Morgunblaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. MARZ 1994
25
Reuter
Lítill fugl gleður marga
FÓTUR og fit varð uppi í röðum breskra fuglaskoðara
í fyrradag þegar spurðist út að sést hefði til fugls sem
aldrei áður hefði komið til Bretlands. Vopnaðir sjónauk-
um og myndavélum með kraftmiklum aðdráttarlinsum
streymdu þúsundir fuglaskoðara í Pennington-garðinn
við Leigh á Manchestersvæðinu til þess að virða fugl-
inn fyrir sér. Þar var um að ræða svartnefjaðan tittl-
ing, örsmáan fugl af finkuætt, sem á heimkynni í aust-
urhluta Síberíu. Var myndin tekin af hiuta fuglaskoðar-
anna að störfum og á innfelldu myndinni má sjá hinn
fiðraða gest sem sest hefur á hendi starfsmanns í
garðinum.
Þjóðverjar vilja Mið-Evr-
ópuríki í ESB sem fyrst
JAFNT Evrópusambandið sem Svíar, Finnar og Austurríkismenn
gáfu mikið eftir til að hægt væri að ljúka aðildarsamningum í
Brussel í síðustu viku. Það var þó ESB sem gaf mest eftir, segir
vikublaðið The European.
Svíar og ESB deildu hart um
hversu hátt framlag Svía til sam-
bandsins ætti að vera fyrstu árin.
Sviar vildu hækka framlagið í
áföngum en þegar þeirri kröfu var
synjað hótuðu þeir að ganga út.
Það hefði gert út af við aðildarvið-
ræður allra ríkjanna og verið mik-
ið áfall fyrir Evrópusambandið.
Samningamenn ESB gáfu því eftir
þó að fulltrúar Spánar, Frakklands
og Hollands hafi lýst niðurstöðunni
sem svo að þeir hafi verið „allt að
því féflettir“. Þjóðveijar voru sú
þjóð sem harðast barðist fyrir inn-
göngu EFTA-ríkjanna en það er
draumur Helmuts Kohls kanslara
að aðildarríkin sambandsins verði
orðin 20 um aldamótin. Síðast í
gær sagði Klaus Kinkel, utanríkis-
ráðherra Þýskalands, að það myndi
leiða til tilvistarkreppu ESB ef við-
ræðurnar við Norðmenn færu út
um þúfur.
Búist er við því að innan skamms
muni Þjóðveijar hvetja til að aðild-
arviðræður hefjist við Pólveija,
Sir Berkeley
Gage látinn
LÁTINN er í Lundúnum Sir Ber-
keley Gage, fyrrum sendimaður
bresku ríkisstjórnarinnar, sem
m.a. kannaði hug íslenskra sljórn-
valda til stórveldanna árið 1939.
Sir Berkeley Gage starfaði lengi
í bresku utanríkisþjónustunni en
hann kom til íslands með herskipinu
„Vindictive" í maímánuði 1939. Frá
þessari ferð Sir Berkeleys segir í bók
Þórs Whiteheads „Ófriður í aðsigi"
sem Almenna bókafélagið gaf út. í
samtali sem birtist við Sir Berkeley
í Morgunblaðinu í júní 1981 sagði
hann að hann hefði í för sinni hingað
til lands sannfærst um að íslending-
ar myndu standa með Bretum þótt
landið væri hlutlaust.
Sir Berkeley gegndi sendiherra-
stöðu víða um heim áður en hann
settist í helgan stein í Lundúnum þar
sem hann lést 3. þessa mánaðar.
Eiginkona hans lifir mann sinn en
þau eignuðust tvo syni og er annar
þeirra á lífi.
Tékka, Slóvaka og Ungveija, jafn-
vel síðar á þessu ári er þeir fara
með formennskuna í ráðherraráð-
inu. Er jafnvel uppi orðrómur um
að Þjóðveijar hafi hug á að setja
upp „skugga-ráðherraráð" sem
Mið-Evrópuþjóðirnar geti setið í
þar til þær verða orðnir fullgildir
aðilar, sem Þjóðveijar vona að
verði jafnvel þegar árið 1999. Það
er því ekki nema von að Helmut
Kohl hafi lýsti því yfir að aðildar-
samningarnir sem undirritaðir
voru í síðustu viku hafi, verið
„merkisatburður“ í sögu Evrópu.
