nemendunum, mannvistarþátturinn var næstbestur, en verst var útkoman í eðlisræna hlutanum og kaflinn um almenna kunnáttu kom einnig illa út. Könnunin fór fram um miðjan mars árið 1991 í 9. bekk grunn- skóla og var lögð fyrir 20 bekkjar- deildir í jafn mörgum skólum og misstórum vítt um land. Var könn- unarprófinu skipt í sex hluta. Gert var ráð fyrir að könnunin reyndi ekki bara á formlegt skólanám, heldur einnig á ályktunarhæfni og almenna þekkingu, m.a. úr fjöl- miðlum. Könnunin fór fram í sam- vinnu Námsgagnastofnunar og menntamálaráðuneytisins. í fyrsta hlutanum, þar sem spurt var um staðsetningu landa, fjalla, eyja, hafsvæða, fljóta, borga og eyðimarka á jörðinni reyndust að meðaltali 61,7% svara rétt. Annar hlutinn, eðlisræn landafræði kom hins vegar verst út með 38% svara, en þar reyndi á þekkingu og skiln- ing á afstöðu sólar og jarðar, land- mótun, bergtegundum, jarðvegi og loftslagi. í þriðja hlutanum, mann- vistarfræði, reyndust 54,3% svar- anna rétt. Þar var m.a. spurt um auðlindanýtingu, mannfjölda, ald- ursdreifingu og samanburð á iðn- Mögnlegir kaupendur á meirihluta Samskipa Skoða málið verði það borið upp formlega ÞEIR innlendu aðilar sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir kaupendur að meirihluta Samskipa hf. segjast munu íhuga hvað sé í boði, þegar og ef þeim verður boðinn hlutur í fyrirtækinu til kaups. Axel Gíslason, forstjóri VÍS (Vátryggingafélag íslands), sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það yrði með hugsanleg hluta- bréfakaup í þessu fyrirtæki eins og öðrum, að ef fyrir okkur eru lagðar upplýsingar um stöðu, ho.rf- ur í rekstri viðkomandi félags og áætlanir um arðsemi þeirrar fjár- festingar, þá munum við horfa á það, eins og í öðrum félögum.“ Axel var spurður hvort VIS myndi þá einvörðungu horfa á fjárfestingar- og arðsemisþáttinn, en ekki hugleiða að færa út kvíarn- ar í rekstri og gerast þátttakandi í flutningafyrirtæki, ef af kaupum í Samskipum yrði: „Hlutabréfa- kaup okkar myndu í þessu eins og öðru miðast við það að hafa arð af þeirri fjárfestingu,“ sagði Axel Gíslason. „Ef þetta mál verður borið upp við okkur með formlegum hætti, af eigendum Samskipa, þá munum við að sjálfsögðu skoða það,“ sagði Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins hf. í samtali við Morgun- blaðið í gær. Jón Helgi Guðmundsson, for- stjóri BYKO sagði að á þessu stigi væri ekkert hægt að segja til um það hvort eða með hvaða hætti BYKO yrði þátttakandi í kaupum á Samskipum. Ekki tókst í gær að ná sam- bandi við Einar Benediktsson, for- stjóra OLÍS til þess að kanna af- stöðu félagsins til hugsanlegrar þátttöku í hlutabréfakaupum í Samskipum. ríkjum og þróunarlöndum. í fjórða hlutanum, almennri kunnáttu, voru blönduð verkefni þar sem spurt var um mælikvarða á korti, áttir, tíma- belti, hæðarlínur, afstöðu til sólar, dreifingu manníjölda og stærð landskika á korti. Hér leystu nem- endur_ að meðaltali 45% verkefna rétt. í svæðalandafræðinni leystu nemendur að meðaltali 47,5% verk- efnanna rétt. Þar var spurt um trú- arbrögð, framleiðslu, íbúafjölda og einkenni svæða og í sjötta og síð- asta hlutanum um ísland reyndist útkoman 57,5% rétt. Tryggvi vitnar í könnun sem Auður Pálsdóttir landfræðingur gerði á almennri landafræðiþekk- inu nemenda í fyrsta bekk fram- haldskóla þar sem kom í ljós nokk- ur samsvörun við niðurstöður EUROGEO könnunarinnar. Þrátt fyrir að hluti nemendanna hefði lært jarðfræði á fyrsta námsári sínu í framhaldsskóla reyndist útkoman í eðlisrænu landafræðinni ekki vera nema í meðaltali 49%. Tryggvi segir að ekki virðist ein- sýnt að slakan árangur megi skýra með mismunandi áherslum innan greinarinnar. Nemendur áttuðu sig illa á tímabeltum jarðar og áttu ekki gott með að tileinka sér upp- lýsingar í línuritum. Reyndar bendi nýleg könnun á læsi skólabarna hér á landi til þess að leggja þurfi mun meiri áherslu á að börn læri að lesa upplýsingar af gröfum og línuritum. Hann vitnar í rannsókn . Sigríðar Þ. Valgeirsdóttur þar sem m.a. kom fram að tæplega 57% nemenda gátu ekki nýtt sér einfalt súlurit til upplýsinga og 70% nem- enda virtust ekki ráða við áttirnar á korti. Og hann spyr: Af hverju er árangur nemenda í eðlisrænni landafræði ekki betri en raun ber vitni? Eru ekki kjöraðstæður á ís- landi til að komast í beina snert- ingu við flest það sem máli skiptir til að efla skilning á náttúruöflun- um og iðju þeirra? Hér hlýtur að verða að leita svara í skólastarfinu sjálfu, hvort sem það er tímaskort- ur, ónóg þekking kennara eða ein- faldlega það viðhorf að alltof erfitt sé að sleppa bókinni og opna dyr skólastofunnar. Það væri athugan- arefni út af fyrir sig. Og enn má spyrja: Af hveiju virðist staðfræði- Niðurstöður landa- fræði könnunarinnar 1. Tékkóslóvakía 76,9% 2. Ungverjaland 71,2% 3. Rússland 67,1% 4. Austurríki 66,5% 5. Pólland 66,4% 6. Singapúr 63,9% 7. Slóvenía 61,7% 8. Þýskaland 61,3% 9. Finnland 58,6% 10. Belgía 57,4% 11. írland 54,4% 12. Ítalía 54,0% 13. Portúgal 52,2% 14. Ástralía 51,3% 15. lúxemborg 50,3% 16. Danmörk 49,9% 17 ÍSLAND 49,4% 18. Bandaríkin 49,3% 19. ísrael 48,8% 20. Stóra-Bretland 47,9% 21. Nýja-Sjáland 47,8% 22. Hong Kong 46,7% 23. Brasílía 43,4% 24. Jamaíka 42,4% 25. Nígería 35,8% þekking nemenda á eigin landi vera mun lakari en þekking á umheimin- um? Er hugsanlegt að fréttaflutn- ingur fjölmiðlanna opni nemendum 1‘rekar sýn til útlanda en yfir eigið land? Hafa ferðavenjur okkar hér einhver áhrif, eða erum við e.t.v. komin að enn djúpstæðari ástæðu, s.s. viðhorfum okkar til landsins og náttúru þess, til veðurfars? En þannig mætti lengi telja. Tryggvi sagði að með INT- ERGEO könnuninni væri vonast til að benda mætti á sitthvað sem betur mætti fara í starfi skólanna og við gerð og útgáfu námsganga. Fjallað verður um þessa könnun á fundi landfræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.