Þjóðveijar segja að sjónarmið
þeirra varðandi útvíkkun sam-
bandsins í austur njóti vaxandi
stuðnings innan ESB og Kohl er
sagður fullviss um að hann geti
sannfært samstarfsþjóðirnar um
að áhyggjur af óstöðugleika í
austurhluta Evrópu séu ekki einka-
mál Þjóðveija. Það sem aðrar þjóð-
ir hafa fyrst og fremst áhyggjur
af er hversu hratt Þjóðveijar vilja
láta hlutina ganga fyrir sig og ótt-
ast að þeir muni gefa ríkjum þess-
um óraunhæf loforð þegar þeir
fara með forystuna. „Sambandið
er ekki reiðubúið undir þetta. Sú
fjölgun aðildarríkja um fjögur sem
nú á sér stað hefur reynst mun
erfiðari en menn gerðu sér grein
fyrir,“ sagði embættismaður sem
starfar við hlið Jacques Delors,
forseta framkvæmdastjórnarinnar,
í samtali við European.
Aðrir benda á að Evrópusam-
bandið eigi nú í harðri viðskipta-
legri samkeppni við önnur mark-
aðssvæði, s.s. NAFTA og Suðaust-
ur-Asíu, þar sem öll þróun sé gífur-
lega ör. Það hafi því hreinlega
ekki efni á að vera taka um borð
ríki, sem séu aftarlega á merinni
efnahagslega séð. Þá myndi það
valda mikilli reiði á Kýpur, Möltu
og í Tyrklandi ef Mið-Evrópuþjóð-
irnar fengju hraðafgreiðslu á að-
ildarumsóknum sínum. Þessi ríki
hafa öll sótt um aðild fyrir nokkru
en verið sett á biðlista.
Ekkert Mið-Evrópuríkjanna hef-
ur enn lagt inn formlega aðilda-
rumsókn en Ungveijar hafa boðað
slíka í næsta mánuði.
Reuter
Grikkir gráta Melinu Mercouri
HUNDRUÐ þúsunda grátandi Grikkja fylgdust með útför leikkonunn-
ar og ráðherrans Melinu Mercouri í Aþenu í gær. Útfararguðsþjón-
usta fór fram í dómkirkju borgarinnar og síðan var kistunni ekið á
fallbyssuvagni framhjá þinghúsinu og til kirkjugarðs. Talið er að
300.000 manns hafi staðið meðfram þeirri leið sem líkfylgdin fór
um og lét fólkið blómum rigna yfir kistuna er henni var ekið hjá.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, simi
671800
Opið sunnudaga
kl. 13 - 18.
Fjöldi bifreiða á tilboðsverði.
Greiðslukjör við allra hæfi.
Harding
keppir í
Tókíó
TONYA Harding, bandaríska
skautakonan, getur keppt á
heimsmeistaramótinu í list-
hlaupum á skautum sem hefst
í Tókíó 22. mars þar sem dóm-
stóll bannaði bandaríska
skautasambandinu að hefja
sínar eigin vitnaleiðslur vegna
meintrar aðildar Harding að
árásinni á skautadrottninguna
Nancy Kerrigan. Skautasam-
bandið hafði ætlað að heíja
rannsóknina í gær.
Kynskipting--
ur í forystu
demókrata
LESLIE Elaine Perez, 56 ára
„kona“, varð atkvæðamest í
forvali demókrata um nýjan
leiðtoga flokksfélagsins í
Houston og nágrenni í Texas-
ríki í Bandaríkjunum. Hún var
karlmaður en gekkst undir
aðgerð og skipti um kyn á síð-
asta áratug. Karlmaðurinn
Leslie Douglas Ashley var
klæðskiptingur sem hafði ofan
af fyrir sér með því að taka
þátt í kynlífsleikjum gegn
gjaldi. Var hann dæmdur til
dauða fyrir að skjóta mann í
ástarleik 1961 en dóminum
síðan breytt í 15 ára fangelsi.
Fékk hann lausn úr fangelsi
1971. Þar sem engin fékk
meirihluta verður kosið í apríl
milli „hennar" og þess sem
næstur kom að atkvæðum.
Bardot vill
vernda úlfana
FRANSKA leikkonan Birgitta
Bardot sagðist í gær myndu
hrinda af stað alþjóðlegri mót-
mælaherferð ef úlfaveiðar
yrðu ekki bannaðar að nýju í
Kanada. í fyrravor voru úlfa-
veiðar úr þyrlum leiddar í lög
til þess að stemma stigu við
örri fjölgun. Mótmælti Bardot
veiðunum í bréfi til ríkisstjór-
ans Walter Hickel í gær.
Ákærður fyr-
ir fleiri morð
FREDERICK West húsasmið-
ur í Gloucester í vesturhluta
Englands var ákærður fyrir
morð á fimm konum til viðbót-
ar í gær. Áður hafði hann ver-
ið ákærður fyrir morð á þrem-
ur stúlkum, þar á meðal 16
ára dóttur sinni. Níu lík hafa
fundist í húsi hans í Cromwell-
stræti í Gloucester og lögregl-
an telur sig hafa vitneskju um
að sjö lík til viðbótar sem
ófundin eru séu steypt inn í
veggi hússins.
Tékkar vilja í
EBS fyrir
aldamótin
VACLAV Klaus forsætisráð-
herra Tékklands sagði í gær
að það væri ásetningur og vilji
Tékka að öðlast fulla aðild að
Evrópusambandinu (EBS)
löngu fyrir næstu aldamót.
Klaus lét þessi ummæli falla á
fundi með fréttamönnum eftir
viðræður við leiðtoga EBS í
Brussel i gær en hann notaði
daginn einnig til að undirrita
samninga við Atlantshafs-
bandalagið (NATO) um þátt-
töku Tékka í friðarsamstarfi
bandalagsins.
VW Golf GL 1.8 '92, rauður, 5 g., ek. 39
þ., 2 dekkjag. V. 970 þús.
Toyota Carina E Wagon '93, hvítur,
sjálfsk., ek. 10 þ.t rafm. í rúðum o.fl. Sem
Nissan Sunny SLX 1.6 '92, grænsans, 5
g., ek. 33 þ., rafm. í rúðum, álflegur, (Ath!
Honda Civic LSi Sedan '92, rauður,
sjálfsk., ek. 36 þ., rafm. í rúðum, 2 dekkjag.
o.fl. V. 1290 þús., sk. á ód.
MMC Lancer GLXi '93, rauður, sjálfsk.,
ek. 22 þ., rafm. í öllu. V. 1350 þús.
MMC Pajero V-6 '91, 5 g., ek. 40 þ., ál-
felgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1890 þús.,
sk. á ód.
Hyundai Pony GLSi Sedan '92, 5 g., ek.
17 þ., álflegur o.fl. V. 950 þús.
Toyota Carina XL '90, sjálfsk., ek. 79 þ.
V. 880 þús., sk. á ód.
Nissan Vanette diesei ’92, 7 farþega,
grásans, 5 g., ek. 107 þ. V. 1280 þús.
MMC Lancer GL ’90, grásans, 5 g., ek.
76 þ., spoiler o.fl. Fallegur biíl. V. 680
þús., sk. á ód.
Subaru Legacy 1.8 Sedan '91, rauður, 5
g., ek. 56 þ., sóllúga, dráttarkúla, rafm. í
rúðum o.fl. V. 1380 þús.
MMC Colt GLX ’88, 5 dyra, 5 g., 1500,
ek. 55 þ. V. 470 þús., sk. á dýrari.
Subaru station 1800 DL '90, Ijósblár, 5
g., ek. 55 þ. V. 980 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla Hastback special series
'92, hvítur, 5 g., ek. 15 þ., rafm. í rúðum,
spoiler o.fl. V. 940 þús., sk. á ód.
Renault Nevada 4x4 '91, svartur, 5 g.,
ek. 50 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1280 þús.,
sk. á ód.
Range Rover '85, sjálfsk., ek. aðeins 59
þ. V. 1380 þús. (Vouge útfærsla).
Mercedes Benz 280 SE '82, silfurgrár,
sjálfsk., ek. 127 þ., topplúga, álflegur o.fl.
Tilboðsverð 980 þús. stgr.
MMC Galant GLSi hlaðbakur '92, hvítur,
sjálfsk., ek. 40 þ. V. 1450 þús.
Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð-
ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins
6 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús., sk. á dýr-
ari bíl.
Toyota Double Cab SRS bensín '93,
m/húsi, 5 g., ek. 20 þ., álfelgur, brettakant-
ar, 31“ dekk o.fl. V. 2.050 þús.
Toyota 4Runner V-6 '93, 4ra dyra, 5 g.,
ek. 2 þ. km. V. 2.9 millj.
MMC Lancer GLX '92, silfurgrár, sjálfsk.,
ek. 23 þ. V. 1050 þús. stgr.
Subaru Legacy Artic 2.0 '92, rauður,
sjálfsk., ek. aðeins 20 þ., álfelgur, rafm. í
rúðum o.fl. V. 1880 þús.
Cherokee Laredo '88, sjálfsk., ek. 81 þ,